Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýjasta út-spilvinstri
meirihlutans í
borgarstjórn er að
lækka hraða bíla
úr 50 km/klst. í 30
km/klst. Sig-
urborg Ósk Haraldsdóttir, pí-
rati og formaður skipulags- og
samgönguráðs borgarinnar,
brást við skýrslu þar sem fram
kom að minni hraði þýddi
minni svifryksmengun með
þessum orðum í færslu á sam-
félagsmiðli: „Fengum kynn-
ingu í skipulags- og sam-
gönguráði á nýrri skýrslu:
„Áhrif hraða á mengun vegna
umferðar“
Niðurstaðan. Nagldadekk
skapa 30 sinnum meira svifryk
en ónegld dekk. Gæti ekki ver-
ið skýrara.“
Ákafi píratans vegna þess-
arar niðurstöðu var mikill eins
og sást á fleiri færslum, meðal
annars þessari: „Og laaaaaang
skilvirkasta leiðin til að
minnka svifryk er að:
- minnka notkun nagla-
dekkja
- lækka hámarkshraða
- minnka bílaumferð“
Borgarstjóri fylgdi svo
þessum áköfu færslum eftir
með fréttapósti þar sem lækk-
un hraða innan borgarmark-
anna var sögð geta dregið úr
svifryki um „allt að“ 40% ef
hraðinn yrði færður niður í 30
km/klst. Þá lagði hann áherslu
á að nagladekkin slitu götum
meira en önnur dekk og sagði
svo: „Þetta eru mikilvægar
upplýsingar og eiga að leggja
grunn að frekari hraðalækk-
unum innan borgarinnar eins
og aðrar borgir sem við berum
okkur saman við eru að gera.“
Þessi skrif tveggja æðstu
manna í skipulagsmálum og
stjórn borgarinnar eru þess
eðlis að þó að þau séu fjar-
stæðukennd og beri vott um
öfgafulla andstöðu við að fólk
aki um á eigin bílum þá verður
ekki fram hjá þeim litið. Það
er einmitt vegna stöðu þeirra
sem um ræðir en ekki síður
þegar horft er til þess að þau
hafa sýnt að þau láta verkin
tala þegar kemur að því að
þrengja að einkabílnum og
tefja fólk sem velur þann
ferðamáta, sem vel að merkja
er langstærstur hluti borg-
arbúa.
Augljóst er að borgaryfir-
völd eru aðeins að nota svif-
rykið sem afsökun fyrir því að
lækka hámarkshraða svo mjög
að það valdi ökumönnum veru-
legum óþægindum, vænt-
anlega í þeirri von að við það
aukist umferðarteppur, tafir
verði enn meiri en orðið er og
að fleiri hætti að nota bílinn
sinn, sem virðist helsta sam-
eiginlega baráttu-
mál þessa borg-
arstjórnarmeiri-
hluta. En þó að all-
ir geti verið sam-
mála um að gott
væri að losna við
svifrykið, eða að minnsta kosti
að draga úr því, þá eru fáir
sem láta sér detta í hug að fara
með hraða á helstu götum nið-
ur í 30 km/klst. Flestum kæmi
væntanlega frekar til hugar að
sópa og þvo göturnar, en það
er nokkuð sem borgarstjórn-
armeirihlutinn gerir nánast
aldrei. Þessi sóðaskapur verð-
ur til þess að rykið safnast upp
á götunum, einkum út til kant-
anna, og þyrlast upp þegar
bílar aka um. Þetta ryk verður
til með ýmsum hætti, vegna
slits á götum en einnig af öðr-
um ástæðum, meðal annars
vegna sandfoks, sem að hluta
til kemur frá bygging-
arsvæðum innan borgarmark-
anna.
Allir sem ekið hafa á eftir
stórum bílum í borginni vita
að það eru einkum þeir sem
þyrla rykinu upp, að hluta til
vegna þess að þeir eru þyngri
og á stærri dekkjum en að
hluta til vegna þess að þeir eru
breiðari og aka þess vegna
meira í rykinu sem safnast
hefur upp yst á götunum.
Fólksbílarnir þyrla mun
minna ryki upp, hvort sem
þeir aka tuttugu kílómetrum á
klukkustund hraðar eða hæg-
ar.
Annað sem máli skiptir, og
fram kemur í frétt á bls. 2 í
blaðinu í dag, er að hver stór
vörubíll slítur vegum á við
10.000 fólksbíla. Þetta er afar
athyglisvert því það sýnir að
ekki aðeins þyrla stóru bílarn-
ir upp miklu meira ryki, held-
ur slíta þeir götunum 10.000
sinnum meira en hver fólks-
bíll. Það mætti því draga þá
ályktun að vilji borgaryfirvöld
virkilega ná árangri í barátt-
unni við svifrykið ættu þau,
auk þess að þrífa göturnar
sómasamlega, að draga úr um-
ferð stórra bíla.
