Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Það verður bara að við- urkennast að maður er orðinn ansi þreyttur á VAR-myndbands- dómgæslunni í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Hugmyndin er ekki vitlaus, ef hún virkar, en því miður fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu þá virðist myndbands- dómgæslan skapa fleiri vanda- mál en hún leysir og það hefur margsannað sig á yfirstandandi tímabili. Planið var að geta stuðst við myndbandsdómgæslu til þess að taka af allan vafa en það hef- ur engan veginn tekist og í stað- inn stelur VAR fyrirsögnum eftir hverja einustu umferð ensku úr- valsdeildarinnar sem er fyrst og fremst sorglegt í deild sem á að vera sú skemmtilegasta í heimi. Myndbandsdómgæsla hefur reynst vel í mörgum íþróttum og þar ber eflaust hæst að nefna bandarískar íþróttir eins og í NFL-deildinni í ruðningi og NBA-deildinni í körfuknattleik. Einnig hefur verið stuðst við myndbandsdómgæslu í hand- bolta og körfubolta í Evrópu með góðum árangri en því miður hefur dæmið ekki gengið upp í fótboltanum, alla vega ekki á Englandi. Dómarar virðast einfald- lega treysta of mikið á tæknina og eru orðnir hræddir við að taka eigin ákvarðanir af ótta við að gera mistök. Af þeim sökum virðist ríkja einhvers konar milli- bilsástand sem hefur ekki gert neinum gott. Eins og maðurinn sagði, tæknin er góð en því miður er fólkið á bak við tæknina ekki að valda henni sem er ekki beint upplífgandi fyrir kröfuharða knattspyrnuáhugamenn í dag. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is mótinu 2012 og var síðustu í um- ferðinni,“ sagði Íris. „Ég hljóp af stað með þá til- finningu að þetta væri mitt síð- asta stökk á ferlinum og ég sagði sjálfri mér að njóta augnabliksins. Ég gaf allt í þetta og þegar ég lenti helltust yfir mig alls konar tilfinningar. Þetta var algjörlega geggjað og augnablik sem ég mun aldrei gleyma,“ bætti Íris við. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn á mbl.is/ mogginn/dagmal/ithrottir/. „Ég vissi það áður en ég fór á Evrópumótið 2012 að ég væri tilbúin að hætta og ég fann það í öllum líkamanum,“ sagði Íris Mist Magnúsdóttir, tvöfaldur Evrópu- og Norðurlandameistari í hópfimleikum, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífs- þætti Morgunblaðsins. Íris Mist byrjaði að æfa áhaldafimleika þegar hún var sjö ára gömul með Stjörnunni en skipti yfir í hópfimleika árið 2002. Hún gekk til liðs við Gerplu árið 2004, varð Evrópumeistari með liðinu árin 2010 og 2012, og Norðurlandameistari 2007 og 2011. „Ég stend fyrir framan trampó- línið í síðustu greininni á Evrópu- Æðislegt að hætta á toppnum Morgunblaðið/Ómar 3 Íris Mist varð þriðja í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010. Miklar umræður sköpuðust um stöðu handknatt- leiksins hjá konunum þegar ársþing Handknatt- leikssambands Íslands fór fram í gær. Vegna samkomutakmarkana var þingið haldið með hjálp fjarfundabúnaðar. Þingið ákvað að fela stjórn HSÍ að skipa nefnd til að móta stefnu til framtíðar fyrir kvenna- handboltann á Íslandi eins og það er orðað í til- kynningunni frá sambandinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði Morgunblaðinu að hreyfingin vilji vinna að því með markvissum hætti að fjölga stúlkum og konum í íþróttinni. „Eitt af stóru verkefnunum á næstu misserum verður að taka fyrir kvennaboltann. Allt frá yngstu iðkendum og upp í efstu deild. Hvernig hægt sé að hlúa að konunum í handboltanum. Hvernig hægt sé að fjölga