Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021 PÁSKAHEFÐIR Í frumkristni notuðu menn hebr-eska orðið „Pesach“ um upprisuJesú Krists. Í mörgum tungu- málum er tilbrigði við það stef not- að, svo sem Pesach á frönsku, Pas- cua á spænsku, Pasqua á ítölsku, Pashkë á albönsku og Pask á sænsku. Enska orðið Easter er af allt öðrum stofni en það mun vera dregið af engilsaxnesku gyðjunni Eostre, sem einnig var nefnd Ast- arte eða Oster. Eostre-hátíðin fór iðulega fram í kringum jafndægur að vori í Englandi, þannig að fyrstu kristniboðarnir í Evrópu spyrtu þetta tvennt saman. Eins og svo margar páskahefðir á páskakanínan rætur í aldagömlum frjósemissiðum. Kanínur fjölga sér, tja eins og kanínur, og eignast af- kvæmi sín á vorin. Þannig að á stöð- um þar sem úði og grúði af kan- ínuungum blasti við að nota kanínuna sem tákngerving fyrir vorið og með tímanum páskana líka. Faldi máluð egg Ef marka má gamla þýska þjóðsögu sem Pamela Kennedy hermir af í bók sinni, An Easter Celebration: Traditions and Customs from Around the World, tók snauð kona, sem hafði yndi af börnum, upp þann sið að fela máluð egg í húsgarði sín- um sem glaðning á páskum. Eitt ár- ið, meðan börnin voru að leita að eggjunum, sáu þau héra skjótast í burtu. Eftir það þýddi ekki að segja þeim annað en að skepnan hefði skilið eggin eftir. Já, fátt minnir meira á páskana en blessuð eggin, hvort sem þau eru handmáluð í öllum regnbogans lit- um eða úr súkkulaði, eins og tíðkast hér um slóðir. Sú hefð að safna, lita og skreyta egg á sér á hinn bóginn mörg þúsund ára sögu sem hófst löngu áður en Kristur var uppi. Í mörgum fornum menningar- heimum, svo sem í Grikklandi og Egyptalandi, var litið á egg sem tákn frjósemi og fæðingar. Fyrir vikið voru egg miðlæg í trúar- athöfnum og voru hengd upp í heiðnum hofum í dularfullum til- gangi, að því er Martha Zimmer- man greinir frá í bók sinni, Cele- brating the Christian Year. Löngu síðar veittu kristniboðar eggjaleit fólks á vorin athygli og tengdu hana við endurholdgun Krists. Þannig lituðu þeir eggin út frá merkingu litanna í kristinni trú; gulur táknaði upprisuna, blár ástina og rauður blóð Krists. Þá var al- gengt að skreytingin á eggjunum væri tilvísun í hinar ýmsu sögur úr Biblíunni og barnið sem síðan fann eggið fékk það hlutverk að segja viðkomandi sögu út frá teikning- unni. Páskakarfan er annar gamall sið- ur en hún á mögulega líka uppruna sinn í Þýskalandi. Fljótlega eftir að börnin áttuðu sig á því að „páska- hérinn“ gæti skilið eftir góðgæti byrjuðu þau að útbúa eins konar hreiður í görðum sínum svo hinn góði gestur gæti lagt það í. Aðrir halda því fram að páska- karfan sé mun eldri og sprottin úr miðausturlenskri menningu. Bænd- ur hafi þá tekið upp þann sið að setja fræ í körfu og fengið þau blessuð í þeim tilgangi að örva upp- skeruna. Eggjavelta í Hvíta húsinu Páskaleikir eru af ýmsu tagi. Eggjavelta á lóð Hvíta hússins í Washington er hefð sem nær aftur til ársins 1878 en Rutherford B. Hayes opnaði þá hlið sitt fyrir börn- um sem höfðu fært þessa hugmynd í tal við forsetann á einni af hans daglegu heilsubótargöngum. Áður höfðu börn haldið upp á páskana með því að fara í leiki í Capitol-hæð en Ulysses S. Grant, forveri Hayes, lét banna það athæfi en hann lét af embætti árið 1877. Eggjaveltan er enn við lýði á lóð Hvíta hússins en í gleðinni felst einnig að börn og for- eldrar þeirra mega skreyta egg og leita að þeim. Allt er til í Bandaríkjunum, eins og við þekkjum, og menn leggja mismikið á sig til að gleðja blessuð börnin um páskana. Bandaríkja- maður að nafni Sam Born setti á laggirnar sælgætisgerðina Just Born upp úr miðri seinustu öld. Í verslun hans í Betlehem í Pennsylv- aníu er meðal annars að finna litlar sykurhúðaðar fígúrur sem vísa í páskana. Í upphafi var hann hvorki meira né minna en 27 klukkustund- ir að gera hverja og eina fígúru en til allrar hamingju fann sonur hans upp aðferð til að stytta þann tíma verulega. Í dag tekur það ekki nema sex mínútur. Fígúrurnar eru til í ýmsum gerðum og með mismunandi bragði eftir árstíðum en að sögn eru páskafígúrurnar allt- af vinsælastar. Nema hvað? Gleðilega páska! Morgunblaðið/Árni Sæberg Listelskir komu saman til að skreyta páskaegg í dýragarðinum í Zagreb í Króatíu á dögunum. AFP Morgunblaðið/Ásdís Enginn verð- ur spældur af eggjunum Egg, kanínur, körfur, leitir, alls kyns sælgæti. Páska- hefðirnar eru ótalmargar og hver annarri skemmti- legri. Sumt af þessu hefur tíðkast öldum og jafnvel árþúsundum saman og mun sjálfsagt halda áfram að gleðja okkur á meðan ból eru byggð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Páskaeggjavelta er árviss viðburður á lóð hvíta hússins í Washington. Reuters Frá æsilegri páskaeggjaleit á Ægisíðunni árið 2008. Páskakanínan á góðgæti fyrir alla en sumir þurfa að teygja sig svolítið eftir því. STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.