Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
LESBÓK
HVAÐ ER HUNDURINN ÞINN
AÐ GERAÁ DAGINN?
Með einföldum hætti getur þú nú kannað stöðuna í gegnum myndavél
og talað í gegnum hátalara.
Nú á kynningarverði í vefverslun Securitas
Sími 580 7000 | www.securitas.is
ASKA Sjónvarpsmaðurinn Riki Rachtman, sem fræg-
astur er fyrir að hafa stýrt þættinum Headbangers Ball
á MTV á sinni tíð, segir að besta gjöf sem hann hafi
fengið um dagana sé byssukúla sem innihaldi ösku
Lemmys heitins Kilmisters, forsprakka málmbandsins
Motörhead, en hann lést árið 2015. Þetta kom fram í við-
tali við Rachtman í hlaðvarpi Elliotts Fullams. Racht-
man er mikill Motörhead-maður og þeim Lemmy var vel
til vina. Það mun hafa verið hinsta ósk þess síðastnefnda
að ösku hans yrði komið fyrir í nokkrum byssukúlum
sem hans nánustu fengju síðan að eiga. „Þetta er án
nokkurs vafa verðmætasta eign mín. Ég ætla að láta
breyta þessu í hálsmen þannig að ég get haft byssukúl-
una með mér hvert sem ég fer,“ sagði Rachtman.
Með Lemmy um hálsinn
Lemmy var vin-
ur vina sinna.
AFP
TÓMLÆTI Bandaríski leikarinn William Shat-
ner viðurkennir í samtali við People Magazine
að hann hefði aldrei horft á Star Trek, sjón-
varpsþættina og síðar kvikmyndirnar sem
gerðu hann frægan. Undantekningin er mynd
númer fimm en Shatner leikstýrði henni og
neyddist fyrir vikið til að horfa á hana. Shatner
varð níræður á dögunum en er hvergi nærri
sestur í helgan stein. Þannig hafði hann ekki
fyrr blásið á kertin en að nýjasta kvikmynd
hans var frumsýnd, gamanmyndin Senior Mo-
ment. „Hver vill vera níræður? Ekki ég en ég
er samt níræður. Það er hálfvandræðalegt,“
segir hann.
Hefur aldrei horft á Star Trek
William Shatner varð níræður á dögunum.
AFP
Simons og Jansen í ham á sviðinu.
Ástin dó en
bandið lifði
VINÁTTA Mark Jansen, söngvari
og gítarleikari sinfóníska-
málmbandsins Epica frá Hollandi,
segir alltaf jafn gott á milli þeirra
Simone Simons, söngkonu bands-
ins, enda þótt ástarsambandi þeirra
hafi lokið fyrir sextán árum. „Við
erum bestu vinir. Það er einstakt að
eiga í svo góðu sambandi við fyrr-
verandi kærustu sína,“ sagði hann
við hlaðvarpið Loaded Radio. „Fáir
makar myndu líða það en makar
okkar hafa ekkert við þetta að at-
huga. Það gleður mig mjög að þetta
hafi gengið upp enda er Epica
ástríða okkar beggja og við gátum
ekki hugsað okkur að leggja bandið
niður bara vegna þess að upp úr
okkar ástarsambandi slitnaði.“
Fyrirgefðu en ég verð að hætta,ég held að ég hafi rétt í þessuverið tilnefnd til Óskars-
verðlauna,“ sagði vandræðaleg
Emerald Fennell við viðmælanda
sinn á hinum enda símalínunnar.
Hún hafði ætlað að fylgjast með
blaðamannafundi akademíunnar í
beinni sjónvarpsútsendingu en mis-
reiknaði tímann eitthvað á sveita-
setri sínu í Bretlandi og skyndilega
rigndi sms-skilaboðum yfir hana.
„Til hamingju, til hamingju!“
Fyrst var kunngjört að Promising
Young Woman, frumraun Fennell á
leikstjórastóli, væri tilnefnd í flokkn-
um besta myndin. Af því missti hún
sumsé en var komin að skjánum
þegar fjórar aðrar tilnefningar bætt-
ust við, þar af tvær til hennar sjálfr-
ar, fyrir besta leikstjórn og besta
frumsamda handritið. Þess utan er
Carey Mulligan tilnefnd fyrir bestan
leik í aðalhlutverki og Frédéric
Thoraval fyrir klippingu. Hver
myndi ekki treysta manni með slíkt
Úps, verð að
hætta, Óskar
frændi kallar!
Ekki verður annað sagt en að hin breska Emerald
Fennell fái fljúgandi start sem leikstjóri en fyrsta
kvikmynd hennar er tilnefnd til Óskarsverðlauna,
auk þess sem Fennell er sjálf tilnefnd fyrir besta
leikstjórn og besta frumsamda handritið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Carey Mulligan, Bo Burnham og Alison Brie leika í Promising Young Woman.
AFP
Hin enska Carey Mulligan hefur að langmestu leyti fengið lofsam-
lega dóma um frammistöðu sína í Promising Young Woman. Þó
hefur komið fram að ein umsögn fór fyrir brjóstið á henni, í tímarit-
inu Variety seint á síðasta ári. Leikur hennar þótti að vísu ljómandi
góður en gagnrýnandinn, Dennis Harvey, sem starfar sjálfstætt, lét
að því liggja að hún væri ekki nógu „heit“ fyrir
hlutverkið og gaf í skyn að ástralska leikkonan
Margot Robbie, sem einmitt er einn fram-
leiðandi myndarinnar, hefði frekar átt að
fara með það. Mulligan svaraði þessu fullum
hálsi í viðtali við The New York Times,
kvaðst hafa tekið þessi ummæli nærri sér
og að gagnrýni ætti að vera á faglegum
nótum og snúast um listina en ekki
hvort gagnrýnandinn vildi sjá hina eða
þessa leikkonuna í tilteknu hlutverki.
Variety tók undir þetta sjónarmið og
bað Mulligan formlega afsökunar á
þessum hluta umsagnarinnar.
Þótti ekki nógu „heit“
Margot Robbie.