Morgunblaðið - 26.04.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Hinn 11. apríl 2017
birtist á öllum Norð-
urlöndunum samtímis
grein eftir sex manns
sem hafa tekið þátt í
umræðum um stöðu
og framtíð ESB og
tengsl heimalanda
þeirra við sambandið
fyrr og síðar. Auk
undirritaðrar voru
þetta þau Mark Brol-
in, Jan-Erik Gustafsson, Helle
Hagenau, Lave K. Broch og Ulla
Klötzer. Það er vissulega gaman
að nú fjórum árum síðar skuli
skyndilega vera vitnað í þessa
grein í breskum, frönskum og
spænskum fjölmiðlum, alls sjö
sinnum á tveimur vikum. Í grein
okkar félaganna sagði meðal ann-
ars:
„Vegna vaxandi tortryggni kjós-
enda í garð ESB glíma mörg að-
ildarríkjanna við pólitískan óstöð-
ugleika heima fyrir. Einnig er
vaxandi núningur á milli aðildar-
ríkja sem hafa ósamrýmanleg
markmið innan sambandsins.
Þannig hefur hinn meinti friðar-
stillir orðið að uppsprettu ágrein-
ings. Almenn umræða er heftari
en nokkru sinni frá lýðræðisvæð-
ingu; meðferðinni á gagnrýn-
endum ESB virðast lítil siðferð-
istakmörk sett. Og fólkið?
Talsmenn ESB gáfu kjósendum
toppeinkunn á meðan þeir studdu
sambandið. Nú, þegar hljóðið í
kjósendum er blandað efasemdum,
er stórum hluta Evrópubúa lýst
sem þröngsýnum, gamaldags og
einangrunarsinnuðum eða á valdi
„myrkra afla“.“
Í grein sem má finna á https://
www.express.co.uk/news/world sunnu-
daginn 18. apríl er ofangreind til-
vitnun sett í samhengi við þann
árangur sem Bretland hefur náð
sem sjálfstæð þjóð í samningum
við framleiðendur bóluefnis við
Covid-19-sjúkdómnum. Þar á bæ
lögðu menn frá upphafi verulega
fjármuni í rannsóknir á bóluefnum
auk þess að leggja
fram risastórar pant-
anir á bóluefni. Þetta
hefði ekki getað gerst
nema vegna þess að
Bretar voru fyrir-
sjáanlega og eru nú
lausir úr viðjum
Brussel, en önnur
ESB-lönd líta nú til
Bretlands nokkrum
öfundaraugum vegna
þessa árangurs. Al-
þjóðaheilbrigðisstofn-
unin hefur jafnvel
stigið inn í málið og sagt að bólu-
setningar við sjúkdómnum innan
ESB gangi „óviðunandi hægt“
(„unacceptably slow“).
Öflugar einingar innan ESB eru
vitaskuld þegar farnar að leita
eigin leiða. Hinn 7. apríl sl. birtust
t.d. fréttir af því að Bæjaraland í
Þýskalandi hefði gert bráða-
birgðasamning um kaup á 2,5
milljónum skammta af spútnik-
bóluefninu frá Rússlandi. Líklega
er hvergi minnst á Covid-19-
sjúkdóminn í viðskiptaþvingunum
sem þessir aðilar beita hvor annan
á víxl, enda henta þessi viðskipti
eflaust báðum ágætlega.
Það var því heldur betur tíma-
bært að forystufólk Viðreisnar
skyldi setja aðild Íslands að ESB
á baráttuskrá sína fyrir næstu al-
þingiskosningar og flytja um það
þingsályktunartillögu. Ég vona
svo sannarlega að þau dragi ekki
af sér að auglýsa þetta kosninga-
mál sitt. Það gefur okkur hinum
vonandi tækifæri til að fá skýra
afstöðu hinna stjórnmálaflokkanna
til aðildar að ESB. Minnug fyrri
misnotkunar þeirra á umboði kjós-
enda í þessu efni þyrfti sú afstaða
að vera ekkert minna en eiðsvarin.
