Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) 108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00 Borðtennisborð á lager Playback 71.500 kr. Nordic 78.700 kr. Space saver 175.500 kr. Basic 54.500 kr. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ráðast þarf í miklar framkvæmdir til að hægt sé að lækka hámarks- hraða ökutækja í einstökum göt- um borgarinnar. Setja þarf upp hlið, þrengja götur og gera á þær hlykki og merkja. Reiknað er með að unnið verði að framkvæmd- inni næstu fimm ár og að kostn- aðurinn verði 1.200 til 1.500 milljónir króna. Áætlað er að samfélagslegur sparnaður af færri umferðar- slysum verði meiri en nemur kostnaðinum. Samþykkt skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar um áætlun um að lækka hámarks- hraða á götum borgarinnar hefur verið kynnt í borgarráði og verður væntanlega afgreidd þaðan eftir hálfan mánuð og að því búnu lögð fyrir borgarstjórn. Borið undir lögregluna Pawel Bartoszek, varaformaður skipulags- og samgönguráðs og forseti borgarstjórnar, segir að samþykkt stefnumörkunarinnar feli ekki í sér endanlega ákvörðun um hámarkshraða á einstaka göt- um. Kynna þurfi breytingar á nán- ar tilteknum götum fyrir lögregl- unni og fá umsögn hennar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Tekur hann fram að lögreglan hafi fengið áætlunina til umsagnar og hún hafi ekki lagst gegn tillög- unum en bent á að ráðast þurfi í breytingar á umhverfi gatnanna áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Tímarammi framkvæmdar áætl- unarinnar er eitt til fimm ár, að sögn Pawels, enda þurfi í mörgum tilvikum aðgerðir til að lækka hraða innan hverfanna. Aðgerðir sem kalla á andstöðu Vonast Pawel til að hægt verði að fara í fyrstu breytingar í sumar eða haust. Þá verði valdir staðir sem auðvelt verði að breyta. Göt- ur sem kalli á miklar fram- kvæmdir, til dæmis í tengslum við borgarlínu, verði seinna á dag- skránni og nefnir Pawel lækkun ökuhraða á Suðurlandsbraut sem dæmi um það. Sjálfum þykir honum upplagt að ráðast í lækkun hraða í Laugar- dalnum og gera hann allan að 30 kílómetra hverfi en nú er 50 km hámarkshraði á Sundlaugavegi og einnig þurfi að lækka hraðann á Langholtsvegi og fleiri tengigöt- um. Tekur hann fram að á þessari stundu sé ekki vitað hvaða hverfi eða götur verði fyrst í röðinni. Áætlun um lækkun hámarks- hraða á götum borgarinnar er lið- ur í umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var á síðasta ári. Markmið hennar var að fækka slysum í umferðinni og lækkun hámarkshraða var meðal margvíslegra aðgerða sem þar voru boðaðar. Pawel segir að umræður um lækkun hámarks- hraða hafi þó staðið mun lengur og rifjar upp að á árinu 1983 hafi fyrstu 30 kílómetra hverfin í Vest- urbænum verið ákveðin. Þau hafi gefist vel og enginn vilji snúa til baka með þau. Síðan hafi hverfum með 30 kílómetra hámarkshraða fjölgað mjög. „Það sem nú er ver- ið að gera er sjálfsagt og eðlilegt framhald af þeirri þróun auk þess sem rétt þykir að búa til nýjan flokk fyrir tengibrautir sem nú eru margar með 50 kílómetra há- markshraða og lækka hann í 40 kílómetra.“ Stefna meirihlutans í Reykjavík hefur verið umdeild. Hluti minni- hlutans í borgarstjórn og ýmsir utan borgarstjórnar hafa gagnrýnt hana. Spurður hvort ekki hafi ver- ið rétt að fara hægar í sakirnar og reyna að ná samstöðu um aðgerð- irnar segir Pawel að nú þegar heildartillögurnar eru komnar fram sé rétti tíminn til að efna til umræðna. Fólk geti mátað tillög- urnar við sitt eigið hverfi. „Ég er raunsær á það að að- gerðir sem takmarka umferðar- hraða kalla oft á andstöðu þegar þær eru settar fram,“ segir Pawel og bendir á að umdeildar aðgerðir sem gripið var til á hluta Snorra- brautar fyrir nokkrum árum hafi leitt til mun færri alvarlegri slysa. Ávinningur fyrirhugaðra að- gerða verður að mati Pawels mun færri slys, sérstaklega á gangandi og hjólandi vegfarendum, og ekki síst færri alvarleg slys. Það er meginmarkmið breytinganna, að hans sögn. Rannsókn sem nýlega var kynnt bendir til að minna svif- ryk spænist upp með lækkuðum ökuhraða en Pawel segir að það sé ekki meginástæða aðgerðanna en komi sem bónus. 2,6 milljarða sparnaður Við vinnslu áætlunarinnar var lagt mat á kostnað við að ná fram hraðalækkun (1,2 til 1,5 milljarðar kr.), kostnað vegna lengri ferða- tíma (12%) og ávinning af færri umferðarslysum. Niðurstaðan var að samfélagslegur ávinningur þess að draga úr hraða ökutækja er ótvíræður. Var sparnaðurinn áætl- aður 2,6 milljarðar króna. Ráðast þarf í miklar aðgerðir - Ætlunin er að áætlun um lækkun hámarkshraða á götum borgarinnar komi til framkvæmda á næstu fimm árum - Stefnt að fyrstu framkvæmdum í sumar eða haust en óákveðið hvar þá verður borið niður Áætlun um lækkun hámarkshraða á borgargötum Reykjavíkur Kostnaður við framkvæmdViðmið um hámarkshraða gatna 90-95 500-600 600-800 Götumerkingar Þrengingar 30 km hlið Verkefni Fjöldi Kostnaður 30 km hlið, ný og endurnýjuð 401 600-800 Þrengingar og aðrar hraðahindrandi aðgerðir 80 500-600 Götumerkingar 1.700 90-95 Samtals (m.kr.) 1.200-1.500 Hámarkshraði, km/klst. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 5 km Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðrummegin. Verslunargötur. Bílastæði/bílastæðagötur. 10 km Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði ogÆgisgarði. 30 km Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum.Mögulega 50-100 m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 40 km Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100 m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km Stofnvegir á vegumVegagerðarinnar Óbreytt Götur á vegum Faxaflóahafna Óbreytt Milljónir kr. 0 30 0 0 Morgunblaðið/Eggert Á rauðu ljósi Nú þegar er stór hluti Vesturbæjarins með 30 kílómetra hámarkshraða. Breytingarnar ná því meira til annarra hverfa borgarinnar. Pawel Bartoszek Morgunblaðið/Eggert Hraði Leyfilegur hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður í 40 km/klst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.