Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
var glatt á hjalla, mikið spjallað og
sungið og Hallveig naut sín vel.
Hallveig var ekki hávaðasöm
manneskja eða mikið fyrir að
trana sér fram. Hún var hógvær í
allri framgöngu en föst fyrir ef á
reyndi. Hún var umtalsfróm, og
ég minnist þess varla að hún hall-
aði orði að nokkrum manni, nema
ef illa meðferð dýra bar á góma, þá
gat hún tekið sterkt til orða. Það
var hegðun sem hún þoldi ekki og
fór ekki leynt með. Hún var sann-
ur dýravinur.
Við hesthúsfélagar Hallveigar,
Anna Guðný og Guðmundur,
Anna Rún og Orri, Addi og Björg
og Lilja, minnumst hennar með
virðingu og þökk. Við sendum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Ég skildi að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
(Einar Benediktsson)
Samt skortir mig þetta eina orð
yfir tengsl okkar Veigu.
Hún var hvorki frænka mín né
foreldri og ekki bara vinur. Hún
var allt í senn og eftir stendur því
líklega orðið; lífsförunautur.
Veiga átti marga lífsförunauta.
Hún var ein fárra sem þurfti ekki
að stofna til hefðbundinnar
kjarnafjölskyldu til að lifa umvafin
ást og virðingu. Raunar lágu ótal
hjartaþræðir úr öllum heimshorn-
um til Veigu – sem sló mitt í þeim
vef af sinni einskæru ró, trygg-
lyndi og staðfestu.
Hæst rís þakklæti mitt fyrir
gjafmildi hennar og örlæti. Fyrir
hvernig hún deildi með mér hinum
einstaka gæðingi Pardusi, studdi
mig á keppnisvellinum og gladdist
yfir (hófstilltum) sigrum okkar.
En við glöddumst ekki síður þegar
illa gekk! Þá hlógum við saman að
því hvernig Pardus útfærði
keppnislistir sínar með því að
skammta eitt kúkasparð í einu svo
birgðirnar entust tryggilega heila
sýningu. Ætli það sé ekki skil-
greiningin á sönnum vini þegar
upp er staðið; sá sem stendur við
hlið þér í sigri jafnt sem ósigri.
Líf Veigu einkenndist af þess-
ari sönnu vináttu. Megi lífshlaup
hennar verða okkur sem eftir sitj-
um hvatning til að styrkja og
rækta vinasambönd milli landa og
heimsálfa, milli tegunda – og nú
síðast – á milli heima. Því þótt lík-
ami hennar sofi þá mun sál hennar
vaka og vera til staðar – rétt eins
og hún hefur alltaf verið.
Þannig sé ég kímni augna
hennar liðast í bylgjandi faxi.
Heyri hlátur hennar í ómandi
hófadyn. Finn hægláta nærveru
hennar – í silkimjúkum flipa.
Og þegar mín stund rennur upp
veit ég að Veiga mun bíða við
blómabrekkufót með jarpan hest
við hlið sér. En þangað til – megi
líkami hennar hvíla í friði – megi
sál hennar þeysa um í eilífu sumri.
Síðustu jól færði ég henni ljóð
um jarpa ljósið okkar Pardus –
síðustu þrjú erindin eiga jafn vel
við nú og þá:
Með umhyggju og alúð sýndir,
– öllum – þína traustu lund.
Knapa óteljandi krýndir
konunga um litla stund.
Mitt brotna hjarta brjósti stynur,
breysk er sú er lifir hálf.
Nú ætíð krefjast kæri vinur,
að kórónuna bæri sjálf.
En skörung átti konan skarpa,
skynug rétti tauminn blíð.
Og þannig lifir ljósið jarpa
í landsins hjörtum alla tíð.
Nú lifa þau ljósin – saman tvö –
í lands og heimsins hjörtum alla
tíð.
Fanney Hrund
Hilmarsdóttir.
Hallveig Fróðadóttir, aðalskrá-
setjari WF, er látin.
Okkar elskulega Hallveig lést
eftir harða baráttu við krabba-
mein. Hún skilur eftir sig stórt
skarð bæði í hópi okkar vinnu-
félaganna hjá WorldFeng & RML
og hjá hestamönnum um allan
heim. Það er erfitt að þurfa að
kveðja hana núna og viljum við
senda fjölskyldu hennar og vinum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Við minnumst Hallveigar sem
góðs félaga sem gaman var að
eyða stundum með utan vinnu-
dags. Hún var brosmild, blíð og
dugleg, vinnuforkur, samvisku-
söm, nákvæm og úrræðagóð. Það
var alltaf hægt að treysta á Hall-
veigu. Hún átti stóran þátt í upp-
byggingu gagna í WorldFeng,
lykilpersóna í þróun kerfisins og
aðaltengiliður Íslands við skrá-
setjara erlendis. Hestar og hesta-
mennskan átti stóran þátt í lífi
hennar og hún var mikill dýravin-
ur sem ekkert aumt mátti sjá.
Blessuð sé minning hennar!
WorldFeng-teymið og
Elsa Albertsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Hungursfit 22.-23. júní
2005:
Höldum nú frá Hungursfit
Hópur vaskra kvenna
Gyðjur, jóar, sólarglit
Göfug heilög þrenna
Elsku Veiga,
skarð þitt í okkar hópi
verður aldrei fyllt.
