Morgunblaðið - 16.04.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 16.04.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Vinsælu stillanlegu sandalarnir frá Ten Points eru komnir ýmsar gerðir og litir Garðatorg 4 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points 16.990 kr. Ten Points 17.990 kr. Ten Points 16.990 kr. Ten Points 18.990 kr. Við minnum á vefverslunina okkar www.aprilskor.is Ten Points 16.990 kr. Ten Points 17.990 kr. Ten Points 16.990 kr. Ten Points 17.990 kr. Til viðbótar eru síðan alls kyns alhæfingar um Kína og Kínverja sem eru undirrót for- dóma. Þær eru sérstaklega hjá- kátlegar í ljósi stærðar og fjöl- breytni þjóðarinnar. Kínverjar eru meira en tvisvar sinnum fleiri en allir Evrópubúar og Rússar samtals. Auk þess er kínverska þjóðin samsett af að minnsta kosti 56 þjóðernisbrot- um („ethnic groups), Han-Kín- verjum og 55 minnihlutahópum, hver með sína sögu og menn- ingu. Þótt ritmálið sé nánast eitt og það sama skipta tungumál og mállýskur í Kína hundruðum. Það sem við í daglegu máli köll- um kínversku er mandarín, ríkismálið sem kennt er í öllum skólum og gerir Kínverjum kleift að eiga innbyrðis samskipti. Vissulega er mjög margt þar með öðrum brag en við eigum að venjast hér heima. Margt sem má bæta hjá þessari fjölmenn- ustu þjóð veraldar eins og hér heima og alls staðar annars staðar – einnig hvað varðar lög og reglur og ákvarðanir stjórnvalda. Eitt af því sem kínversk stjórnvöld hafa lengstum verið hvað harðast gagnrýnd fyrir er bann þeirra, sem nú hefur að vísu verið að fullu aflétt, við því að pör ættu fleiri en eitt barn. Ástæða þessa banns var viðleitni stjórnvalda til að tryggja að fólksfjöldinn yrði ekki meiri en þjóðin gæti brauðfætt, að ná jafnvægi milli efnahagslegrar þróunar og fólksfjölgunar og sporna við ágengni á um- hverfi og náttúrulegar auðlindir landsins. – Þessari eins barns reglu var formlega komið Íslendingar sem koma í fyrsta skipti til Kína lýsa jafn- an undrun sinni á hversu allt er þar með öðrum brag en þeir ætluðu. Kona ein, sem hóf Kínaævintýri sitt fyrir nokkrum árum í Peking, sagðist hafa búist við mikilli mannþröng og troðningi alls staðar og að allir klæddust maójökkum og væru með grímu vegna mengunar. Það sem við henni blasti hins veg- ar var heiður og blár himinn, frjálslegt og fallega klætt fólk á gangi í rólegheitum og hún sá engan með andlitsgrímu. Hún sagði enga aðra skýringu á þessum ranghug- myndum sínum en ófullnægjandi og oftast neikvæða umfjöllun fjölmiðla hér heima um Kína og Kínverja. Þá rifjaðist enn og aftur upp frásögn vin- ar míns, fyrrverandi fréttamanns í Finn- landi, sem hafði búið í Kína í áratugi, rekið byggingafyrirtæki og alið þar upp og menntað tvö fósturbörn sín og sambýlis- manns. Hann sagði mér að ávallt er hann færi í heimsókn til Finnlands og hitti gamla vini og skólafélaga væri einhver sem spyrði hvernig honum líkaði að búa í Kína. – Hon- um fannst jú svarið liggja í augum uppi enda hafði hann búið þar stærstan hluta ævinnar. Þegar hann svaraði því til að honum líkaði það vel fékk hann oftar en ekki þau viðbrögð beint eða ýjað var að því að hann hefði aug- ljóslega verið heilaþveginn. Þessi reynsla hans fannst okkur vera mjög gott dæmi um hversu vestrænn og sérstaklega bandarísk- ur fréttaflutningur og and-kínverskur áróð- ur áratugum saman hefur gegnsýrt allt við- horf til Kína og skapað fordóma meðal al- mennings á Vesturlöndum. – Við þetta bæt- ist síðan hversu Kínverjar hafa lengi látið hjá líða að svara ýmiss konar rangfærslum með rökum og staðreyndum. á 1980, en eftir því sem frá leið fjölgaði und- antekningum frá henni. Þannig var til dæmis pörum sem bæði voru einbirni heimilt að eiga fleiri en eitt barn. Þeim sem gátu sýnt fram á að hafa fjárhagslega burði til að ala önn fyrir fleiri en einu barni var það heimilt, enda sýndu þau fram á það með greiðslu fyrir eins konar borgararéttindi barna umfram eitt. Öll ríflega þrjátíu árin sem þessi skipan var á um barneignir í Kína var um 8% hluti