Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 32
LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsinga- tækni, einkum um bætta þjónustu við sjóðfélaga. Þar má nefna aukna þjónustu á vefnum, en einnig aukna sjálfvirkni í innri starfsemi og í hagnýtingu gagna. Framundan eru því fjölbreytt og spennandi verkefni. LSR leitar að reyndum, skipulögðum og drífandi verkefnastjóra til að hafa umsjón með þessari veg- ferð. Viðkomandi verður einnig stjórnendum til ráð- gjafar og aðstoðar. Meðal verkefna framundan • Aukin þjónusta við sjóðfélaga á vefnum og sjálfvirknivæðing ferla. • Uppbygging á vöruhúsi gagna. • Hagnýting gagna við stjórnun, þjónustu og afstemmingu milli kerfa. • Innleiðing á skilvirkum og öruggum gagna- samskiptum við ytri aðila sjóðsins. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis tölvunarfræði eða verkfræði. • Menntun eða víðtæk reynsla af verkefnastjórnun á sviði upplýsingatækni. • Þekking á uppbyggingu tölvukerfa og samskiptum þeirra á milli. • Þekking og reynsla af samningatækni. • Lipurð í mannlegum samskiptum og drifkraftur. • Reynsla af samstarfi við ráðgjafa og sérfræðinga í upplýsingatækni. • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2021. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að stýra elsta og stærsta sjóði landsins í gegnum örar breytingar í þágu komandi kynslóða. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins REYNSLAOG METNAÐUR VERKEFNASTJÓRI STAFRÆNNAUMBREYTINGA DRIFKRAFTUR, Reginn hf. óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í fjölbreytt skrifstofustarf á fjármálasvið fyrirtækisins. Við leitum að öflugum aðila til að taka þátt í krefjandi og fjölbreyttum verkefnum. FJÁRMÁLAFULLTRÚI Starfssvið • Umsjón með innheimtu tekna og greiðslu reikninga • Samskipti við viðskiptamenn vegna útistandandi krafna • Aðkoma að ákvörðun um úrlausn vanskilamála og samskipta vegna löginnheimtu • Umsjón með greiðslu lána og skráðra verðbréfa • Aðkoma að gerð greiðsluáætlana og ávöxtun lausafjár • Umsjón með tengdri skýrslugerð og skjalavörslu • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla og þekking á innheimtu er skilyrði • Reynsla af gjaldkerastörfum æskileg • Góð samskipta- og skipulagshæfni • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Góð kunnátta í Excel og Navision fjárhagskerfi er skilyrði Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 114 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 380 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands. Félagið hefur í gildi jafnlauna- og jafnréttisstefnur ásamt jafnlaunakerfi sem fyrirbyggir beina og óbeina mismun vegna kyns. Við ráðningar er leitast við að jafna hlutföll kynjanna að uppfylltum hæfniskröfum. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Nánari upplýsingar veitir Yrsa Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.