Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Ómar Ingi Magnússon átti enn og aftur stóreik fyrir þýska liðið Magdeburg er liðið gerði góða ferð til Svíþjóðar og vann 34:28-sigur á Kristianstad í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeild- arinnar í handbolta. Ómar Ingi skoraði tólf mörk og lagði upp fimm til viðbótar. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson gerði eitt mark. Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram á þriðjudag eftir viku. Ómar skoraði 12 í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Markahæstur Ómar Ingi var illvið- ráðanlegur í Svíþjóð í gær. Real Madrid verður án fimm lyk- ilmanna þegar liðið heimsækir Liv- erpool í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í kvöld. Real er í vænlegri stöðu eftir 3:1 sigur í fyrri leiknum og Liver- pool þarf því að vinna með tveggja marka mun eða meira til að komast áfram. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd, Raphaël Varane, Eden Hazard, Lucas Vázquez og Dani Carvajal eru allir frá vegna meiðsla eða veikinda. bjarnih@mbl.is AFP Fjarverandi Varane og Ramos hafa báðir fengið kórónuveiruna. Fimm vantar hjá Real Madríd FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson Bjarni Helgason sport@mbl.is Ný reglugerð um sóttvarnir hér- lendis mun taka gildi á morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra greindi frá því að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að þá verði æfingar og keppni í íþróttum heim- ilaðar að nýju. Síðdegis í gær var bætt við upplýsingum á vef heil- brigðisráðuneytisins þess efnis að áhorfendur verði þá leyfðir á íþróttaviðburðum hérlendis. En með þeim takmörkunum að ekki mega fleiri en eitt hundrað áhorfendur koma saman á hverjum viðburði. „Við [í ríkisstjórninni] vorum sammála um að það þyrfti að gera ákveðnar breytingar þarna og rík- isstjórnin hefur lagt áherslu á að það sé samræmi í þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Hvort þessar breytingar á áhorfendabanni hafi verið gegn tillögu sóttvarnalæknis er hins vegar eitthvað sem ég get ekki svarað,“ sagði Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gær en málaflokkurinn heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þetta er afar gott skref sem ég fagna innilega. Það er auðvitað þannig að íþróttir barna, ungmenna og fullorðinna er fyrst og fremst gríðarlega stórt lýðheilsumál. Mér fannst þess vegna skipta mjög miklu máli að geta komið íþróttunum af stað um leið og við værum komin í þannig aðstæður að það sé möguleiki. Ég hef lagt ríka áherslu á þetta í þessum faraldri, það er að segja að ná utan um menntakerfið og íþróttirnar, og mér fannst mjög mikilvægt að það væri samræmi þarna á milli,“ sagði Lilja enn fremur. Höfðu undirbúið sig Mikið var um að vera hjá sér- samböndunum eftir tíðindi gær- dagsins. „Við höfðum undirbúið okk- ur undanfarna daga og vorum undir það búin að þetta yrði niðurstaðan. Við horfum til þess að deildakeppnin í tveimur efstu deildunum hefjist á ný í lok næstu viku. Æfingar verða leyfðar frá og með fimmtudeginum og fyrstu leikir viku síðar,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, við Morgunblaðið í gær og hann segir stefnt að því að ljúka deildakeppn- um í efstu deildum í kringum 10. maí. Til stóð að keppt yrði í VÍS- bikarkeppninni í lok apríl. Ákveðið hefur verið að bíða með bikarkeppn- ina og verður leikið í deildinni á þeim tíma. „Einnig er ánægjulegt að æfingar og keppni yngri aldurshópa fari af stað aftur. Mikilvægt er fyrir krakkana að komast aftur í gang auk þess sem þetta minnkar lík- urnar á