Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 13

Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hygðist beita viðskiptaþvingun- um á Rússa vegna afskipta þeirra af kosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er aðgerðunum einnig ætlað að refsa fyrir eina stærstu töl- vuárás í sögunni og aðrar aðgerðir Rússa sem Bandaríkin segja fjand- samlegar. Þá var tíu erindrekum Rússa í Bandaríkjunum vísað úr landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði til fyrr í vikunni að hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndu hitt- ast á leiðtogafundi til þess að ræða stöðuna í samskiptum ríkjanna og ýmis alþjóðamál, en rússnesk stjórn- völd sögðu í gær að refsiaðgerðir myndu ekki liðka til fyrir fundi for- setanna. Þá hét rússneska utanrík- isráðuneytið því að aðgerðum gær- dagsins yrði svarað í sömu mynt. María Zakharova, talsmaður ráðuneytisins, sagði aðgerðirnar sýna að Bandaríkin gætu ekki við- urkennt að alþjóðakerfið væri „margpóla“ og ekki háð yfirráðum Bandaríkjamanna. Þá var John Sullivan, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, kallaður á teppið í Kreml vegna aðgerðanna. Refsiaðgerðirnar fela meðal ann- ars í sér takmarkanir á viðskipti bandaríska fjármálafyrirtækja með skuldabréf rússneska ríkisins og féll rúblan nokkuð við þau tíðindi, þrátt fyrir að slík viðskipti séu ekki al- geng, þar sem talið er að aðgerð- irnar geti gert Rússum erfiðara fyr- ir að fjármagna sig á alþjóðamarkaði. Þá voru 32 einstaklingar og stofn- anir sett á svartan lista bandaríska fjármálaráðuneytisins fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á bandarísku for- setakosningarnar í fyrra. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að aðgerðirnar sendi merki um að Bandaríkin muni refsa Rússum haldi þeir áfram að grafa undan stöðugleika í alþjóðamálum. Sagði í tilkynningunni að megin- ástæða aðgerðanna væru tilraunir stjórnvalda í Kreml til að grafa und- an lýðræðislegum kosningum og stofnunum Bandaríkjamanna og í ríkjum bandamanna þeirra. Þá var einnig vísað til tölvuárás- arinnar á fyrirtækið SolarWinds undir lok síðasta árs, en talið er að rússneskir tölvuþrjótar hafi þar komist yfir heilmikið magn upplýs- inga innan úr bandaríska stjórnkerf- inu. Verða eigur sex rússneskra tæknifyrirtækja frystar í refsiskyni fyrir árásina. Bandaríkjamenn sökuðu í yfirlýs- ingu sinni rússnesku leyniþjón- ustuna SVR um að hafa staðið að SolarWinds-árásinni, en forsvars- menn hennar sögðu þær ásakanir óáhugaverðan „þvætting“. Bandamenn lýsa yfir stuðningi Auk fyrrgreindra aðgerða ákvað bandaríska fjármálaráðuneytið í slagtogi við stjórnvöld í Ástralíu, Bretlandi og Kanada að beita átta einstaklinga og stofnanir þvingunum vegna aðgerða þeirra á Krímskaga eftir að Rússar yfirtóku hann árið 2014. Atlantshafsbandalagið lýsti yfir stuðningi sínum við aðgerðir Banda- ríkjastjórnar og sendu bandalags- ríkin frá sér tilkynningu þar sem Rússar voru hvattir til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og láta af hegðun sem græfi undan al- þjóðasamskiptum. Þá lýsti Evrópusambandið yfir samstöðu sinni með Bandaríkjunum vegna aðgerða bandarískra stjórn- valda gegn meintum tölvuglæpum, og var sérstaklega vísað til SolarW- inds-tölvuárásarinnar í tilkynningu sambandsins, en Josep Borrell, ut- anríkismálastjóri sambandsins, sagði árásina hafa haft neikvæð áhrif um allan heim, þar á meðal á aðildarríki sambandsins. AFP Refsiaðgerðir Rússneski fáninn blakti við hún við sendiráð landsins í Washingtonborg í