Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Frá Bláalóns böðum að nyrstu sjáv- arströnd. Frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd, þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð, og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson) Með sorg í hjarta kveðjum við elskulegan bróður og mág. Lífið verður aldrei sem fyrr. Haukur var sannur töffari, ljúfmenni, húmoristi en fyrst og fremst góður maður. Líf systkina fléttað saman í gegnum súrt og sætt frá því stolt stóra systir leit þig fyrst augum fyrir tæpum 68 árum. Barnæskan í Vesturbænum þar sem stóra systir átti fullt í fangi með að halda í við orkumikinn lítinn bróður. Systir sem tók hlutverkið að passa litla bróður mjög alvarlega, ekki dugði minna en báðar hendur og halda fast svo drengurinn færi sér ekki að voða. Fullorðinsár þar sem við bættust makar, börn og barna- börn. Allar fjölskylduskíðaferð- irnar, fjölskylduhittingur hjá ömmu Vallý og afa Hauki, mat- arboðin, kaffispjall, óteljandi góðar samverustundir. Fyrir það þökkum við. Snemma kom í ljós að Haukur var mikill íþróttamaður, hann var sannur KR-ingur og keppti með KR í meistaraflokki bæði í handknattleik og knattspyrnu. Hann fór í Versló sem var mikið gæfuspor því þar kynntist hann Guðlaugu sinni. Eftir Versló hóf hann nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og eftir útskrift þaðan hóf hann íþróttakennslu við Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hann kenndi næstu 43 árin. Öll árin keyrði hann á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, Haukur Ottesen ✝ Haukur Otte- sen fæddist 29. maí 1953. Hann lést 8. apríl 2021. Útför Hauks fór fram í kyrrþey. sama hvernig veðrið var; alltaf mætti Haukur til vinnu. Eftir að hann hætti kennslu og fór á eft- irlaun minnkaði ekki áhugi hans á íþróttum, golfið bættist við og ekki varð áhuginn minni eftir að Guðlaug fór að taka þátt í því með honum. Planið var að halda áfram að njóta lífs- ins með fjölskyldu og vinum. Ný íbúð, sumarbústaðurinn stækk- aður, allt klárt fyrir góð eftir- launaár. En lífið er ekki sann- gjarnt og því miður breyttust plönin er krabbameinið bankaði á dyrnar. Síðastliðna 10 mánuði barðist hann við þennan illvíga sjúkdóm og með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi tókst hann á við það verkefni. Engin uppgjöf var mottóið hans, taka einn dag í einu og „áfram gakk“. Í þessari baráttu var Guðlaug hans stoð og stytta ásamt dætr- unum Ester og Hildi og tengda- syninum Birgi. Við ofurefli var að etja og að lokum sigraði sjúkdómurinn. Systir er nauðbeygð að sleppa báðum höndum af litla bróður. Eftir sitjum við hnípin en minn- ingu um yndislegan mann og góðan bróður geymum við í hjarta okkar. Þar til síðar, kær kveðja. Þín systir og mágur, Erla og Guðni. Í ágúst 2005 hóf ég störf í Sundhöll Keflavíkur sem sund- laugarvörður, þar var sundkenn- arinn Haukur Ottesen, sem hafði starfað í höllinni í 30 ár. Það var hann Vilhjálmur heitinn Ketils- son, skólastjóri á þeim tíma í Myllubakkaskóla sem réð Hauk til starfa árið 1976, og var Hauk- ur ævinlega þakklátur Vilhjálmi fyrir það. Það var mikil unun að sjá eljuna og áhugann sem hann sýndi í starfi sínu. Haukur var ákveðinn og hann hafði sínar reglur, en aldrei ósanngjarn. Hann var stríðinn og þegar krakkarnir báðu um leiktíma, var eitt skilyrði í því að þau köll- uðu „Áfram KR“, enda var Haukur mikill KR-ingur. Þegar tímanum lauk mynduðu krakk- arnir tvær raðir til þess að ganga niður í klefana, í dyragættinni