Sjálf sé ég ekki að nokkuð nýtt
hafi komið fram sem gefur tilefni
til annarrar skógargöngu af því
tagi nema þá að mörg þeirra sem
stóðu harðast á móti þeirri veg-
ferð síðast gerast nú sífellt fótaf-
únari. Fram undan er mikið verk-
efni, að vinda ofan af þeim halla
sem orðinn er á ríkissjóði undan-
farna mánuði. Nýtt álit Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) fer já-
kvæðum orðum um efnahagsleg
viðbrögð stjórnvalda hér á landi
við Covid-19-faraldrinum. Í um-
fjöllun Morgunblaðsins 20. apríl er
haft eftir seðlabankastjóra að
seðlabankar í öðrum ríkjum
beggja vegna Atlantshafsins hafi
ekki haft sama svigrúm til þeirra
aðgerða sem bankinn hér beitti,
enda stýrivextir víða verið í kring-
um núllið og jafnvel neikvæðir í
áraraðir. Nú jæja, hvers vegna
ætli Ísland standi nú að þessu
leyti betur en ESB-ríkin? Það
fyrsta sem mér dettur í hug er
sjálfstæður gjaldmiðill okkar og
þar með peningastefna, en vita-
skuld ætti ég að geta fengið það
staðfest í stuttu símtali við seðla-
bankastjóra. Hverju forsvarsmenn
Viðreisnar tjalda til sem svari við
þessari spurningu læt ég ósvarað.
Þau eru sjálf fullfær um það. Pen-
inga- og gengisstefna ESB sem
upptaka evru er hljómar ekki sem
gæfuleg byrjun á því verkefni að
spyrna íslensku hagkerfi upp á ný.
Við sem horfðum á kvikmyndina
„The People vs. Larry Flint“ á
RÚV vorum tekin í hressilega
upprifjun á hvað felst í málfrelsi
og réttinum til gagnrýninnar
hugsunar. Nú er mikilvægt að
halda vöku sinni og koma í veg
fyrir að Ísland lendi á rennibraut-
inni til Brussel og verði valdasöfn-
un þar að bráð. Nær væri að huga
að möguleikum til að vinda ofan af
því sem orðið er.
Stöndum vaktina
um fullveldið
Eftir Ernu
Bjarnadóttur »Nú er mikilvægt að
halda vöku sinni og
koma í veg fyrir að Ís-
land lendi á rennibraut-
inni til Brussel og verði
valdasöfnun þar að
bráð.
Erna Bjarnadóttir
Höfundur er fyrrverandi formaður
Heimssýnar og húsmóðir í
Hveragerði.
kvika04@gmail.com
Lagt hefur verið
fram frumvarp á Al-
þingi um breytingar á
lögum um lífeyris-
sjóði. Með því eru
lagðar til mestu breyt-
ingar á lögum um líf-
eyrissjóði frá því að
núverandi lög voru
samþykkt árið 1997.
Þau voru á sínum
tíma innleidd í víð-
tækri sátt hagsmunaaðila og er það
mat flestra að lögin hafi í meg-
inatriðum reynst vel. Núverandi
frumvarp byggist að mestu á til-
lögum og samráði við aðila vinnu-
markaðarins sem tengjast nokkrum
lífeyrissjóðum landsins, sem sam-
tals vega minna en helming af heild-
areignum lífeyrissjóða. Verði frum-
varpið að lögum munu þau hafa
áhrif á persónuleg fjármál allra
landsmanna og auka flækjustig í líf-
eyriskerfinu til muna.
Samkvæmt frumvarpinu er lagt
til að hækka lágmarksiðgjald í líf-
eyrissjóð um 29% eða úr 12% í
15,5%. Ekkert hefur komið fram
um þörfina fyrir einstaklinga á að
lögfesta þessa hækkun. Með út-
reikningum má sýna fram á að í
mörgum tilvikum getur þessi hækk-
un lágmarksiðgjalds leitt til þess að
eftirlaun í framtíðinni verði rífleg
og jafnvel meiri en laun ef viðbót-
arlífeyrissparnaður er tekinn með í
reikninginn.
Með hækkun lágmarksiðgjalds er
verið að skylda þúsundir sjálfstætt
starfandi einstaklinga til að greiða
15,5% iðgjald í staðinn fyrir 12%.
Eins og frumvarpið er sett fram
mun viðbótin að öllum líkindum fara
í séreignarsparnað sem hefur ekki
áhrif á almannatryggingar. Erfitt
er að sjá rök fyrir þessari hækkun
sem er íþyngjandi fyrir einstaklinga
með rekstur.
