Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Æ oftar má heyra viðvörunarraddir
um að örvunaraðgerðir stjórnvalda
um allan heim hljóti að enda með
ósköpum. Sumir fullyrða að verð-
bólguskot sé handan við hornið en
aðrir segja þróun hlutabréfaverðs
ekki í neinu samræmi við veru-
leikann og augljós merki um bólu á
markaðinum. Þeir sem hringja við-
vörunarbjöllunum benda t.d. á um-
fang örvunaraðgerða seðlabanka
Bandaríkjanna sem má meðal ann-
ars sjá á því að á síðasta ári jókst
peningamagn og almennt sparifé
(M2) í Bandaríkjunum um nærri
fimmtung og grunnfé seðlabankans
(M0) jókst um 28% bara á tímabilinu
janúar til ágúst 2020.
Innistæða fyrir hækkunum
Ragnar Benediktsson, sjóðsstjóri
hjá ÍV sjóðum, segir merki um bólu á
afmörkuðum stöðum á bandaríska
hlutabréfamarkaðinum en að ekki sé
að greina bólumyndun almennt.
„Innflæði fjármagns er mikið en á
móti kemur að mörg félög hafa verið
að skila mjög góðum uppgjörum og
spár gera ráð fyrir mjög öflugum
hagvexti í Bandaríkjunum á þessu
ári. Hins vegar finnst mér t.d. ekki
alveg næg innistæða fyrir því hvern-
ig hlutabréfaverð fyrirtækja á borð
við hótelkeðjur og skemmtiferða-
skipafélög hefur þróast. Hótelkeðjur
eru margar komnar á svipaðan stað
og fyrir faraldur því þó að pantanir
séu farnar að berast á ný hafa skuld-
ir þessara félaga aukist og greinend-
ur telja að tekjur nái ekki á sama
stað og 2019 fyrr en um árið 2023.“
Að mati Ragnars er aftur á móti
ágætis innistæða fyrir mikilli hækk-
un hlutabréfaverðs fyrirtækja á borð
við Amazon og Microsoft. „Á sumum
sviðum atvinnulífsins varð faraldur-
inn til þess að flýta fyrir þróun sem
annars hefði tekið mörg ár, t.d. á
sviði netverslunar. Vöxturinn hjá
þessum fyrirtækjum er mikill og fyr-
irsjáanlegt að hann haldi áfram, og
hafa t.d. tekjur Microsoft af rekstri
tölvuskýjaþjónustu vaxið í kringum
25% síðustu 12 mánuði og hefur vöxt-
urinn þar verið að aukast undanfarin
ár.“
Uppsöfnuð þörf og
jákvæð áhrif á sjóðstreymi
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
hefur líka verið á flugi og þannig
mátti t.d. sjá í nýjasta tölublaði Fjár-
mála og ávöxtunar að á 12 mánaða
tímabili frá miðjum mars 2020 hækk-
uðu hér um bil öll íslensku kauphall-
arfélögin um tugi prósenta. Sem
dæmi hækkaði Síminn um 108%, Ar-
ion banki um rösklega 125%, Kvika
um tæplega 176%, og trygginga-
félögin þrjú, Sjóvá, TM og VÍS,
styrktust um 89,6-157,8%.
Ragnar bendir á nokkra samverk-
andi þætti sem kunna að skýra þessa
þróun. Lágt vaxtastig hafi t.d. já-
kvæð áhrif á virði sjóðstreymis sem
skilar sér í hækkandi virði. Eins geti
sum þessara félaga reiknað með að
njóta góðs af uppsafnaðri eftirspurn
nú þegar sér fyrir endann á kórónu-
veirufaraldrinum. „En svo má held-
ur ekki gleyma að mörg þessara fé-
laga hafa jafnt og þétt bætt hjá sér
reksturinn og aukið skilvirkni.“
Spurður hvort ekki kunni að skap-
ast ófremdarástand ef t.d. seðla-
banki Bandaríkjanna dregur úr
örvunaraðgerðum sínum svarar
Ragnar því að seðlabankinn hafi enn
nokkur vopn í sínu vopnabúri. Þegar
svigrúm seðlabankans til lækkunar
stýrivaxta var fullnýtt tók hann ein-
faldlega til við að kaupa skuldabréf
fyrir háar fjárhæðir. „Það eru mark-
aðsaðilar þarna úti sem telja það
mögulegt að ef þess þarf gæti seðla-
bankinn byrjað að fjárfesta í hluta-
bréfum til að styðja við verð þeirra,
enda hér um bil allur lífeyrissparn-
aður Bandaríkjamanna bundinn í
hlutabréfamarkaðinum.“
Verðmætasköpun drifin
áfram af nýrri tækni
Magnús Sigurðsson, meðstofnandi
Systematic Ventures í New York,
tekur í svipaðan streng. Hann segir
langtímalækkun vaxta í Bandaríkj-
unum eiga stóran þátt í styrkingu
hlutabréfamarkaða. Lágir vextir
auki núvirði fyrirtækja og geri hluta-
bréf meira aðlaðandi en skuldabréf.
Á sama tíma hefur V/H-hlutfall fé-
laga farið hækkandi en ekki sé hægt
að fullyrða þar með að hlutabréf séu
of hátt verðlögð, því að stór hluti
hækkunarinnar hefur verið vegna
lækkunar á langtímavöxtum.
