Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 6
ELDGOS Á REYKJANESSKAGA6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS MERCEDES-BENZ GLE 500 E 4MATIC Nýskráður 2/2017 Akstur 42 þ.km. Hybrid - bensín/rafmagn Fjórhjóladrif Sjálfskipting 334 hestöfl 5 dyra 5 manna Næsta skoðun 2021 360° bakkmyndavél Akreinavari Blindsvæðisvörn Bluetooth Brottfararlýsing Fjarstýrðar samlæsingar Hiti í stýri Hleðslujafnari Hraðastillir Hraðatakmarkari ISOFIX festingar í aftursætum Leðuráklæði Leiðsögukerfi Litað gler Loftkæling Loftpúðafjöðrun Rafdrifið lok farangursrýmis Reyklaust ökutæki Stillanleg fjöðrun Stöðugleikakerfi USB tengi Þjónustubók Raðnúmer 280118 Veðurstofa Íslands spáir því að í dag sé líklegt að gasmengunar verði vart á höfuðborgarsvæðinu. Brenni- steinsdíoxíð úr eldgosinu í Geldinga- dölum mun að öllum líkindum svífa í átt að byggð miðað við veðurskilyrði. Brennisteinsdíoxíð er skaðlegt mönnum í miklu magni en þó er ekki gert ráð fyrir að þess verði vart nema í litlu magni í dag. Þeir sem eru viðkvæmir, ung börn, astma- sjúklingar og aðrir sem viðkvæmir eru í öndunarfærum, geta fundið ein- kenni vegna brennisteinsdíoxíðs í dag. Helgi Guðjónsson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir við Morgunblaðið að slíkt ætti þó ekki að gerast, nema ef magn brennisteins- díoxíðs fer yfir 350 míkrógrömm á rúmmetra. Fylgjast má með gas- mælingum á höfuðborgarsvæðinu, svo að segja í rauntíma, á vef Um- hverfisstofnunar. „Ef það fer upp fyrir 350 míkró- grömm á rúmmetra þá gæti gerst að einhverjir sem viðkæmir eru finni fyrir einkennum. Það væri þá helst erting í öndunarfærum,“ segir Helgi. Gasið frá gosinu fýkur til byggðar - Viðkvæmir gætu fundið einkenni GRINDAVÍK REYKJAVÍK KEFLAVÍK SO2 og SO4mengun í dag kl. 12.00 Kort: Veðurstofa Íslands 14.000 9.000 2.600 600 350 100 µg/m3 Spá um gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Sérfræðingar Veðurstofu Íslands flugu ásamt Landhelgisgæslunni yf- ir gosstöðvarnar í gær og í ljós kom að gosopin eru orðin átta talsins. Fregnir af því bárust í gærmorgun. Gosopin eru öll á sömu sprung- unni, að því er virðist, og sprungan er sem fyrr beint yfir þeim kviku- gangi sem ruddi sér inn í jarðskorp- una í febrúar, svo að fjölda jarð- skjálfta varð vart víða um suðvestanvert landið. Hraunrennsli í Geldingadölum er stöðugt, þar renna nú um fimm til átta rúmmetrar af hrauni á sekúndu og hefur það haldist svo í þó nokk- urn tíma. Gosopin sem mynduðust í gær höfðu engin áhrif á flæði hraunsins, að sögn sérfræðings á veðurstofunni. Elstu gígarnir enn þeir stærstu Gosopin tvö sem mynduðust fyrst eftir að fór að gjósa eru enn þau stærstu á svæðinu. Það sést vel á vefmyndavél mbl.is, þar sem streymt er áfram frá gosstöðvunum. Greint var frá því á mbl.is í gær að gönguleið A, upp að gosstöðv- unum, færi á endanum undir það hraun sem rennur úr þeim gígum sem opnuðust í gær. Enn eru gönguleiðir A og B opnar en brátt mun gönguleið B standa ein eftir. Frá því fór að gjósa og þar til á miðnætti á þriðjudag höfðu 41.923 lagt leið sína að gosstöðv- unum, samkvæmt talningu Ferða- málastofu. Gosórói hefur minnkað Sérfræðingur veðurstofu segir við Morgunblaðið að gosórói, skjálftar í kringum gossvæðið sem rekja má til eldvirkni, hafi minnkað í gær. Hann segir að þetta sjáist á öllum mæli- tækjum veðurstofunnar og að búið sé að fara yfir allar þær mælingar. Sérfræðingar veðurstofunnar segja að erfitt sé að spá fyrir um hvað gerist á gosstöðvunum, gosop geta myndast svo að segja fyr- irvaralaust, en samt sem áður er óhætt að spá að ekkert stórfenglegt gerist á allra næstunni, nema þá helst að fleiri gosop myndist á þeirri sprungu sem hin opin eru á. Veðrið fer versnandi Bæði í gær og á mánudag var blíðskaparverður á suðvesturhorni landsins og því ágætisveður við gos- stöðvarnar. Hins vegar tók að þykkna upp á svæðinu seint í gær- kvöldi og áfram mun þykkna upp í dag. Á morgun er síðan spáð leið- indaveðri, rigningu og roki. Ef spár um sunnanátt ganga eftir í dag má búast við að brennisteins- díoxíð frá gosstöðvunum fjúki yfir höfuðborgarsvæðið. Sérfræðingur veðurstofu segir að vel sé fylgst með öllum gasmælingum við gosstöðv- arnar. Tveir mælar eru nú staðsettir á svæðinu sem mæla gas og senda gögn til greiningar í rauntíma. 2.000 tímar farið í gosið Björgunarsveitin Suðurnes til- kynnti á facebook-síðu sinni í gær að tvö þúsund vinnustundir hefðu farið í verkefni sem tengjast eldgos- inu. Þá eru ótaldar vinnustundir annarra björgunarsveita, t.d. Þor- bjarnar í Grindavík. Verkefni sveit- arinnar hafa verið af ýmsum toga; bílagæsla, vettvangshjálp, leitir, að- stoð við rýmingu og margt fleira. Þá hefur einnig þurft að sinna hefðbundnari verkefnum; yfirfara og uppfæra búnað, fylla á eldsneyti rafstöðva og fleira í þeim dúr. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Starað í glóandi kvikuna Gígarnir í og við Geldingadali eru nú orðnir alls átta talsins. Þeir hafa allir opnast á línu þeirri er markaði kvikuganginn frá Keili að Nátthaga og olli jarðskjálftum. Gosopin í Geldingadölum orðin átta - Fjögur ný gosop mynduðust í gær - Leiðindaveður á gossvæðinu á morgun - Hraunflæði stöðugt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.