Ein augljós leið til þess væri
að nota minni strætisvagna,
sem væri hægur vandi á flest-
um leiðum og lungann úr deg-
inum, enda vagnarnir stórir og
ekki vel nýttir. Þess í stað hafa
borgaryfirvöld ákveðið að fara
þá leið að stækka vagnana enn
frekar með svokallaðri borg-
arlínu.
Þetta sýnir glöggt að engin
alvara er á bak við það að
lækka hraða til að minnka
svifryk. Ætlunin er aðeins að
flækjast enn frekar fyrir um-
ferð fólksbíla í þeirri von að
sem flestir gefist upp á að
ferðast á eigin bílum.
Allt annað vakir fyrir
borgaryfirvöldum
með stórlækkuðum
hámarkshraða en að
minnka svifryk}
Enn ein atlagan
V
iðbrögð ríkisstjórnarinnar við far-
aldrinum hófust fyrir rúmu ári.
Skilaboðin voru einföld: Brugðist
verður við eftir þörfum. Ríkisfjár-
málunum verður beitt af fullum
þunga.
Nýlega gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(AGS) út mat á aðgerðum Íslands í sam-
anburði við aðrar þjóðir og þar kom Ísland
ekki mjög vel út. Ríkisstjórnin andmælir og
segir AGS ekki hafa tekið tillit til ýmissa að-
gerða. Ég get alveg tekið undir þau andmæli
en á sama tíma og ríkisstjórnin hreykir sér af
góðum árangri þá sé ég ekki hvaða árangur
það er.
Gefum okkur að það sé rétt sem forsætis-
ráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á
mánudaginn. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar séu
ekki undir 2,5% af landsframleiðslu eins og AGS heldur
fram heldur séu þau raunar 7,5%. Sé litið til næstu fimm
ára, sem er tímabil fjármálaáætlunar, hafi 9,3% af vergri
landsframleiðslu ársins 2020 verið varið í beinar aðgerðir
– 9,3% deilt niður á fimm ár eru 1,86% á ári. Hvað sem
forsætisráðherra á við með þessum mismunandi prósent-
um þá skulum við gefa okkur að þetta sé rétt og spyrja
hver áhrifin hafa verið. Forsætisráðherra kallar eftir því
að allir mælikvarðar séu skoðaðir, ekki bara meðaltöl
eins og er aðallega gert í fjármálaáætlun ríkisstjórn-
arinnar. Allt í lagi, skoðum alla mælikvarða (varúð, fullt
af tölum!).
Atvinnuleysi er 130% hærra (11% vs 4,8%) en í upphafi
árs 2020. Hlutabréf hafa hækkað um 37,4% á
sama tíma. Gengið er 8,8% veikara. Verðbólga
er 4,75%, án húsnæðis er verðbólgan 5%. Vísi-
tala leiguverðs hefur lækkað um 0,7%. Launa-
vísitala hefur hækkað um 4% og vísitala kaup-
máttar um 5,4%. Svarið við spurningunni um
hver áhrifin hafa verið er því flókin. Kaup-
máttur hefur almennt aukist en samt er 11%
atvinnuleysi. Launavísitala hefur samt hækk-
að minna en kaupmáttur. Gengið hefur veikst
meira en launavísitalan hefur hækkað.
Eina rökrétta niðurstaðan sem hægt er að
lesa úr þessum tölum öllum er að sumir eru í
vondum málum en aðrir hafa það bara fjandi
gott. Svo gott að meðaltalið lítur betur út.
Hvað þýðir það um aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar? Ef það er satt sem forsætisráðherra
segir að ríkisstjórnin sé búin að hella 7,5% af
vergri landsframleiðslu í aðgerðir gegn efnahagsvanda
kófsins þá hefur það ekki skilað sér í minna atvinnuleysi
því það hefur farið vaxandi það sem af er faraldri (ekki
brugðist við jafnóðum), rétt eins og verðmæti hlutabréfa.
Tölurnar benda til þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar
hafi ekki verið markvissar og frekar ratað þangað sem
síður var þörf á aðgerðum.
Hvort sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru 2,5% eða
7,5% þá er staðan þessi: Mikið atvinnuleysi og verðbólga
umfram launavísitölu. Það er raunveruleikinn sem Ís-
lendingar búa við. Er það ásættanlegur árangur?
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ásættanlegur árangur?
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
F
yrirhuguð breyting Svan-
dísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra á reglu-
gerð um endurgreiðslu
kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt
starfandi sérgreinalækna sem starfa
án samnings við Sjúkratryggingar
Íslands hefur mælst illa fyrir meðal
sérgreinalækna. Sem kunnugt er
hafa samningar við sérgreinalækna
verið lausir frá 2018.
