Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Að flestu leyti er rólegra í stjórn- málum en vænta mætti í aðdrag- anda kosninga, bæði út frá hrak- spám um ríkisstjórnarsamstarfið frá upphafi kjörtímabils, en einnig mið- að við tröllaukin verkefni heimsfar- aldursins. Fylgi flokka hefur furðu- lítið breyst og stöðugar vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa ekkert hagg- ast. Þrátt fyrir það, að velflestir þing- menn vilji leita endurkjörs, bendir margt til þess að framboðslistar flestra flokka taki talsverðum breyt- ingum, hvort sem það er fyrir til- stilli almennra flokksmanna eða flokkseigendafélaga. Þetta er meðal þess helsta, sem fram kom í löngu spjalli um stjórn- málaviðhorfið í Þjóðmálunum, þætti á Dagmálum, sem einungis eru opin áskrifendum Morgunblaðsins og finna má á mbl.is. Þar var rætt við þá Friðjón R. Friðjónsson almanna- tengil og Stefán Pálsson sagnfræð- ing, en báðir þekkja þeir stjórnmál og stjónmálastarf til hlítar, Friðjón frá hægri og Stefán frá vinstri. Þeir félagar voru sammála um að ríkisstjórninni hefði tekist bærilega að halda sjó, þótt ágjöfin hefði oft verið mikil. Ekki hefði þó reynt verulega á samstarfið á fyrri hluta kjörtímabilsins, en hinn síðari hefði fátt komist að nema heimsfarald- urinn og allt miðast út frá honum. Það hefði svo gert stjórnarand- stöðunni enn erfiðara fyrir, þar sem um fátt nema farsóttina væri að ræða en hún ófús til þess að leggjast þver gegn ríkisstjórninni í þeim efn- um. Erfitt væri að sjá upp á hvaða málum hún gæti bryddað fyrir kosn- ingar, sem líkleg væru til þess að hreyfa við kjósendum. Hins vegar væri framboðum ekki að fækka og flokkum kynni að fjölga inni á þingi, sem hefði sín áhrif. Það þýddi þó ekki að að þau hefðu mikil áhrif enda flest smá. Stefán og Friðjón voru á einu máli um að kjördæmaskipulagið væri að ganga sér til húðar. Friðjón dró fram að aðeins væri heimild til flutnings á einum þingmanni enn milli kjördæma vegna breytingar á íbúafjölda. Framboðsmálin í deiglu Töluvert er rætt um framboðsmál í þættinum, en þar var fyrst rætt um óvænt úrslit í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, þar sem Hólmfríður Árnadóttir varð hlut- skörpust, en Kolbeinn Ó. Proppé hlaut ekki brautargengi. Stefán taldi varlegt að lesa stórpólitísk skilaboð í þau úrslit. Þar eins og víð- ar væri verið að velja nýja oddvita og þar hefðu heimamenn forskot. Uppstillingar Samfylkingar komu einnig til umræðu og þótti bæði Friðjóni og Stefáni þar djarflega teflt við að koma frambjóðendum að höfði flokksforystunnar fyrir. Spáir Stefán því að eftir þá reynslu muni Samfylkingin halda sig við hrein og klár prófkjör um langa hríð. Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi geymt sér enn um hríð að velja á lista flokks síns, þá telja þeir fé- lagar að þar sé ýmissa breytinga von og að enn kunni að vera von á nýjum frambjóðendum. Friðjón bendir á að fyrirsjáanlegt sé að kon- ur leiði lista flokksins í tveimur kjördæmum, mögulega þremur, sem muni breyta ásýnd flokksins fyrir kjósendur á landsvísu. Óljós kosningamál Viðbúið er að helstu kosninga- málin snúist að miklu leyti um far- aldurinn og viðspyrnuna að honum yfirstöðnum. Erfitt er hins vegar að eygja önnur kosningamál, sem eru líklegri til þess að aðgreina áherslur framboðanna. Nema þá kannski helst um mögulegt stjórnarsam- starf, sem reynslan sýnir að geti reynst erfitt að efna þegar úrslit eru ljós. Stefán benti á að Samfylkingin hefði gengið langt í þeim efnum, úti- lokað samstarf við stöku flokka, sem fækkaði möguleikum hennar til samstarfs að loknum kosningum og gerði það því ólíklegra. Þá væri erf- itt að átta sig á stefnunni, einn dag- inn væri Katrín Jakobsdóttir óal- andi og óferjandi, en næsta dag væri hún orðin forsætisráðherraefni Samfylkingar! Órólegra en á horfðist í pólitíkinni - Óvæntra úrslita að vænta við val á lista - Fjölgun smáflokka hefur áhrif án þess að þeir hafi áhrif - Kjördæmakerfið komið á síðasta snúning - Áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki ólíklegt Morgunblaðið/Hallur Þjóðmálin Andrés Magnússon ræðir við Friðjón R. Friðjónsson og Stefán Pálsson um stjórnmálaviðhorfið í aðdraganda alþingiskosninganna í haust. Heggstaðanes og þá eingöngu snemma á því tímabili sem upptökur fóru fram. Til samanburðar varð vart við köll landsela allan fengitímann og á ýmsum stöðum þar sem mælingar fóru fram í Danmörku. Samanburður á upptökum leiddi einn- ig í ljós að köll landsela við Ísland voru lengri og lægri en köll tegundasystkina við Danmörku og Svíþjóð. Þá sýna fyrri rannsóknir frá Skotlandi og vesturströnd Norður- Ameríku að landselir láta alla jafna vel í sér heyra á fengitímanum. Hugsanlega lögun að aðstæðum Vísindamennirnir benda á að lægri og lengri köll ís- lenskra landsela vitni hugsanlega um lögun þeirra að að- stæðum hér við land sem eru ólíkar aðstæðum við Dan- mörku og Svíþjóð. Hér sé mun meira af mögulegum rándýrum í sjónum, eins og háhyrningum og útselum. Með lengri og lægri köllum freisti landselsbrimlar hér við land þess hugsanlega í senn að ná eyrum urta á fengi- tímanum en um leið að draga úr hættunni á því að verða fyrir árásum háhyrninga eða útsela. aij@mbl.is Landselsbrimlar við Íslandsstrendur virðast gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Dan- mörku og Svíþjóð og það gæti markast af mögulegri ógn í umhverfi þeirra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Haf- rannsóknastofnun, Syddansk Universitet og Árósahá- skóla í Danmörku. Rannsóknin byggist m.a. á meist- araverkefni Helen Rössler við líffræðideild Syddansk Universitet í Danmörku. Greint er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta hefti vísindaritsins JASA Express Lett- ers og á vef HÍ. Upptökur nærri látrum Til að mæla mökunarköll landsela nýta vísindamenn sérstakan upptökubúnað sem látinn er liggja í sjó nærri látrum í tiltekinn tíma. Mælingar hér fóru fram á Hegg- staðanesi og Illugastöðum á Vatnsnesi, en á Norðurlandi vestra má finna nærri tíunda hluta landselastofnsins við Ísland. Vísindamennirnir námu aðeins köll landsela við Lægri og lengri köll brimlanna á fengitíma - Ný rannsókn - Möguleg ógn í umhverfinu ástæðan? Morgunblaðið/Eggert Forvitnir Landselir láta fara vel um sig á Snæfellsnesi, en fækkað hefur í stofni landsela hér við land á síðustu árum. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00. DAGSKRÁ 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál og hönnun. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, apríl 2021. Stjórn ÍSTEX hf. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.