Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sláttutraktorar
40 ár
á Íslandi
Allar 32 íbúðirnar í sex fjölbýlis-
húsum í Skarðshlíð í Hafnarfirði
seldust upp áður en söluvefur fór í
loftið. Um var að ræða Hraunskarð
2-8 og Hádegisskarð 4 og 6.
Aron Freyr Eiríksson, löggiltur
fasteignasali hjá Ási fasteignasölu,
segir að meðal kaupenda hafi verið
fólk sem tók hlutdeildarlán til að
kaupa sína fyrstu eign. Þá hafi fjár-
festir keypt tvö húsanna.
Komu í sölu eftir páska
Aron Freyr segir að jafnframt sé
búið að selja helming íbúðanna í Há-
degisskarði 2, eða fimm íbúðir af tíu,
síðan þær komu í sölu þriðjudaginn
eftir páska.
Á næstu vikum komi svo níu íbúð-
ir í sölu í Geislaskarði 2.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Aron Frey í nóv-
ember höfðu 22
íbúðir í Brenni-
skarði 1 selst upp
á nokkrum dög-
um. Salan í
Hraunskarði og
Hádegisskarði
bendir til að það
hafi ekki verið til-
viljun heldur að
eftirspurn sé
jafnvel umfram framboð í þessu nýja
íbúðahverfi.
Aron Freyr segir búið að selja 59
af 64 nýjum íbúðum í Skarðshlíðinni
að undanförnu. Á þessu ári muni 63
íbúðir koma í sölu til viðbótar í
hverfinu. Meðal annars muni Bygg
setja á sölu íbúðir í Stuðlaskarði í
maí eða júní. baldura@mbl.is
- Mikil eftirspurn í Skarðshlíðinni
Teikning/ONNO
Eftirsótt Húsin í Hraunskarði 2-8 og Hádegisskarði 4 og 6 seldust upp.
Aron Freyr
Eiríksson
Seldust strax upp
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félagið Rauðsvík hefur hafið sölu 24
íbúða á Hverfisgötu 92. Þær eru frá
68,6 til 146,4 fermetrar og kosta 55,9
til 165 milljónir króna. Þá er til sölu
verslunarrými á jarðhæð.
Rauðsvík hóf sölu 70 íbúða á
Hverfisgötu 85-93 sumarið 2019 og
svo í kjölfarið á samtals sex íbúðum á
Hverfisgötu 84 og 86.
Salan fór rólega af stað en fram-
boð var þá mikið á nýjum íbúðum í
miðborginni. Salan tók svo við sér í
kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans í
fyrravor, líkt og á fleiri miðborgar-
reitum.
Atli Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Rauðsvíkur, segir búið að selja
68 af 70 íbúðum á Hverfisgötu 85-93.
Hin tvö húsin séu uppseld.
Spurður um tímasetninguna á söl-
unni á Hverfisgötu 92 segir Atli
framkvæmdum að ljúka. Því sé kom-
ið að því að hefja söluna.
„Það er stefnt að því að húsin verði
tilbúin í sumar. Íbúðirnar verða af-
hentar í ágúst, eða fyrr, eftir því
hvernig verkefnið gengur.“
Gæðin yfir meðallagi
Spurður hvernig íbúðirnar verða
markaðssettar segir Atli að þær
verði vel yfir meðallagi hvað snertir
gæði, innréttingar og frágang.
Íbúðirnar séu stærri en á Hverfis-
götu 85-93 eða um 106 fermetrar að
meðaltali. Þá séu íbúðirnar fjöl-
breyttari hvað varðar stærð eða frá
68 og upp í 146 fermetra.
Um sé að ræða þrjú hús með jafn
mörgum stigagöngum og lyftum og
því séu fáar íbúðir á hverja lyftu.
„Íbúðirnar eru rúmgóðar og þeim
fylgir góður inngarður. Innkeyrsla í
bílakjallara er frá Hverfisgötu.
Húsaþyrpingin myndar heild þar
sem gamli og nýi tíminn mætast.“
Spurður um dýrustu íbúðina –
þakíbúðina í húsi B sem kostar 165
milljónir – segir Atli hana liggja
þvert yfir efstu hæðina í B-húsinu.
Hún sé eina íbúðin á hæðinni en á
hæðinni fyrir neðan séu tvær.
Spurður um verðlagninguna segir
Atli hana vera í takti við verðþró-
unina í miðborginni að undanförnu.
Til dæmis sé verðið á Hlíðarenda
orðið töluvert hátt. Þá sé eðlilegt að
verð nýbygginga í miðborginni sé
hærra en í úthverfum, samanber
mynstrið hér á landi og erlendis.
Fram kom í Morgunblaðinu 24.
mars síðastliðinn að þá var búið að
selja 569 af 621 íbúð á þéttingarreit-
um í miðborginni. Þar af voru reitir
við Hverfisgötu nær uppseldir. Síðan
hafa selst fleiri íbúðir á svæðinu.
Spurður hvort minnkandi framboð
nýrra íbúða á svæðinu hafi áhrif á
verðið segir Atli að það hljóti að ger-
ast á einhverjum tímapunkti að
framboðið hafi áhrif á markaðinn.
Dýrasta íbúðin kostar
165 milljónir króna
- Rauðsvík hefur sölu íbúða á Hverfisgötu 92 í Reykjavík
Teikningar/ONNO/Batteríið
Hverfisgata 92 Efsta íbúðin í græna húsinu – húsi B – kostar 165 milljónir.