brottfalli hjá þeim. Ráð- herra íþróttamála hefur tekið svolít- ið af skarið í þessari vinnu síðustu vikurnar og unnið vel með ÍSÍ og íþróttahreyfingunni í að reyna að leysa þessi mál,“ sagði Hannes sem sjálfur er kominn í sóttkví eftir smit í fjölskyldunni. Landsleikjahlé hjá konunum Handknattleikssambandið stefnir einnig að því að Íslandsmót karla fari aftur af stað þegar líður á næstu viku. Þar sem kvennalandsliðið leik- ur tvo leiki á næstunni í und- ankeppni EM verður ekki leikið í efstu deild kvenna á næstunni. „Við reiknum með að reyna að hefja leik í næstu viku. Á morgun [í dag] verður formannafundur þar sem farið verður yfir áætlanir okk- ar. Við þyrftum að ná að spila ein- hverja leiki í efstu deild karla áður en hlé verður gert á þeirri deild vegna A-landsliðs karla,“ sagði Ró- bert þegar Morgunblaðið spjallaði við hann. „Smitin í samfélaginu eru sem betur fer á niðurleið og við vor- um því farnir að vonast eftir þessari niðurstöðu. Það er virkilega ánægjulegt að þetta skref hafi verið tekið,“ sagði Róbert. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, taldi í gær að Íslandsmót kvenna hæfist 4. maí eins og stefnt var að. „Fyrirséð er að Pepsí Max-deild karla muni seinka um einhverja daga, kannski viku. Liðin þurfa hæfilegan tíma til undirbúnings fyr- ir fyrsta leik. Við stefnum að því að forkeppni bikarkeppninnar hefjist nánast eins fljótt og hægt er en þó verður það ekki um næstu helgi,“ sagði Birkir en Íslandsmót karla átti að hefjast 22. apríl. Farið beint í úrslitakeppnina Stjórn Íshokkísambands Íslands tók í gær ákvörðun um að hætta við síðustu leikina í deildakeppninni hjá meistaraflokkum. Þar verður því farið beint í úrslitakeppnina. 20. apríl hefst úrslitakeppni kvenna og úrslitakepnpi karla hefst 24. apríl. Er það gert með þeim fyrirvara að skautahallirnar úthluti þeim tímum sem stefnt er að. Í báðum tilfellum munu Skautafélag Akureyrar og Fjölnir berjast um Íslandsmeist- aratitilinn. Keppt verður í næstu viku að óbreyttu Morgunblaðið/Eggert Á Hlíðarenda Útlit er fyrir að keppt verði í handboltanum í næstu viku. - Íþróttafólk fær grænt ljós frá yfirvöldum á æfingar og keppni Undankeppni EM kvenna Umspil, seinni leikir: Rússland – Portúgal................................. 0:0 _ Rússland vann 1:0 samanlagt og fer í lokakeppni EM 2022. Sviss – Tékkland....................................... 1:1 _ Sviss komst áfram eftir vítaspyrnu- keppni og fer í lokakeppni EM 2022. N-Írland – Úkraína .................................. 2:0 _ N-Írland vann 4:1 samanlagt fer í loka- keppni EM 2022. Vináttulandsleikir kvenna Ítalía – Ísland............................................ 1:1 Slóvenía – Slóvakía................................... 5:0 Ungverjaland – Bosnía ............................ 0:0 Þýskaland – Noregur............................... 3:1 Holland – Ástralía .................................... 5:0 Pólland – Svíþjóð ...................................... 2:4 Spánn – Mexíkó ........................................ 3:0 England – Kanada.................................... 0:2 Wales – Danmörk..................................... 1:1 Frakkland – Bandaríkin ...........................0:2 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, seinni leikir: París St. Germain – Bayern München ... 0:1 _ 3:3 samanlagt og París kemst áfram með fleiri skoruð mörk á útivelli. Chelsea – Porto ........................................ 0:1 _ Chelsea kemst áfram 2:1 samanlagt. England B-deild: Huddersfield – Bournemouth ................. 1:2 Sheffield Wednesday – Swansea ............ 