Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 ✝ Björn Þórisson fæddist í Kópa- vogi þann 7. maí 1957. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 4. apríl 2021. Björn var sonur hjónanna Þóris Finns Helga- sonar, f. 27. júní 1926, d. 4. janúar 2019, og Sig- urbjartar Vigdísar Björnsdóttur, f. 11. júlí 1933. Systir Björns er Ingibjörg Halla Þórisdóttir, f. 4. ágúst 1953. Eiginmaður hennar er Bárður A. Sveinbjörnsson, f. 2. júlí 1958. Bróðir Björns er Helgi Þórisson, f. 11. desember 1955. Eiginkona hans er Sigríður Pálsdóttir, f. 9. september 1958. fékk fljótt áhuga á bílum og ferðalögum, sem fylgdi honum alla tíð. Hann hóf nám í húsa- smíði við Iðnskólann í Reykja- vík, en lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði árið 1979. Síðar lá leið hans í meistaranám og lauk hann því árið 1984. Björn vann við húsa- smíði í Hafnarfirði, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni, allt til enda. Aðstandendur vilja koma fram þakklæti til allra þeirra sem stutt hafa við bakið á þeim í þessari löngu baráttu. Sér- stakar þakkir fær Ljósið en hægt er að styrkja það mik- ilvæga starf með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Banki 0130-26-410420, kenni- tala 590406-0740. Útförin fer fram miðvikudag- inn 14. apríl kl. 13.00 og verður henni streymt frá vefsíðunni https://streyma.is/streymi Þann 4. júlí 1987 kvæntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni Kristínu Garðarsdóttur, f. 10. mars 1961. Syn- ir þeirra eru 1) Ingvar Þór Guð- jónsson, f. 30. jan- úar 1979, kvæntur Ásdísi Petru Odds- dóttur, f. 25. maí 1979. Börn þeirra eru Andri Steinn, Thelma Krist- ín og Dagur Logi. 2) Reynir Örn Björnsson, f. 14. janúar 1982, kvæntur Tönju Dögg Arnardóttur, f. 14. ágúst 1985. Börn þeirra eru Styrkár Vatnar, Kjalvör Brák og Skjöld- ur Vindar. Björn ólst upp í Kópavogi og Þegar ég settist niður með penna í hönd var það fyrsta sem kom upp í hugann hetja. Í sjö ár hefur tengdasonur minn barist hetjulega við krabbameinsvágestinn með slíku æðruleysi að undrum hefur sætt. Aftur og aftur hefur hann verið „sleginn niður“, jafn oft hefur hann risið upp aftur með bros á vör og blik í augum og sagt: „Nú er bara að byggja sig upp aftur.“ Hvílík fyrirmynd. Inn á heimili okkar Garðars flutti hann 1979, höfum því átt samleið í yfir 40 ár. Má segja að góðir vinir hafi þeir ávallt verið tengdafeðgarnir, eru þeir nú báðir fallnir frá. Betri heimilisföður var vart hægt að hugsa sér. Synina og Kiddu mína bar hann á höndum sér alla tíð, ber heimili þeirra og allur aðbúnaður því glöggt merki. Bjössi var húsasmiður að mennt var það hans aðalstarf, en fínsmíði lék listavel í höndum hans, var það arfur frá föðurnum sem var snillingur á því sviði. Gleðigjafi var Bjössi, þar sem hann var þekktist ekki logn- molla, ávallt með grín á vörum og útúrsnúninga sem enga særði en vöktu bara upp kátínu. Það stóð ekki á orðheppni hans né glettni. Minnist ég þess eitt sinn er þau hjón skruppu til Danmerkur (í dönsku var hann ekki mjög sleipur) að hann var spurður hvort vel hefði gengið að finna rétta lest. „Ekki málið,“ svaraði hann, „ég sá eina sem á stóð DS sem hlaut að þýða Dansk Spanebane, tókum hana og vorum fljót á áfangastað.