Morgunblaðið - 14.04.2021, Page 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021
Af og til birtast okk-
ur borgarbúum fregnir
af löngum skýrslum
um borgarlínuna. Á
dögunum kom út enn
ein. Frumdragaskýrsla
svokölluð. Þrjú hundr-
uð blaðsíður af vel
skreyttum draumórum
þar sem léttklætt fólk
á sólríkum dögum
gegnir aðalhlutverki.
Hugmyndafræði jafnaðar-
manna
Borgarlínan byggist á hugmynda-
fræði jafnaðarmanna um stórt bákn
sem öllu ræður en lítinn borgara
sem engu ræður en allt skal borga.
Enn og aftur verður að hafa það
hugfast að því sem einn fær, án þess
að vinna fyrir, verður auðvitað ein-
hver annar að vinna fyrir án þess að
fá. Þetta er grundvallaratriði í
stjórnmálum. Með borgarlínunni er
verið að taka mikla áhættu með ann-
arra manna fé.
Kameljónið fæðist
Í upphafi snerist borgarlínan um
léttlestir; einhvers lags sporvagna
líkt og fyrirfinnast í heitari og fjöl-
mennari ríkjum Evrópu. Hinir
nítjándu aldar sporvagnar eru auð-
vitað rómantískir út af fyrir sig og
tilhugsunin um slíka sendir fólk til
þeirra tíma þegar byggingarlist var
enn list og menn hönnuðu borgir
fyrir borgarana. Gallinn við þá hug-
mynd var auðvitað sá að hugmyndin
var með öllu óraunhæf. Kostnaður,
fámenni og möndulhalli jarðar fóru
mjög fljótlega að þvælast fyrir. Eftir
að menn sáu spegilmynd þess í
furðuleikhúsinu hætti borgarlínan
að snúast um sporvagna og fór að
snúast um léttvagna. Hugtak það er
eitt af þeim nýyrðum sem fylgt hafa
tillögunni um borgarlínuna. Stund-
um eru léttvagnarnir nefndir hrað-
vagnar af því að þeir fá einir afnot af
akreinum þar sem nú aka bílar og
bílarnir munu auðvitað sitja fastari
fyrir vikið.
Tálsýn fallegra fyrirheita
Af og til birtast fögur fyrirheit hjá
fulltrúum borgaryfirvalda og lagt er
af stað með mjög vafa-
sama og dýra draum-
óra í farteskinu. Einu
sinni átti að setja upp
rafrænt kortakerfi í
strætisvögnum.
Hundrað milljónir fóru
í bláa kortalesara sem
settir voru í hvern einn
og einasta vagn með
annan eins þróun-
arkostnað. Kerfið átti
að spara pening. Kerfið
var aldrei tekið í notk-
un en kortalesararnir
voru í vögnunum í
mörg ár. Áminning um ráðamenn í
óráði!
Vert er að rifja upp heimsókn
ungra lyfjafræðinema í Orkuveitu
Reykjavíkur fyrir hálfum öðrum
áratug. Fengu nemarnir leiðsögn
um nýjar höfuðstöðvar sem kostuðu
um sex milljarða. Byggingin var
með heimsins stærsta pendúl, flott-
asta mötuneyti Norðurlanda, lands-
ins stærstu grænmetisþvottavél og
auðvitað veitingar á pari. Risarækj-
ur úr rækjueldi veitunnar voru
bornar fram með lofsöng um rækju-
gróða sem aldrei varð. Nú situr
þetta hús tómt vegna myglu.
Sorpvinnsluævintýri Sorpu er enn
óuppgert. Það kostaði yfir fimm
milljarða. Almenningur borgar.
Aftur að borgarlínunni. Þar leika
ráðamenn sér í áhættuspili með tugi
milljarða af skattfé á milli handanna.
Á sama tíma er ekki hægt að sinna
eðlilegu viðhaldi á skólabyggingum
eða holóttum götum. Að hugsa sér!
Raunveruleikinn
Í skýrslunni eru teiknaðar myndir
af nefndum létt- eða hraðvögnum.
Þótt nafnið gefi eitthvað nýtt til
kynna eru þeir ekkert öðruvísi en
tvöföldu „gormastrætóarnir“ sem
óku tómir á milli Reykjavíkur og
nærliggjandi sveitarfélaga fyrir ekki
svo mörgum árum. Þetta er líka
grundvallaratriði. Við búum á Ís-
landi. Það er óraunhæft að ætlast til
þess að fjölskyldufólk, sem almennt
þarf að mæta á réttum tíma í vinn-
una, gangi fleiri hundruð metra til
að húka í einhverju biðskýli í sudda
og slyddu. Þetta mætti auðvitað
teikna í einhverja skýrsluna. Veð-
urbarinn borgarbúa; húkandi með
krakkaskarann í einhverju biðskýl-
inu, með rifna innkaupapoka því
ekki má plastið lengur og jafnvel
jólatréð, sem borgin er hætt að
hirða, á leið upp í hina löngu biðröð
Sorpu. Það er auðvitað ekki raun-
hæft að ætla miklar breytingar á
ferðavenjum fólks þótt hægt sé að
teikna fallegar myndir í skýrslum.