0:2 Rotherham – QPR.................................... 3:1 Staðan: Norwich 41 27 9 5 65:28 90 Watford 41 24 10 7 59:27 82 Swansea 41 22 9 10 50:31 75 Brentford 40 20 13 7 71:40 73 Bournemouth 41 20 11 10 66:40 71 Barnsley 41 21 8 12 54:44 71 Reading 41 19 9 13 56:45 66 Cardiff 41 16 11 14 57:45 59 Millwall 41 14 16 11 41:40 58 Middlesbrough 41 16 9 16 48:45 57 QPR 41 15 11 15 48:50 56 Stoke 41 14 13 14 45:46 55 Luton 40 15 8 17 35:46 53 Bristol City 41 15 5 21 40:55 50 Nottingham F. 41 12 13 16 34:39 49 Preston 41 14 6 21 41:55 48 Blackburn 41 12 11 18 52:47 47 Birmingham 41 11 12 18 31:50 45 Huddersfield 41 11 11 19 43:62 44 Derby 41 11 10 20 30:46 43 Coventry 40 10 12 18 36:56 42 Rotherham 38 11 6 21 41:52 39 Sheffield Wed. 41 11 8 22 34:54 35 Wycombe 41 8 9 24 30:64 33 C-deild: Blackpool – Accrington Stanley............ 0:0 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Blackpool sem er komið upp f́immta sæti deildarinnar. D-deild: Barrow – Exeter...................................... 2:1 - Jökull Andrésson varði mark Exeter sem er í áttunda sæti, tveimur stigum frá umspilssæti þegar sex leikir eru eftir. Svíþjóð B-deild: Sundsvall – Helsingborg......................... 2:2 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. 4.$--3795.$ Þýskaland B-deild: Ferndorf – Gummersbach.................. 27:25 - Elliði Snær Viðarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Val- ur Sigurðsson þjálfar liðið. Spánn Barcelona – Bidasoa ........................... 35:27 - Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. Evrópudeild karla 8-liða úrslit, fyrri leikir: Kristianstad – Magdeburg ................. 28:34 - Teitur Örn Einarsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 1 mark. - Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er meiddur. GOG – Wisla Plock .............................. 30:27 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13/2 skot í marki GOG. Medvedi – RN Löwen.......................... 33:32 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. Montpellier – Füchse Berlín ............... 32:29 %$.62)0-# Paris SG og Chelsea tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta, þrátt fyrir 0:1-töp. Chelsea vann fyrri leik sinn gegn Porto 2:0 og fer því áfram með sam- anlögðum 2:1-sigri. Báðir leikir ein- vígisins fóru fram í Sevilla vegna ástandsins sem ríkir í Portúgal vegna kórónuveirunnar. Chelsea hafði meiri áhuga á að verja for- skotið en að skora og skapaði liðið sér nánast engin færi. Hinum megin reyndi Porto hvað það gat að brjóta niður sterkt lið Chelsea. Það tókst loks í uppbótartíma þegar varamað- urinn Mehdi Taremi skoraði með stórkostlegri hjólhestaspyrnu. Nær komst Porto ekki og Chelsea mætir annaðhvort Real Madrid eða Liver- pool í undanúrslitum. Öllu meira fjör var í leik PSG og Bayern München, þrátt fyrir að lokatölurnar hafi verið þær sömu. Eric Maxim Choupo-Moting, fyrr- verandi leikmaður PSG, skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3:2 fer liðið áfram á mörkum skoruðum á úti- velli. PSG mætir annaðhvort Man- chester City eða Dortmund í undan- úrslitum. Evrópumeistararnir féllu úr leik í París AFP París Leikmenn PSG fagna vel en Jamal Musiala gengur svekktur af velli. NBA-deildin Orlando – San Antonio........................97:120 Memphis – Chicago.............................101:90 New Orleans – Sacramento............. 117:110 Utah – Washington .......................... 121:125 Golden State – Denver..................... 116:107 Phoenix – Houston ........................... 126:120 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.