Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
✝
Páll fæddist á
Akureyri þann
14. júlí 1932. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri þann 15.
apríl 2021. For-
eldrar hans voru
hjónin Ingibjörg
Júlíana Kristjáns-
dóttir, f. 13. júlí
1908, d. 20. des.
1992, og Jón Krist-
jánsson, f. 1906, d. 1974. Páll var
annar í röð fjögurra systkina.
Elstur var Þengill, f. 1929, d.
2015, Kristján, f. 1937, d. 1987,
og eftirlifandi systir, Rósa, f.
1939.
Páll kvæntist Jóhönnu Aðal-
björgu Þorkelsdóttur, f. á Siglu-
firði 11.11. 1933, þann 18.7.
1953. Þau bjuggu alla sína bú-
skapartíð á Akureyri.
Páll og Jóhanna eignuðust sjö
börn, þau eru:
Nanna Rut, maki Hlynur Páll
Guðmundsson, Kolbrún Helga,
maki Sonja Björg Jóhannsd.,
Júlíus Snær, maki Jenný Birta
Þórisd.
Haraldur, f. 1962, kvæntur
Jóhönnu Sólrúnu Norðfjörð,
sonur þeirra er Jón Páll, fyrir
átti Haraldur a) Viðar, móðir
Hafdís Viðarsd. og Katrínu Mist,
móðir Helga Alice Jóhanns,
maki Jóhann Axel Ingólfsson. Af
fyrra hjónabandi með Jóni Ey-
steinssyni átti Jóhanna Ingi-
mund, maki Alís Ólafsdóttir,
Ólafíu Kristínu, maki Þröstur
Leó Jóhannsson, og Öldu Maríu,
maki Ásgeir Andri Adamsson.
Birgir, f. 1966, kvæntur Sig-
rúnu Birnu Óladóttur, börn
þeirra eru Elín Dóra, maki Jó-
hann Helgi Hannesson, Óli Birg-
ir, maki Tinna Rún Benedikts-
dóttir, Hanna Klara. Fyrir átti
Birgir með Ölmu Axfjörð soninn
Kristján, maki Guðlaug Ragna
Magnúsdóttir.
Margrét, f. 1969, gift Bjarna
Bjarnasyni, börn þeirra eru
Almar Blær, maki Thelma Sól
Hall, Lína Petra, maki Ýmir
Valsson. Fyrir átti Margrét son-
inn Pál Snævar með Jóni Þór
Arnarssyni, maki Páls er Þórdís
Linda Guðlaugsd.
Barnabarnabörnin eru orðin
32.
Páll fæddist í Litlu-Reykjavík
sem stóð við Gránufélagsgötu á
Akureyri, Þar hófu Jóhanna og
Páll einnig sinn búskap árið
1951. Lengst af bjuggu þau í
Skarðshlíð 38 og síðar í Linda-
síðu 4. Á vordögum 2020 fluttu
þau á Dvalarheimilið Hlíð á
Akureyri.
Framan af stafsævinni vann
Páll við ýmis störf, m.a. akstur
flutningabíla og sjómennsku en
lengstan hluta starfsævinnar
starfaði hann sem verkstjóri hjá
Slippstöðinni á Akureyri.
Útför Páls Snævars fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 26.
apríl 2021, kl. 13.
Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins hans nánustu við-
staddir útförina. Athöfninni
verður streymt á facebook-
síðunni Jarðarfarir í Akureyr-
arkirkju – beinar útsendingar
Stytt slóð:
https://tinyurl.com/4h3rgmzr
Streymishlekk má líka finna
á:
https://www.mbl.is/andlat
Jón Ingvar, f.
1951, maki Þórdís
Þorvaldsdóttir,
synir þeirra eru
Snorri Páll, Þor-
valdur og Ingvar,
maki Íris Guð-
mundsdóttir.
Þorkell Jóhann,
f. 1952, börn hans
og Guðrúnar Stef-
ánsd. eru Jóhanna,
maki Guðfinnur
Helgi Þorkelsson, Bjarki Þór,
maki Steinunn Hákonardóttir.
Stefán Kristján, f. 1957, maki
María Guðbjörg Hensley, dóttir
þeirra er Rósa María. Af fyrra
hjónabandi með Höllu Gunn-
arsd. átti Stefán Óðin, Gunnar
Örvar og Matthildi Alice, maki
Jóhann Pétur Fleckenstein,
María átti áður dótturina Báru,
maki Ingi Þór Sigurðsson.
Páll, f. 1961, maki Margrét J.