Afleiðingarnar
Til þess að skapa pláss fyrir borg-
arlínuna er fyrirhugað að þrengja
götur, loka götum, setja upp mjög
flókin gatnamót hér og þar og eftir
atvikum banna vinstri beygjur. Suð-
urlandsbrautin verður þrengd. Ein-
ungis ein akbraut verður í hvora átt
fyrir bíla. Þó verða tvær akbrautir
fyrir reiðhjól í hvora átt eins undar-
lega og það hljómar. Umferðartafir í
Reykjavík eru óviðunandi nú þegar.
Tafirnar má í meginatriðum rekja til
samlegðaráhrifa þéttingarstefnu
borgaryfirvalda og vanrækslu á
vegakerfinu.
Á sama tíma og bílum fjölgar er
bílastæðum og akreinum fækkað.
Þetta gengur ekki upp. Þetta er
nánast eins og að meðhöndla
kransæðastíflu með reykingum og
skyndibita.
Okkur var sagt að með hinni sósí-
alísku fjölbýlisvæðingu væri hægt
að ná fram styttri ferðatíma. Inn í þá
jöfnu gleymdist að færa efnahags-
forsendur og vilja fólks.
Raunveruleikinn er nefnilega sá
að efnahagur fólks er svo breyti-
legur að ekki er hægt að slá því föstu
að íbúðaverð á einu svæði henti í
raun þeim sem þar starfa. Einnig er
það svo að fjölskyldur vilja andrými;
börn þurfa svæði í nærumhverfi til
þess að leika sér og verða hraust.
Þar gildir lögmálið því nær því
betra.
Niðurstaða
Borgarlínan byggist á dýrkeypt-
um draumórum. Draumóra ber að
varast.
Draumóramenn í borgarstjórn
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Borgarlínan byggist
á dýrkeyptum
draumórum. Draumóra
ber að varast.
Viðar
Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Vigdís Häsler, fram-
kvæmdastjóri Bænda-
samtakanna, skrifaði
áhugaverða grein í
Morgunblaðið fyrir
skemmstu og fjallaði
annars vegar um gagn-
semi tollverndar fyrir
íslenzkan landbúnað og
hins vegar um mik-
ilvægi þess að neyt-
endur séu meðvitaðir
um matvöruinnkaupin
og styðji ekki óbeint við framleiðslu-
hætti sem vinna gegn umhverfinu,
hreinlæti, velferð dýra eða kjörum
bænda og landbúnaðarverkafólks.
Um seinna atriðið getum við verið
sammála.
Einhvers misskilnings virðist
reyndar gæta þegar Vigdís skrifar í
byrjun greinar að það sé „allt eins
gott í upphafi að nefna að tollar eru
lagðir á fleiri vöruflokka en eingöngu
innfluttar landbúnaðarvörur“ og
fjallar í framhaldinu um það hlutverk
tolla að vernda innlenda framleiðslu.
Hér á Íslandi hafa tollar verið af-
numdir af öllum vörum öðrum en
sumum landbúnaðarvörum og sum-
um iðnaðarvörum úr landbúnaðar-
hráefnum. Allar aðrar framleiðslu-
greinar spjara sig án tollverndar.
En það er ekki aðalatriðið hér,
heldur keðjuábyrgð neytandans,
eins og Vigdís kallar það; að neyt-
endur séu meðvitaðir um hvernig
staðið er að framleiðslu og dreifingu
matvæla og öll virðiskeðjan höfð í
huga. Neytendur sýna í vaxandi
mæli slíka ábyrgð og hafa skoðanir á
því hvað þeir kaupa og láta ofan í sig.
Innlent = gott,
útlent = slæmt?
Í umræðum á Íslandi ber enn á
þeirri hugmynd að hægt sé að skipta
búvörum í tvo flokka; innlendar, sem
eru hollar, öruggar, umhverfisvænar
og ábyrgar, og erlendar, sem eru
ekkert af þessu og þess vegna eins
gott að koma í veg fyrir að við notum
of mikið af þeim, til dæmis með háum
tollum.
Veruleikinn er hins vegar ekki
svarthvítur. Það er algjörlega frá-
leitt að setja allan útlendan land-
búnað undir sama hatt hvað varðar
t.d. framleiðsluaðferðir, dýravelferð
og kjör starfsfólks – og jafnfráleitt
að meðhöndla íslenzkan landbúnað
með sama hætti. Tökum nokkur
dæmi.