þjóðarinnar undanþeginn reglunni. Það eru rúmlega 100 milljónir manna eða öll 55 þjóð- ernisbrotin, þar með taldir Uyghur- Kínverjar, sem nýlega hafa verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum. Þeir telja um 12 milljónir manna og síðustu um 10 árin hefur þeim fjölgað um 25% meðan fjölgun Han-Kín- verja er aðeins um 2%. Ekki aðeins hafa Uyghur-Kínverjar og önnur minnihlutaþjóðernisbrot verið und- anþegin skipaninni um eitt barn, heldur er það bundið í stjórnarskrá Kína að þau njóti jafnframt ýmissa forréttinda og hlunninda umfram Han-Kínverja. Þessu er ætlað að styðja við og tryggja sterkari félagslega, efnahagslega og fjárhagslega stöðu þeirra. Þannig greiða þau að einhverju leyti lægri skatta og til nemenda sem þessum þjóðern- isbrotum tilheyra eru gerðar minni kröfur, bæði hvað varðar inngöngu í háskóla og frammistöðu í námi. Af þessu síðastnefnda heyrði ég út undan mér fyrst nýlega eftir að hafa þó dvalið í Kína í nokkur ár. Það er því ekki eins og kín- versk stjórnvöld séu almennt að berja sér á brjóst yfir því hvað gert er til sérstakra hagsbóta fyrir minnihlutaþjóðernisbrot eða að gæta að því að halda á lofti staðreyndum hvað þetta varðar. Ef einhver skyldi nú ætla að það sem ég segi frá hér að ofan sé merki um heilaþvott minn, samanber reynslu hins finnska vinar míns, leyfi ég mér að vísa hinum sama á www.vikipedia.org um þessi málefni og ýmis önnur sem varða Kína og Kínverja. Sú heimildasíða verður seint sökuð um að ganga erinda þeirra. Kína og fordómar Eftir Jónínu Bjartmarz » Alls kyns alhæfingar um Kína og Kínverja eru undirrót fordóma. Þær eru hjákátlegar í ljósi stærðar og fjölbreytni þjóðarinnar. Jónína Bjartmarz Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður ÍKV. jonina@joninabjart.is Áætlun Gunnars hljóðaði upp á að þegar hann hætti að vinna hefði hann um 80% af núverandi tekjum. Nú er hann 72 ára og því lengur sem hann dregur það að sækja um ellilífeyri, því trygg- ingafræðilega verður upphæðin hærri. Best væri að bíða til átt- ræðs. Jóna skellihló þegar hann hélt þessu fram. „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ástin mín. Þú færð svo sem áfram 300 þús- und frá lífeyrissjóðnum, en hann Bjarni vinur þinn mun fá upp í hít- ina sína hundrað þrjátíu og fimm þúsund krónur af ellilaununum þínum auk tekjuskattsins, það er mestan hluta ellilífeyrisins, til að eyða í eitthvað ann- að, sem honum dettur í hug. Þú endar með um 60% af tekj- unum núna.“ „Hvernig veistu þetta?“ spurði Gunnar. Nú var Jóna búin að skoða almannatryggingalögin og var með á hreinu hvernig tekjuskerðingarnar eru löglegar hunda- kúnstir. „Af því að þú ert með eftirlaun frá lífeyrissjóði færðu ekkert frítekjumark frekar en ég. Þú færð reyndar 25 þúsund í almennt frítekjumark á mánuði, en síðan taka embættismennirnir hans Bjarna til við að skera niður elli- launin um 45% af lífeyriseftirlaununum, fjármagnstekj- unum og bara öllu sem mögulega kallast tekjur til þín. Þeir hætta reyndar þegar ekkert er eftir til að skerða af þessum rúmlega 260 þúsund krónum sem ellilaunin eru.“ „Þessi draumur þinn, elskan, um að halda 80% núverandi tekna þegar þú hættir að vinna er kannski ekki vonlaus,“ sagði Jóna eftir stundarþögn. „Grái herinn er búinn að höfða dómsmál og telur þessar tekjuskerðingar á ellilaun- unum ólöglegar.“ Hún sá á svipnum á Gunnari að hugurinn hvarflaði. Að draumurinn væri ef til vill brostinn um að selja landkrúserinn og fjárfesta í Teslu Y. „Tesludraumurinn lifir ef orrusta Gráa hersins vinnst. Hinn möguleikinn er að Bjarni láti verða af því, sem hann setti í öndvegi í kosninga- baráttunni 2013, að afnema tekjutengingar ellilífeyris fengi Sjálfstæðisflokkurinn umboð kjósenda til að leiða rík- isstjórn. Betra er seint en aldrei. Kannski með einu penna- striki fyrir kosningarnar í haust.“ Tómas Láruson, hliðarsjálf ellilaunaþega. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Tómas Láruson Grái herinn er búinn að höfða dómsmál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.