Morgunblaðið - 14.04.2021, Side 24

Morgunblaðið - 14.04.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eftir því sem ég kemst næst hefur ekkert menningarverkefni á Íslandi fengið jafnveglega styrki og Vatns- dropinn, sem er alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Soffía Karls- dóttir, forstöðumaður menningar- mála í Kópavogi, um verkefnið sem hún fékk hugmyndina að fyrir nokkrum árum. Vatnsdropinn, sem er alþjóðlegt menningar- og nátt- úruvísindaverkefni fyrir börn og fullorðna, hlaut nýverið 32 milljóna króna styrk úr Erasmus+, en hefur einnig hlotið styrk frá Norræna menningarsjóðnum, Norrænu menningargáttinni, Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar (Nordplus), Lista- og menningarjóði Kópavogs að ógleymdum hæsta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands í fyrra. Áætlaður heildar- kostnaður verkefnisins, sem er til þriggja ára, er 90 milljónir króna, en verkefnið hefur þegar hlotið 70 millj- ónir króna í styrktarfé. Núna koma að því um 45 manns frá níu löndum. Í góðum höndum Soffía rifjar upp að þegar hún réð sig til starfa sem forstöðumaður menningarmála í Kópavogi 2017 hafi hún strax séð fyrir sér að hægt væri að efla starf menningarhúsanna jafnt innanlands sem utan. „Menn- ingarhúsin hér í Kópavogi hafa mikla sérstöðu á landsvísu. Mér fannst því spennandi viðfangsefni að vinna með sambærilegum menning- armiðstöðvum erlendis,“ segir Soffía og rifjar upp að hún hafi fljótlega horft til Múmínálfasafnsins í Tam- pere í Finnlandi og H.C. Andersen- safnsins í Óðinsvéum í Danmörku. „En svo skemmtilega vill til að báðir bæir eru vinabæir Kópavogs,“ segir Soffía og bendir á að nokkru síðar hafi Ilon’s Wonderland í Haapsalu í Eistlandi bæst við. Söfnin þrjú eiga það sameiginlegt að tengjast ástsæl- ustu barnabókahöfundum Norður- landanna, en þetta eru auk danska höfundarins H.C. Andersen, finnski höfundurinn Tove Jansson, höf- undur bókanna um múmínálfana, og sænski höfundurinn Astrid Lind- gren, en Ilon Wikland var einn aðal- teiknari bóka hennar. „Ég sótti fljótt um Opstart-styrk hjá Norræna menningarsjóðnum, sem gerir manni kleift að heimsækja mögulega samstarfsaðila til að ræða hugmyndir,“ rifjar Soffía upp, en hún heimsótti í framhaldinu Tainu Myllyharju, forstöðukonu bæði Múmínálfasafnsins og Samtíma- listasafnsins í Tampere. „Torben Grøngaard Jeppesen, yfirmaður allra borgarsafna Óðinsvéa, þeirra á meðal H.C. Andersen-safnsins, tók líka afar vel í samstarfið. Stuttu síðar komst ég í kynni við íslensk-danska ofurkonu sem heitir Sara Løve Daðadóttir og býr í Berlín þar sem hún rekur meðal annars Pavilion Nordico. Hún hefur mikla reynslu af því að þróa alþjóðleg menningarverkefni og er verkefna- stjóri Vatnsdropans núna. Hún hef- ur þróað verkefnið með okkur og hafði m.a. frumkvæði að því að spænski sýningarstjórinn og list- fræðingurinn Chus Martínez var ráðin sýningarstjóri Vatnsdropans. „Chus starfar sem stjórnandi í listaháskóla í Basel í Sviss og hefur verið sýningarstjóri bæði á Feneyja- tvíæringnum og Sao Paolo- tvíæringnum. Þannig að Vatns- dropaverkefnið er svo sannarlega í góðum höndum.