Morgunblaðið - 14.04.2021, Side 4

Morgunblaðið - 14.04.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum munu ganga í gildi á morgun, fimmtudag, og gilda næstu þrjár vik- ur. Þetta var kynnt að loknum rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Helstu tilslakanir fela í sér að 20 manna fjöldatakmörkun verður í stað 10 áð- ur, íþróttir verða heimilar fyrir alla, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða opnaðar á ný og opna má krár á nýjan leik. Í skólum verða nálægð- armörk á öllum skólastigum færð úr tveimur metrum í einn. Þá verður slakað á reglum um sviðslistir og skíðasvæði opnuð á ný. Fá smit hafa greinst hér síðustu daga og því höfðu kröfur um tilslak- anir verið háværar. Á meðfylgjandi grafi er hægt að bera saman fjölda smita og stöðu fjöldatakmarkana síðasta árið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði eftir ríkisstjórnar- fund að þessar tilslakanir væru í samræmi við það sem stjórnvöld vildu sjá þegar þau ákváðu að taka hressilega í handbremsuna fyrir þremur vikum. Engar tillögur eru á hennar borði hvað varðar hertar aðgerðir á landa- mærum. Frá byrjun mánaðar hafa þeir sem koma með vottorð um bólu- setningu eða fyrri sýkingu farið í eina skimun við komuna. Enginn hinna bólusettu hefur reynst smit- aður í þeirri skimun. Sýnir þetta að það sé mögulega ónauðsynlegt að skima bólusetta við komuna? „Það sýnir okkur alla vega að hingað til erum við að sjá að við get- um treyst þessum bólusetningum en það auðvitað brýnir okkur líka í því að fylgjast mjög vel með þessu. Ég held að það sé ekki ástæða til að hætta þessu,“ segir Svandís. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn Covid-19 eða hafa myndað mót- efni gegn veirunni eftir sýkingu eru ekki undanskildir þeim reglum sem gilda í samfélaginu vegna faraldurs- ins og ekki útlit fyrir að þeir verði það í framtíðinni, að sögn heilbrigð- isráðherra. „Ef mjög margir eru komnir með bólusetningu getum við slakað enn frekar á sóttvarnaráð- stöfunum. Það er markmiðið.“ Innan ríkisstjórnarinnar er til um- ræðu hvort tímabært sé að taka stærri skref í afléttingum hvað varð- ar aðgerðir vegna Covid-19, að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem segir samtalið ganga vel. „Við erum á réttri leið og þessar tilslakanir eru góðra gjalda verðar og skipta máli. Svo tökum við næstu skref samhliða því sem við bólusetjum stærri og stærri hópa,“ segir Þórdís. Er kominn tími á að taka enn stærri skref í afléttingum? „Það er til umræðu inni í ríkis- stjórn. Það samtal gengur vel.“ 100 67 33 0 1.000 100 10 1 Fjöldi daglegra smita Fjöldi staðfestra smita, sjö daga meðaltal Almennar fjöldatakmarkanir500 100100 200 50 50 20 20 20 20 10 10 16. mars 2020 100 manna samkomubann sett á 24. mars Samkomubann hert í 20 manns 4. maí Samkomubann rýmkað í 50 manns 25. maí Samkomubann rýmkað í 200 manns 15. júní Samkomubann rýmkað í 500 manns 30. júlí Samkomubann hert í 100 manns 31. október Samkomubann hert í 10 manns 13. janúar 2021 Samkomubann rýmkað í 20 manns 24. febrúar Samkomubann rýmkað í 50 manns 25. mars Samkomubann hert í 10 manns 15. apríl 20 manns mega koma saman 5. október 20 manna samkomubann Fjöldi smita og fjöldatakmarkanir Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá 15. apríl Fj öl di sm it a Sa m ko m ub an n Heimild: Covid.is og Stjórnarráðið Almennar fjölda- takmarkanir verða 20 manns í stað 10frá og með 15. apríl Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkams- ræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfi-legum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinnameð og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fereftir sömu takmörkunum og í skólastarfi Skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af há-marks- fjölda móttökugetu hvers svæðis Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns ásviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en 100 mannsvið útfarir Þó að hámarki 100 manns,auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir Öllum verslunum verður heimilt að taka á móti 5 viðskipta- vinum á hverja 10 m² Verklegt ökunám og flugnámmeð kennara verður heimilt febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars apríl Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar Farin að ræða frekari tilslakanir - 20 manns mega koma saman í stað 10 áður þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á morgun - Engar breytingar á landamærum - Frekari tilslakanir þegar til umræðu í ríkisstjórninni Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll Áfram halda bólusetningar og fjöldi fólks mætti í höllina í því skyni að fá bólusetningu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.