“ Hann reddaði sér alltaf. Ferðalög utanlands sem innan voru þeirra yndi. Þessi sjö veik- indaár notuðu þau til ferðalaga þegar heilsan leyfði. Var dásam- legt hve vel þau nýttu þennan tíma. Kidda mín getur í framtíð- inni yljað sér við minningarnar og allar ljósmyndirnar sem þau voru búin að viða að sér í þess- um ferðum sínum. Það verður aldrei frá henni tekið. Elsku Kidda mín, missir þinn er mikill og kom allt of fljótt. Það eru ekki alltaf jólin, en þrátt fyrir áföll heldur lífið áfram. Sárin gróa aldrei alveg, en þau mildast með tímanum. Strákarnir okkar, Ingvar og Reynir, ásamt fjölskyldum, ég veit að mamma ykkar á gæði ykkar að og að þið haldið vel ut- an um hana. Ykkar missir er líka mikill. Ég kveð hér Bjössa minn og bið honum allrar blessunar. Kær kveðja frá Sigurgeiri sem því miður getur ekki verið með á þessari kveðjustund. Þín tengdamóðir, Jóhanna. Elsku Bjössi, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og að við fáum aldrei að hitta þig aftur. Söknuðurinn er ólýsanlegur en eftir sitja allar dásamlegu minningarnar sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þakklæti og gleði er efst í huga þegar ég hugsa til þín. Þakklæti yfir öllum góðu stund- unum saman, hvort sem það var gæðastund í hversdagsleikanum yfir kaffibolla og mögulega möndluköku eða skipulögðum viðburðum eins og ferðalögum, útilegum og matarboðum. Þakk- læti yfir litlu eftirminnilegu stundunum eins og þegar við tókum myndir af okkur í mynda- kassanum í Barcelona og hlóg- um í mörg ár á eftir, viskíglasið sem þú gafst mér þegar átti að ná úr mér kvefinu, eða Bjössa bollu-bjórnum sem þú bara varðst að panta þér, bara upp á grínið. Þú hafðir svo gaman af gríni og glensi, þú varst kon- ungur fimmaurabrandara, sem voru misgóðir, og alltaf varstu til í að taka þátt í einhverju fjöri og gríni. Þú hafðir dásamlega nær- veru, þú varst alltaf glaður og það var alltaf svo gott að vera í kringum þig. Þú barst hag okkar ætíð fyrir brjósti og það var al- veg sama hvað þurfti að gera og græja, alltaf hjálpaðir þú okkur með bros á vör. Öll smíðavinnan, húsið okkar, veröndin, innrétt- ingarnar, allt stússið og vinnan í kringum misgáfulegar hug- myndir okkar, alltaf varstu mættur og hjálpaðir okkur og leiðbeindir. Það var aldrei neitt vandamál í kringum þig, orða- tiltækið sem þú sagðir svo oft, „það eru engin vandamál, bara lausnir“, átti svo sannarlega vel við þig, það voru aldrei nein vandamál, þú fannst alltaf lausn. Fyrir allt þetta og svo miklu miklu meira erum við þér óend- anlega þakklát. Krakkarnir minnast þín með mikilli hlýju og væntumþykju. Rúntarnir á Mustangnum, sér- staklega þegar þú spólaðir, ferð- irnar á fjórhjólinu, öll smíða- vinnan á verkstæðinu, sprellið í heitapottinum, ísbíltúrarnir, nerf-stríðið í stofunni eða chillið í sófanum. Öllum góðu minning- unum með þér munu þau aldrei gleyma. Þú ert algjör töffari og ofurhetja í þeirra augum. Þú ert besti afi í heimi og þau munu aldrei gleyma þér heldur ávallt minnast þín með ást og gleði. Það var einstakt hvernig þú tókst á við veikindin með þínu jafnaðargeði og æðruleysi. Grín- ið og gleðin var heldur aldrei langt undan hjá þér þrátt fyrir þennan ósanngjarna og ömur- lega sjúkdóm. Elsku Bjössi, við munum sakna þín alla ævi en við geym- um þig í hjörtum okkar og yljum okkur við allar dásamlegu minn- ingarnar um þig. Þín tengdadóttir, Ásta. Elsku Bjössi, eða uppáhalds- tengdapabbi eins og ég kallaði þig svo gjarnan. Það er mér þyngra en tárum taki að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þú þessi lífsglaði, jákvæði og hjartahlýi maður fórst allt of snemma. Þú háðir hetjulega bar- áttu við krabbann og tókst veik- indum þínum af einstöku æðru- leysi, eins og þér einum var lagið. Ég var ekki gömul þegar við hittumst fyrst, bara 16 ára stelpuskott, en þið Kidda tókuð mér opnum örmum, strax og ég mætti í sjónvarpsherbergið ykk- ar í fyrsta sinn og kynnti mig sem kærustu Reynis. Þér var nú svo brugðið við komu mína að þú raukst upp og skallaðir súðina svo hressilega að við grínuðumst með það í mörg ár að kúlan væri ennþá á