Kristjánsd., börn þeirra eru
Nú er komið að kveðjustund
elsku Palli minn. Fyrir 19 árum
kynntist ég syni þínum Stefáni
(Bróa) og nokkrum árum síðar
varst þú svaramaður í brúð-
kaupi okkar, það var góður og
fallegur dagur. Þú og Hanna
tókuð einstaklega vel á móti
mér og dóttur minni Báru og
vorum við strax hluti af fjöl-
skyldunni, fyrir það er ég þakk-
lát. Ljúfari mann er erfitt að
finna og aldrei sá ég þig skipta
skapi. En það sem einkenndi
þig fyrst og fremst var mikill
húmor og léttleiki. Sem dæmi
um það má nefna að þegar ég
kynntist Bróa þá bjó ég á Sval-
barðseyri og einhverju sinni
varst þú spurður að því hvað
sonur þinn væri að gera þar,
þitt svar var „hann er að dytta
að einhverju tæki“. Þegar ég
kom inn í fjölskylduna varstu
hættur að vinna en hafðir þá
meiri tíma til að sóla þig á svöl-
unum í Lindasíðu, taka á móti
vinum og fjölskyldu og fara
rúnt um bæinn. Á heimili ykkar
var oft margt um manninn og
ekki skrítið með sjö börn, 26
barnabörn og 32 barnabarna-
börn sem alltaf gátu leitað til
ykkar ef eitthvað bjátaði á. Í
staðinn fyrir sunnudagslæri
buðuð þið öllum í laugardags-
graut og voru það æðislegar
stundir. Þú og Hanna stjönuðuð
við stóra sem smáa á þessum
dögum. Ég og Stefán eignuð-
umst Rósu Maríu 2008, ykkar
yngsta barnabarn, og þó að þið
væruð komin af léttasta skeiði
þá gáfuð þið henni alltaf tíma
og nokkuð oft í 1. og 2. bekk
leitaði hún til ykkar eftir skóla,
fékk eitthvað gott að borða,
hlýjan faðm og gott samtal. Eitt
er víst í þessu lífi Palli og það
er að á endanum kveðjum við
og fáum hvíld. Eftir sitja að-
standendur og syrgja. En í
sorginni er einnig gleði því þá
lítur maður til baka, minnist
gleðilegra stunda og finnur til
kærleiks þegar við rifjum upp
þann tíma sem við áttum sam-
an. Við sem eftir erum munum
passa gullið þitt, Hönnu, eins
vel og við getum og halda utan
um hana. Að lokum vil ég þakka
þér Palli fyrir að vera nákvæm-
lega eins og þú varst og takk
fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman. Ég fékk leyfi frá
barnabarni þínu, Rósu Maríu,
til að hafa ljóð frá henni með í
þessari kveðju.
Sorgin
Sorgin situr enn í hjarta þínu.
Þú liggur ein í móa
og sól og vindur
blása burt öllum sorgum þínum.
Kveðja,
María Hensley.
Páll Snævar
Jónsson
Fyrir skemmstu
barst okkur sú
harmafregn að
gengin væri Þyri
Kap, hjartkær dönskukennari
okkar úr Menntaskólanum í
Reykjavík. Þyri var bæði um-
sjónar- og dönskukennari okkar
og varð okkur fljótt ljóst að Þyri
var hress, metnaðarfullur og
vandaður kennari. Með sanni má
segja að Þyri hafi verið einn
þeirra kennara, sem eru okkur
einna minnisstæðastir og markað
hafa hvað dýpst spor um okkar
skólagöngu.
Segja má að dönskukennsla
Þyri hafi verið föst í formi, hefð-
bundin og árangursrík. Eftir-
minnilegust úr dönskutímum
hlýtur að vera ítarleg yfirferð yf-
ir vel valda leskafla og smásögur,
sem við nemendurnir lásum upp-
hátt og þýddum jafnóðum yfir á
íslensku. Þyri lagði áherslu á að
námsefnið hefði víðtæka skír-
skotun og kæmi okkur að góðum
notum um langa framtíð. Þrátt
fyrir að ekki sé langt síðan við yf-
irgáfum kennslustofu Þyri hafa
þessi orð margsannað sig. Þyri
hafði einstakt lag á því að verð-
launa nemendur fyrir góða
frammistöðu en lét mann og
rækilega vita af því ef þýðing-
arnar voru losaralegar eða und-
irbúningur ófullnægjandi. Fáir
höfðu jafnmeistaralegt vald á því
að kveða niður rostann í hofmóð-
ugum menntaskólanemum þegar
við átti; það gerði hún þó ætíð af
Þyri Kap
Árnadóttir
✝
Þyri Kap Árna-
dóttir fæddist
6. nóvember 1948.
