Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 26

Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 England Brighton – Everton ................................. 0:0 - Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Everton. WBA – Southampton ............................... 3:0 Staðan: Manchester City 32 23 5 4 67:23 74 Man Utd 31 18 9 4 61:34 63 Leicester City 31 17 5 9 55:37 56 West Ham United31 16 7 8 51:39 55 Chelsea 31 15 9 7 50:31 54 Liverpool 31 15 7 9 53:37 52 Tottenham 31 14 7 10 52:35 49 Everton 30 14 6 10 41:38 48 Arsenal 31 13 6 12 43:35 45 Leeds United 31 14 3 14 49:49 45 Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44 Wolverhampton 31 10 8 13 31:41 38 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 31 10 6 15 39:56 36 Brighton 31 7 12 12 33:38 33 Burnley 31 8 9 14 25:42 33 Newcastle United31 8 8 15 32:51 32 Fulham 32 5 11 16 24:42 26 WBA 31 5 9 17 28:59 24 Sheffield United 31 4 2 25 17:55 14 Rússland CSKA Moskva – Rotor Volgograd ........ 2:0 - Arnór Sigurðsson lék fyrstu 64 mínút- urnar með CSKA og lagði upp mark. Hörð- ur Björgvin Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. _ Efstu lið: Zenit Pétursborg 54, Spartak Moskva 47, Lokomotiv Moskva 46, CSKA Moskva 46, Rubin Kazan 43, Dinamo Moskva 43, Sochi 40, Khimki 38. Grikkland Fallkeppnin: Giannina – Lamia .................................... 1:2 - Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 76 mínúturnra hjá Lamia. _ Lamia er í þriðja sæti af átta liðum þegar fjórar umferðir eru eftir. Danmörk Fallkeppnin: Lyngby – AaB .......................................... 2:2 - Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby í leiknum. _ AaB 32, OB 29, SönderjyskE 28, Vejle 28, Lyngby 22, Horsens 16. Spánn Celta Vigo – Sevilla .................................. 3:4 Staða efstu liða: Atlético Madrid 30 20 7 3 52:20 67 Real Madrid 30 20 6 4 53:24 66 Barcelona 30 20 5 5 69:26 65 Sevilla 30 19 4 7 44:24 61 Real Sociedad 30 12 11 7 47:31 47 Real Betis 30 14 5 11 40:43 47 Villarreal 30 11 13 6 43:33 46 Granada 30 11 6 13 36:50 39 Levante 30 9 11 10 37:39 38 Athletic Bilbao 30 9 10 11 39:33 37 Celta Vigo 30 9 10 11 41:48 37 Þýskaland Hoffenheim – Leverkusen....................... 0:0 Staða efstu liða: Bayern München 28 20 5 3 80:36 65 RB Leipzig 28 18 6 4 52:23 60 Wolfsburg 28 15 9 4 49:26 54 Eintr.Frankfurt 28 14 11 3 59:40 53 Dortmund 28 14 4 10 58:41 46 Leverkusen 28 12 8 8 45:32 44 Union Berlin 28 9 13 6 42:34 40 M’gladbach 28 10 10 8 48:43 40 Stuttgart 28 10 9 9 50:44 39 Freiburg 28 10 7 11 40:42 37 Augsburg 28 9 5 14 29:42 32 Hoffenheim 28 8 7 13 41:47 31 Ítalía Benevento – Sassuolo .............................. 0:1 Staða efstu liða: Inter Mílanó 30 23 5 2 69:27 74 AC Milan 30 19 6 5 57:35 63 Juventus 30 18 8 4 61:27 62 Atalanta 30 18 7 5 71:38 61 Napoli 30 19 2 9 65:34 59 Lazio 29 17 4 8 46:38 55 Roma 29 16 6 7 54:41 54 Sassuolo 30 11 10 9 49:48 43 4.$--3795.$ NBA-deildin Cleveland – New Orleans ................ 109:116 Orlando – Milwaukee ......................... 87:124 New York – Toronto .......................... 102:96 Dallas – San Antonio ........................ 117:119 Memphis – Indiana........................... 125:132 Minnesota – Chicago........................ 121:117 LA Clippers – Detroit ...................... 131:124 Portland – Miami................................ 98:107 Staðan í Austurdeild: Philadelphia 36/17, Brooklyn 36/17, Mil- waukee 33/20, Atlanta 29/25, Miami 28/25, Charlotte 27/25, Boston 28/26, New York 27/27, Indiana 25/27, Chicago 22/30, To- ronto 21/33, Washington 19/33, Cleveland 19/34, Orlando 17/36, Detroit 16/38. Staðan í Vesturdeild: Utah 40/13, Phoenix 37/15, LA Clippers 37/ 18, Denver 34/19, LA Lakers 33/20, Port- land 31/22, Dallas 29/23, Memphis 26/25, San Antonio 25/26, Golden State 25/28, New Orleans 24/29, Sacramento 22/31, Oklahoma City 20/33, Houston 14/39, Minnesota 14/40. 