Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 ✝ Hilmar Henry Gíslason fædd- ist á Akureyri 29. febrúar 1936. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð 30. mars 2021. Foreldrar Hilmars voru hjónin Gísli Marinó Ólafsson, f. 28.6. 1906, d. 17.11. 1995, og Anna Kristín Ásgeirs- dóttir, f. 6.12. 1913, d. 7.8. 1999. Alsystkini Hilmars eru Hreiðar, f. 31.7. 1940, Marselía, f. 8.3. 1942, og Anna Sigríður, f. 24.5. 1954. Hálfsystir Hilmars, sam- feðra, var Þóra Erla, f. 25.10. 1930, d. 19.12. 2018. Hilmar giftist Ingibjörgu Þor- inmaður hennar er Stefán Örn Ástvaldsson. Þeirra börn eru Brynja, gift Guðna Rúnari Loga- syni, og Hlynur, í sambúð með Sigrúnu Tinnu Gissurardóttur. Barnabarnabörn Hilmars eru fjögur. Hilmar ólst upp á Eyrinni, í Fjólugötu 11. Hann hóf 17 ára starf sem bílstjóri og var einn af stofnendum Hópferða sf. Í kring- um 1970 gerðist hann bæjarverk- stjóri á Akureyri og starfaði sem slíkur til þar til hann lét af störf- um sökum aldurs. Hilmar var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir. Hann var í seinni tíð forfallinn golfari en hóf ungur að leika knatt- spyrnu fyrir Þór og síðar Íþrótta- bandalag Akureyrar. Hann spil- aði einnig lengi vel með hinu víðfræga knattspyrnuliði Early Sunrise. Hilmar var heið- ursfélagi í Íþróttafélaginu Þór. Athöfnin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 16. apríl 2021, klukkan 13.00. valdsdóttur, f. 22.12. 1938, d. 18.2. 2021. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur Kristinn, f. 2.4. 1965, í sambúð með Öldu Ómarsdóttur. Börn: Ingibjörg Íris, í sambúð með Sig- þóri Jens Jónssyni, Sara og Rannveig Tinna. 2) Ólafur Gísli, f. 12.2. 1967, giftur Evu Sif Heimisdóttur. Börn: Eva Kristín og Emma Guð- rún. Eva Sif á einnig Ölmu Karen og Daníel Þór. 3) Kristín, f. 10.7. 1969, gift Jóhannesi Gunnari Bjarnasyni. Börn: Arndís og Bjarney Hilma. Áður átti Hilmar Guðveigu Jónu, f. 19.6. 1962. Eig- Pabbi var harðduglegur, já- kvæður og skemmtilegur karakt- er. Í kringum hann var oftast mik- ið líf og fjör og að sjálfsögðu skellihlátur. Hann var mikill áhugamaður um hvers konar íþróttir. Ungur lék hann knatt- spyrnu með Þór og ÍBA. Síðar æfði hann skallabolta af miklum móð og lék með hinu víðfræga liði Early Sunrise. Í seinni tíð átti golfið hug hans allan og hann naut sín best á golfvelli í góðum fé- lagsskap. Pabbi hvatti okkur systkinin og vini ákaft til íþrótta- iðkunar en hann og mamma voru óþreytandi að koma okkur á íþróttaæfingar. Við fylgdum pabba töluvert, bæði í leik og starfi. Við fórum með honum í vinnuna, morgun- sundið, skallabolta í Laugargötu og fótbolta í Skemmunni auk þess sem synirnir spiluðu oft með hon- um golf. Pabbi var mikill keppn- ismaður og okkur er til efs að margir eldri kylfingar hafi lagt jafn hart að sér við æfingar. Um tíma var pabbi samtímis skráður í a.m.k. þrjá golfklúbba, GA, GR og Hamar á Dalvík. Æfingarnar skil- uðu sínu og okkar maður var stoltur þegar hann komst í lands- lið eldri kylfinga og spilaði með því í Slóveníu. Pabbi var maður augnabliksins og það hefur sjálfsagt oft reynt á þolinmæðina hjá mömmu þegar skyndihugmyndum var hrint í