Hún lést 27. mars
2021.
Jarðarför Þyri
fór fram 20. apríl
2021.
stöku rólyndi og
með hnyttnum at-
hugasemdum svo
flesta setti hljóða ef
þeir höfðu áður ætl-
að sér að vera með
uppsteyt. Þyri var
hreinskiptin en
engu að síður hafði
hún til að bera
mikla góðvild og
væntumþykju í garð
nemenda sinna en
þessir eiginleikar komu glögg-
lega í ljós þegar hún var umsjón-
arkennari okkar í 4. bekk.
Þyri kenndi okkur ekki aðeins
dönsku heldur miðlaði hún
mörgu til okkar, sem ekki er að
finna í neinni námskrá. Þessu til
vitnis megum við til með að
minnast þess þegar hún hvatti
okkur til þess að hlusta á Rás 1 –
þannig öðluðust menn almenna
siðfágun. Að auki líður okkur
seint úr minni brýning Þyri til
okkar að halda merkjum ís-
lenskrar tungu á lofti og hafði
hún af miklu að miðla í því efni,
m.a. margháttuðum fróðleik um
orðsifjar og uppruna orðtaka.
Gagn og gaman höfðum við af
því að halda sambandi við Þyri
eftir að hún hætti að kenna okk-
ur. Áttum við oft skemmtileg
samtöl við Þyri á skólasvæðinu
og ánægjulegt var til þess að vita
að hún léti sig hagi manns og
gengi varða. Þrátt fyrir að Þyri
hafi að eigin sögn ekki verið mik-
ill tölvumógúll þá var hún virk á
Facebook og skemmtilegt var að
halda við hana tengslum þar.
Af fleiri fundum verður víst
ekki í bráð og sýtum við mjög að
okkur hafi ekki auðnast að þekkj-
ast kaffiboð í sumarhús þeirra
Trausta í uppsveitum Árnes-
sýslu. Við hlökkum til fjörugra
endurfunda einhvern daginn þar
sem vafalaust verða á boðstólum
øllebrød og cailles en sarcophage
að hætti Babettu; að sjálfsögðu
verður líka skálað í Amontillado.
Að skilnaði þökkum við auðmjúk-
lega fyrir ánægjuleg kynni,
kennslu og vinarþel.
Sendum við eiginmanni og
fjölskyldu Þyri innilegustu hlut-
tekningarkveðjur.
Dagur Ágústsson og
Þorsteinn Davíð
Stefánsson.
Kæra skólasystir. Það er
skrítið að einstaklingur sem mað-
ur hittir hressan og kátan fyrir
nokkrum mánuðum hafi nú kvatt
þennan heim. Ég er þó alveg viss
um að það verður tekið vel á móti
þér, kæra Þyri, og að þín bíði
hlutverk í æðri heimi sem við
ekki sjáum. Mig langar að minn-
ast skemmtilega atviksins í Perl-
unni þar sem við mættum með
bros á vör í árgangshitting. Við
sátum og biðum eftir fleirum á
borðinu okkar, áttum skemmti-
legar samræður í tvo klukkutíma
og enginn annar mætti. Kom þá í
ljós að hópurinn okkar hafði sest
við nýtt borð og við sáum þau
aldrei. En það var gaman að
heyra hvað þið voruð glöð og nut-
uð daganna og verkefna í sum-
arbústaðnum og fleiru. Þetta
skapaði mikinn hlátur þegar upp-
götvað var að hópurinn hafði set-
ið sitthvorumegin við stigann á
þessum stóra veitingastað. Ég
minnist líka áranna í Vestmanna-
eyjum þegar við byrjuðum í 12
ára bekk. Við ákváðum að sitja
saman og verða vinkonur. Þú
varst alltaf svo skipulögð og dug-
leg að læra. Það var góð fyrir-
mynd fyrir mig sem var flökk-
urófa, alltaf að skipta um skóla
og hafði allt of mikið af áhuga-
málum. Við hugsum til þín, Þyri
mín, og sjáum brosið þitt sem
náði allan hringinn og dillandi
hláturinn. Árgangurinn okkar
1948 úr Eyjum er alveg einstak-
ur, þar er mikil samheldni og
hlýja og við hittumst áfram einu
sinni í mánuði til að rifja upp
gamla góða daga og ræða lífsins
gang. Næsti fundur verður í maí í
Vestmannaeyjum og þá ætlum
við að hugsa til þín og senda þér
vinakveðjur. Ég sendi Trausta og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Hvíl þú í friði.