“ Miklir frumkvöðlar Spurð hvort ekki hafi komið til greina að hafa íslenskan rithöfund í hópi ofangreindra höfunda svarar Soffía því til að málið hafi verið tölu- vert rætt. „Í verkefninu erum við ekki beint að horfa á bækur þessara höfunda heldur er í þessum bók- menntum að finna rauðan þráð sem við erum að vinna með. Í verkum þessara höfunda birtast samnorræn gildi um jafnrétti, sjálfbærni og umburðarlyndi. Þessi gildi ríma ein- staklega vel við bæði heimsmarkmið og barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna,“ segir Soffía og bendir á að meðal þess sem verkefnið gangi út á sé að efla börn sem sýningarstjóra en 13 börn á aldrinum 9-12 ára í öll- um samstarfslöndunum hafa unnið að því með fræðslufulltrúum sínum og bekkjum að búa til sýningu sem opnuð verður í Gerðarsafni í byrjun júní. „Chus fannst svo heillandi við þetta verkefni að við værum að kalla eftir sjónarmiðum barna. Sjálf hefur hún unnið mikið með samtíma- listamönnum og náttúruvísinda- fólki,“ segir Soffía og bendir á að skipuleggjendur verkefnisins hafi fengið til liðs við sig breska heim- spekinginn Peter Worley sem rekur The Philosophy Foundation í Lond- on. „Hann hefur leiðbeint kennurum og fræðslufulltrúum sem koma að Vatnsdropanum hvernig þeir geta opnað hug og virkjað skilningsfærni barna með sérstakri aðferðafræði sem nefnist „Open questioning mindset“. Þetta námskeið Peters opnaði nýjar leiðir fyrir okkar fólk til að nálgast lokaviðfangsefnið sem er að setja upp sýningu og viðburði sem börnin stýra,“ segir Soffía og hrósar í framhaldinu börnunum sem taka þátt. „Þetta eru ótrúlega flottir krakkar og miklir frumkvöðlar,“ og kemur á óvart hvað þau eru með- vituð um sjálfbærni segir Soffía. „Fyrsta sýningin fjallar um hafið, en á næstu sýningu fjöllum við um jörðina,“ segir Soffía og áréttar að Vatnsdropinn sé þriggja ára verk- efni sem skila muni þremur sýn- ingum í Gerðarsafni, en lokasýn- ingin verður farandsýning sem stefnt er að að fari víða um heim. „Markmið okkar með Vatnsdrop- anum er að tengja saman listir, vís- indi og bókmenntir á áður óþekktan hátt. Þegar verkefninu lýkur eftir þrjú ár munum við gefa út saman- tekt um það hvernig verkefnið þró- aðist og hvernig til tókst. Okkar sýn er að þetta muni nýtast öðrum söfn- um í framtíðinni. Við munum þannig útbúa fræðsluefni um þessa aðferða- fræði til handa öðrum söfnum sem nýtist þeim í að setja upp sýningar með börnum. Til gamans má geta þess að hið glæsilega nýja H.C. And- ersen-safn í Óðinsvéum sem verður opnað í sumar ætlar að innleiða aðferðafræðina í sínu starfi.“ Streymið reynst afar vel Aðspurð segir Soffía kófið hafa hægt á öllu ferlinu, en upphaflega stóð til að verkefnið hæfist formlega í apríl 2020. „Við vorum sem betur fer búin að ná að heimsækja sam- starfssöfnin áður en öllu var skellt í lás, en við höfum ekki hist í eigin persónu síðan í febrúar 2020, heldur aðeins fundað rafrænt sem er auð- vitað aldrei eins og að hitta fólk í eigin persónu. Það er samt maka- laust hvað við höfum getað gert,“ segir Soffía og tekur fram að kófið hafi getið af sér ný tækifæri. „Vegna fyrst verkfalla og síðan kófsins voru menningarhúsin hér í Kópavogi lokuð stóran hluta ársins 2020. Engu að síður upplifðu fleiri menningarviðburði hjá okkur árið 2020 samanborið við 2019, sem skýr- ist af fjölda þeirra streymisviðburða sem við buðum upp á. Þetta var því erfitt ár, en að sama skapi færði það okkur líka ný tækifæri sem við mun- um nýta okkur til frambúðar. Sal- urinn er til dæmis útbúinn fullkomn- ustu upptökugræjum og streymis- útbúnaði. Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins, hefur mik- inn áhuga á því að streyma tón- leikum til hópa sem ekki eiga heim- angengt af ýmsum ástæðum. Nú þegar við erum komin með góða reynslu af því að streyma viðburðum getum við útfært það að vera með streymi samhliða viðburðum í raun- heimum. Við erum ekki komin þang- að að móta þá dagskrá vegna þeirrar óvissu sem kófið veldur í augnablik- inu. En þetta er klárlega eitthvað sem við munum nýta okkur.“ Hreinsuð af ásökunum Ekki er hægt að sleppa Soffíu án þess að forvitnast hver staða mála er með Gerðarsafn, en sem kunnugt er sagði Jóna Hlíf Halldórsdóttir upp störfum sem forstöðumaður safnsins haustið 2020 og sakaði í viðtali við Stundina Soffíu um einelti í sinn garð. „Hjá Kópavogsbæ er unnið með ásakanir um einelti eftir viður- kenndu og faglegu ferli. Stjórnendur hjá Kópavogsbæ fólu sálfræði- og ráðgjafarstofunni Líf og sál sem óháðum aðila að rannsaka málið. Eftir ítarlega úttekt Lífs og sálar þá var niðurstaðan sú að ég var hreinsuð af ásökunum um að hafa beitt einelti,“ segir Soffía um niður- stöðuna sem nýverið lá fyrir. „Það er auðvitað ekki gott að verða fyrir svona atlögu að mannorði manns sem stjórnanda og þetta gekk nærri mér, enda kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hef unnið sem stjórnandi í menning- armálum í um þrjá áratugi og átt farsælt starf, enda verið afar heppin með gott samstarfsfólk í kringum mig,“ segir Soffía. Spurð hvenær ráðgert sé að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni Gerðarsafns svarar hún: „Við erum að undirbúa auglýs- ingu starfsins núna. Kófið setti ákveðið strik í reikninginn því það er ekki gott að ráða fólk inn á slíkum tímum. En safnið hefur auðvitað ver- ið í góðum höndum Brynju Sveins- dóttur, starfandi forstöðumanns, sem þekkir safnið mjög vel eftir að hafa verið yfir safneigninni um lengri tíma,“ segir Soffía sem horfir bjartsýnum augum til framtíðar. „Við fengum nýverið niðurstöður úr Capacent-könnun, sem tekur til 20 stærstu sveitarfélaganna á landinu, þar sem kom í ljós að ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins á sviði menningarmála mælist mest í Kópa- vogi. Við erum auðvitað ánægð með þá rós í hnappagatið, þó mjög víða um land sé ánægja íbúa mikil með sitt sveitarfélag. Við leggjum hér mikla áherslu á fjölskyldu- og fjöl- menningarviðburði sem mælst hafa vel fyrir,“ segir Soffía að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Menning „Við erum auðvitað ánægð með þá rós í hnappagatið,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menning- armála hjá Kópavogsbæ, um nýlega Capacent-könnun sem mælir mikla ánægju með menningarmálin í bænum. „Spennandi viðfangsefni“ - Menningar- og náttúruvísindaverkefnið Vatnsdropinn rennur af stað - Alþjóðlegt samstarfsverk- efni til þriggja ára- Heildarkostnaður um 90 milljónir - Fyrsta sýningin opnuð í Gerðarsafni í júní Stílhreinir bekkir í þremur stærðum, fást í hnotu og eik. Verð frá 89.900,- Opið Fimmtudag og föstudag: 11-18 Laugardag: 12-16 Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s.8230014 Vönduð íslensk húsgögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.