Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru mörgþekkt dæmisem sagan geymir um að sig- ursæld í hernaði hefur iðulega reynst lykillinn að áhrifum og völdum heima fyrir. Það er þó iðulega sýnd veiði en ekki gefin. Stríðs- rekendur sem koma með skott- ið á milli lappanna fá lítið lófa- klapp. Og þegar líkkisturnar hafa verið að berast reglulega árum og jafnvel áratugum sam- an til heimaslóðar kannast sí- fellt færri við að hafa nokkru sinni stutt ákvörðun um stríð. Tilkynnt hefur verið í nafni Joes Bidens að síðustu her- deildir Bandaríkjanna verði á burt úr Afganistan hinn 11. september næstkomandi. Donald Trump hafði áður kynnt þá stefnumörkun að kalla herliðið heim í maí 2021 að upp- fylltum tilteknum skilyrðum. Núverandi forseti virðist því vera að draga veru hersins í Afganistan á langinn, en í því sambandi verður að horfa til áðurnefndra skilyrða fyrir- rennara hans. Því fer þó fjarri að hin nýja tilkynning fái hvarvetna góðar undirtektir vestra og er mikil andstaða við ákvörðun forset- ans og nálgun hennar úr röðum beggja fylkinga á þingi. Sömu sjónarmið heyrast frá fyrrverandi yfirmönnum í hernum sem hafa góð tengsl við varnarmálaráðuneytið, en Pentagonmenn sjálfir hafa ekki talað um málið beint. Þá eru ýmsir úr hópi fréttaskýrenda sem segja að mjög óvarlegt sé, ef ekki beinlínis heimskulegt, að tilkynna beinharða dagsetn- ingu um brottför Bandaríkja- hers. Og það fer ekki á milli mála að fyrirliðar talíb- ana í Afganistan líta svo á að fram- setning Hvíta húss- ins á tilkynningu um brottför hers síns sýni að þar sé um dagsetningu uppgjafar að ræða en ekki af- mælisgjöf forsetans til sjálfs sín og þjóðarinnar. Það fer hins vegar vart á milli mála að bandaríska þjóðin hefur nú orðið litla þolinmæði fyrir áframhaldandi stríðs- átökum sinna ungu hermanna í hinu fjarlæga fjallalandi. Sov- étríkin gáfust upp á sínu erindi suður þar á sínum tíma og nú virðist komið að Bandaríkj- unum að færa til bókar aðra styrjöldina, á eftir Víetnam, sem heimsveldið tapar. Tilfinn- ing flestra er að það muni taka örskamma stund fyrir talíbana að skella Afganistan, nærri 40 milljóna þjóð, aftur í átt til steinaldarinnar, sem virðist eiga svo vel við leiðtoga þeirra þar. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kynnti áformin fyrir stjórninni í Kabúl og orðaði það svo að ekki væri verið að höggva á samstarf og bandalag ríkisstjórnanna heldur væri verið að taka upp nýjan kafla í þeim þáttum. Ráðamenn í Kab- úl þökkuðu bandarískum stjórnvöldum, her og þjóð, fyrir stuðninginn við sig og Afganist- an. Hvað gátu þeir annað sagt? Þeir vita jafn vel og allir aðrir að þessar síðustu skýringar voru eingöngu innantómt hjal. Gestgjafarnir eru ekki líklegir til að verða enn „ráðamenn í Kabúl“ þegar bandaríski utan- ríkisráðherrann verður þar næst á ferð. Reyndar er senni- legt að langt verði í að hann mæti til Kabúl á ný. Líklegt er að margir gestgjafanna hafi flýtt sér að pakka þegar gesturinn lok- aði á eftir sér núna} Afmælisgjöfin 11. sept. Sigmundur DavíðGunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, spurði Bjarna Benedikts- son, fjármálaráð- herra og formann Sjálfstæð- isflokksins, að því á Alþingi í gær hvers vegna ekkert hefði gerst í því að leyfa liðskiptaað- gerðir hjá einkaaðilum hér á landi í stað þess að senda fólk út í slíkar aðgerðir fyrir mun hærra verð. Vísaði hann í orð fjármálaráðherra frá árinu 2019 þar sem hann hafi lýst áhyggj- um af þessu ástandi og biðlist- unum sem væru eftir slíkum að- gerðum. Fjármálaráðherra ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að sóa fé með þessum hætti og lýsti sig sammála fyrirspyrjanda. En hann sagðist ekki geta svarað því hvers vegna staðan væri eins og þing- maðurinn lýsti og sagðist gera ráð fyrir að heilbrigðisráðherra gæti verið til svara um það. Þessi orðaskipti voru áhuga- verð og ekki síst sú ábending formanns Sjálfstæðisflokksins að það væri heilbrigðisráðherra að svara fyrir