sneru þeir allra hörðustu sér við og kölluðu „Áfram Keflavík“, þá brosti minn maður og hafði gam- an af. Um haustið 2006 færðist sundkennsla Myllubakkaskóla upp í Sundmiðstöðina Vatnaver- öld og starfaði Haukur þar til ársins 2018. Hann hafði staðið vaktina á bakkanum í 42 ár með börnum okkar Keflvíkinga, og keyrði Reykjanesbrautina fimm daga vikunnar. Lífið getur verið grimmt, Haukur náði aðeins tveimur ár- um með ástvinum sínum eftir að hann hafði lokið ævistarfi sínu. Hann féll frá þann 8. apríl síðast- liðinn, eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Um leið og ég þakka Hauki fyrir samstarfið og góða vináttu votta ég Guðlaugu, dætrum, öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur, þín verður sárt saknað. Jón Ásgeir Þorkelsson. Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda var Haukur Otte- sen í fremstu röð bæði í hand- bolta og fótbolta í KR. Meist- araflokksleikir hans á þessum tíma voru 418 í handbolta og 129 í fótbolta. Haukur var ekki há- vaxinn af handboltamanni að vera, en spilaði þrátt fyrir það sem skytta og leikstjórnandi. Hann hafði góðan skilning á leiknum og næmt auga fyrir línu- spili. Fáum sögum fer hins vegar af afrekum hans í vörninni. Haukur var alla tíð mikill KR- ingur. Þrátt fyrir að á sínum tíma hafi blásið á móti og honum boðist tækifæri í öðrum liðum, hélt hann tryggð við sitt félag. Í handboltanum var baráttan lengst af á mörkum fyrstu og annarrar deildar, en uppskeran var þó Íslandsmeistaratitill utan- húss og bikarmeistari. Að lokn- um ferli sínum í meistaraflokki spilaði Haukur í flokki eldri leik- manna og þá komu titlarnir í röðum. Haukur tók að sér þjálfun og þjálfaði fyrst yngri flokka í KR en síðar ýmis félög bæði í karla- og kvennaflokki um áratuga- skeið. Sem þjálfari aflaði hann sér tilhlýðilegrar virðingar leik- manna, en var einnig félagi þeirra, nokkuð sem ekki er öllum lagið. Haukur var iðulega hrókur alls fagnaðar. Sagði skemmtisög- ur úr íþróttunum og henti gaman að mönnum. Einhverju sinni eft- ir tapleik sátum menn niðurlútir inni í búningsherbergi þegar Haukur stóð upp, plantaði sér á mitt gólfið og sagði að ekki væri von á öðru en tapi þegar menn léku svona, og hóf að herma eftir handboltatöktum liðsfélaganna hverjum fætur öðrum. Á undra- skömmum tíma léttist andrúms- loftið. Að loknum handboltaferlinum hóf Haukur að æfa og kasta píl- um með Píluvinafélagi KR. Þar hitti hann og hélt samskiptum við gamla félaga úr KR og ekki var verra að skemmta sér við lít- ils háttar keppni. Síðan tók golfið við og var Haukur að sjálfsögðu drjúgur þar. Haukur gekk í og útskrifaðist úr Íþróttakennaraskóla Íslands samtímis því sem hann keppti hvað mest fyrir KR. Að útskrift lokinni réð hann sig í íþrótta- kennslu suður með sjó og kenndi þar allan sinn starfstíma. Auk íþróttakennslunnar sinnti Hauk- ur um margra ára skeið farar- stjórn. Í hvoru tveggja farnaðist honum vel og víst að agi var ekki vandamál enda komust menn ekki upp með neitt múður við Hauk. Haukur átti sér unaðsreit í sumarhúsi sínu í Öndverðarnesi. Þar voru þau Gulla öllum stund- um við uppbyggingu lóðar og húss í frítíma sínum. Þarna ætl- aði hann að eiga afdrep eftir að hann lauk störfum á síðasta ári. Þau hjónin voru mjög samhent við golfiðkun, voru félagar í Golf- klúbbi Öndverðarness og sinntu þar félagsstörfum. Nú fer að nálgast tuttugu ár síðan við, nokkrir gamlir félagar úr handboltanum í KR, hófum að hittast einu sinni á sumri og halda golfmót. Að golfmóti loknu hefur verið farið