höfðinu á þér. Nú, næst- um 20 árum seinna varstu enn okkar helsti stuðningsmaður og vildir okkur alltaf það besta. Þú varst frábær afi og börnin okkar áttu ríkt og gott samband við þig. Alltaf nenntirðu að hafa þau með, bardúsa eitthvað snið- ugt og smita þau af brennandi áhuga þínum á vélknúnum tækj- um. Kjalvör okkar var nú ekki há í loftinu þegar hún fór að tala um afa sem „jeppalýð“ því þú fórst með þau í torfærur á jepp- anum og eltir uppi minnstu snjó- skafla, bara til að sjá litlu strumpana þína ljóma af ham- ingju. Þau elskuðu að fara með afa í pottinn og það var alltaf sport að hjálpa þér úti á verk- stæði, enda varstu dáður af þeim öllum og frábær fyrirmynd. Það er leitun að vinnusamari og dug- legri einstaklingi en þér, flottur smiður og allt lék í höndum þér. Ein besta gjöf sem mér hefur verið færð var viðarjólatré af gamalli íslenskri hefð, sem þú smíðaðir fyrir okkur hjónin. Mér finnst jólin ekki komin nema að tendra kertaljós á fallega lista- verkinu þínu. Við ferðuðumst töluvert sam- an, fórum í sumarbústaðaferðir, útilegur og heimsóttum fjarlæg lönd. Ferðin til Englands stend- ur upp úr, þar sem við heimsótt- um æskuslóðir mínar, leigðum bíl og keyrðum um suðurhluta landsins til að upplifa sveitaset- ur, hella, ostagerð í Cheddar og svo mikið meira. Með þér var húmorinn og gleðin aldrei langt undan og þess vegna safnaðir þú þér dýrmætum hóp af fjölskyldu og vinum úr öllum áttum. Það var nú bara þannig að allir vildu þekkja þig og verja tíma með þér, því það var svo dásamlegt að fá að taka þátt í lífi þínu og þessari frábæru lífsgleði sem fylgdi þér. Allt eru þetta hug- ljúfar minningar sem ylja mér í sorginni og munu fylgja mér um ókomna tíð. Kæri Bjössi, besti tengdafaðir og afi sem hugsast getur, farðu í friði. Þar til við hittumst aftur, elska þig alltaf. Þín Tanja Dögg. Mann setur hljóðan þegar góður drengur fellur frá langt um aldur fram. Sorgin og sökn- uður tekur yfir. Björn Þórisson, Bjössi mágur og svili, hafði átt við alvarleg veikindi að stríða í sjö ár. Hann tókst á við þessi veikindi sín af einstöku æðru- leysi, bjartsýni og ótrúlegri já- kvæðni. Kvartaði aldrei. Með honum í þessari baráttu stóð hún Kidda hans eins og klettur. Saman náðu þau ásamt fjöl- skyldu og vinum að bæta hressi- lega í skemmtilegan minninga- banka síðustu árin. Bjössi var einstaklega ljúfur og dagfarsprúður maður, bros- mildur, bóngóður og sannur kon- ungur fimmaurabrandaranna. Engan þekkjum við sem hló jafn dátt og smitandi hlátri í hljóði. Hann var hagleiksmaður mikill á tré og ber heimili þeirra Kiddu þess merki. Fékk hann gott upp- eldi í þeim efnum hjá föður sín- um. Þegar við settumst niður til að setja nokkur orð á blað til að minnast Bjössa komu alltaf upp í hugann bjartar og skemmtilegar myndir. Myndir sem tengjast jólaboðum og skóhlífarbrag um hvernig aka skyldi VW-Bjöllu. Myndir sem tengjast mörgum fjölskylduferðum sem reglulega voru farnar hér á árum áður. Myndir sem tengjast hóflegri bíladellu Bjössa. Gula leikfangið, Mustanginn, ber vott um þessa dellu. Myndir sem tengjast fjöl- skylduferð austur í Skaftafell. Þá voru Bjössi og Kidda á nýj- um bíl. Ekki vildi betur til en svo að gat kom á bensíntank bílsins á Mýrdalssandi á leið austur. Góð ráð dýr, langt í þjónustu hvort heldur sem var í Vík eða á Klaustri. Málinu reddað með því að ráða alla fjölskyldumeðlimi í vinnu við að tyggja tyggjó svo troða mætti í gatið. Svo var brunað hratt á Klaustur, tyggj- andi til að hafa ferskar þéttingar klárar ef á þurfti að halda. Myndir af Þórsmerkurferð með danska vini okkar. Þá var ekið nokkuð greitt í læki og polla á leiðinni til að gusa fyrir börnin. Það