Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Skeiðarás 10, Garðabær, fnr. 207-2130, þingl. eig. Álverið ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudag- inn 20. apríl nk. kl. 10:00. Smiðsbúð 12, Garðabær, fnr. 232-4033, þingl. eig. Sigurður Gísli Björnsson, gerðarbeiðandi Garðabær, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 10:30. Lyngmóar 2, Garðabær, fnr. 207-1492, þingl. eig. Geir Bjarnason, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 15. apríl 2021 Tilkynningar Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Fjallabyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. maí 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal skv. 1. mgr. 43. gr skipu- lagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingarsvæðið afmarkast af námu við enda bílastæðis sem áætlað er á skíða- svæðinu í Skarðsdal. Breytingin felur í sér að staðsett er ný náma á framkvæmdasvæði þar sem verið er að koma fyrir nýrri aðkomu á skíðasvæðið í Skarðsdal. Náma þessi mun uppfylla efnisþörf við framkvæmdir á svæðinu. Tillagan ásamt breytingu á umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Fjallabyggðar við Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021 og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi 28. maí 2021 á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is. Skipulags- og tæknifulltrúi. Auglýsingar um skipulag í Fjallabyggð Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17:15. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600. Boðinn Línudans kl. 15, munið sóttvarnir. Heitt á könnunni alla daga í Boðanum. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-15:40. Thai Chi kl. 9-10. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:10-10:40. Postulínsmálun kl. 12:30-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær Jónshús opið, heitt á könnunni, skráning í Jónshúsi. Hóp- starf og viðburðir falla niður. Munið sóttvarnir, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Handa- vinna, opin vinnustofa frá kl. 10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Bíósýning ,,Diary of a Mad Black Woman" kl. 13:15. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 8:30 í Borgum. Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Kaffi á könnunni í Borgum og grímuskylda. Sóttvarnir í hávegum hafðar. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Söngstund í salnum á Skólabraut kl. 13, kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Virðum almennar sóttvarnir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13, munið sóttvarnir. Skrá þarf nafn og kennitölu við komu. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Sundbolir st. 10-24 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar Nýr Nissan Leaf e+ 62 kWh Tekna 3ja ára evrópsk verksmiðju- ábyrgð. Með öllu sem hægt er að fá í þessa bíla. 1.484.000 undir listaverði á aðeins 4.790.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Ford Fiesta árg. 2012 til sölu Ekinn 102 þús. km. Beinskiptur. Ný tímareim. Skoðaður ´22. Verð kr. 520.000. Upplýsingar í síma 822 6554. Húsviðhald Smá- og raðauglýsingar með morgun- !$#"nu Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Jóhann Friðjón Friðriksson fæddist á Skálum á Langanesi 29. september 1939. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi þann 3. apríl 2021. Foreldrar Jó- hanns voru Friðrik Jóhannsson, f. 1917, d. 1948, og Jóhanna Soffía Hansen, f. 1921, d. 1992. Stjúpfaðir Jóhanns var Lúðvík Jóhannsson, f. 1913, d. 1979. Systkini Jóhanns eru; Sam- úel Maríus Friðriksson, f. 1942, d. 1995, María Friðriksdóttir, f. 1943, og Ásdís Lúðvíksdóttir, f. 1944, d. 2019. Jóhann kvæntist Rannveigu Erlu Guðmundsdóttur, f. 1946, d. 1974. Þau slitu samvistir. Börn Jóhanns og Erlu eru: 1) Björn Geir, f. 1964, d. 2019. Eftirlifandi eiginkona Björns er Anna Antonsdóttir. Börn kvæntur Bryndísi Hrönn Gunn- arsdóttur, f. 1978. Börn þeirra eru fjögur. Jóhann var elstur fjögurra systkina. Hann ólst