Skessessurnar
(hestaferðahópur vaskra
kvenna),
Bergþóra Jóseps-
dóttir, Edda Þórarins-
dóttir, Fanney Hrund
Hilmarsdóttir, Harpa
J. Reynisdóttir, Krist-
ín I. Pálsdóttir, Stef-
anía Geirsdóttir, Vera
Roth, Þyri Sölva
Bjargardóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Hallveigu Fróðadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir
okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA VILBORG ÁRNADÓTTIR,
lést á Landspítalanum mánudaginn 5. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hannes Björn Friðsteinsson
Ásdís Ásgeirsdóttir
Árni Jóhannes Bragason Helena Dröfn Jónsdóttir
Friðsteinn G. Hannesson Hildur Björg Birnisdóttir
Sólrún Lilja Hannesdóttir Jens Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur
og unnusti,
DANÍEL EIRÍKSSON,
lést laugardaginn 3. apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 20. apríl klukkan 13.
Útförinni verður streymt á http://www.sonik.is/daniel
Eiríkur Sigurbjörnsson Kristín Kui Rim
Guðný Sigríður Eiríksdóttir Þórarinn Møller
Jóhannes Eiríksson Cládia Sofia Cabral Santos
Sverrir Einar Eiríksson Vesta Minkute
Lilja Björg Randversdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma,
BRYNDÍS ALMA BRYNJÓLFSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Hraunvangi þriðjudaginn
13. apríl. Útför hennar fer fram í
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 20. apríl
klukkan 13. Útförinni verður streymt frá
https://www.skjaskot.is/bryndis. Fjölskyldan sendir sérstakar
þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka
umhyggju og hjartahlýju í hennar garð.
Ása Oddsdóttir
Axel Oddsson
Laufey Oddsdóttir Bogi Jónsson
Díana Oddsdóttir Gunnar Hrólfsson
barnabörn og barnabarnabörnElskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN SV. JÓNSSON
tannlæknir,
Skálarhlíð, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Siglufirði 11. apríl.
Jarðarför fer fram laugardaginn 24. apríl klukkan 11.
Anna J. Jóhannsdóttir
Bylgja Jóhannsdóttir
Jón Tryggvi Jóhannsson Fjóla Kristjánsdóttir
og barnabörn
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
REYNIR ÁSBERG NÍELSSON,
lést mánudaginn 12. apríl í Brákarhlíð
Borgarnesi.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristján Ásberg Reynisson Jakobine Á. Reynisson
Þórdís Mjöll Reynisdóttir Gísli J. Jósepsson
Kristín G. Björk Reynisdóttir Kristóbert Ó. Heiðarsson
Sturla Gunnar Eðvarðsson
Þorleifur J. Ásberg Reynis. Guðbjörg Hjaltadóttir
Karl L. Ásberg Reynisson Aina R. Ásberg
afabörn og langafabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
mánudaginn 12. apríl.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Bragi Pálsson Hafdís Sigríður Jónsdóttir
Páll Hlífar Bragason Elísabet Kjartansdóttir
Þórdís Jóna Bragadóttir Kristinn Þór Erlendsson
Reynir Bragi Bragason Kristín Elísabet
Hafdís Dögg Bragadóttir
og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ERLINGUR EMILSSON,
Hamrahlíð 4,
Vopnafirði,
lést í faðmi ástvina á Hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð laugardaginn 10. apríl.
Að ósk hins látna fer útförin fram í kyrrþey.
Aðstandendur
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EGGERT BOGASON,
Litlakrika 2a, Mosfellsbæ,
lést á Landakotsspítala laugardaginn
10. apríl.
Jarðað verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórhildur Kristjánsdóttir
Kristín G. Friðbjörnsdóttir Grétar Magnússon
Þorvarður Friðbjörnsson Guðrún Oddsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju
miðvikudaginn 21. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis
nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/gudrunsveinbjarnardottir.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Una í Garði,
kt. 540502-4630, 0157-15-550354.
Anna S. Gunnlaugsdóttir Arngeir Arngeirsson
Karen Mist, Rebekka Marín
Hólmar Már Gunnlaugsson Sigr. Fjóla Benónýsdóttir
Emelía Rut, Ásthildur Eva, Eyrún Arna
Árni Gunnlaugsson Aðalheiður E. Björgvinsdóttir
Arnar Freyr, Rakel Ósk
Sveinbjörn Æ. Karvelsson Inga Gestsdóttir
Nökkvi Blær
og barnabarnabörn
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
TRAUSTI Ó. LÁRUSSON,
f.v. framkvæmdarstjóri
lést á Líknardeild Landspítalans 12. apríl.
Í ljósi Covid verður tilhögun jarðarfarar
auglýst síðar.
Hanna M. Kjeld
Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason
Anna Kristín Traustadóttir
Sigrún Traustadóttir
Elín Ósk Guðmundsdóttir Ómar Bendtsen
Trausti Guðmundsson Ása Bergsdóttir Sandholt
Svava Dís Guðmundsdóttir Friðjón Ástmundsson
Bjarni Guðmundsson Vaka Dagsdóttir
og langafabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
ÞÓRLEIFAR ALEXANDERSDÓTTUR,
Tótu,
Hlíðarvegi 45, Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSN
Siglufirði, heimaþjónustunnar og Kirkjukórs Siglufjarðar.
Daníel Baldursson
Baldur Jörgen, Sigurbjörg, Daníel Pétur og fjölskyldur