þetta. Það er vissulega rétt, en þó verður ekki framhjá því litið að heilbrigð- isráðherra hefur komist upp með ótrúlega aðför að sjálfstætt starfandi læknum og einka- rekstri í heilbrigðisþjónustu á þessu kjörtímabili. Sú fram- ganga heilbrigðisráðherra er langt umfram það sem talist getur ásættanlegt. Heilbrigðisráðherra hefur of lengi kom- ist upp með of mikið} Liðaskipti á Alþingi? F yrr í vikunni var fullyrt í fréttum að viðbrögð stjórnvalda í far- aldrinum hefðu verið síðbúnari og kraftminni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessar fregnir byggðust á röngum upplýs- ingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú hefur leiðrétt misskilninginn. Umfang að- gerðanna var sagt um tvö prósent af lands- framleiðslu hér á landi en hið rétta er að umfangið var um níu prósent af lands- framleiðslunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar tóku fregn- unum af meintu ráða- og aðgerðaleysi stjórn- valda fagnandi. Þar kristallast sá leiði siður sumra að horfa fremur á magn en gæði. Hið rétta er að aðgerðir hagstjórnarinnar mið- uðu að því að úrræðin nýttust sem flestum. Þar segja strípaðar krónutölur sem útdeilt er til efnahagsaðgerða ekki nema hálfa söguna. Stað- reyndin er sú að samdráttur í landsframleiðslu á síð- asta ári var mun minni en flestar spár gerðu ráð fyrir og minni en ætla mætti miðað við vægi ferðaþjónustu í landsframleiðslunni. Þá dróst einkaneysla almennt minna saman en í flestum iðnríkjum. Okkur hefur tekist vel að bregðast við óvenjulegri krísu með skynsamlegri hagstjórn. Um það verður ekki deilt. Ríkisfjármálunum var beitt til að styðja við heim- ili og fyrirtæki í landinu og Seðlabankinn lækkaði vexti í þeim tilgangi að styðja við eftirspurn. Sem betur fer voru undirstöðurnar sterk- ar í upphafi faraldursins, ekki síst vegna lækkunar ríkisskulda á árunum á undan. Nú blasir hins vegar við okkur nokkru drunga- legri mynd. Atvinnuleysi er í sögulegu há- marki og ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla næstu árin. Óumflýjanlega mun það koma í hlut skattgreiðenda að greiða þann reikning. Forgangsverkefni okkar sem störfum í stjórnmálum er að stuðla að því að til verði ný störf; að veita súrefni til atvinnulífsins og skapa því skilyrði til að endurheimta þau verðmæti sem glatast hafa í faraldrinum. Verðmætasköpun dróst saman um 200 millj- arða króna í fyrra. Þau verðmæti verða ekki endurheimt með fjölgun opinberra starfs- manna líkt og sumir leggja til og ekki held- ur með skuldasöfnun hins opinbera umfram það sem nú er. Leiðin út úr vandanum felst í öflugum atvinnufyrirtækjum og starfsfólki þeirra. Langtíma- atvinnuleysi má ekki festast í sessi. Stjórnmálamenn verða að tala af ábyrgð og raunsæi um þau þýðingarmiklu mál sem nú eru til úrlausnar. Þeir eiga ekki að stunda einhvers konar útgjaldakeppni af því tagi sem stjórnarandstaðan reyndi að efna til í vikunni. Reynt var að slá ódýrar pólitískar keilur en sú tilraun mistókst. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Frumhlaup frá vinstri Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is F rumtök – samtök framleið- enda frumlyfja sendu ít- arlega umsögn um lyfja- verðstefnu – tillögur að bættri lyfjaumsýslu hins opinbera. Samtökin segja að helstu tillögur þeirra séu „að lyfjaverðstefna hins opinbera taki mið af og verði í sam- ræmi við heilbrigðisstefnu, lyfjalög og ályktun Alþingis um lyfjastefnu og að horft sé til þeirra markmiða sem þar er að finna“. Frumtök leggja til að settur verði skýr rammi um lyfja- verðstefnu og ákvarðanir um há- marksverð lyfja. Í því skyni er m.a. lagt til að „viðmið við ákvörðun lyfjaverðs verði einföld og skýr og að samþykkt há- marksverð í heildsölu allra lyfja lúti sömu forsendum, að miðað verði við meðalverð Norðurlandanna“. Einnig að verðákvarðanir skuli byggðar á verði í viðmiðunarlöndum okkar, að teknu tilliti til sérstöðu Ís- lands hvað varðar legu landsins, stærð og hlutfallslegan dreifingar- og