í pottinn, grillað og rifjaðar upp gömlu sögurnar, hinar sömu ár eftir ár. Þar var Haukur í essinu sínu, skaut á menn og gerði gaman. Nú fer enn fækkandi í hópnum og Hauks verður sárt saknað. Við vottum Gullu, Ester og Hildi og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Ævar, Gunnar, Hilmar, Friðrik, Ólafur, Haukur, Jón, Kristinn. Haukur Ottesen er fallinn frá á besta aldri. Hann var búinn að koma sér í nýtt húsnæði, stækka sumarbústaðinn, fá sér nýjan bíl og gera allt klárt fyrir efri árin en þá kom höggið, hinn illvígi sjúkdómur krabbameinið. Kynni okkar hófust þegar Guðlaug kona hans byrjaði í vinnu hjá okkur í BYGG fyrir 28 árum. Hjá okkur komst á nokkuð náið sam- band, við tengdumst bæði í sam- bandi við vinnuna og tómstundir, sem er golfið, og einnig í fríum til útlanda en þar naut Haukur sín þar sem hann hafði reynslu sem fararstjóri á sumrin sam- hliða íþróttakennslunni, sem var hans aðalstarf. Farnar voru nokkuð margar starfsmanna- ferðir með BYGG til hinna ýmsu borga og oftast var golfsettið tekið með. Þá var borðaður góð- ur matur og auðvitað irish coffee á eftir. Einnig var farið í fjölda ferða og mörg golfmót með BYGG og ekki stóð á að Haukur mætti. Fyrir um 20 árum komu Haukur og Guðlaug sér smekk- lega fyrir í Öndverðarnesi og átti staðurinn hug þeirra allan. Það var ósjaldan þegar fór að líða að helgi að Haukur var kominn í eldhúsið hjá okkur í BYGG að bíða eftir Guðlaugu sinni til að fara í bústaðinn. Meðan á biðinni stóð var nánast eingöngu rætt um golf og milli Gunna og Hauks var mikill metingur um hvor völl- urinn væri nú í betra ásigkomu- lagi Öndverðarnesið eða Kiðja- bergið. Haukur vildi meina að Öndverðarnesið væri fljótara til vegna þess að það væri neðar og nær sjó, og að sjálfsögðu hans heimavöllur. Það var margt spaugilegt sem kom fram, alltaf var Haukur jafn lúmskt fyndinn. Það er sárt að þurfa að sjá á bak jafn miklum öðlingi og yndisleg- um félaga og Haukur var langt fyrir aldur fram. Lífið er vatn sem vætlar undir brú, og enginn veit hvert liggur leiðin sú. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni aftur hittust við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Kæra Guðlaug, Ester, Hildur, Birgir og barnabörn, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gylfi Gunnar og Svava Kristín. Kveðja frá KR Ljúfur drengur hefur lagt upp í ferðalagið sem okkur sem lifum á þessari jörð er öllum ætlað og ekki verður umflúið, en í þetta sinn var það alltof fljótt. KR-ingurinn og Vesturbæing- urinn Haukur Ottesen lést hinn 8. apríl síðastliðinn, 67 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hann ólst upp á Hagamelnum og var ekki hár í loftinu þegar hann trítlaði í fyrsta sinn vestur á KR-völl á æfingu. Hann byrj- aði í fótboltanum, en fór fljótlega einnig að æfa handbolta. Haukur var í sterkum árgangi sem varð mjög sigursæll. Síðar varð hann landsþekktur íþróttamaður í KR í meistaraflokki um langt árabil, bæði í fót- og handbolta, og mik- ill afreksmaður á því sviði. Hann varð lykilmaður og fyr- irliði í báðum íþróttagreinum. Í fótboltanum var hann öflugur miðjumaður, grjótharður og gafst aldrei upp. Í handboltanum var hann lengst af leikstjórnandi, skoraði mörg mörk og átti eitr- aðar línusendingar sem gáfu mörk. Hann varð bikarmeistari í handboltanum með KR 1982. Leiðir okkar Hauks lágu sam- an árið 1969 þegar ég gerðist þjálfari þriðja flokks í fótboltan- um. Skemmst er frá því að segja að við töpuðum ekki leik þetta sumar og unnum öll mót sem í