Morgunblaðið - 14.04.2021, Page 28
577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is
ER PLANIÐ
SKÍTUGT?
Fáðu tilboð
í s. 577 5757
gamafelagid.is
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUNStjórnvöld í Sádi-Arabíu greiddu
árið 2017 450 milljónir dala, um
47 milljarða íslenskra króna, fyrir
málverkið Salvator Mundi (Frels-
ari heimsins) sem eignað er
Leonardo da Vinci og varð það
dýrasta listaverk sögunnar. Til
stóð að sýna verkið í Louvre-
safninu árið 2019, á 500 ára ártíð
da Vincis, en af því varð ekki. Nú
hefur verið greint frá því í The
New York Times að málverkið hafi leynilega borist Lo-
uvre-safninu þar sem það var rannsakað og staðfestu
sérfræðingar í óútgefinni skýrslu að það væri verk da
Vincis. Stjórnendur Sádi-Arabíu höfðu samþykkt að
verkið yrði á sýningunni en þegar til kom var það ekki
sett upp og hefur ekki sést síðan – ástæðan mun vera
sú að farið var fram á að málverkið, sem sýnir Jesú
Krist, yrði sett upp við hlið Mónu Lísu, þekktasta verks
málarans. Stjórnendur Louvre samþykktu það ekki og
var Salvator Mundi því flutt ósýnt til Sádi-Arabíu.
Vildu að Salvator Mundi væri sýndur
við hlið Mónu Lísu í Louvre-safninu
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Æfingar og keppni í íþróttum hérlendis verður heimilað
á nýjan leik frá og með morgundeginum. Þá verður 100
áhorfendum heimilt að sækja íþróttaviðburði. „Við [í
ríkisstjórninni] vorum sammála um að það þyrfti að
gera ákveðnar breytingar þarna og ríkisstjórnin hefur
lagt áherslu á að það sé samræmi í þeim aðgerðum
sem boðaðar eru. Hvort þessar breytingar á áhorf-
endabanni hafi verið gegn tillögu sóttvarnalæknis er
hins vegar eitthvað sem ég get ekki svarað,“ segir Lilja
Alfreðsdóttir m.a. við Morgunblaðið í dag. »22
Íþróttalífið tekur við sér á ný eftir
tilslakanir á sóttvarnareglum
ÍÞRÓTTIR MENNING
bundnu vinnuafli. Því hafi hún talið
að fólk af íslenskum ættum vestra
gæti fengið vinnu á Íslandi. „Það
var borin von, því svo virtist sem
enginn frá löndum utan Schengen-
svæðisins gæti fengið atvinnuleyfi.“
Fyrir um þremur árum heyrði
Margrét að starfsfólk vantaði á
Keflavíkurflugvelli. Barnabarn
hennar hafði nýlokið háskólanámi
og sendi fyrirspurn um starf í tölvu-
pósti en fékk ekki svar. Margrét
segist ekki hafa sætt sig við það og
þar sem hún væri 100% Íslendingur
hafi hún líka sent tölvupóst en ekki
verið svarað. „Um 40.000 erlendir
starfsmenn höfðu verið ráðnir frá
Evrópu en enginn með íslenskt blóð
í æðum í Norður-Ameríku gat feng-
ið að vinna tímabundið á Íslandi.“
Í kjölfarið segist Margrét hafa
snúið sér að opinbera geiranum til
að athuga hvort ekki leyndist
smuga í kerfinu. Hún hafi meðal
annars sent fyrirspurn til íslenska
sendiráðsins í Ottawa og nýlega
fengið svar frá Pétri Ásgeirssyni
sendiherra. Verið væri að vinna í
málinu í samvinnu við stjórnvöld í
Kanada og vonandi yrði það afgreitt
síðsumars. „Ég á mér þá ósk að
barnabörn mín og aðrir af íslensk-
um ættum fái tækifæri til að kynn-
ast íslenskri menningu með því að
vinna tímabundið á Íslandi,“ segir
hún vongóð.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fréttablað Íslendingafélagsins í
Bresku Kólumbíu í Kanada
(ICCBC) er gefið út mánaðarlega
10 mánuði á ári. Margrét Bjarnason
Amirault hefur verið ritstjóri blaðs-
ins í aldarfjórðung og ekkert ís-
lenskt er henni óviðkomandi. Eitt
helsta baráttumál hennar er að
kanadísk ungmenni af íslenskum
ættum geti fengið tímabundið at-
vinnuleyfi á Íslandi, hafi þannig
tækifæri til þess að vinna á landinu
og kynnast upprunanum sem best,
en hún hefur ekki enn haft erindi
sem erfiði.
Íslendingafélagið var stofnað í
Vancouver 1908 og hét þá Bók-
menntafélagið Ingólfur. Ingólfur og
Ísafold sameinuðust 1946 undir
nafninu Ströndin, en núverandi nafn
var tekið upp 1967. ICCBC er öfl-
ugasta félagið í íslenska
þjóðræknisfélaginu vestra (INL of
NA). Um 350 manns greiða árgjald
og um 600 manns frá landamærum
Bandaríkjanna norður í átt að
Alaska fá félagsblaðið.
Margrét gekk í félagið fyrir 43
árum og hefur verið í stjórn frá því
á níunda áratugnum. Hún segir að
eftir því sem Íslendingar hafi bland-
ast meira öðrum kynstofnum hafi
áhugi þeirra á félaginu minnkað en
starfsemin sé engu að síður blóm-
leg. „Eftir að Ísland varð vinsæll
ferðamannastaður fyrir nokkrum
árum jókst áhuginn á félaginu okk-
ar til muna,“ segir hún.
Er 100% Íslendingur
Afar Margrétar og ömmur fluttu
frá Íslandi til Kanada 1888 og 1889
og hún fæddist og ólst upp á Gimli í
Manitoba. „Ég ólst upp við íslensku
talaða á götum úti, í verslunum,
kirkjum og inni á heimilum, við vor-
um algerlega hluti af íslenskri
menningu,“ rifjar hún upp og legg-
ur áherslu á að fjölskyldan hafi allt-
af haldið sambandi við ættingja á
Íslandi. Hún segist hafa reynt að
halda arfleifðinni að börnum sínum
og barnabörnum og þegar Ísland
hafi verið á hvers manns vörum og
vakið athygli ferðamanna hafi hún
tekið eftir að skortur var á tíma-
Ritstjóri í 25 ár
- Margrét Bjarnason Amirault vill að kanadísk ungmenni
af íslenskum ættum geti fengið atvinnuleyfi á Íslandi
Í Vancouver Margrét við heimili sitt. Kirsuberjatrén eru nú í blóma.