framkvæmd. Pabbi kom kannski heim á miðjum vinnudegi og til- kynnti að hann ætlaði skreppa til útlanda í golf. Þeir félagarnir höfðu þá hist yfir kaffibolla og ákveðið að drífa sig út. Hann var bara kominn til að sækja græj- urnar. Frægt var líka þegar pabbi ákvað að vera huggulegur og bjóða mömmu einn sumardag í bíltúr í Mývatnssveit. Þegar þangað var komið var ekið beint að húsi í sveitinni og mömmu til- kynnt að þarna ætluðu þau inn. Hún myndi fá sér kaffi með frúnni á bænum, sem mamma þekkti ekkert, og á meðan færi pabbi í golf með húsbóndanum. Það kom sér líklega oft vel í samskiptum foreldra okkar að mamma lét fátt koma sér úr jafnvægi. Á milli þeirra var góð sátt um verka- skiptingu á heimilinu og við mun- um ekki eftir að hafa heyrt þeim verða sundurorða. Pabbi vildi öll- um vel og átti oft erfitt með að segja nei, sérstaklega við barna- börnin. Minnisstætt er þegar eitt barnabarnanna, þá fjögurra ára, lýsti því hvernig best væri að biðja afa um eitthvað. Leiðbein- ingarnar voru einfaldar: Ef hann segir nei, spurðu hann þá aftur. Pabbi var oft á undan sinni samtíð. Þegar Stína byrjaði að æfa skíði lét hann hana alltaf vera með hjálm sem var alls ekki algengt á þeim tíma. Þegar hann hætti að vinna, fyrir tuttugu ár- um, gerði hann samkomulag við þáverandi íþróttafulltrúa bæjar- ins um að gera gönguskíðaspor á Akureyrarvelli og KA-velli. Þannig vildi hann hvetja fólk til útiveru og hreyfingar, sérstak- lega eldra fólk. Mamma og pabbi áttu ein- staka vini sem þau voru dugleg að rækta vinskap við og njóta samvista með, þrátt fyrir ann- ríki. Það reyndi svo sannarlega á þegar pabbi veiktist, ekki síst þegar hann missti bílprófið. Allt- af voru vinirnir klárir að aðstoða okkur til að hann gæti haldið áfram í golfinu, farið í morgun- sundið, í kaffi með félögunum og margt fleira. Það var ómetan- legt. Það var erfitt að sjá á eftir þér, elsku pabbi, en við huggum okkur við góðar minningar og að nú ertu laus undan alzheimers- sjúkdómnum. Við erum þess full- viss að mamma hefur tekið vel á móti þér með góðu bakkelsi. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þorvaldur, Ólafur, Kristín og fjölskyldur. Þá er Marri Gísla horfinn af þessu sjónarsviði til nýrra og skapandi verka, þar sem ekkert verður gefið eftir og gleðin, kapp- ið og keppnisskapið verður við völd. Marra, eða Hilmar Henry Gíslason, eins og hann hét fullu nafni, höfum við þekkt í áratugi. Hann fæddist og ólst upp í Fjólu- götunni á Eyrinni og því eðlilega Þórsari frá blautu barnsbeini. Alla tíð var hann trúr sínu félagi og lagði því lið með ýmsum hætti. Marri var í fótboltanum í Þór frá unga aldri og eitthvað kom hann við sögu í handboltanum. Hann hafði vitaskuld ánægju af því að atast í okkur KA-mönnunum en síðan eftir að félögin stilltu saman strengi sína undir merkjum ÍBA var Marri lengi þar í fylkingar- brjósti og átti ófáa leiki með ÍBA- liðinu. Einnig var hann lykilmað- ur í einu merkasta knattspyrnu- liði Akureyrar fyrr og síðar, „Early Sunrise“. