Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Það hitnar í kolum í Úkraínu þarsem óuppgerð mál við Rúss- land eru mörg eldfim. Neistar af öllum stærðum eru því óheppilegir. - - - Nú sigla tvöbandarísk her- skip um Bosporus- sund áleiðis til Svartahafs. Pútín forseti telur það ekki upplagt ferða- lag. - - - Joe Biden hringdií Pútín í gær og taldi tímabært að „kæla“ ástandið svo allt færi ekki úr böndum. - - - Rússar hafa þegar fylkt liði á sín-um yfirráða- og áhrifasvæðum í og við Úkraínu og til viðbótar miklum hergagnaflutningi þangað er talið að nærri 100 þúsund her- menn séu þegar mættir. Í frétt af símtalinu segir að Biden hafi lagt til að þeir Pútín hittust fljótlega til skrafs og ráðagerða og helst ekki í heimaríkjum þeirra sjálfra. - - - Pútín sagði við blaðamenn aðhann hefði í upphafi samtals óskað Biden góðrar heilsu og það hefði ekki verið sagt í háðung- arskyni, heldur af hreinni einlægni af sinni hálfu. En Pútín bætti við að upplegg Bidens hefði óneitanlega minnt á hið gamalkunna „margur heldur mig sig“. - - - Vísindavefurinn segir að þaðorðalag „sé notað í háði og í neikvæðri merkingu“. - - - Samskiptin fara því heldur stirð-lega af stað, enda óvíst að Pút- ín hafi gleymt því að Biden sagði í sjónvarpsviðtali nýverið að Pútín forseti væri „morðingi“! Joe Biden Heldur Biden Pútín sig? STAKSTEINAR Vladimír Pútín Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri í marsmánuði en í sama mánuði á síðasta ári. Munar þar fjórðungi. Umferðin var orðin nærri því eins mikil og var í mars 2019, fyr- ir kórónuveirufaraldurinn, og vantar aðeins rúmt prósent upp á. Heldur meiri samkomutakmarkanir vegna sóttvarna voru stóran hluta mars í fyrra en í ár og getur það hafa haft áhrif. Vegagerðin dregur þá ályktun af þessu að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því. Fyrsta bylgja kórónuveirufarald- ursins geisaði í mars á síðasta ári og þótt faraldurinn hafi ekki verið af- staðinn í mars í ár voru fjöldatak- markanir ekki eins stífar og í fyrra. Umferðin jókst um fjórðung milli ára. Svipuð þróun var á öllum taln- ingarstöðum Vegagerðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu. Ef litið er á þróunina fyrstu þrjá mánuði ársins sést að umferðin hef- ur aukist í heildina um tæp 5% frá sama tímabili á síðasta ári. Enn vantar fáein prósent, 3,4%, upp á að umferðin verði jafn mikil og fyrir kóvid. Vegagerðin bendir á í tilkynningu um þróun umferðar að tölur um um- ferðina síðustu vikur, í svipuðum eða heldur harðari takmörkunum vegna sóttvarna en var á síðasta ári, bendi til að Íslendingar hafi lagað sig nokkuð að ástandinu. Athyglisvert verði að fylgjast með framhaldinu, það er að segja hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega stöðu. Slíkar upplýsingar gætu varpað ljósi á stöðu hagkerfisins í rauntíma. Vegagerðin telur að ef einkenni umferðar haldast líkt og í meðalári megi búast við um 10% aukningu umferðar í ár. Gangi það eftir muni umferðin samt verða rúmlega 2% minni en árið 2019. helgi@mbl.is Umferðin svipuð og fyrir faraldur - Landinn að laga sig að ástandinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miklabraut Bílaraðir á álagstímum í borginni eru að nálgast fyrra horf. Íslensku uppsjávarskipin hafa síð- ustu daga tekið stefnuna á kol- munnamið fyrir sunnan Færeyjar. Kolmunninn er að ganga norður á bóginn eftir hrygningu og hefur verið beðið eftir að hann kæmi inn í alþjóðlega hafsvæðið, gráa svæðið, á mótum færeyskrar og skoskrar lögsögu og síðar inn í færeyska lögsögu. Oft hafa veiðar byrjað þarna upp úr 10. apríl og í gær voru skipin að draga, en litlar fréttir voru af afla- brögðum. Í gær mátti sjá að ís- lensk, rússnesk og eitt færeyskt skip höfðu raðað sér á línu syðst á veiðisvæðinu. Meðal annars voru Bjarni Ólafsson, Beitir, Börkur, Hoffell, Guðrún Þorkelsdóttir og Ísleifur á miðunum, auk Polar Am- aroq frá Grænlandi. Í höfn í Fugla- firði var Aðalsteinn Jónsson, nýja skipið Vilhelm Þorsteinsson var á leið á miðin frá Færeyjum og Kap, Venus og Víkingur voru á leið á miðin frá Íslandi. Veiddu 23 þúsund tonn í vetur Alls er íslenskum skipum heimilt að veiða liðlega 200 þúsund tonn af kolmunna á þessu ári, með flutn- ingi á milli ára. Þau eru þegar búin að veiða tæplega 23 þúsund tonn og því eru tæp 180 þúsund óveidd. Hoffellið náði 6.500 tonnum í vetur í nokkrum túrum, m.a. á miðin vestur af Írlandi. Flest hinna fóru í einn túr á Færeyjamið í janúar og má sjá á vef Fiskistofu að Beitir landaði þá um þrjú þúsund tonnum. Samkvæmt ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) er heimilt að veiða alls 929 þúsund tonn af kolmunna í ár, en ráðgjöfin fyrir 2020 var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf. Í júní tekur makrílvertíð væntan- lega við hjá uppsjávarskipunum og síðan veiðar á norsk-íslenskri síld. Árinu verður síðan lokað með veið- um á kolmunna. aij@mbl.is Á kolmunnavertíð suður af Færeyjum - Veitt á alþjóðlegu hafsvæði - Fiskurinn á norðurleið - Kvótinn 200 þúsund t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.