Rétt eins og Ragnar bendir Magn-
ús á að mikil nýsköpun og verðmæta-
sköpun eigi sér stað hjá þeim banda-
rísku félögum sem vegnað hefur best
á undanförnum misserum. „Við get-
um reiknað með að þessi vöxtur haldi
áfram og að aukin sjálfvirkni í fram-
leiðslu, framfarir á sviði gervigreind-
ar og ný tækni eins og t.d. sjálfak-
andi bílar muni hafa veruleg áhrif
þegar horft er lengra fram á veg.“
Um hættuna á verðbólguskoti seg-
ir Magnús: „Seðlabankarnir eru að
auka verulega peningamagn í um-
ferð og ef allt annað héldist óbreytt
ætti það að leiða til þess að raunvirði
peninganna lækki sem svo leiðir til
verðbólgu, en það sem hefur gerst á
síðustu tíu árum er að veltuhraði
peninga (e. velocity of money) hefur
minnkað og skýrir það að hluta
hvers vegna sú peningaprentun sem
hefur átt sér stað allt frá árinu 2009
framkallar ekki meiri verðbólgu en
raun ber vitni,“ segir hann. „Þá hef-
ur stór hluti þessa nýja fjármagns
leitað inn á eignamarkaði frekar en
að leiða til aukinnar neyslu. Það sem
við fáum þá er eignaverðbólga frek-
ar en vöruverðbólga.“
Grunar Magnús líka að tækni-
framfarir eigi stóran þátt í að halda
verðbólgu í skefjum. „Framleiðend-
ur nýta sjálfvirkni í auknum mæli og
auka skilvirkni t.d. sölu yfir netið.
Þeir hafa notað gott aðgengi að fjár-
magni til að fjárfesta í nýjum tækja-
búnaði eins og róbotum, sem leiðir
til launasparnaðar til lengri tíma lit-
ið, og býr það til verðhjöðnunaráhrif
sem vega upp á móti verðbólgu-
þrýstingi.“
Græða lítið á hliðarlínunni
Magnús segir aldrei hægt að úti-
loka það að niðursveifla sé á næsta
leiti, og ef eitthvað er virðist mark-
aðurinn hvikari nú en oft áður svo að
niðursveiflurnar geta gerst nokkuð
hratt. Hins vegar virðist langtíma-
þróunin á þá leið að hlutabréfa-
markaðir skila fjárfestum ágætis
ávöxtun og til lítils að slá fjárfest-
ingum á frest og bíða á hliðarlínunni
eftir næstu niðursveiflu. „Það getur
gerst á nokkurra ára fresti að mark-
aðurinn leiðréttir sig í snarheitum
um 10%, og kannski kemur 30%
lækkun á 10 ára fresti, en þess á
milli er hlutabréfamarkaðurinn að
styrkjast og þeir sem halda að sér
höndum til að bíða eftir hárrétta
tækifærinu til að fjárfesta eru að
fara á mis við góða ávöxtun á með-
an.“
Erum við nokkuð á leið inn í bólu?
AFP
Uppgangur Frá Wall Street. Undanfarna 12 mánuði hefur S&P 500 styrkst
um 45%, Dow Jones-vísitalan um 41% og Nasdaq-vísitalan um 60%.
- Hlutabréfamarkaðir eru á fleygiferð og skiptar skoðanir um hvort innistæða er fyrir hækkununum
Ragnar
Benediktsson
Magnús
Sigurðsson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
26. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.32
Sterlingspund 174.0
Kanadadalur 100.4
Dönsk króna 20.333
Norsk króna 15.055
Sænsk króna 14.91
Svissn. franki 136.99
Japanskt jen 1.1633
SDR 179.91
Evra 151.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.83
Hrávöruverð
Gull 1785.3 ($/únsa)
Ál 2373.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.13 ($/fatið) Brent
« Rafmyntin bitcoin veiktist skarplega
á fimmtudag og föstudag og fór niður
fyrir 50.000 dala markið. Hinn 14. apríl
var gengi bitcoin nálægt 64.000 dölum,
samkvæmt töflum Coindesk, og nemur
lækkunin því meira en 20% á undan-
förnum tíu dögum.
Reuters segir einkum hægt að rekja
veikingu bitcoin og annarra rafmynta til
frétta sem bárust á fimmtudag um að
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist
stórhækka skatta á fjármagnstekjur.
Óttast markaðsgreinendur að útspil
forsetans geti dregið úr áhuga á fjár-
festingum í rafmyntum og virðast
margir hafa ákveðið að selja rafmyntir
sínar til að innleysa hagnað af verð-
hækkunum undanfarinna mánaða.
ai@mbl.is
Áfram lækkar bitcoin
STUTT
« Akbar Al Baker, forstjóri ríkisflug-
félags Katar, segist ekki vænta þess að
fluggeirinn nái sér hratt á strik nú þeg-
ar hillir undir lok kórónuveirufaraldurs-
ins. FT grenir frá þessu og segir viðhorf
Als Bakers stangast á við bjartsýni
stjórnenda flugfélaga í Evrópu og
Bandaríkjunum sem hafa spáð miklu lífi
í flugsamgöngum á komandi mánuðum.
Bendir Al Baker á að ekki sé að fullu
ljóst hversu langvarandi vernd fæst
með bóluefnum við SARS-CoV-2 og að
ekki sé hægt að útiloka frekari smit-
bylgjur.
Þá sagði Al Baker janframt að æski-
legt væri að ríki og alþjóðasamtök ættu
í nánara samstarfi um þróun svokall-
aðra bólusetningarvegabréfa í stað
þess að þróa eigin lausnir og reglur
hvert í sínu horninu. „Hvert land er að
smíða sitt eigið forrit og regluverk, og
þegar upp er staðið mun það gera tak-
markað gagn,“ sagði hann. „Ef hvert
land er með sínar reglur, hvert með
sitt kerfi og hvert með sínar kröfur, þá
mun það rugla farþega í ríminu og flug-
félögin sömuleiðis.“ ai@mbl.is
Stjórnandi Qatar
Airways svartsýnn
AFP
Óvissa Ólíkar reglur gilda í hverju landi
um bólusetningar og skírteini.