Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 2
Hvernig viðtökur hafa Dagmál
fengið á þessum fyrstu vikum?
Þær hafa verið góðar. Það er erfitt fyrir mig að
tala fyrir allt en varðandi íþróttirnar, sem ég sé um, hafa
viðbrögðin verið mjög góð. Það eru greinilega margir að
horfa og reyna að horfa en efnið er bara aðgengilegt áskrif-
endum Morgunblaðsins. Alla vega eins og er. Fyrst spurði
fólk: Hvað er þetta? En núna spyr það frekar: Hvenær kem-
ur næsti þáttur? Þetta virðist vera komið inn í netrúntinn
hjá mörgum.
Hverjar eru áherslurnar hjá þér?
Ég hef verið að fá til mín afreksfólk í íþróttum og lagt
áherslu á að fjalla um feril þess í bland við mannlega þáttinn.
Þetta fólk hefur lagt mikið á sig og margt gerist á bak við
tjöldin.
Hvernig á þetta form við þig?
Það er öðruvísi að taka sjónvarpsviðtal en blaðaviðtal en mér
finnt þetta mjög gaman. Krefjandi en gaman. Þetta sameinar eig-
inlega tvö stór áhugamál hjá mér; íþróttir og að tala við fólk.
Þetta er vinsælt form í dag?
Já, íþróttahlaðvörp njóta mikilla vinsælda enda mikil eftirspurnin
eftir ítarlegri umfjöllun. Við miðum við 30 til 90 mínútur í Dag-
málum en ég hef oftar verið nær þakinu en gólfinu hvað það
varðar.
Þannig að þú ert spenntur fyrir framhaldinu?
Mjög spenntur. Eftirspurnin eftir mannlegu efni er mikil enda
tengir fólk við slíkt efni. Ef fólk er með góðar ábendingar um
íþróttafólk fyrir þáttinn þá er það vel þegið!
Morgunblaðið/Eggert
BJARNI HELGASON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel
Sími 555 3100 www.donna.is
dreifingHeildsölu
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Ef marka má fréttirnar þá fjölgar Mosfellingum hraðar en öðrum Ís-lendingum. Er það vel. Mér þykir vænt um Mosfellsbæ. Ég hef að vísualdrei búið þar og mun mögulega aldrei gera en ek á hinn bóginn í
gegnum bæinn flesta daga á leið minni úr einu hverfi í annað í Reykjavík. Og
hef þar gjarnan viðkomu í leiðinni og skil góðan hluta af laununum mínum
eftir hjá fyrirtækjum sem selja vörur eða veita þjónustu. Undantekning-
arlaust er mér vel tekið, hvort sem
ég er að taka kost, fá mér hraðbita,
horfa á kappleik eða láta snyrta á
mér skeggið.
Vegna nálægðarinnar er afar
kært með okkur Kjalnesingum og
Mosfellingum og þeim fyrrnefndu
þykir þeir um margt tengdari og
eiga meira sameiginlegt með Mos-
fellingum en Reykvíkingum enda
þótt þeir tilheyri formlega höfuð-
borginni. Þetta er svolítið eins og
með Færeyinga; mörgum þeirra
þykir þeir eiga meira sameiginlegt
með Íslendingum en Dönum enda þótt þeir heyri undir Margréti en ekki
Guðna. Að vísu er sá munur á að Færeyingar þurfa ekki að fara í gegnum Ís-
land á leið sinni heim frá Danmörku. Eða er það nokkuð?
Raunar er margt líkt með sambandi Kjalnesinga og Mosfellinga annars
vegar og Færeyinga og Íslendinga hins vegar. Kjalnesingar líta upp til stóra
frænda síns sem á móti þykir vænt um þennan mátulega skrítna litla frænda
sinn og vill allt fyrir hann gera. Allir græða á slíku sambandi, háir og lágir.
Af þessu leiðir að ég hef sterkar taugar til íþróttafélagsins Aftureldingar
enda þótt ég haldi ekki formlega með liðinu. Þrjú barna minna æfðu og
kepptu þar um tíma og tengdasonur minn lék lengi handbolta með félaginu.
Fyrir vikið þekki ég vel til á Varmá og Tungubökkum og fer stundum þangað
í nostalgíska vettvangsleiðangra. Með nesti.
Mosfellingar eru ekki bara spartverskir á alla kanta, heldur líka tónvísari
en flest önnur sveitarfélög. Ég get svo svarið það. Nægir þar að nefna Sigur
Rós og Kaleo sem njóta hylli á heimsvísu. Þaðan koma líka ein vinsælasta
söngkona landsins í dag, GDRN, og júróprinsessurnar Greta Salóme og
María Ólafs. Svo er sjálf Diddú í Mosfellsdalnum. Að ekki sé talað um Gildr-
una. Maður lifandi. Sem illu heilli starfar ekki lengur. Hversu oft feykti mað-
ur flösu undir tónum hennar á Fimmunni eða Gauki á Stöng í gamla daga?
Í raun er ég bara ósáttur við eitt þegar kemur að Mosfellsbæ. Af ein-
hverjum ástæðum er ég steinhættur að fá málgagn bæjarins, Mosfelling, inn
um lúguna. Blóta fyrir þær sakir upphátt og í hljóði. Á færeysku.
Ég er (hér um bil)
Mosfellingur!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Þetta er svolítið eins og
með Færeyinga; mörg-
um þeirra þykir þeir eiga
meira sameiginlegt með
Íslendingum en Dönum.
Júlíana og Svanhildur Anna
Við ætlum til Akureyrar.
Fjölskyldan er þar.
SPURNING
DAGSINS
Hvað ætl-
arðu að
gera um
páskana?
Guðrún Þóra Magnúsdóttir
Ég ætla að ferðast heima hjá mér.
Geir Gunnar Geirsson
Lesa Moggann. Ég hef verið áskrif-
andi lengur en elstu menn muna.
Anna Sigríður Hannesdóttir
Njóta tímans með fjölskyldunni.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Bjarni Helgason er einn stjórnenda Dagmála sem eru viðtals- og um-
ræðuþættir um hið helsta í íslensku samfélagi. Þeir eru opnir öllum
áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast þá á mbl.is/dagmál.
Á mannlegum
nótum