iðk- endum og minnka brotfall hjá iðkendum. Meira er um brott- fall hjá stelpunum en strákun- um. Með því að fjölga iðk- endum hjá stúlkunum myndi brottfallið ekki hafa eins af- drifarík áhrif,“ sagði Guð- mundur sem var einn í fram- boði til formanns. Guðmundur hefur setið í stjórn HSÍ frá árinu 2009 og gegnt formennsku frá 2013. Tillögu um breytingu á Íslandsmóti kvenna og að fjölga liðum í efstu deild var vísað frá. Að sögn Guðmundar voru margir þeirrar skoðunar að leik- irnir í efstu deild kvenna hafi verið spennandi og minna um ójafna leiki en oft áður. Því hafi ekki verið nægilega mikill vilji til að breyta fyr- irkomulaginu. Ein breyting varð á stjórn HSÍ. Kosið var á milli þeirra Ingu Lilju Lárusdóttur og Daða Haf- þórssonar til að gegna formennsku fræðslu- og út- breiðslunefndar sem jafnframt er stjórnarsæti. Var Inga Lilja kjörin. kris@mbl.is - Fleiri fréttir frá þinginu er að finna á www.mbl.is/sport/handbolti. Vilja fá fleiri stúlkur í íþróttina - Ársþingið fól stjórn HSÍ að skipa nefnd til að móta stefnu til framtíðar Guðmundur B. Ólafsson. LANDSLIÐIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þorsteinn Halldórsson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, ætlar að gera fjórar til fimm breytingar á byrjunarliði sínu þegar Ísland mætir Ítalíu í vináttulands- leik síðar í dag í Flórens á Ítalíu. Þetta er annar leikur liðanna á fjórum dögum en íslenska liðið tap- aði 1:0 fyrir Ítölum í Flórens í vin- áttulandsleik 10. apríl þar sem Ari- anna Caruso skoraði sigurmarkið á 72. mínútu. Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórns Þorsteins sem tók við liðinu af Jóni Þór Haukssyni í lok janúar á þessu ári. Þorsteinn stillti upp afar ungu liði í sínum fyrsta landsleik en meðal- aldur liðsins var rúmlega 23 ár. Þá var einungis einn leikmaður í byrj- unarliðinu yfir þrítugu, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem verður 33 ára gömul síðar á árinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ás- laug Munda Gunnlaugsdóttir fengu báðar tækifæri í byrjunarliðinu en Cecilía er 17 ára og Áslaug Munda 19 ára. Meðalaldur íslenska liðsins í síð- asta keppnisleik gegn Ungverja- landi í undankeppni EM í Búdapest var tæplega 26 ár en þær Sandra Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunn- arsdóttir léku allar þann leik. Sandra er 35 ára gömul, Hallbera er 34 ára gömul og Sara Björk þrí- tug og því ljóst að fjarvera þeirra í leiknum gegn Ítalíu um síðustu helgi hafði mikil áhrif á meðalaldur íslenska liðsins. Það má fastlega gera ráð fyrir því að Sandra og Hallbera komi báðar inn í íslenska liðið í dag en þær voru báðar fastakonur í byrjunarliði Ís- lands í undankeppni EM 2022 undir stjórn Jóns Þórs. Anna Björk Kristjánsdóttir gæti einnig fengið tækifæri í byrjunarlið- inu og þá verður að teljast afar lík- legt að Sveindís Jane byrji leikinn en hún kom inn á sem varamaður á 62. mínútu fyrir Hlín Eiríksdóttur í fyrri leiknum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gæti svo leyst Elínu Mettu Jensen af hólmi í fremstu víglínu en Berg- lind kom inn á fyrir Elínu á 72. mín- útu um síðustu helgi. Sáttur við fyrri leikinn „Allir leikmenn eru heilir heilsu og ég á von á þó nokkrum breyt- ingum á byrjunarliðinu,“ sagði Þor- steinn á teams-fjarfundi með blaða- mönnum í gær. „Það var margt jákvætt í síðasta leik og við héldum boltanum vel sem dæmi. Það voru ákveðnar leiðir sem við hefðum getað farið sóknarlega en okkur tókst ekki að nýta okkur