Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Side 19
einhverjar bestu gráu joggingbuxur sem ég
veit um og hún gaf mér þær fyrir svolitlu. Fyr-
ir utan þægindin lítur maður líka vel út í þess-
um joggingflíkum.“
Hvað finnst þér setja punktinn yfir-ið þegar
þú gerir þig til?
„Mér finnst eyrnalokkar yfirleitt setja
punktinn yfir i-ið. Ég reyni að nota flíkur bæði
við tiltölulega látlaus tilefni en einnig þegar ég
er að fara eitthvað fínt og þá getur skart gert
gæfumuninn. Ég hef alltaf haft gaman af ýktu
skarti og finnst skemmtilegt að dressa föt upp
þannig.“
Bestu kaup sem þú hefur gert?
„Fyrir utan úlpuna mína sem heldur mér
hlýrri frá toppi til táar í öllu veðri þá er svört
ullarrúllukragapeysa sem ég keypti af vin-
konu minni eflaust einhver bestu kaup sem ég
hef gert. Ég nota hana stanslaust, er í henni
við fínni tilefni en líka hversdags. Svo eign-
aðist ég svartar, víðar, uppháar jakkafatabux-
ur fyrir svona sex árum og hef ekki hætt að
nota þær. Þær hafa enst rosalega vel. Ég
elska líka að hitta á góða skó, sérstaklega se-
cond hand, og þessir Nike-skór voru virkilega
góð kaup.“
Áttu þér tískufyrirmynd?
„Ég fæ held ég mestan innblástur frá vin-
konum mínum og stelst til dæmis reglulega í
fataskápinn hjá Maríu Rós. Annars væri ég al-
veg til í að eiga flestallt sem Harry Styles
klæðist.“
Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum
sínum þessa stundina?
„Það sem mér finnst nauðsynlegt er hlýleg
en klæðileg flík sem gengur
bæði heima í notalegheit
og til að fara í út úr
húsi. Ég hef reglu-
lega fengið hrós
fyrir þessa gráu
síðu rúllu-
kragapeysu þótt
hún hafi miklu
frekar verið
hugsuð sem
heimapeysa þegar
ég keypti hana í
Trendport. Ég get því
tekið kósístemninguna alla
leið heima en hoppað út í
hversdagsleikann í henni líka
og liðið vel.“
Hvað er á óskalistanum?
„Óskalistinn minn er til-
tölulega stuttur eins og er. Ég
hef augun opin þessa dagana
fyrir klassískum hversdags-
legum skóm með flötum hæl
og svo opnum háhæluðum
spariskóm. Annars er ég að
fara að útskrifast í sumar og
er því á höttunum eftir út-
skriftardressi. Hvort það verð-
ur dragt eða kjóll á eftir að
koma í ljós en ég er með augun
opin á fatamörkuðum.“
staklega vel á Íslandi. Hvít peysa frá Matthildi
er líka í uppáhaldi og er Jóna þess fullviss að
peysan muni fylgja sér lengi. „Þar eru þæg-
indin alla leið í gegn en hún er líka sparileg.
Þannig föt verða auðveldlega í uppáhaldi hjá
mér,“ segir Jóna.
„Blár samfestingur sem ég keypti af systur
vinkonu minnar er held ég flík sem ég mun
seint losa mig við. Hann er í mínum uppá-
haldslit og er frekar einstakur og ég hef notað
hann við útgáfu á Verzlunarskólablaðinu þeg-
ar ég var í ritstjórn blaðsins og á árshátíð í
lögfræðinni, og svo hafa vinkonur mínar feng-
ið hann lánaðan við góð tilefni. Fjólublár sam-
festingur úr Spúútnik mun held ég líka fylgja
mér lengi en ég fæ alltaf mikið hrós þegar ég
dreg hann fram. Sniðið er fullkomið og ég held
í hann fyrir vel valin tilefni.
Ég nota líka mikið bláa
dúnúlpu af mömmu sem hún
keypti í Hagkaup í Skeif-
unni 1988 og hún er í uppá-
haldi fyrir þær sakir að hafa
enst svona lengi. Hún er
líka æðisleg á litinn og er
svolítið í þessum stíl sem
úlpur sem eru komnar í
búðir núna eru og eru í
tísku þessa dagana.“
Síðasta haust og það sem
liðið er af vetri hafa þægileg
íþróttaföt komið sterk inn
að sögn Jónu. „Ég fékk
ótrúlega þægilega Nike-
peysu frá bróður mínum í
jólagjöf og svo átti amma
með margs konar hætti og alltaf þegar ég veit
að ég þarf að standa mig og vera örugg.
Dragtina í heild sinni þegar ég tók þátt í panel
á COP25, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna 2019, og þegar ég stýrði panel á jafnrétt-
isþingi forsætisráðuneytisins 2020, í heimsókn
á Bessastaði og fleira. Svo notaði ég eingöngu
jakkann og hafði hann lokaðan í 100 ára af-
mælispartíi Stúdentaráðs þegar ég var forseti
ráðsins. Ég notaði svo buxurnar við rúllu-
kragapeysu þegar ég varði meistararitgerðina
mína í haust. Þessi dragt hefur verið með mér
í stórum verkefnum svo hún er í miklu uppá-
haldi,“ segir Jóna.
Frakki sem Jóna fékk frá ömmu sinni er
einnig í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún segir
frakkann þykkan svo hann sé hlýr auk þess
sem hann er með hettu sem hentar ein-
Peysan og buxurnar eru
frá íslenska merkinu
Matthildi. Frakkann átti
amma Jónu en hún gaf
henni jakkann þegar hún
var að taka til hjá sér.
Ullardraktin
er frá Marks
& Spencer.
Skórnir eru
frá Bianco.
Bláa ólin setur
punktinn yfir i-ið.
Buxurnar eru úr
Topshop og jakk-
ann fékk Jóna í
Trendport en
hanne r frá Monki.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Bláu eyrnalokkana
gerði Agnes Freyja
vinkona Jónu.
4.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
5 STJÖRNU HÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja
ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni óvið-
jafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast að þér og
þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu heilsurúm,
heima hjá þér – allar nætur – alltaf.
CLASSICO, YORK OG LIGNE eru með Serta Splendid Royal heilsu-
dýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með
góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og mjaðma-
svæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir því hvað
hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr kaldpressuðum
svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni og dýnu.
MAGNIFIQUE rúmið er með Serta Royalty Superior heilsudýnu
sem sker sig frá Splendid Royal m.a. með því að vera með tvískiptu
gormakerfi og aukinni kantstyrkingu.
Áklæðið á rúmunum er slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt og
andar einstaklega vel. Það er fáanlegt í nokkrum litum sem eru
mismunandi eftir rúmgerðum. Hægt er að velja mismunandi fætur
og einnig eru fáanleg náttborð í stíl.
Verð: 349.900 kr (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl)
Verðdæmi: Classico 160 x 200 cm
(Bókin Þess vegna sofum við fylgir í kaupunum)
Bókin Þess vegna sofum
við, eftir dr. Matthew
Walker fylgir kaupum
á rúmum úr 5 stjörnu
hótelrúmalínunni frá
Serta. Bókin hefur
slegið í gegn um heim
allan. Bókin opnar augu
almennings fyrir mikilvægi
svefns í tengslum við heilsu,
vellíðan og árangur.
Verðmæti: 3.490 kr.
MATTHEW
WALKER
M
Þessvegna
sofumvið
Um
mikilvægi
svefns
og
drauma
Alþjóðleg metsölubók
Mikilvæg og heillandi bók BILLGATES