Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
577-1515 •
Loftslagsváin
ágerðist á síðasta ári
þrátt fyrir færri ferða-
lög og minni umsvif.
Þetta kemur fram í
nýútgefinni Loftslags-
skýrslu Sameinuðu
þjóðanna (SÞ). Anton-
io Guterres, aðal-
framkvæmdastjóri SÞ,
sparaði ekki stóru orð-
in er hann sagði mannkynið standa
á brún hyldýpis og að 2021 yrði að
vera ár aðgerða.
Loftslagsmarkmið munu ekki
nást nema með kolefnisföngun og
-förgun á gríðarstórum skala. Áætl-
anir gera ráð fyrir að farga þurfi
um 120 milljörðum tonna of koldíox-
íði (CO2) á heimsvísu til ársins 2060
með niðurdælingu í berglög. Þetta
þýðir að meðalflæði af CO2 sem þarf
að dæla aftur ofan í jörðina á næstu
40 árum til að ná loftslagsmark-
miðum er svipað og rennslið í Gull-
fossi.
Carbfix og leiðirnar þrjár
Orkuveita Reykjavíkur (OR) og
HÍ hafa í samstarfi við erlenda aðila
þróað Carbfix-niðurdælingar-
tæknina. Koldíoxíð er leyst í vatni
og dælt djúpt niður í basaltberglög
þar sem náttúruleg ferli breyta því í
stein á innan við tveimur árum.
Steintegundin nefnist silfurberg en
hún er hrein og ómengandi og verð-
ur náttúrulegur hluti af berginu um
alla framtíð. Tækninni hefur nú ver-
ið beitt í Hellisheiðarvirkjun í sjö ár
með afar góðum árangri sem hefur
vakið athygli víða. Tæknin er sú
eina sem breytir CO2 í stein og það
eru góðar líkur á því að henni megi
beita á mjög stórum skala.
Unnið er að uppskölun Carbfix-
tækninnar eftir þremur samsíða
leiðum svo hún geti nýst heiminum
til að ná loftslagsmarkmiðum sín-
um. Í fyrsta lagi er unnið að stað-
bundinni hreinsun og förgun á CO2
frá orku- og iðnaðarframleiðslu. Í
öðru lagi förgun á CO2 sem fangað
er beint úr andrúmslofti með loft-
sugutækni en slík stöð er þegar ris-
in við Hellisheiðarvirkjun. Í þriðja
lagi er unnið að þróun á stórri mót-
töku- og förgunarmiðstöð fyrir CO2
og er undirbúningur nú að hefjast
fyrir slíkt frumkvöðlaverkefni hér á
landi.
Hvergi jafn ódýrt
og öruggt að farga CO2
Kolefnisförgunarmiðstöðin, sem
hlotið hefur nafnið Coda Terminal,
verður væntanlega byggð í
Straumsvík en þegar hún nær full-
um afköstum er gert ráð fyrir að
hún geti fargað allt að þremur millj-
ónum tonna af CO2 árlega. Til sam-
anburðar er heildarlosun Íslands nú
um 4,8 milljónir tonna á ári. Kol-
tvíoxíðið mun væntanlega koma frá
Norður-Evrópu, flutt hingað með
sérbyggðum tankskipum sem
ganga munu fyrir vistvænu elds-
neyti.
Mikil áhersla er lögð á aukna
föngun og förgun kolefnis innan
Evrópu og samhliða þróun slíkra
verkefna er flutningsnet tankskipa
að taka á sig mynd. Ísland er meðal
bestu staða fyrir kolefnisförgun
enda er hvergi jafn ódýrt og öruggt
að farga CO2 og með Carbfix-
tækninni hér á landi.
Nágrenni Straumsvíkur, með
gnægð af fersku basalti og öfluga
grunnvatnsstrauma, felur í sér
kjöraðstæður til varanlegrar og
öruggrar kolefnisförgunar. Innviðir
sem byggja þarf upp fyrir starfsem-
ina eru geymslutankar í nágrenni
hafnarinnar, lagnir og
niðurdælingarholur. Raforkuþörfin
er lítil og flutningskerfi rafmagns
er þegar til staðar. Áætlanir gera
ráð fyrir að Coda-kolefnismiðstöðin
verði byggð upp í þremur áföngum
og mun undirbúningsfasi hefjast í
ár með forhönnun og vinnu við leyf-
isferla. Stefnt er að rannsóknar-
borun árið 2022, upphafi rekstrar
árið 2025 og að fullum afköstum
verði náð árið 2030. Auk förgunar á
aðfluttu CO2 verður jafnframt hægt
að farga CO2 frá nálægri iðnaðar-
starfsemi í Coda auk CO2 sem fang-
að er beint úr andrúmslofti.
Ný og loftslagsvæn
atvinnugrein
Coda Terminal verður fyrsta kol-
efnismiðstöð sinnar tegundar í
heiminum. Ef vel tekst til verður
grunnur lagður í Straumsvík að
nýrri og loftslagsvænni atvinnu-
grein sem byggist á grænni nýsköp-
un og íslensku hugviti. Gert er ráð
fyrir að um 600 bein og afleidd störf
skapist með uppbyggingu Coda
Terminal og að farga megi tugum
milljóna tonna af CO2 á líftíma mið-
stöðvarinnar. Það er þó einungis
byrjunin en von okkar er sú að í
kjölfarið byggist upp sambærileg
verkefni á jarðfræðilega heppileg-
um stöðum í heiminum þangað sem
CO2 er flutt með pípum og skipum
og steingert í stórum stíl. Þannig
náum við Gullfoss-skala.
Þetta hljómar kannski svolítið
eins og vísindaskáldskapur en öll
tæknin sem til þarf er nú þegar fyr-
ir hendi og hefur verið sannreynd.
Eins og með fyrri frumkvöðlaverk-
efni þá er þetta bara skáldskapur
þangað til veruleikinn sýnir sig.
Eftir Bjarna
Bjarnason og Eddu
Sif Pind Aradóttur
» Þetta hljómar
kannski svolítið eins
og vísindaskáldskapur
en öll tæknin sem til
þarf er nú þegar fyrir
hendi og hefur verið
sannreynd.
Bjarni Bjarnason
Bjarni er forstjóri OR. Edda Sif er
framkvæmdastýra Carbfix.
Coda Terminal – Ísland frumkvöðull
í kolefnisförgun á stórum skala
Edda Sif Aradóttir
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Bílar