gær, en tíu starfsmenn þess voru reknir úr landi í víðtækum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Rússum vegna ýmissa deilumála. Tíu Rússar reknir úr landi - Bandaríkin grípa til refsiaðgerða gegn Rússum - Aðgerðum verður svarað í sömu mynt - Bretar, Kanadamenn og Ástralar með í aðgerðum vegna Krímskaga Refsiaðgerðirnar » 10 starfsmönnum rússneska sendiráðsins vísað úr landi. » Bandarískum fjármálastofn- unum verður gert óheimilt að kaupa rússnesk skuldabréf frá og með 14. júní nk. » Eigur sex rússneskra tækni- fyrirtækja í Bandaríkjunum verða frystar fyrir meintan stuðning við tölvuglæpi. » 32 stofnanir og ein- staklingar sem reyndu að „hafa áhrif“ á forsetakosning- arnar 2020 fara á svartan lista. » Átta einstaklingar og stofn- anir sæta þvingunum vegna ástandsins á Krímskaga. Toshiro Nikai, varaformaður stjórn- arflokks frjálslyndra demókrata í Japan, sagði í gær að enn kæmi til greina að Ólympíuleikunum, sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar, yrði frestað vegna heimsfaraldurs- ins. Sagði Nikai að það yrði „hiklaust“ að fresta leikunum ef ástandið væri of alvarlegt til þess að þeir gætu far- ið fram, en tilfellum í Japan fjölgaði á ný í vikunni. Þurfti meðal annars að banna áhorfendur frá boðhlaupi með ólympíueldinn, sem átti að fara fram í borginni Matsutama í vikunni vegna hinna nýju smita. Skipuleggjendur leikanna hafa til þessa ekki tekið annað í mál en að þeir færu fram, en upphaflega átti að halda þá síðasta sumar. Nikai sagði hins vegar það ganga gegn anda leik- anna ef þeir yrðu til þess að dreifa veirunni enn frekar. Nikai bætti við að hann sæi tæki- færi í Ólympíuleikunum fyrir Japani og að allir vildu að þeir færu vel fram. Hefur m.a. verið lagt til að engir áhorfendur verði á leikunum. Kemur til greina að fresta leikunum - Fjölgun tilfella veldur áhyggjum AFP Ólympíuleikar Miraitowa, lukkudýr leikanna í Tókýó, var afhjúpað í fyrra- dag, en nú eru innan við hundrað dagar þar til leikarnir eiga að hefjast. Tilkynnt var í gær að breska kon- ungsfjölskyldan myndi vera í borg- aralegum fötum við útför Filippus- ar, hertoga af Edinborg og eigin- manns Elísabetar 2. Bretadrottn- ingar, en hún fer fram á morgun, laugardag. Segir í breskum fjölmiðlum að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að forðast vandræðalega umfjöllun um það hverjir af meðlimum fjöl- skyldunnar hefðu tilkall til að vera í herbúningi. Harry prins, sem meðal annars tók þátt í aðgerðum breska hersins í Afganistan, var sviptur allri tign sinni á síðasta ári þegar hann ákvað að sinna ekki embættisverk- um fyrir fjölskylduna, og mætti hann því ekki vera í herbúningi við útförina. Þá er Andrés Bretaprins sagður í ónáð í breska flotanum vegna meintra tengsla við mál barnaníð- ingsins Jeffrey Epstein, og hermdi götublaðið The Sun að yfirmenn flotans hefðu ekki viljað sjá Andr- és í búningi, en hann flaug m.a. þyrlu í Falklandseyjastríðinu. Þar með hefðu báðir meðlimir konungsfjölskyldunnar sem gegnt hafa herþjónustu verið þeir einu sem ekki væru í herbúningi við út- förina. Segir í Daily Telegraph að „stífar umræður“ hafi farið fram innan fjölskyldunnar til þess að koma í veg fyrir slíka stöðu, og herma heimildir blaðsins að drottningin sjálf hafi lagt til að karlmenn fjölskyldunnar yrðu í jakkafötum og frökkum með heið- ursorðum sínum utan á, og konurnar í dagkjólum. AFP Útför Skotið var úr fallbyssum á laugardaginn í heiðursskyni. Í borgara- legum fötum við útförina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.