Það hefur verið notað sem rök-
semd fyrir innflutningshöftum að
þau sporni gegn neyzlu Íslendinga á
búvörum sem standast ekki kröfur
um fæðuöryggi. Svo einfalt er það
samt ekki. Síðastliðið sumar sagði
Stöð 2 t.d. frétt af því að kjúklingur
hefði verið innkallaður níu sinnum
oftar vegna salmonellusmits hér á
landi en í Danmörku á 12 mánaða
tímabili. Langmest af innfluttum
kjúklingi í íslenzkum verzlunum er
einmitt frá Danmörku.
Fyrir nokkrum misserum býsn-
uðust menn yfir kolefnisspori nýsjá-
lenzks lambakjöts, sem var keypt til
landsins vegna skorts á innlendri
vöru. Þar gleymdist að taka eitt og
annað með í reikninginn. Flutningur,
jafnvel heimshorna á milli, er oftast
aðeins lítið brot af kolefnisspori vöru
í samanburði við framleiðsluferlið.
Nýsjálenzk lambakjötsframleiðsla er
svo gott sem kolefnishlutlaus, m.a.
vegna víðtækrar skógræktar á jörð-
um bænda. Kolefnisspor íslenzkrar
sauðfjárræktar er hins vegar með
því stærsta sem gerist
samkvæmt nýlegri
rannsókn vísinda-
manna við Landbún-
aðarháskóla Íslands.
Það getur reyndar ver-
ið mikill munur á kol-
efnislosun einstakra
búa og fer t.d. eftir því
hvort mikið votlendi
var ræst fram til öfl-
unar heyja eða hvort fé
er beitt á land sem er í
slæmu ástandi. En um
það fær hinn íslenzki
neytandi engar upplýsingar, enda
veit hann sjaldnast hvaðan lamba-
kjötið hans kemur.
Umræðan um aðbúnað dýra er
ekki mjög þroskuð á Íslandi. Í
grannlöndum okkar vilja margir
neytendur ekki kaupa búvörur eins
og kjöt og egg nema þeir séu vissir
um að þær standist kröfur um
„higher welfare“, þ.e. að aðbúnaður
dýra sé betri en lágmarksreglur
segja til um, að varphænur og grísir
geti til dæmis gengið laus úti við.
Segja má að eggjaframleiðendur á
Íslandi séu einu bændurnir sem
farnir eru að veita neytendum að-
gengilegar upplýsingar um aðbúnað
dýranna – líklega ýtti Brúneggja-
málið duglega við þeim.
Lífræn ræktun er sömuleiðis
skammt á veg komin hér á landi mið-
að við flest nágrannalöndin og mun
betra framboð á innfluttum, lífrænt
ræktuðum búvörum en innlendum.
Kjör sauðfjárbænda hafa árum
saman verið til umræðu; fæstir geta
þeir framfleytt sér með sauðfjárrækt
einni saman og segjast sumir varla
hafa í sig og á. Það er áhyggjuefni –
en erum við að ýta undir léleg kjör
sauðfjárbænda með því að kaupa ís-
lenzka lambakjötið?
Frjálst val á grunni
upplýsinga og umræðu
Þessar vangaveltur eru ekki settar
fram til að varpa rýrð á íslenzkan
landbúnað, síður en svo. Þar er
margt vel gert og af gríðarlegum
metnaði. En við megum ekki falla í
þá gryfju að láta eins og allar inn-
lendar búvörur séu frábærar út frá
öllum mælikvörðum og allar útlend-
ar stórvarasamar.
Staðreyndin er sú að í landbúnaði
nágrannalanda okkar í Evrópu, það-
an sem langstærstur hluti innfluttra
mjólkur- og kjötvara kemur, er unn-
ið samkvæmt sama regluverki og
gildir hér á landi og bændur sýna
sama metnað og frumkvæði í því að
framleiða vörur sem neytendur
treysta.
Ef við viljum efla ábyrgð og með-
vitund neytenda gerum við það með
umræðu og upplýsingum, bæði um
það sem vel er gert og það sem ekki
tekst eins vel, jafnt í íslenzkum land-
búnaði og erlendum. Það er næsta
víst að álagning tolla í því skyni að
halda innfluttum búvörum frá neyt-
endum gerir ekkert til að auka með-
vitund okkar um það sem við kaup-
um og neytum.
Eðlilegast er að við höfum sem
frjálsast val á milli búvara af ólíkum
uppruna, og veljum einmitt út frá
upplýsingum og umræðu.
Eftir Ólaf
Stephensen
»Eðlilegast er að við
höfum sem frjálsast
val á milli búvara af
ólíkum uppruna.
Ólaf ur
Stephensen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Gera tollar okkur
að meðvituðum
neytendum?
Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is Fasteignir