upp á Skál- um á Langanesi ásamt fjöl- skyldu sinni fram til 15 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Vestmannaeyja en þar bjó Jóhann stærstan hluta ævinnar. Sjómennska var þar hans meg- instarf en hann fékkst líka við netagerð og á yngri árum starfaði hann á þungavinnu- vélum í vegagerð víða um land- ið. Hann var náttúrubarn eftir uppvöxtinn að Skálum, laginn við hesta og náttúrunytjar, eggjatínslu og veiðar á fugli og fiski. Hann var ferðamaður mikill jafnt innanlands sem er- lendis en hann og Fríða stund- uðu húsbílaferðalög af miklu kappi öll sín 43 ár saman en síðustu árin hafa þau dvalið langdvölum í sólinni á Kanarí yfir hörðustu vetrarmánuðina. Útför hans fer fram frá Seljakirkju í dag, 16. apríl 2021, klukkan 11. Streymt verður frá athöfn- inni: https://www.seljakirkja.is Hlekk á streymi má líka finna á: https://www.mbl.is/andlat þeirra eru tvö og barnabörn tvö. 2) Kristín Jó- hannsdóttir Clem, f. 1967, gift Char- les Clem. Börn hennar eru þrjú og barnabörn fjögur. Jóhann kvæntist Sigríði Finnboga- dóttur, f. 1945. Þau skildu. Börn Jóhanns og Sigríð- ar eru 3) Finnbogi Jóhannsson, f. 1969, kvæntur Hrönn Birg- isdóttur, f. 1971. Börn þeirra eru þrjú. 4) Berglind Jóhanns- dóttir, f. 1972, börn hennar eru þrjú og barnabörnin þrjú. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Fríða Eiríksdóttir, f. 1947. Börn Fríðu af fyrra hjónabandi sem hann gekk í föðurstað eru: Anna Lilja Mars- hall, f. 1968. Börn hennar eru tvö, Róbert Marshall, f. 1971, kvæntur Brynhildi Ólafsdóttur. Börn þeirra eru fimm. Eiríkur Tómas Marshall, f. 1974, Jói tengdapabbi lá svo tanaður og flottur í sjúkrarúminu á LSH. Við áttum svo gott og mikilvægt spjall. Ég var ekki viss um hvern- ig ég átti að hefja samtalið um það sem fram undan var. Það sem var búið að fara yfir með okkur öllum. Skildi hann það, vissi hann það? Hvernig á að byrja að tala um dauðann? „Elskurnar mínar, ég er búinn að hafa það svo gott. Ég fékk svo góð ár og gerði margt. Þetta er bara svona, minn tími er búinn. Þið þurfið ekkert að syrgja gamlan karl, þið eigið bara að njóta lífsins og hafa gam- an.“ Finnbogi, Róbert og Tommi voru þarna líka. Þeir feðgar rifj- uðu upp skemmtilega tíma. Ferðalög um landið og hversu þakklátir þeir voru fyrir hvað þau Fríða nenntu að pakka öllum krakkaskaranum sínum í bílinn og þeysast um landið. Það voru greinilega ýmsar uppákomur frá því að þeir voru peyjar. Jói glotti yfir þessum sögum með blik í augum. Þessi hjartahlýja og kær- leikur sem Jói bar til fólksins síns. Ég kom inn í fjölskylduna tæp- lega 16 ára þegar við Finnbogi byrjuðum saman. Ég verð að við- urkenna að ég náði engan veginn að átta mig á hver var hvað í fjöl- skyldu Finnboga. Heil og hálf og uppeldissystkin. Vil hlógum að því um daginn að þetta væri eig- inlega ekki ættartré, meira eins og runni. Á heimili Jóa og Fríðu skipti þetta bara alls engu máli. Þetta var bara hópurinn þeirra og maður var fljótt velkominn í þann hóp. Þau hafa verið ófá sím- tölin frá Jóa í gegnum árin að fá fréttir af okkur og börnunum. Hann vildi fylgjast vel með. Hvernig þeim gekk í skólanum og íþróttunum. Ef Finnbogi var á sjó vildi hann fá aflafréttir. Ef illa gekk svaraði hann því til að það væru nú ekki alltaf jólin í þessu. Þeir Finnbogi voru lengi saman til sjós og voru svo líkir um margt; bæði í hegðun og svo slá- andi líkir í útliti líka. Missir Finn- boga er svo sár. Hann var hjá pabba sínum þegar hann kvaddi og það skipti hann svo miklu máli. Við fjölskyldan kveðjum afa Jóa og minnumst allra góðu stundanna. Hrönn, Finnbogi, Bjarki, Hrafnhildur og Hulda. Stundum, þegar ég var að komast á fullorðinsár og byrjaði að ferðast um landið, vissi ég hvað hraun, dalir og fjöll hétu þegar ég kom þangað. Það var út af Jóa. Það þarf ekki að segja það hvað það skipti miklu máli fyrir 7 ára dreng að fá föðurímynd eins og hann Jóhann stjúpföður minn sem nú er fallinn frá. Hugurinn leitar til baka og ég átta mig á þolinmæðinni, óeigingjörnum tímaútlátunum, athygli