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk tók skallaboltinn við. Marri var einn af okkur félögunum sem komu reglulega saman til æfinga í skallabolta í íþróttahúsinu við Laugargötu og síðar eftir að útbú- inn var skallaboltavöllur í flug- skýli Hölds á Akureyrarflugvelli var Marri mættur þar og lét held- ur betur til sín taka, því keppn- ismaður var hann af betri gerð- inni. Árið 1983 birtist gagnmerk grein í Íþróttablaðinu eftir Hörð Hilmarsson um skallablak á Akureyri. Þar er þessi lýsing á skallablakmanninum Marra: „Marri hefur frábæra skallatækni og notar höfuðið það mikið í leik sínum að ennið er oftast rauðgló- andi að æfingum loknum. Annars má segja að „Marri“ noti innri hlið höfuðsins meira en flestir, því hann sendir gjarnan með „eitruð- um“ kollspyrnum þangað sem andstæðingarnir eru veikastir fyrir.“ Já, Marri var sannarlega mikill keppnismaður og hörkuduglegur var hann. Í starfi sínu sem bæj- arverkstjóri á Akureyri til fjölda ára kom berlega í ljós alúð hans og elja. Það var honum kappsmál að standa vel að málum til þess að þjóna bæjarbúum sem best. Þegar Marri varð fimmtugur tókum við félagar hans okkur til og gáfum honum golfsett í afmæl- isgjöf. Þetta fannst Marra nokkuð undarleg gjöf, enda þótti honum golfið vart verðugt þess að um það væri talað sem sport. Marri lét þó til leiðast og lærði undirstöðuat- riðin í golfinu. Þar með var ten- ingnum kastað svo um munaði. Á mettíma varð Marri heltekinn af golfinu og stundaði það á meðan kraftar entust. Golfiðkun Marra varð eins og í fótboltanum forð- um, keppnismaðurinn stóð keikur og kláraði verkið! Svo miklum metum náði Marri í golfinu að hann var valinn í landslið öldunga með forgjöf. Það er einkenni góðra húmor- ista að kunna að gera grín að sjálf- um sér ekki síður en að öðrum. Þá list kunni Marri Gísla. Hann var gleðiríkur félagi og ómissandi í hópnum, hans verður sárt saknað. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eig- inkona Marra til áratuga, lést 18. febrúar sl. Blessuð sé minning þeirra hjóna beggja. Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum þeirra og öðrum ástvin- um. Fyrir hönd gömlu skallabolta- og golffélaganna, Vilhelm, Birgir, Skúli og Eyjólfur Ágústssynir. Hilmar Henry Gíslason er genginn. Strákurinn úr Fjólugöt- unni, sem sjaldan var kallaður annað en „Marri“. Hann var bæj- arverkstjóri á Akureyri í áratugi, og var iðulega kominn til verka um miðjar nætur þegar ýrði úr lofti. „Gísli minn, það var nú ekki mikið mál að fylgjast með veður- farinu og snjókomunni, ég svaf bara með annan fótinn út um gluggann yfir veturinn. Ég vakn- aði við fyrsta snjókorn og þá ræsti ég snjóruðningsliðið út,“ svaraði Marri þegar ég spurði hann út í hvernig hann hefði farið að því að hafa allar aðalgötur færar þegar við bæjarbúar vöknuðum á stór- hríðarmorgnum. Síðan hló hann dátt, sínum einstaka háa og glað- væra hlátri. Það þurfti ekki að ræða þetta meir. Áður en Marri tók að sér verk- stjórnina hjá bænum kom hann víða við. Hann stjórnaði jarðýtu, veghefli, vöruflutningabíl og rútu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var á kafi í fótboltanum og öðrum íþróttum strákurinn í Fjólugöt- unni um leið og hann gat sparkað bolta. Og hann hélt því áfram á meðan skrokkurinn leyfði. Það var ekkert gefið eftir, því