Hildur Jónsdóttir og skóla-
systkin, árgangur 1948 úr Eyj-
um.
Hildur G. Jónsdóttir.
Kær vinkona mín, Þyri Kap,
lést skyndilega þann 27. mars,
einum sólahring eftir að hafa ver-
ið bólusett gegn Covid-19. Við
Þyri kynntumst ungar og við
fylgdumst að í gegnum lífið. Þótt
oft liði nokkur tími á milli sam-
skipta þá var alltaf eins og við
hefðum talað saman fyrir stuttu.
Við töluðum oft um að við þyrft-
um að tala oftar saman því þá
þyrftum við ekki að tala svo lengi
í einu. Við Þyri kynntumst í
Kennaraskólanum árið 1964.
Þyri Kap var fædd og uppalin
Vestmanneyingur og kom til
Reykjavíkur til að fara í Kenn-
araskólann. Hún var ákaflega
stolt af Kap-nafninu og nýlega
mátti lesa viðtal við hana um
nafnið. Þar kemur fram að Kap
er stytting á kvenmannsnafninu
Kapítóla en á sér nærri eitt
hundrað ára gamla sögu sem
skipsnafn í Eyjum. Amma Þyri
hét Þuríður Kapítóla og var alltaf
kölluð Kap. Þyri leigði herbergi
öll námsárin en hún kvartaði
aldrei þó það hafi oft verið ein-
manalegt. Við urðum fljótt vin-
konur og við sátum saman öll ár-
in í Kennaraskólanum og vorum
óaðskiljanlegar. Eftir lok kenn-
aranámsins giftist Þyri Trausta
Leóssyni. Þau fluttu fljótlega til
Danmerkur þar sem Trausti var
við nám og Þyri vann í Magasin
du Nord. Um tíma bjuggum við í
sama húsi í Kaupmannahöfn og
vorum því einnig í nánu sam-
bandi þar. Eftir að Þyri flutti
heim fór hún að kenna dönsku og
seinna tók hún BA-próf í dönsku
við HÍ. Þyri kenndi dönsku allan
sinn starfsaldur, fyrst í grunn-
skóla og seinna í MR. Hún hafði
mjög ákveðnar skoðanir á
kennslumálum og var fagleg og
rökföst í sínum málflutningi. Þyri
þótti vænt um Danmörku og flest
það sem danskt var. Hún talaði
góða dönsku og var fróð um Dan-
mörku. Hún var formaður Félags
dönskukennara 1997 til 2001 og
vildi alltaf hag dönskunnar sem
mestan. Þyri var einstök kona
fyrir margra hluta sakir. Hún
var bráðskörp, rökföst, sam-
viskusöm og bóngóð. Það vakti
athygli hvað hún talaði fallegt og
kjarnyrt íslenskt mál og hún var
mjög skýr í framsetningu og rök-
föst. Hún var vel lesin og fróð um
allt milli himins og jarðar. Hún
setti sig vel inn í mál sem voru
henni hugleikin og aflaði sér upp-
lýsinga áður en hún tjáði sig. Það
var alltaf hægt að treysta því að
hún hafði kynnt sér málin vel áð-
ur en hún lét skoðanir sínar í ljós.
Ég leitaði stundum eftir átliti
hennar á ýmsum málum. Þá
sagðist hún oft hafa samband
fljótlega því hún ætlaði að kanna
málið. Eftir að hún hafði lagst í
rannsóknarvinnu kom svar með
útskýringum og dæmum. Þyri og
Trausti voru afskaplega samrýnd
og var auðvelt að sjá þá gagn-
kvæmu virðingu sem þau báru
hvort fyrir öðru. Þyri var stolt af
börnunum sínum þremur,
tengdabörnum og barnabörnum.
Barnabörnin sem eru fimm áttu
hug hennar allan. Hún naut sam-
vista við þau og talaði oft um þau.
Þrjú barnabarnanna búa erlend-
is. Yngsta barnabarnið náði hún
því miður ekki að sjá nema með
hjálp tölvutækninnar vegna Co-
vid-ástandsins en hún hlakkaði
til að geta farið til Danmerkur og
heilsað upp á þann litla. Við hjón-
in vottum Trausta, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúð.
Þórunn Erna Jessen.