umsýslukostnað svo nokkuð sé nefnt. Þá er lagt til að skoðaðar verði ástæður þess að meðalverð Norður- landa á heildsölustigi virðist skila sér í verði töluvert umfram meðalverð Norðurlanda á smásölustigi. Frumtök telja að nái tillögur þeirra fram að ganga skapist að- stæður sem ýta munu undir aukna fjölbreytni á íslenskum lyfjamarkaði. Verði fleiri lyf markaðssett muni lyfj- um á undanþágulistum fækka, lyfja- öryggi aukast, líkur á lyfjaskorti minnka og aukin samkeppni leiða til virkari verðsamkeppni. Þá benda Frumtök á að vert sé að skoða smá- sölumarkað lyfja „en á Íslandi eru apótek 2-4 sinnum fleiri en í viðmið- unarlöndunum sé miðað við höfða- tölu“. Frumtök benda á að útgjöld til heilbrigðismála hér, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, séu til- tölulega lág miðað við hinar Norður- landaþjóðirnar. Samt hafi verið bætt verulega í heilbrigðisútgjöldin hér á undanförnum árum. Útgjöld til lyfja- mála hafa þó ekki vaxið eins og önnur heilbrigðisútgjöld, aukningin er svo gott sem öll á öðrum sviðum heil- brigðismála. Við ákvörðun lyfjaverðs og greiðsluþátttöku er horft til Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar. Frumtök segja að sú regla sem gildir um verðlagningu lyfja hafi haft verulega neikvæð áhrif á innleið- ingu nýrra lyfja. Mörg dæmi séu um að lyf hafi ekki verið markaðssett vegna kröfu yfirvalda um lágt verð. Það að horfa til lægsta verðs á Norðurlöndum þegar um er að ræða skráð hámarksverð hér hafi verið meiriháttar hindrun varðandi innleið- ingu nýrra lyfja. Ísland fyrir neðan meðaltal Í umsögninni eru skýringar- myndir sem sýna að Ísland sker sig verulega úr samanborið við hin nor- rænu löndin þegar kemur að innleið- ingu nýrra lyfja. Ný lyf koma al- mennt síðast á markað hér á landi af öllum Norðurlöndunum eftir að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur veitt þeim markaðsleyfi. Sama gildir hvort sem horft er til innleiðingar nýrra lyfja almennt eða horft sér- staklega á innleiðingu nýrra krabba- meinslyfja. Ísland er „langt fyrir neð- an meðaltal Evrópuríkja á meðan öll hin Norðurlöndin eru ofan við með- altalið“, segir í umsögn Frumtaka. Samtökin segja að núverandi staða Íslands þegar kemur að inn- leiðingu nýrra lyfja sé „dapurleg“, samanborið við Vestur-Evrópu al- mennt. Ísland er aftarlega á merinni í lyfjamálum Samanburður á aðgengi að nýjum lyfjum Fjöldi samþykktra lyfja sem eru aðgengileg sjúklingum Meðaltími frá EMA-markaðsleyfi þar til lyf er aðgengilegt sjúklingum Samtals fjöldi lyfja 2016-2019 (nr. í röð Evrópulanda) Krabbameinslyf EMA*-samþykki Þýskaland Danmörk Austurríki Finnland Svíþjóð Noregur Evrópumeðaltal Ísland Þýskaland Sviss Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Ísland 50 dagar 87 dagar 94 dagar 196 dagar 349 dagar 376 dagar 451 dagur 152 133 131 124 94 90 84 74 50 41 41 38 37 36 28 25 24 15 (1) (2) (3) (5) (13) (15) (24) (1) (2) (3) (9) (10) (12) (22) (1) (2) (3) (5) (9) (13) (22) Heimild: EFPIA PatientsW.A.I.T. Indicator 2020/21 Survey og Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja Meðaltími 2016-2019 (nr. í röð Evrópulanda) *Lyfjastofnun Evrópu Heilbrigðisráðuneytið óskaði nýlega eftir tillögum að bættri lyfjaumsýslu hins opinbera í Samráðsgáttinni. Sjö umsagnir bárust. Óskað var eftir „heildstæðum tillögum þeirra sem hafa þekk- ingu á sviði lyfjamála sem stuðla að hagkvæmari og skyn- samlegri notkun lyfja og geta nýst stjórnvöldum. Æskilegt er að hugmyndir að úrbótum ýti undir fjölbreytni á íslenskum lyfjamarkaði og leiði til virkari verðsamkeppni.“ Tekið var fram að tillögurnar þyrftu að snúa að hagræðingu í lyfjarekstri en mættu ekki draga úr afhendingaröryggi lyfja eða hafa neikvæð áhrif á öryggi sjúklinga á nokkurn hátt. Óskað var eftir tillögum sem byggðust á heildarsýn um skynsamlega og hagkvæma notkun lyfja, jafnt á smásölu- og heildsölustigi. Betri lyfja- umsýsla LYFJAVERÐSTEFNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.