sigur- viljinn var sterkur. Stundum kostaði það pústra og kárínur, en alltaf stóð Marri upp. Nema einu sinni, þá var hann borinn rotaður af fótboltavelli á Siglufirði. Þegar Marri varð fimmtugur fékk hann golfsett í afmælisgjöf. Hann tók það föstum tökum og náði undraverðum árangri. Hann var valinn í landslið öldunga og keppti fyrir Íslands hönd á er- lendri grundu. Við hittumst oft í morgunsundi. Það fylgdi Marra ferskleiki, þótt stundum væri karlinn dálítið skakkur þegar hann mætti. „Gísli, ég hef senni- lega spilað of margar holur í gær, öxlin er alveg að drepa mig, ég held ég spili ekkert í dag.“ Ég spurði hvort hann væri ekki búinn að láta lækni líta á meinið? „Jú, jú, ég var hjá einum í vikunni. Hann skoðaði mig og sagði síðan að það sem ekki væri lélegt í skrokknum, það væri ónýtt,“ svaraði Marri og hló síðan svo dátt að sundlaugar- vatnið gáraðist. Ég spurði hvort hann hefði staðið við að hvíla sig á golfinu þegar við hittumst í sund- inu næsta morgun? „Nei Gísli minn, það klikkaði. Ég skrapp rúnt upp á Jaðar til að hitta strák- ana. Áður en ég vissi af var ég far- inn að spila og hætti ekki fyrr en eftir 27 holur. Þess vegna er ég skakkur núna. En það lagast þeg- ar ég er búinn að synda,“ sagði kappinn, hló við og stakk sér í laugina. Í fyrravetur fórum við Marri oft saman á göngu í Boganum, tókum einn rúnt á eftir og end- uðum oftast í kaffi hjá „Kennedy- bræðrum“ í Fjölnisgötunni. Þá var margt spjallað, en ég fann að degi var tekið að halla. „Ég ætla að þiggja pláss í Hlíð, ég finn að það er eitthvað að gefa sig í höfð- inu, ætli það séu ekki afleiðingar af rothögginu á Siglufirði forð- um,“ sagði kappinn brosmildur þegar við kvöddumst síðast. Stuttu eftir það skall Covid yfir og öllu var lokað. Gamli góði Marri hvarf smátt og smátt. Eftir að Ingibjörg Þorvaldsdóttir kona hans lést 18. febrúar hvarf lífsvilj- inn. Þá var gott að fá að sofna og hverfa í sumarlandið til Ingi- bjargar. Góða ferð, gamli vinur. Gísli Sigurgeirsson. Hilmar Henry Gíslason ✝ Hans Georg Bæringsson fæddist 7. júlí 1946 á Ísafirði. Hann lést á Landspítala í Fossvogi þann 8. apríl 2021. For- eldrar hans voru Guðrún Anna Häs- ler, ættuð frá Dres- den í Þýskalandi, húsmóðir, f. 1927, d. 2008, og Bæring Gunnar Jónsson frá Aðalvík, bakarameistari á Ísafirði, f. 1924, d. 2015. Hans Georg var elstur í röð systkina sinna en þau eru: Geir Elvar, f. 1948, Gunnar Reynir, f. 1949, d. 2008, Gertrud Hildur, f. 1950, Jón Sigfús, f. 1952, og Henry Júlíus Häsler, f. 1961. Eftirlifandi eiginkona Hans Georgs er Hildigunnur Lóa Högnadóttir, f. 17. nóvember 1949, fv. skrifstofustjóri. Þau göngu. Fjölskyldan átti sum- arbústað á Dagverðardal í Skut- ulsfirði. Þangað fluttu þau á hverju vori og dvöldu yfir sum- arið, þar kviknaði hinn mikli veiðiáhugi Georgs við ána neðan við bústaðinn. Systkinin hjálp- uðu einnig til í bakaríinu hjá pabba sínum. Georg var sendur í sveit eins og títt var um börn á þessum tíma og naut sín vel á Auðkúlu í Arnarfirði. Einnig dvaldi hann sumarlangt hjá afa sínum og nafna, Hans Georg Häsler, bakarameistara á Hólmavík. Hann byrjaði snemma til sjós, stundaði hand- færaveiðar, síldveiðar, rækju- veiðar