og áhuga. Hvatningunni sem hann sýndi mér alla tíð. Ástinni. Ég hafði ekki miklar vænting- ar til feðra þegar Jói kom inn í líf mitt. 6 ára gamall óskaði ég þess eins að pabbi yrði ekki fullur á jólunum og varð ekki að ósk minni. Svo að eftir skilnað mömmu og pabba þá bjóst ég svo sem ekki við neinu. En Jói kom með stöð- ugleika, öryggi, umhyggju, áhuga og gleði. Það var auðvelt að þykja vænt um hann og auð- velt að vera í kringum hann og líf- ið varð gott. Maður gat einbeitt sér að því að vera krakki. Ég á honum svo margt að þakka. Ég mun aldrei gleyma þegar ég og Finnbogi bróðir fór- um með honum á Glófaxa austur að Langanesi til að sækja reka- við. Þá var legið við akkeri utan við Skálar í mesta blíðuveðri æsku minnar. Farið var á tuðr- unni í land að morgni og risa- vaxnir rekaviðardrumbar dregn- ir út á haf og báturinn fylltur af timbri sem siglt var með til Reykjavíkur. Við Finnbogi lékum þar lausum hala og fundum m.a. sjórekna gúmmítuðru sem seinna varð að ferðabát fjölskyldunnar. Notuð til allskyns ævintýra víða um landið. Mamma og Jói pökkuðu hvert sumar farangri og börnum í bíl og lögðu land undir fót. Við sváf- um í tjöldum og elduðum á prím- us. Skoðuðum landið í bak og fyr- ir. Mamma vann í fiski og síðar við systkinin líka og þegar við bræðurnir urðum eldri fórum við á sjóinn eins og Jói. Við vorum samskipa nokkrum sinnum á Breka. Hann var forkur til vinnu og frábær og þolinmóður kenn- ari. Það fór ekki á milli mála að hann elskaði sjómannslífið. Hann fór glaður til sjós en var líka ákaf- lega ánægður að vera kominn í land. Hann var á sjónum til sjötíu og tveggja ára aldurs. Hann var einn af þessum mönnum sem vöknuðu í góðu skapi. Hann var nægjusamur og hugsaði vel um sitt. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á því sem við fengumst við og var óþreyt- andi við það að hafa samband, afla frétta og segja fréttir. Oft af fólki sem maður þekkti ekki. Spjallari mikill. Jákvæð fyrir- mynd á svo margan hátt. Það er hrikalegt að missa hann. En dýrmætt að það skyldi ger- ast þannig að við vissum að hann væri að fara. Við gátum sagt allt það sem segja þurfti. Hann kvaddi sáttur en alls ekki saddur lífdaga. Sagði sig hafa átt góða ævi og bað fyrir kveðju til allra sem þekktu hann. Hann auðgaði líf mitt og systk- ina minna og barna okkar. Ég elskaði hann og kveð í djúpu þakklæti. Róbert Marshall. Elsku Jói fósturpabbi er lát- inn. Ég átti ekki von á því að við fjölskyldan værum að fara að missa hann og var því áfallið mik- ið. Elsku Jói kom inn í líf mitt þegar ég var tíu ára og flutti hann með tvö börn með sér inn á heim- ilið okkar á Brekastíg 6 í Eyjum. Ég man að það var mikið lán að fá hann sem fósturpabba og tók heimilislífið fljótlega að breytast. Ég man að ég var mjög stolt af því að bjóða vinum heim og geta sagt að Jói á Breka væri fóstur- pabbi minn. Hann veitti mér ætíð mikla ástúð og tók mig í fangið eins og eitt af hans börnum. Það var góð tilfinning þegar hann kom heim af sjónum snemma á morgnana, að þá kyssti hann mig og sagðist vera kominn heim. Hann var harðduglegur til verka, bæði á heimilinu og á sjó, og hvatti okkur systkinin til þess að vera ætíð dugleg. „Það þarf að vinna,“ sagði hann ætíð og oft þegar ég spurði hann ráða þá sagði hann: „Þú ræður þessu, þú ert fullorðin.“ Hann var í senn kletturinn minn og vinur. Mikið er ég þakklát í dag fyrir að hafa skroppið til Kanaríaeyja að heimsækja þau um þarsíðustu jól og sjá hversu vel þau mamma nutu sín. Þar voru þau vinmörg og alltaf átti Jói koníaksstaup til þess að bjóða vinum sínum. Ég hef alltaf sótt mikið í það að vera í návist foreldra minna og er ég mjög þakklát fyrir að hafa flutt til Eyja fyrir tíu árum og hafa getað eytt síðustu árum með þeim. Með þökk fyrir allt elsku Jói og megi góður Guð umvefja þig kærleik og ljósi. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kær kveðja frá fósturdóttur, Anna Lilja Marshall. Jóhann Friðjón Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.