Morgunblaðið - 14.04.2021, Page 25

Morgunblaðið - 14.04.2021, Page 25
Fundur leifa mikillar borgar við Nílarfljótið við Lúxor í miðju Egyptalandi hefur vakið mikla at- hygli. Egypskir fornleifafræðingar segja þar vera fundna miðstöð stjórnar landsins fyrir rúmum 3.000 árum, á tíma Amenhoteps III. far- aós, en rústirnar þykja hafa varð- veist afar vel undir sandi og hefur fundist þar fjöldi merkra mannvist- arleifa, svo sem ýmiskonar leirker og verkfæri auk þess sem beina- grindur hafa verið grafnar upp. Í The Art Newspaper er haft eftir fornleifafræðingum að þeir hafi fundið hina umtöluðu týndu „gullnu borg Luxor“ en þar nærri eru nokk- ur þekktustu hof og grafir egypska konungaveldisins. Heimamenn tala þegar um rústirnar sem hina „epypsku Pompeii“, sökum þess hversu vel borgin þykir hafa varð- veist, og þá er vitnað í bandarískan prófessor í Egyptalandsfræðum sem segir þetta vera mikilvægasta fund í Egyptalandi síðan gröf drengfaraós- ins Tútankamons fannst ósnert árið 1922. Fornleifafræðingar hófu að grafa á staðnum haustið 2020 og voru í leit að hofi sem þeir töldu vera þar. Eftir nokkrar vikur höfðu þeir hins vegar grafið upp leifar fjölda fornra bygg- inga úr leirsteini og þegar sífellt fleiri minjar, svo sem skartgripir, leirker og útfarartól fundust með innsigli Amenhoteps III. þótti ljóst að hin týnda borg hans væri fundin. Faraóinn var uppi á árunum milli 1386 og 1353 fyrir Krist og vitað hef- ur verið að hann stýrði veldi sínu úr glæstri borg þar á svæðinu, borg sem var yfirgefin þegar Akhenaten sonur hans tók við völdum og kaus ásamt hinni kunnu drottningu sinni Nefertiti að flytja til Amarna sem er um 400 km norðar. „Það hafa fundist leifar stórrar borgar og þær hafa varðveist mjög vel, með vel sterklegum veggjum og rýmum sem í hafa fundist hvers kyns tæki og tól hins daglega lífs,“ sagði stjórnandi uppgraftarins. „Hún er ótrúlega falleg,“ sagði stjórnandi fornleifadeildar Banda- ríska háskólans í Kaíró um borgina eftir að hafa fengið að skoða rúst- irnar. Fræðimenn segja að rústirnar muni gefa mikilvæga innsýn í líf fólks í landinu þegar veldi faraóanna reis hvað hæst og þá kunni að finn- ast skýringar á þeirri miklu ráðgátu hvers vegna Akhenaten og Nefertiti fluttu á brott úr þessari merku borg. Forngripir Verkamenn sem starfa við uppgröftinn við Lúxor fjarlægja stórt leirker úr rúst einnar byggingarinnar. Fornleifafræðingar finna sífellt fleiri byggingar á svæðinu. Mannvistarleifar Í rústum borgarinnar hafa þegar fundist nokkrar beinagrindur, manna og dýra. Fornleifafræðingar vonast til að finna út hvers vegna borgin var yfirgefin. Merkur fornleifafundur í Egyptalandi - Borg Amenhoteps III. faraós fundin - Sagður vera merkasti fundurinn á eftir gröf Tútankamons AFP Gullna borgin Fornleifafræðingar hafa grafið upp vel varðveitta veggi borgar við Lúxor sem var fyrir um 3.400 árum höfuðborg Amenhoteps III. faraós. Fjöldi gripa hefur fundist í rústunum, margir með innsigli faraósins. MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA UM LEIÐ OG COVID LEYFIR. Starfsfólk Sambíóanna sendir ykkur öllum bestu kveðjur. Hlökkum til að hitta ykkur í bíó aftur og upplifa skemmtilegar stundir saman. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR VÆNTANLEG Í BÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.