og síðar á togurum. Þeg- ar hann hætti til sjós fór hann í Iðnskóla Ísafjarðar og lauk það- an sveinsprófi sem málari og hlaut meistararéttindi í grein- inni 1981. Hann skorti ekki áhugamálin en veiðin stóð ávallt upp úr hjá Georg sem byrjaði ungur að veiða á stöng og var af- kastamikill veiðimaður alla tíð við lax- og silungsveiðar. Á yngri árum spilaði hann fótbolta með Vestra og þjálfaði líka marga Vestrapúka. Árið 1975 stofnaði hann ásamt Davíð Höskuldssyni Pens- ilinn, verslun og verktaka- starfsemi á Ísafirði. Samstarfi þeirra lauk nokkru síðar og ráku þau hjón fyrirtækið fram á tíunda áratuginn. Starfsemin var umfangsmikil og unnið um alla norðanverða Vestfirði með fjölda starfsmanna sem unnu margir hverjir í mörg ár hjá fyrirtækinu. Hans Georg tók virkan þátt í stjórnmálum á Ísa- firði og lét að sér kveða á þeim vettvangi með velferð bæjarins að leiðarljósi. Hann var bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar í allmörg ár en lét af þeim störfum ásamt öðrum þegar hann veiktist árið 1995 og fluttust þau hjón í Kópa- vog um ári síðar. Hann náði heilsu aftur og hóf málarastörfin að nýju á höfuðborgarsvæðinu og starfaði við það allt þar til hann veiktist árið 2013. Útför hans fer fram frá Linda- kirkju í dag, föstudaginn 16. apríl, kl. 13. Streymt verður frá athöfn- inni: https://www.lindakirkja.is/ utfarir/ Virkan hlekk á streymi má finna á www.mbl.is/andlat giftust 18. júlí 1970. Börn þeirra eru: 1) Hilmar Þór, f. 1971, sambýliskona var Anna G. Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö börn, Arnar Gunnar, f. 1999, og Tinnu Marín, f. 2001. 2) Íris, f. 1974, sambýlismaður Júl- íus Geir Gunn- laugsson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Hans Georg, f. 1996, sonur hans Leó, f. 2018, Söru, f. 2002, og Ell- en, f. 2009. Fyrir á Júlíus soninn Gunnlaug, f. 1991. 3) Halldór Högni, f. 1976. Foreldrar Hildigunnar Lóu voru Högni Torfason fréttamað- ur, f. 1924 á Ísafirði, d. 1990, og Guðbjörg H. Guðbjartsdóttir, f. 1925 á Patreksfirði, d. 1992. Hans Georg ólst upp á Ísafirði og gekk hefðbundna skóla- Elsku afi, mikið er erfitt sætta sig við að komið sé að kveðju- stund. Þú varst svo elskaður af fólkinu þínu og við systkinin engin undantekning þar á. Þú vildir allt fyrir okkur gera og varst okkar helsti aðdáandi. Allt sem þú gerðir með okkur, allar veiðiferðirnar, ferðalögin til Aðalvíkur og til út- landa eru allt svo góðar minningar sem við eigum með ykkur ömmu og þær ylja á þessum erfiðu tím- um. Að fara í gegnum myndirnar og sjá gleðina, allt sem okkur tókst að gera í gegnum árin fær mann til að brosa í gegnum tárin. Þú fylgdist svo vel með öllu hjá okkur, mættir á íþróttaviðburði, varst fyrstur að hringja eftir fót- boltaleiki til að spyrja hvernig gekk, fylgdist með skólanum og hringdir oft í okkur til að láta vita ef eitthvað skemmtilegt var í sjón- varpinu. Þú varst svo duglegur í garðinum og að viðhalda húsinu ykkar og það var svo gaman að græja og gera með þér, þú fannst alltaf upp á einhverju skemmti- legu að gera og þolinmæðin var endalaus. Það var mjög vinsælt að fá að gista hjá ykkur ömmu því það var