Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN ER LÍKLEGA AÐ HVÍLA SIG Á
LEIÐINNI NORÐUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ná aftur heilsu.
ÉG HEF BARA EITT VIÐ
YKKUR SEM FÓRUÐ ELD-
SNEMMA Á FÆTUR Í DAG …
AÐ SEGJA … HVAÐ ER Í
MORGUNMAT?
HJÁLPUM
DÝRAGARÐSDÝRUNUM
AÐ SLEPPA!
FRÁBÆR HUGMYND! ÞAU
ÆTTU AÐ VERA FRJÁLS!
BÍDDU, GLEYMDU ÞESSU! ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA
ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT VEIÐIMAÐUR!
„ÞETTA ÚTSKÝRIR HVERS VEGNA ÉG
FÉKK EKKI AFMÆLISKORT.“
í bransanum að ég ætti eftir að halda
afmælistónleika sjötugur að aldri,
maður var ekkert að spá í þetta. En ég
hef alltaf sett markið hátt og verið
kröfuharður við mig og mína sam-
starfsmenn. Og ég er ekki hættur. Það
er að koma út á næstu vikum þreföld
safnplata, bara á vínil. Svo kemur ný
sólóplata á þessu ári. Á henni verða allt
lög eftir innlenda höfunda, eftir mig,
Krumma og Svölu, Bjartmar Guð-
laugsson og fleiri góða menn. Ég
hlakka mikið til að byrja að vinna
þessa plötu.“
Fjölskylda
Eiginkona Björgvins er Ragnheiður
Björk Reynisdóttir, f. 8.6. 1954, hús-
móðir, en þau gengu í hjónaband 9.12.
1978. Þau búa í Hafnarfirði. Foreldrar
Ragnheiðar: Hjónin Reynir Karlsson, f.
8.3. 1929, d. 15.1. 2020, slökkviliðsmaður
og starfsmaður á Borgarspítalanum, og
Svala Kristinsdóttir, f. 28.12. 1934, fyrr-
verandi forstöðumaður.
Sonur Björgvins frá því fyrir
hjónaband er 1) Sigurður Þór, f. 21.7.
1971, framkvæmdastjóri, en móðir
hans er Þórunn Ólafsdóttir. Eig-
inkona Sigurðar er Rakel H. Mattías-
dóttir og börn þeirra eru Salvar Logi,
Þórunn Lea og Védís Salvör. Börn
Björgvins og Ragnheiðar Bjarkar eru
2) Svala Karitas, f. 8.2. 1977, tónlist-
armaður, og 3) Oddur Hrafn
(Krummi), f. 29.8. 1979, tónlistar-
maður.
Systkini Björgvins eru Baldvin, f.
3.1. 1944, prentari, býr í Hafnarfirði,
Margrét, f. 25.7. 1945, húsmóðir í
Hafnarfirði, Helga, f. 19.5. 1952, vinn-
ur á Hrafnistu, býr í Hafnarfirði, og
Oddur, f. 5.1. 1959, prentari, býr í
Hafnarfirði.
Foreldrar Björgvins voru hjónin
Halldór Baldvinsson, f. 10.6. 1921, d.
17.4. 1999, skipstjóri og stýrimaður í
Hafnarfirði, og Ásta Sigríður Þor-
leifsdóttir, f. 25.7. 1921, d. 17.12. 2019,
húsmóðir. Þau bjuggu í Hafnarfirði.
Björgvin Halldórsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Oddur Pétursson
sjómaður og verkamaður
í Hafnarfirði
Margrét Oddsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Þorleifur Jónsson
ritstjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
og sveitarstjóri á Eskifirði
Ásta Sigríður Þorleifsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Guðríður Pálsdóttir
húsfreyja og bóndi í
Efri-Skálateigi
Jón Þorleifsson
bóndi í Efri-Skálateigi í Norðfirði
Jóhanna Arnbjarnardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Jónsson
skósmiður í Reykjavík
Helga Jónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Baldvin Halldórsson
skipstjóri í Hafnarfirði
Guðrún Baldvinsdóttir
húsfreyja í Klöpp
Halldór Magnússon
bóndi og sjómaður í Klöpp í Selvogi
Úr frændgarði Björgvins Halldórssonar
Halldór Baldvinsson
skipstjóri í Hafnarfirði
Helgi R. Einarsson yrkir um„háttvísa refinn“:
„M. a. o.
nú ættirðu þér að forða
því refur ég er
með ágirnd á þér,
sem óttast að þig muni borða.“
Og Jón Atli Játvarðsson á Reyk-
hólum skrifaði:
Skúfurinn harði grjótin við grá
glápir á farsæl met.
Í logni við hann er lúpínan blá
að leggja sín fisknu net.
Það rifjast upp fyrir mér vísa,
sem ég orti meðan ég var landbún-
aðarráðherra og sendi Sveinbirni
Dagfinnssyni ráðuneytisstjóra sem
var mikill áhugamaður um lúpínu:
Lúpínan á fótum frá
fer á milli landanna.
Gul og rauð og græn og blá
hún gengur yfir sandana.
Hjá gráum steini gægist strá
og gróður allrahandana.
Indriði í Skjaldfönn yrkir á
Boðnarmiði um „kvennaríki hjá
VG í Suðurkjördæmi“:
Kolbeinn Óttar flatur féll,
fór það mjög að vonum.
Marshalinn fékk mikinn skell.
Það marðist undan honum.
Þorgeir Magnússon rifjar upp
stöku eftir Gunnlaug Gíslason
(1898-1992), Sökku í Svarfaðardal:
Mín hefir löngum læknast sút,
er leysir af jörðu krapa.
Í hendingskasti hleyp ég út
að hjálpa Guði að skapa.
„Vor 2021“. Hreinn Guðvarð-
arson yrkir:
Allra bíður betri tíð
brosir landsins vættur
Lóan komin, ljúf og fríð
og lundinn sjálfur mættur.
„Góðviðri“. Guðmundur Arn-
finnsson segir að nú séu merki
vorsins farin að sjást í náttúrunni:
Veðurblíða var í dag,
vellir skrýðast blómi,
fuglar víða fagurt lag
fluttu þýðum rómi.
Hér birtist Guðmundur úr ann-
arri átt: „Eins dauði annars
brauð“:
Símon á Siglufirði
var sínum grönnum til byrði,
en mest létti þó,
þegar hann dó,
Þangbrandi sálnahirði.
Gunnar J. Straumland yrkir:
Í djöfulsins kokinu er kökkur
því kæfandi eldgosa mökkur
gerir allt svart
en samt er hann smart
um kvöld þegar komið er rökkur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af háttvísum ref og lúpínu