4"5'*2)0-# Japan sagðist Matsuyama ekki geta svarað því. En hann væri sannarlega sá fyrsti til að vinna Masters og því hefði hann sett einhvers konar við- mið. Lék á Masters fyrir áratug Matsuyama er 29 ára gamall en hann fæddist í borginni Matsuyama í febrúar 1992. Fyrir sléttum áratug fékk hann tækifæri til að leika á Masters sem áhugamaður. Hafði þá orðið Asíumeistari áhugamanna og fékk boð á Masters en nokkrir áhugamenn leika á mótinu ár hvert. Matsuyama lék þá mjög vel. Var ekki einungis bestur áhugamannanna heldur hafnaði í 27. sæti á mótinu. Ljóst var að hann átti fullt erindi í mótaröð þeirra bestu ef hann myndi spila áfram vel úr sínum hæfileikum. Matsuyama er mjög þekktur í Jap- an. Fjölmiðlafólk hefur stundum sagt að hann sé eins og rokkstjarna í heimalandinu. Ekki getur grein- arhöfundur dæmt um það en umfjöll- unin um Matsuyama hefur í það minnsta verið mjög mikil eftir að hann komst í hóp bestu kylfinga heims. Árið 2017 var hann til að mynda kominn í annað sætið á heimslistanum en alls hefur Matsu- yama sigrað á átta atvinnu- mannamótum á ferlinum. Með ár- unum hafa væntingarnar til hans orðið mjög miklar og oft hefur manni fundist eins og þyngsli væru yfir Matsuyama á risamótunum. Þegar íþróttafólk er nánast með væntingar heillar þjóðar á bakinu getur verið erfitt að slaka á og njóta stund- arinnar. Nú þegar miklum áfanga er náð má allt eins búast við því að Matsuyama verði oft í baráttunni um sigur á risamótum. Hann er á fínum aldri og ætti að vera í fremstu röð næstu tíu árin ef hann sleppur við meiðsli. Matsuyama er ansi stöðugur kylf- ingur. Hann kemst oftar en ekki í gegnum niðurskurð keppenda á mótaröðinni og frammistaðan er sjaldan mjög slæm sem getur gerst af og til hjá kylfingum í fremstu röð. Dustin Johnson , Rory McIlroy og Brooks Koepka náðu til dæmis ekki að komast áfram á Masters í ár. Matsuyama hafði ekki spilað sér- staklega vel á þessu ári. Ekki áber- andi illa en hafði heldur ekki barist um sigur á neinu móti. Hann hafði hafnað í 15. sæti á World Golf Cham- pionships í lok febrúar. Matsuyama sagðist á blaðamanna- fundi á sunnudagskvöld hafa komið til Augusta með litlar væntingar en daginn fyrir mótið hafi honum liðið mun betur. Eftir að hafa æft vel í vik- unni hafi eitthvað gerst á æfinga- hringnum á miðvikudeginum. Ein- hver atriði smullu saman í golfsveiflunni að sögn Matsuyama. „Þegar slíkt gerist þá eykst sjálfs- traustið hratt.“ Í 2. sæti á Opna bandaríska Árangur Matsuyama á risamótum hefur á margan hátt verið góður og þar af leiðandi bjuggust margir við því að honum tækist að vinna risa- mót einn daginn. Hann væri nógu góður til þess. Á Masters hafði Matsuyama hafnað í 5. sæti árið 2015 og 7. sæti árið eftir. Einnig hafði hann hafnað í 11. og 13. sæti á mótinu og hann virtist því kunna nokkuð vel við sig á Augusta National-vellinum. Matsuyama hafnaði í 2. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu ár- ið 2017 og hafði þá komist næst því að vinna risamót. Hans besti árangur á Opna breska meistaramótinu er 6. sæti árið 2013. Á PGA-meist- aramótinu hefur Matsuyama náð 4. og 5. sæti. Sigur á risamóti er því líklega rök- rétt framhald af því að hafa kynnst toppbaráttunni á slíkum mótum. Á blaðamannafundinum sagðist Matsuyama þó hafa fundið fyrir mik- illi taugaspennu þegar hann stóð á 1. teig í síðasta ráshópnum á síðasta keppnisdegi á Masters. Hæverska er hyggins háttur - Matsuyama leyfir sér að brosa - Mikill áfangi fyrir íþróttalífið í Japan AFP Stór stund Hideki Matsuyama skælbrosandi í græna jakkanum. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar sólin var að búa sig undir að setjast í Georgíu í Bandaríkjunum undir kvöld á sunnudag var hún að koma upp á mánudagsmorgni í Jap- an. Hideki Matsuyama var þá að klæðast græna jakkanum á Augusta National-golfvellinum eftir að hafa unnið á Masters. Fyrsta risamóti árs- ins hjá körlunum í íþróttinni. Japanir vöknuðu því við þau tíðindi að Japani hefði unnið risamót í golfi hjá körl- unum í fyrsta skipti. Japanskar kon- ur höfðu áður afrekað slíkt og mun áhuginn á íþróttinni í Japan síst minnka við þessi úrslit. Hideki Matsuyama hefur sjaldan sýnt mikil svipbrigði á golfvellinum. Hefur tileinkað sér varfærnislega framkomu eins og margir samlandar hans. Þegar Masters-meistarinn í fyrra, Dustin Johnson, hafði klætt Matsuyama í jakkann, leyfði Jap- aninn sér að lyfta höndunum og fagna. Matsuyama brosti breitt og ekki leyndi sér að þessi áfangi skipti hann miklu máli. Hann var þó varkár þegar fjöl- miðlamenn hófu að kasta á hann spurningum. Svaraði samvisku- samlega með hjálp túlks en fór ekki á neitt flug í sigurvímunni. Hæverska er hyggins háttur segir máltækið. Spurður um hvort hann væri snjall- asti kylfingur sem komið hefði frá Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu lagði upp fyrra mark CSKA Moskva í gær þegar liðið sigraði Rotor Volgograd, 2:0, í rússnesku úrvalsdeildinni. Hörður Björgvin Magnússon leikur ekki með liðinu næstu mán- uðina eftir að hafa slitið hásin í fæti á dögunum. Liðsfélagar hans sýndu Herði stuðning með því að hita upp fyrir leikinn í gær í bolum með áletruðum batakveðjum til Harðar. CSKA komst með sigrinum upp í fjórða sætið og berst um sæti í for- keppni Meistaradeildarinnar. Barist um sæti í Meistaradeildinni AFP Stoðsending Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Bandaríska knattspyrnukonan Tiff- any McCarty er gengin til liðs við Breiðablik. McCarty er þrítug og þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa leikið með Selfossi á síðustu leiktíð. Hún skoraði níu mörk í sextán leikj- um í úrvalsdeildinni með Selfyss- ingum síðasta sumar og var marka- hæsti leikmaður liðsins. McCarty hefur leikið með atvinnuliðunum Washington Spirit, Houston Dash og Kansas City í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig leikið með Medkila í norsku B-deildinni og með Albirex í Japan. Frá Selfossi til Breiðabliks Morgunblaðið/Eggert Framherji Tiffany McCarty skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga. Everton fékk aðeins eitt stig þegar liðið heimsótti Brighton á suður- ströndina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðin gerðu markalaust jafntefli en Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað á miðj- unni hjá Everton. Hjá Everton hefðu menn getað þegið þrjú stig þar sem liðið er í baráttu um að komast í Evr- ópukeppni. Everton er í 8. sæti með 48 stig. Brighton er sjö stigum fyrir ofan fallsæti með 33 stig eins og Burn- ley. Stigi meira en Newcastle. Hjá West Bromwich Albion eru menn ekki í vandræðum með að skora mörk þessa dagnaa þótt liðið sé í fallsæti. Liðið fylgdi í gær eftir 5:2 útisigri á Chelsea með 3:0 sigri á Southampton á heimavelli. Hefur liðið því skorað átta mörk í síðustu tveimur leikjum. Matheus Pereira, Matthew Phillips og Callum Rob- inson skoruðu fyrir WBA en staðan var 2:0 að loknum fyrri hálfleik. WBA er nú með 24 stig í næst- neðsta sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham. Liðið er þó átta stig- um á eftir Newcastle. AFP England Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Brighton í gærkvöld. Eitt stig gerir lítið fyrir Everton

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.