boði voru. Styrkur hans í fótbolt- anum á þessum árum var mikill baráttuvilji og dugnaður, sem smitaðist til félaganna, sem hann hvatti óspart til dáða, einkum þegar á móti blés. Við höfum frá þessum árum verið góðir kunningjar og alltaf fagnaðarfundir þegar við höfum hist við ýmis tækifæri, aðallega á golfvellinum í seinni tíð, en hann tók ástfóstri við þá íþrótt og náði þar góðum árangri eins og í öðr- um íþróttagreinum sem hann lagði fyrir sig. Haukur lauk íþróttakennara- prófi frá Laugarvatni og átti íþróttakennsla eftir að verða að- alstarf hans á lífsleiðinni, lengst af sem sundkennari í Keflavík. Hann vann einnig mörg ár sem fararstjóri í sólarlandaferðum og þjálfaði einnig töluvert, aðallega handbolta. Í einkalífi var Haukur gæfu- maður, lengst af heilsugóður, átti yndislega konu sem stóð með honum í gegnum þykkt og þunnt, sérstaklega í veikindum hans seinasta spölinn, tvær myndarlegar dætur og barna- börn sem nú kveðja kæran eig- inmann, föður og afa. KR-ingar kveðja Hauk með virðingu og þakklæti fyrir allt það sem hann gerði fyrir félagið sitt. Eiginkonu, dætrum, barna- börnum, systkinum, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum, sem nú kveðja góðan dreng, eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur, með bæn um styrk á erfiðri stund. Á kveðjustund sem þessari hrannast minningarnar upp og eru þær allar góðar og forsjón- inni þakkað fyrir að hafa fengið að verða honum samferða um stund. Blessuð sé minning Hauks Ottesen. F.h. Knattspyrnufélags Reykjavíkur, Guðmundur Pétursson. ✝ Bjarni Hólm Bjarnason fæddist í Kálfárdal í Bólstaðarhlíð- arhreppi í A- Húnavatnssýslu 24. janúar 1927. Hann lést á Hrafnistu í Laugarási 10. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónsson, bóndi í Kálfárdal, f. 1890, d. 1963, og Ríkey Gestsdóttir, f. 1890, d. 1983. Börn Ríkeyjar og Bjarna voru, auk Bjarna, Þorbjörn, f. 1916, d. s.á., Kristín, f. 1917, d. 2002, Þorbjörg Guðrún, f. 1919, d. 2008, Ingólfur, f. 1921, d. 2000, Jón, f. 1922, d. 1946, Steinunn, f. 1923, d. 1986, Jón- fór síðan í Reykjaskóla í Hrúta- firði og lauk þaðan landsprófi. Síðan stundaði hann tilfallandi vinnu til sjós og lands. Þar til hann hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur árið 1953, sem varð hans ævistarf. Þegar Bjarni var rúmlega sextugur hætti hann í lögreglunni og gerðist vaktmaður hjá ÁTVR þar til hann fór á eftirlaun sjö- tugur að aldri. Bjarni kvæntist 16. júní 1956 Ingu Wíum Hansdóttur, f. 1933, d. 1996, frá Reykjum í Mjóa- firði. Börn þeirra eru: 1) Arn- þór Heimir, f. 1. febrúar 1956, kvæntur Lovísu Guðmunds- dóttur. Dætur Arnþórs og Lovísu eru: Jóhanna Sigríður og Kristjana Stella. Dóttir Arn- þórs og Eydísar Ástráðsdóttur er Inga Guðrún. 2) Anna Hlín, f. 6. október 1958. Dóttir Önnu og Þórs Tulinius er Arna Sif. 3) Berglind Hólmfríður, f. 6. des- ember 1962. Gift Þórarni Gests- syni. Börn þeirra eru: Sigur- borg og Aron Örn. Fyrir átti Bjarni Kristínu Herdísi, f. 18. júlí 1955, með Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Kristín er gift Jón- mundi Kjartanssyni. Börn þeirra eru: Erna Björg og Vikt- or Hólm. Inga og Bjarni bjuggu lengst af á Langholtsvegi 158 í Reykjavík en síðustu árin voru þau búsett í Mosfellsbæ. Lang- afabörn Bjarna eru 20 og langa- langafabörnin tvö. Bjarni hóf sambúð 2004 með Kristjönu Guðmundu Jóns- dóttur, f. 1934, d. 29. júní 2020. Kristjana var fædd á Skálanesi í Gufudalssveit. Þau bjuggu í Stykkishólmi fyrstu tíu sambúð- arárin. Fluttu síðan í