þær nægilega vel. Ég er heilt yfir sáttur enda var þetta fyrsti leikur liðsins undir minni stjórn og erfitt að troða öllu inn sem maður vill sjá liðið gera. Við vorum óhrædd við að vera með boltann og stýra leiknum. Við vorum þétt þegar við töpuðum bolt- anum og gáfum fá færi á okkur,“ bætti Þorsteinn við. Þorsteinn hafði stýrt Íslands- meisturum Breiðabliks frá því í október 2014 áður en hann tók við kvennalandsliðinu en í Kópavog- inum var lögð rík áhersla á að halda boltanum innan liðsins. „Við viljum spila fótbolta þar sem við höldum boltanum vel innan liðs- ins og stýrum þannig leikjum. Það krefst þolinmæði og við þurfum að bíða eftir tækifærunum með hreyf- ingu án bolta og ákveðnum hlaup- um. Þannig vil ég að liðið spili en ég geri mér líka grein fyrir því að þetta fer eftir andstæðingnum hverju sinni. Það er viðbúið að við verðum minna með boltann í ákveðnum leikjum. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að nýta þau tækifæri sem þú færð þegar þú ert með bolt- ann.“ Íslenska liðið er án fyrirliða síns Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem er að glíma við meiðsli. „Sara Björk er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir íslenska liðið. Það er hluti af leiknum að leikmenn meiðist og þegar það gerist þurfum við leikmenn sem eru tilbúnir að stíga upp og axla ábyrgð inni á vell- inum. Liðið þarf að vera þannig í stakk búið að það geti virkað þó svo að ákveðnir leikmenn detti út og því verða allir að vera tilbúnir axla ábyrgð, vera leiðtogar og takast á við það að vera stórir persónuleikar innan liðsins,“ bætti þjálfarinn við. Líklegt byrjunarlið Íslands: Sandra Sigurðardóttir – Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggós- dóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir – Sveindís Jane Jóns- dóttir, Berglind Björg Þorvalds- dóttir, Agla María Albertsdóttir. Allir þurfa að axla ábyrgð - Ísland mætir Ítalíu í öðrum vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum í dag - Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson ætlar að gera nokkrar breytingar á liðinu Morgunblaðið/Eggert Reyndust Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu sem er á Ítalíu og spilar væntanlega sinn 118. landsleik í kvöld. _ Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við ÍBV og leikur með liðinu í 1. deild karla, næstefstu deild, á næsta keppnistímabili. ÍBV greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gær en Guð- jón gerði tveggja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur kemur til ÍBV frá Breiðabliki. Guðjón er uppalinn í Haukum og á Álftanesi en hefur einnig verið hjá Val, Stjörnunni og KA hérlendis, sem og Helsingborg í Sví- þjóð, og á 260 deildaleiki að baki á ferlinum. _ Kvennalið Keflavíkur í knatt- spyrnu hefur fengið liðsauka fyrir keppnistímabilið en tveir erlendir leikmenn hafa bæst í hópinn. Banda- ríski miðjumaðurinn Abby Carchio er komin en hún er 23 ára og lék síðast með litháísku meisturunum Gintras. Tiffany Sornpao, 22 ára markvörður, kemur úr bandaríska háskólabolt- anum en hún er jafnframt landsliðs- markvörður Taílands. _ Kórdrengir, sem leika í fyrsta skipti í 1. deild karla í fótbolta í sum- ar, hafa fengið þrjá enska leikmenn í sínar raðir, Nathan Dale, Conner Rennison og Connor Simpson. Þeir eru á aldrinum 18 til 21 árs og koma allir frá norðausturhluta Englands þar sem þeir hafa alist upp hjá Middlesbrough og Hartlepool. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.