ekkert betra en dekur- helgar með ykkur. Þú last alltaf bók fyrir mig fyrir háttinn og vaknaðir snemma með mér og við sátum og borðuðum morgunmat, þú drakkst te og við spiluðum ósjaldan ólsen-ólsen. Allar þessar litlu stundir eru orðnar svo ótrú- lega dýrmætar. Það var erfitt að horfa upp á veikindin þín en þú vildir aldrei gera mikið úr þeim og það kom ekki til greina að gefast upp og oft á tíðum gleymdum við hvað þú varst veikur. Að hafa komist til Berlínar með ykkur ömmu í fermingarferðina mína er svo hlý minning, við áttum svo góða tíma þrjú saman. Þú kenndir okkur svo margt og er ég þér æv- inlega þakklát. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Þú varst og ert alltaf minn besti vinur. Minning þín mun ávallt lifa og ég hugsa til þín með þakklæti og hlýju. Megi friður vera með þér, elsku afi. Sara. Í dag kveð ég tengdaföður minn Hans Georg. Ég kynnstist Georg fyrst 1994 þegar ég fór vestur á Ísafjörð og vann þar við að leggja þak á nýju kirkjuna. Ég og Íris dóttir Georgs fórum að rugla saman reytum okkar og ég kynntist þá fólkinu hennar fyrir vestan. Georg var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var einstaklega vandvirkur og frábær fagmaður en hann var húsamálari að mennt. Georg tengdapabbi minn var ástríðustangveiðimaður og hann kynnti mér þær frábæru veiðiár sem eru í Djúpinu; Laugardalsá, Langadalsá og Hvanndalsá voru ár sem við renndum oftar en einu sinni fyrir fisk í. Þarna naut Georg sín til fulls og það var magnað að fá að læra af þessum einstaka og lunkna veiðimanni og þessar ferð- ir standa mér ofarlega í huga. Eins voru ferðirnar sem við fjöl- skyldan fórum í Aðalvíkina alveg einstakar. Georg átti rætur að rekja í Aðalvík og þar átti fjölskyldan hús, tvö reyndar, Jónshús og El- lubæ. Þarna leið Georg best í nátt- úrunni þar sem hann þekkti hvern stein og hvert strá. Þessar stundir sem ég var samvistum við Georg og Lóu tengdamömmu í þessu magnaða umhverfi eru ógleyman- legar. Náttúrubarnið fékk þarna útrás og við veiddum í vatninu og læknum og lögðum net. Georg var hafsjór af fróðleik um allt í nátt- úrunni sem var allt í kringum okk- ur. Börnin okkar nutu þess að vera í Aðalvíkinni og þessar ferðir hafa mótað þau sem og sú ein- staka umhyggja sem Georg sýndi börnunum okkar, en Georg var Afi með stórum staf. Hann átti hvert bein í barnabörnunum sín- um og var þeim einstaklega ljúfur og hlýr. Georg fékk sinn skerf af mót- læti og sigraðist tvisvar á krabba- meini enda hörkunagli. Hann fékk líka blóðtappa í tvígang og einu sinni heilablóðfall. Georg lenti svo í slysi þegar landgangur féll á hann og hann slasaðist mikið og náði aldrei almennilega heilsu eft- ir það. Í þeim erfiðu veikindum sem Georg átti í síðastliðin ár eignaðist Georg, barnabarnið og nafni hans, sitt fyrsta barn, hann Leó, og það má segja að Leó litli hafi verið langafa sínum bjart lífs- ljós í þeim veikindum. Ég þakka tengdapabba mínum fyrir þær góðu samverustundir sem við áttum og þá umhyggju sem hann sýndi afkomendum sín- um. Hann fór alltof snemma og hefði orðið 75 ára nú í sumar. Júlíus. Hans Georg Bæringsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.