Mos- fellsbæ og áttu þar heimili, þar til Kristjana veiktist og lést í júní sl. Eftir það bjó Bjarni á Hrafnistu í Laugarási. Útför hans verður gerð frá Guðríðarkirkju 26. apríl 2021 klukkan 13. Streymt verður frá útför: http://streyma.is/streymi Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat as, f. 1925, d. 2020. Dóttir Ríkeyjar var Hulda Aradóttir, f. 1914, d. 1995, og ólst hún upp með móður sinni og fósturföður. Bjarni eyddi fyrstu æviár- um sínum í Kálf- árdal. Þar var lífs- baráttan erfið en með dugnaði og eljusemi komu Rík- ey og Bjarni börnum sínum á legg og veittu þeim gott vega- nesti. Eftir að hafa flust á milli leigujarða í Húnavatnssýslu og Skagafirði keyptu Ríkey og Bjarni ásamt Ingólfi syni sínum jörðina Bollastaði í Blöndudal. Bjarni naut hefðbundinnar barnaskólagöngu þess tíma og Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Þeim fer ört fækkandi sem hófu lífsgönguna í torfbæjum á fyrstu tugum síðustu aldar. Pabbi minn var einn af þeim, fæddur 1927. Hann var yngsta barn fátækra bænda sem bjuggu við þröngan kost á harðbýlli fjallajörð. Honum hefur sjálfsagt ekki verið spáð langlífi þegar hann fæddist. Móðir hans veiktist í kjölfar fæðingarinnar og gat ekki mjólkað barninu. Í stað þess var gömul kona á bænum fengin til að tyggja kjöt eða það sem í boði var og pakka því inn í léreftsdúsu sem barn- ið barnið saug til að nærast og halda lífi. Mér finnst þetta mjög merkileg saga í ljósi þess hve hraustur og líkamlega sterkur hann var fram á síð- ustu ár. Svo hraustur að hann varð nánast þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, yfirleitt talað um hann sem Bjarna sterka, sem þótti á stundum búa yfir tals- vert meiri líkamskröftum en samferðamennirnir. Pabbi minn var stoltur af uppruna sínum og stoltur Ís- lendingur, glaður yfir því að búa í lýðræðisríki. Hann lét sig aldrei vanta á kjörstað, vildi hafa áhrif. Honum var mjög umhugað um að við yrð- um sjálfbær varðandi fæðu- framleiðslu og var ósáttur við að bændur fengju ekki grænu orkuna okkar á sanngjörnu verði. Hann hafði miklar áhyggjur af loftslagsmálum, hvaða framtíð biði langafa- barnanna hans. Pabbi elskaði og gjörþekkti landið sitt, hvort sem um var að ræða náttúruna, söguna eða lífríkið. Hann var óþreytandi að miðla þessum fróðleik til okkar barnanna sinna og var besti fararstjórinn á ferðum okkar um landið. Þekkti hverja þúfu, sagði skondnar sögur af ábúendum og bland- aði inn fróðleik frá landnámi og Íslendingasögunum. Hann var alæta á bók- menntir og las mikið alla tíð. Og var ótrúlega minnugur á það sem hann hafði einhvern tímann lesið. Hann kunni ógrynni af vísum sem hvergi hafa sést á blaði og gat yf- irleitt rifjað upp aðstæður við tilurð þeirra. Það var oft mikil skemmtun að fylgjast með pabba og Boggu systur hans þegar þau hittust á glaðri stund, þá köstuðu þau gjarnan fram vísupörtum og rifjuðu upp sögurnar af gömlu sveit- ungunum. Pabbi var dagfarsprúður maður og seinþreyttur til vandræða. Hann var gæddur góðum húmor og ótrúlega stríðinn. En fyrst og síðast var hann pabbinn sem elskaði börnin sín. Hlustaði og hugg- aði og ekki síst studdi þau til góðra verka. Nú get ég lofað lífið, þótt lokist ævisund. Ég hef litið ljómann og lifað glaða stund. (Stefán frá Hvítadal) Nú er komið að kveðjustund elsku pabbi minn. Ég er inni- lega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér svona lengi og á eftir að sakna þín mikið. Anna Hlín Bjarnadóttir. Bjarni Hólm Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.