var nefnilega alltaf stutt í grallarann og leikinn hjá Bjössa. Hann sagði að maður mætti aldrei verða það gamall að mað- ur hætti að leika sér. Bjössi var duglegur að fara út að leika á fjórhjólinu með vinum og líka barnabörnum. Síðasta ferðin okkar saman var systraferð með mökum til Dublin rétt fyrir Covid. Einstak- lega skemmtileg ferð þar sem hláturinn réð ríkjum. Þrátt fyrir veikindi kvartaði Bjössi aldrei, gaf sig allan í ferðina, hrókur alls fagnaðar. Það er einmitt þannig sem við minnumst hans. Bjössi var mikill félagsmaður og vinirnir margir. Hann gekk í Frímúrararegluna 1988 og var virkur og traustur bróðir. Hann lagði sitt af mörkum með smíða- kunnáttu sinni og dugnaði þegar hús Frímúrara í Hafnarfirði, Ljósatröð, var byggt. Þar var vandað til verka eins og ávallt. Við vottum Kiddu, Ingvari Þór, Reyni Erni og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Þeirra er missirinn mestur. Minning um góðan eiginmann, föður og afa mun lifa. Hafi Bjössi þökk fyrir allt og allt. Við óskum honum blessunar á þeim vegum sem hann hefur nú lagt út á. Bryndís og Gísli Vagn. Hvað er hægt að segja á svona stundu annað en að það er sárt að kveðja þig elsku Bjössi, þú lífsglaði, brosmildi, jákvæði yndislegi vinur sem auðvelt var að þykja svo ofur- vænt um. Það er svo margt að minnast, margt að þakka fyrir og margt að sakna þegar hug- urinn fer að reika í safni minn- inganna. Við hjónin erum svo þakklát fyrir að hafa átt ykkur Kiddu fyrir vini í rúm 40 ár, við metum það mikils og minnumst allra þessara stunda sem við höfum átt í gegnum tíðina, en þær eru ófáar. Við minnumst m.a. allra jep- patúranna þegar Búraflokkur- inn var stofnaður í upphafi vin- skapar okkar, allra ferða- laganna í tjaldvögnunum þegar við vorum með börnin okkar lít- il, ferðalaganna þegar við fórum bara fjögur saman eða með vin- um okkar í Klaufhömrum, svo húsbílaferðirnar síðustu ár, svona má lengi telja… en allt svo frábærar ferðir. En þú mátt vita að þér verður boðið með í allar þær fjórhjólaferðir sem farið verður í framvegis því þær ferðir er erfitt að fara í án þín. Elsku Kiddu okkar, Ingvari, Reyni og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og hlýtt faðm- lag. Einnig sendum við Vigdísi, Helga, Ingu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Við endum þessa kveðju á orðunum: Jafnvel rauðar rósir fölna eins og bjartir dagar kvölda. Þínir vinir, Sigurjón og Anna. Lífsgangan er órætt ferðalag og vegvísarnir margir sem við göngum fram á á þeirri leið. Einn af þessum vegvísum lífsins leiddi okkur félagana saman, við aðstæður sem við óskuðum okk- ur svo sannarlega ekki. Þegar fólk greinist með krabbamein er ekki hægt að ímynda sér að það geti haft eitt- hvað jákvætt í för mér sér – síð- ur en svo. Við kynntumst í Ljós- inu, þar sem við sóttum styrk og ráðgjöf, ásamt því að stunda hópþjálfun hjá Hauki sjúkra- þjálfara. Við áttum það allir sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein og vildum styrkja okkur andlega og líkam- lega. Við nutum okkar í ræktinni og höfðum sérstaklega gaman af því að fíflast hver í öðrum og segja brandara og kölluðum okkur „krabbagengið“. Á eftir var sest niður á kaffihúsi og spjallað saman um lífið og til- veruna. Kaffihúsaferðirnar voru kallaðar „afmæli“ og þegar ein- hver okkar kom heim frá útlönd- um var skylda að kaupa pakka á línuna. Við hittumst líka utan ræktarinnar, nutum þess að fara í góða göngutúra og einnig líka bara að koma saman og eiga góða stund, borða góðan mat ásamt konunum og treysta þannig enn frekar vinaböndin. Þegar Covid-faraldurinn skall á breyttist líkamsræktin í reglu- lega göngutúra og síðan gott