Morgunblaðið - 26.04.2021, Side 24

Morgunblaðið - 26.04.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimasíðuna islandshus.is 40 ára Helga er Reyk- víkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Laugardalnum. Hún er þroskaþjálfi og lög- fræðingur að mennt og er sjálfstætt starfandi lögmaður. Maki: Björn Önundur Arnarsson, f. 1981, rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá Origo. Börn: Elínborg Jóhanna, f. 2012, Björg- vin Arnar, f. 2015, og Hildur Björg, f. 2018. Foreldrar: Baldvin Hafsteinsson, f. 1955, hrl. og aðstoðarmaður forstjóra Sjúkra- trygginga Íslands, og Björg Viggósdóttir, f. 1952, skurðhjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum. Helga Baldvins Bjargardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er erfitt að kvarta ekki, en ef þú losar þig við þann leiða vana er það líklega besta leiðin til þess að ná takmarkinu, jafn- vel fyrir áramót. 20. apríl - 20. maí + Naut Sjálfsmynd þín þarfnast þess nú að vita hversu einstakur/einstök þú ert. Nýttu öll tækifæri sem gefast til að gleðjast yfir líf- inu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hlustaðu á hjarta þitt þótt ekki sé það sársaukalaust. Finndu út hvar þú stend- ur tilfinningalega, andlega og líkamlega áður en þú tekur næsta skref. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Reyndu að finna leið til að tjá alla þessa iðandi gleði sem þú geymir innra með þér. Notaðu alla þína persónutöfra til að greiða fyrir velgengni þinni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fólk lítur þig jákvæðum augum í dag, meira en endranær. Vinur er sá er til vamms segir, þú ættir að hlusta. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Smáupplyfting gerir þig bara betur færa/n um að taka upp þráðinn aftur í próflestrinum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Gott er að vinna fram í tímann ef þú getur það. Leyfðu barninu í þér að gægjast fram. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Alls kyns hlutir koma upp á yfirborðið og valda vandræðagangi í sam- skiptum þínum við aðra. Þú ert full/ur af góðum hugmyndum, byrjaðu að fram- kvæma. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Í dag er tíminn til að hringja í vini sína. Allt of langt er síðan þú gerðir það. Það tekur á að þurfa að viðurkenna mistök, en betra er seint en aldrei. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það á eftir að koma þér á óvart, hversu margir geta hugsað sér að fylgja þér að málum. Skilaðu skömminni til þess sem hana á. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú munt líklega hitta einhvern sem lítur heiminn allt öðrum augum en þú í dag. Horfðu fram á veginn, fortíðin er liðin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Kynntu þér menn og málefni áður en þú myndar þér skoðanir. því í ársbyrjun 2020. „Svo tók ég þátt í skondnu nýsköpunarverkefni í ferðamennsku með vinkonum mínum 2015 sem hét Wonderwagon, þar sem við ókum strætó með stórum flygli og kristalsljósakrónu, fullum af túr- istum, um bæinn og tókum upp í hann alls konar listamenn sem fóru með ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sögðu frá útilistaverkum eða frömdu gjörn- inga. Það var með því æsilegra sem við æskuvinkonurnar höfum gert saman.“ myndskreytti Óskar Jónasson. Félagsstörf Evu snerust lengi vel um gömlu byggðina í miðborg Reykjavíkur þar sem hún átti sæti í miðborgarstjórn frá stofnun hennar um aldamótin og síðar varð hún fyrsti formaður Íbúasamtaka miðborg- arinnar. Eftir að Eva flutti úr mið- borginni 2010 átti hún sæti í Húsa- friðunarnefnd ríkisins til ársins 2012. Eva varð síðar formaður fagráðs um umferðarmál. Hún hefur verið vara- formaður Íslenskrar málnefndar frá E va María Jónsdóttir fæddist 26. apríl á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. „Ég ólst upp hjá ungum for- eldrum mínum miðsvæðis í Reykja- vík, lengst af í Hlíðunum þar sem ég gekk í Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands.“ Tvö sumur dvaldi Eva á Svarfhóli í Borgarfirði við leik og létt störf. Hún vann sem unglingur gjarnan úti á landi, t.a.m. á sumar- hótelinu í Reykholti og við mótttöku ferðamanna í Skaftafelli og á Mý- vatni. Eftir skyldunám hóf Eva nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég fór sem skiptinemi til Winnipeg í Kanada og bjó hjá föðursystur minni, Sigríði Hjörleifsdóttur, og fjölskyldu hennar.“ Að menntaskóla loknum var stefnan sett á Frakkland. Eva lærði frönsku í Université Catholique de Lyon árið 1991. Þá um haustið hóf hún nám í almennri bókmenntafræði og frönsku við Háskóla Íslands. Eva fór sem fyrsti Erasmus-skiptineminn frá Íslandi til Svartaskóla í París haustið 1992 og dvaldi þar skólaárið. Eftir heimkomuna 1993 hóf Eva störf við Ríkisútvarpið, bæði sjón- varps- og útvarpshlutann. Þar starf- aði hún við dagskrárgerð með stutt- um hléum næstu tuttugu árin. Hléin nýtti Eva til að taka þátt í dagskrár- gerð og kynningum fyrir Listahátíð í Reykjavík, stjórna norrænu kvik- myndahátíðinni Nordisk Panorama og gera viðtalsþáttaröðina Einu sinni var fyrir Stöð 2. Eftir að yngsta dótt- irin byrjaði í leikskóla skráði Eva sig í meistaranám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands og lauk því í árslok 2015. Í ársbyrjun 2016 hóf Eva svo störf hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Eitt af fyrstu verkefnum mínum við Árnastofnun var að koma saman vinafélaginu Vin- ir Árnastofnunar. Núna sinni ég ýms- um verkefnum á stofnuninni sem tengjast miðlun menningararfsins og tungumálsins.“ Í þeim anda hefur Eva sent frá sér tvær bækur ætlaðar börnum, Dans vil ég heyra (2011) og svo í félagi við samstarfskonu sína Rósu Þorsteinsdóttur, Skuggahliðin jólanna (2019). Báðar bækurnar Eva hlaut Edduverðlaunin 1999 fyrir besta sjónvarpsþáttinn, en það var fyrir þættina Stutt í spunann. „Ég hef áhuga á að vera úti og er gefin fyrir matseld, börn og dýr, golf og dans,“ segir Eva að lokum um áhugamál sín. Fjölskylda Eiginmaður Evu er Sigurpáll Sigurgeirsson Scheving, f. 27.5. 1964, hjartalæknir. Þau eru búsett á Sel- tjarnarnesi. Foreldrar Sigurpáls: Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur og miðlari – 50 ára Fjölskyldan Stúdentsveisla elstu dótturinnar, Matthildar, árið 2019. Miðlar menningararfinum Hús íslenskunnar Eva skoðar gróskuna í grunninum að Húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu, en bygging þess er komin vel á veg núna. WonderWagon-stökk Eva ásamt Nönnu Hlíf Ingvadóttur og Ilmi Stefánsdóttur. 30 ára Karen ólst upp á Akureyri og Grenivík og býr á Akureyri. Hún er leikskólakennari að mennt og vinnur á leikskólanum Hólma- sól. Maki: Hafsteinn Ingi Pálsson, f. 1988, vélamaður hjá G. Hjálmarsson. B0rn: Kartín Anna, f. 2013, Aron Heiðar, f. 2019, og Stefán Birnir, f. 2021. Foreldrar: Guðbjörg Heiða Jónsdóttir, f. 1973, hjúkrunarfræðingur á Grenil- undi, búsett á Grenivík, og Stefán Pálmason, f. 1970, sölumaður hjá Coca-Cola European Partners, búsett- ur á Akureyri. Karen Sif Stefánsdóttir Til hamingju með daginn Akureyri Stefán Birnir fæddist 5. jan- úar 2021 kl. 19.47 á Akureyri. Hann vó 4.224 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Karen Sif Stefánsdóttir og Hafsteinn Ingi Pálsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.