Í aldanna rás hefur margt ver-
ið sagt og ritað um dauðans
óvissa tíma. Eftir því sem mað-
urinn eldist og þessi óvissi tími
færist nær, þegar ættingjar og
vinir taka að hverfa á braut leita
hugleiðingar um þessa endan-
legu kveðjustund á huga manns í
æ ríkara mæli. Dugar það þó lítt
til að lina sorgina þegar hin óum-
flýjanlega stund rennur upp.
Einkum er sárt þegar maðurinn
með ljáinn svindlar á röðinni og
rífur á brott vini og ættingja
langt um aldur fram. Fólk sem
oft hefur gefið mikið af sér og á
mikið eftir enn. Þannig er með
Þyri Kap Árnadóttir sem við
kveðjum í dag. Ég kynntist Þyri
fyrst er hún hóf búskap með
skólafélaga mínum og vini
Trausta Leóssyni. Okkur varð
fljótt vel til vina og hélst sá vin-
skapur alla tíð síðan. Þau hjón
fluttu til Kaupmannahafnar er
Trausti hóf þar nám í bygging-
arfræði. Ári síðar kom ég einnig
til Hafnar til náms og þá var gott
að geta notið hjálpsemi þeirra við
að yfirstíga ýmsa byrjunarörðug-
leika. Ég var síðan tíður gestur í
litlu íbúðinni þeirra við Todes-
gade á Nörrebro og þar var oft
glatt á hjalla og margt skrafað og
mörg lífsgátan leyst. Þar innsigl-
aðist endanlega sú vinátta sem
enn varir. Þau hjón hafa alla tíð
verið mjög gestrisin og gestgjaf-
ar af guðs náð og þar var „altid
plads til en til“.
Eftir heimkomu til Íslands að
loknu námi héldust þessi tengsl
og dýpkuðu ef eitthvað var. Börn
þeirra komu í heiminn eitt af
öðru; Silja 1974, Tumi 1975 og
Sindri 1985. Þau vöndust mér
jafnóðum sem hluta af tilverunni
og mér var úthlutuð heiðursnafn-
bótin „hyggeonkel“.
Þyri var afar heilsteypt og gef-
andi manneskja á alla lund og
sannur vinur. Hún var vel
menntuð á kennslu- og uppeld-
issviði og farsæll kennari. Víðles-
in og fróð og ófeimin að mynda
sér skoðanir og ræða þær. En
ekki síst var hún ætíð vakin og
sofin yfir velferð og vellíðan fjöl-
skyldunnar. Þau hjón voru alla
tíð mjög samhent í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þau höfðu
yndi af því að ferðast bæði innan-
lands og utan og komu sér upp
sumarbústað þar sem þau undu
sér löngum stundum. Seinni árin
hafa ferðalög utanlands mest
snúist um heimsóknir til sona
sinna, tengdadætra og barna-
barna, Tuma og Jennifer, Andra
og Kára í Fairbanks Alaska sem
og Sindra og Sarah sem eiga 6
mánaða son og búa í Kaup-
mannahöfn. Þetta yngsta barna-
barn sitt hafði þeim þó ekki lán-
ast að heimsækja sökum
takmarkana er Covid-faraldur-
inn hefur sett á ferðalög og ég
veit að amman beið með eftir-
væntingu eftir afléttingu ferð-
stakmarkana svo hún mætti
vefja hann örmum.
Kæri vinur Trausti, Silja og
Florian, Tumi og Jennifer, Sindri
og Sarah, ykkar fjölskyldur og
aðrir aðstandendur. Hugheilar
samúðarkveðjur til ykkar allra,
ykkar missir er mikill.
Jóhann og María.
Ástkær amma okkar, systir og frænka,
KRISTÍN EVA ÁRNADÓTTIR
einkaritari,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 14. apríl
síðastliðinn. Útför fer fram 27. apríl. Sökum
aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Útförinni verður streymt, ef óskað er eftir aðgengi að streyminu
hafið samband utforkristinarevu@gmail.com.
Dave Sullivan
Jon Sullivan
Kristina Ásdís Sullivan
Anna Árnadóttir og dætur
Ástkær systir okkar og mágkona,
AÐALBJÖRG S. GUNNARSDÓTTIR
(ASSÝ),
Lindargötu 61,
lést á Landspítalanum Fossvogi 20. apríl.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 30. apríl klukkan 13.
Björg Gunnarsdóttir Finnbogi Sigurðsson
Ágústa Gunnarsdóttir
Þorvarður Gunnarsson Þórlaug Ragnarsdóttir
Jón Gunnarsson Sigríður G. Sverrisdóttir
Helga Gunnarsdóttir