Hækkun lágmarksiðgjalds stað-
festir skyldusparnað sem nemur
tæplega 1/6 af launum einstaklinga
til fárra einsleitra lífeyrissjóða. Með
viðbótarlífeyrissparnaði, sem er í
raun þvingaður sparnaður, er líf-
eyrissparnaður samtals um 1/5 af
launum. Svigrúm fyrir annan sparn-
að er takmarkað.
Lagt er til að einstaklingar hafi
val um að greiða hluta lágmarks-
iðgjalds í svokallaða tilgreinda sér-
eign sem er ný tegund
séreignar með fimm
ára úttektartíma eftir
að sjóðfélagi hefur náð
62 ára aldri. Tillagan er
í andstöðu við breyt-
ingu á lífeyrissjóðalög-
unum sem var gerð ár-
ið 2009 þegar ákveðið
var að falla frá því að
séreign væri laus til út-
borgunar á sjö árum.
Sú breyting var gerð
vegna þess að margir
áttu tiltölulega lága inneign sem
nýttist illa við að dreifa úttekt á
mörg ár.
Með frumvarpinu er lagt til að
séreign, sem myndast af lágmarks-
iðgjaldi, önnur en tilgreind séreign,
muni í framtíðinni skerða ellilífeyri
almannatrygginga. Markmiðið með
þessari tillögu er að jafna áhrif lág-
marksiðgjalds gagnvart almanna-
tryggingum. Tillagan er málefnaleg
en markmiðið næst ekki. Ójafnræði
verður á milli þeirra sem greiða
15,5% af launum í samtryggingu og
þeirra sem velja að greiða 3,5% í til-
greinda séreign og 12% í samtrygg-
ingu. Þá munu lífeyrissjóðir áfram
geta boðið séreign sem er laus frá
60 ára aldri sem hluta af lágmarks-
iðgjaldi. Þeir sem velja þennan kost
geta þá tekið út séreign áður en
þeir hefja töku lífeyris úr almanna-
tryggingum.
Það er umhugsunarefni hvort
ekki væri ráð að draga frumvarpið
til baka og móta nýjar tillögur í
tengslum við gerð grænbókar og
heildarendurskoðunar lífeyriskerf-
isins sem hefur verið boðuð. Mark-
mið slíkra tillagna ætti að vera að
stuðla að því að skyldusparnaður
taki mið af raunverulegri sparnað-
arþörf einstaklinga, tryggja dreifða
ákvarðanatöku um ávöxtun lífeyris-
sparnaðar og einfalda lífeyriskerfið.
Eftir Gunnar
Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson
» Verði frumvarpið að
lögum munu þau
hafa áhrif á persónuleg
fjármál allra lands-
manna og auka flækju-
stig í lífeyriskerfinu til
muna
Höfundur er framkvæmdastjóri Al-
menna lífeyrissjóðsins.
Frumvarp um
fjármál allra
landsmanna
Það virðist eins og að í fjár-
málakokkhúsum heimsins fari nú
fram tilraunamatreiðsla til að
halda kerfinu
gangandi þrátt
fyrir plágu.
Það mætti
segja að venjuleg
haglögmál hafi
verið sett til hlið-
ar með stýrivöxt-
um nær núlli og
peningaprentun á
yfirsnúningi.
Þannig er hægt
að dansa nokkra
hringi enn og
básúna metráð-
stöfunartekjur.
Krónan í há-
skráningu og ríkið dreifir fé í allar
áttir.
Eitt af því skrýtna er að hluta-
bréf hafa rokið upp á sama tíma
og sparifé brennur. En því aðeins
græða menn á bréfunum ef þeir
geti selt meðan allt er í toppi. Því
er farinn að sjást áróður fyrir
verðbréfamarkaði, sem fólk hefur
verið hrætt við síðan í hruni. Það
er vissara að fara varlega í slík
viðskipti. Allt sem fer upp kemur
niður aftur, og enginn veit hver
nær síðasta dansinum áður en
kirkjan sekkur. Hrunadans er
margrætt orð sem hringja ætti
bjöllum eða jafnvel kirkjuklukkum
eftir sögunni. Og eins og með
keðjubréfin, einhver situr uppi
með tapið og stysta stráið.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Einn hring enn, móðir góð