spjall og næringu á eftir. Þegar við komum saman nú rétt fyrir síðustu jól færði Bjössi okkur að gjöf listasmíð sem hann hafði gert til að gleðja okkur félagana. Þarna vissi hann að hverju stefndi. Bjössi var einstakur ljúflingur og ótrúlega lífsglaður maður. Glæsilegur guli Mustanginn sem gaman var að grípa í og reyk- spóla á góðviðrisdögum, fjórhjól- ið og fjallaferðirnar, hreindýra- og gæsaveiðar og ferðast, innan- lands sem utan, með Kiddu sinni í húsbílnum, var meðal þess sem Bjössi hafði mikla unun af. Þótt oftast væri rætt í hópn- um um bíla, fjórhjól, mat og músík voru alvarlegri mál líka til umræðu. Við deildum líka saman gleði og sorg. Bjössi hafði ein- staka skapgerð til að bera, já- kvæðni, þrautseigja og hans létta lund voru hans styrkur þótt hann vissi að sjúkdómurinn gæfi honum ekki langan tíma. Þau Kidda nýttu því tímann vel, hlúðu hvort að öðru og söfnuðu góðum minningum. Það geislaði af þeim umhyggja og ást. Hann unni fjölskyldu sinni af- ar heitt og samband þeirra Kiddu var einstakt, ástríkt og fallegt. Bjössi var alltaf í góðu skapi, þrátt fyrir hverja dýfuna af annarri í baráttunni við krabbameinið, alltaf stóð hann upp, jákvæður og sterkur með viljann að vopni. Nú hefur veg- vísirinn í lífsgöngu Bjössa vinar okkar vísað veginn til eilífðar- innar – þann veg sem okkur öll- um er ætlað að ganga að lokum. Bjössi okkar náði ekki að stíga upp úr síðustu dýfunni. Megi minningin um einstakan vin og félaga lifa að eilífu. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Kiddu, Ingv- ars, Reynis, barnabarna og ann- arra ástvina. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Jakob, Ólafur Már, Ragnar Th. og Stefán Már. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um yngri bróður sinn sem lést langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein í átta ár. Í uppvexti okkar á Fífuhvammsvegi vorum við eins og flestir á þeim árum, mikið frelsi og krakkar ólu sig að mestu upp sjálfir. Það var svo á unglingsárum sem bílaáhugi tók hug okkar og var aðaláhuga- málið þar til fjölskylda og börn tóku við. Það var svo ekki fyrr en á seinni árum sem Bjössi lét drauminn rætast með gulum Mustang sem var hans stolt og yndi. Það var eins með veiðiskap- inn, er bróðir fór að fara með mér til rjúpna fyrir um 20 árum og seinna bættust hreindýra- veiðar við. Þetta sameiginlega sport bjó til margar og góðar samverustundir okkar bræðra. Á þessu vori vorum við farnir að undirbúa haustið, enda fékk Bjössi úthlutað leyfi þetta árið. Það verður sorglegt að hafa hann ekki með í næstu hrein- dýraferð. Bjössi og Kidda voru búin að koma upp þeim skemmtilega sið að halda árlega villibráðarveislu í janúar, og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það framtak. Bjössi hafði greinilega erft frá föður okkar smiðshæfileika og í gegnum tíðina hef ég leitað til hans ekki síður en til föður míns þegar hann var á lífi. Á liðnum árum höfum við haft aðstöðu í gamla verkstæðinu hans pabba og höfum oft tekið gott kaffi- spjall. Bjössi mun skilja eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt svo auðveldlega. Í hjarta okkar lifir minning um góðan mann. Kæra Kidda og fjölskylda, við Sigga sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, einnig biðjum við góðan guð að styrkja mömmu við fráfall ástkærs son- ar. Helgi og Sigga. Björn Þórisson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN LEVÍ TRYGGVASON, Grýtubakka 12, frá Skrauthólum, lést á líknardeild LSH laugardaginn 10. apríl. Þeim sem vildu minnast hans er bent á MS Setrið og/eða Blindrabókasafnið. Elín Óskarsdóttir börnin og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.