Þórarinn Guðnason, formaður
Læknafélags
Reykjavíkur,
sagði í samtali við
Morgunblaðið í
gær að samninga-
viðræður væru
nýhafnar aftur
eftir langt hlé og
umrædd reglu-
gerðardrög hefðu
komið læknum á
óvart. Ummæli
Þórarins um að
hann teldi hæpna lagastoð fyrir
reglugerðardrögunum vöktu nokkra
athygli.
Eins og rakið var í Morgunblaðinu
í gær fela fyrirhugaðar breytingar
meðal annars í sér að þeir læknar
sem rukka komugjöld samkvæmt
gjaldskrá muni ekki njóta kostn-
aðarþátttöku Sjúkratrygginga Ís-
lands.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lög-
mæti reglugerða Svandísar Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra er lúta
að sérgreinalæknum er dregið í efa.
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur
Læknafélags Íslands, fjallaði um
þetta í grein í Læknablaðinu fyrir
skemmstu. Þar sagði hún að minnst
tvö ákvæði reglugerðarinnar um
endurgreiðslu kostnaðar hefði skort
viðeigandi lagastoð á þeim tíma sem
reglugerðin var sett.
„Í 7. gr. reglugerðarinnar segir að
sérgreinalæknar eigi að veita SÍ upp-
lýsingar og gögn sem eru nauðsynleg
vegna eftirlitshlutverks SÍ. Engin
lagastoð var á þessum tíma fyrir eft-
irliti SÍ með veitendum heilbrigðis-
þjónustu þegar engir samningar eru í
gildi. Þá heimild fékk SÍ fyrst með
lögum nr. 92/2020, sem gengu í gildi
22. júlí 2020, liðlega einu og hálfu ári
eftir að reglugerðarákvæðið var sett.
Lögmæti reglugerðar
áður verið dregið í efa
Dögg Pálsdóttir veltir í grein sinni í Læknablaðinu því upp af hverju aftur
og aftur komi upp sú staða að Sjúkratryggingar semja ekki við þá sem
veita heilbrigðisþjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á.
Vísar hún í nýlega skýrslu KPMG þar sem fram komi að samnings-
umboð SÍ sé óljóst, lítil formfesta sé í samningsferli, ferlið einkennist af
vantrausti, SÍ hafi ekki nægan mannafla til að sinna þessu mikilvæga
hlutverki.
„Síðast en ekki síst að enginn hvati sé til staðar hjá SÍ til að ná samn-
ingum því heilbrigðisráðherra geti alltaf beitt heimild 38. gr. laganna,
sett reglugerð og SÍ gjaldskrá í kjölfarið,“ skrifar Dögg.
Enginn hvati til að semja
SAMNINGSUMBOÐ SJÚKRATRYGGINGA ÓLJÓST
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Sérgreinalæknar eru ósáttir við ný skilyrði í reglugerð um
endurgreiðslu kostnaðar og telja að heilbrigðisráðherra skorti lagastoð.
Dögg
Pálsdóttir
Í greinargerð með frumvarpi því sem
varð að þessum lögum kemur skýrt
fram að auka þurfi heimildir stofn-
unarinnar og að þær nái ekki til eft-
irlits með þjónustuveitendum sem
standa utan samninga,“ segir í grein
Daggar.
„Í 5. gr. reglugerðarinnar segir að
til að sjúkratryggðir njóti sjúkra-
tryggingaréttar síns beri veitanda
heilbrigðisþjónustu að skila reikn-
ingsupplýsingum til SÍ á því formi
sem stofnunin ákveður. Engin laga-
heimild sýnist þó fyrir því skilyrði,
sbr. 38. gr. laga um sjúkratrygg-
ingar,“ segir þar enn fremur.
Persónuvernd gerði
athugasemdir
Þrjú ný skilyrði bætast við með
fyrirhuguðum breytingum. Í fyrsta
lagi áðurnefnt skilyrði sem koma á í
veg fyrir að sjúklingar greiði komu-
gjald. Læknar hafa bent á að hægur
vandi væri að komast að samkomu-
lagi um slíkt ef gjaldskrá yrði einfald-
lega hækkuð og tæki mið af kostnaði.
Gjaldskráin hefur ekki verið hækkuð
síðan í lok árs 2019. Annað skilyrðið
er að sérgreinalæknum verði skylt að
skila ársreikningi. Telja læknar að
skýr ákvæði séu í lögum um eftirlit
með starfsemi lækna en ekki sé staf-
krók að finna um heimild til að fara í
ársreikninga þeirra.
Þriðja og síðasta skilyrðið felur í
sér heimild yfirvalda til að innkalla
starfsemisupplýsingar sérgreina-
lækna. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins hafa sérgreinalæknar, og
raunar fleiri heilbrigðisstéttir, staðið
í stappi við embætti landlæknis um
slíkt skilyrði vegna persónuverndar-
sjónarmiða sjúklinga. Mun álit Per-
sónuverndar frá því fyrir ári hafa
sýnt fram á að slík heimild væri of
víðtæk í ljósi nýrra persónuverndar-
laga.