Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 97. tölublað . 109. árgangur .
ALDURSMET OG
FJÖLBREYTNI
Á ÓSKAR
LIÐSKIPANIN UMTÖLUÐ
ÆVINTÝRALEG
SPENNA Í KJÖLFAR
SIGURS HATTAR
STJÓRNMÁLIN 14 KÖRFUBOLTI 27NOMADLAND BEST 28
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Steingrímur Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyr-
ar, vonast til að staðan verði
þokkaleg síðsumars hvað ferða-
þjónustuna varðar. „Það fóru að
detta inn bókanir um og eftir
páska. Þetta fer hægt og rólega af
stað og er í takt við okkar áætl-
anir. Ég geri ráð fyrir að erlendir
ferðamenn verði á bilinu 5-600
þúsund í ár. Þetta ferðamannaár
verður álíka og í fyrra. 2020 byrj-
aði vel og svo var sumarið ágætt.
Ég á samt ekki von á að ferðaiðn-
aðurinn komist á neinn skrið fyrr
en á næsta ári.“
Bílaleiga Akureyrar gíraði sig
niður á síðasta ári og seldi eldri
bíla. „Við keyptum líka 800 bíla á
síðasta ári og munum kaupa ann-
að eins í ár. Við
ætluðum að
kaupa 1.200-
1.300 bíla í fyrra
en færðum hluta
þeirra yfir á
þetta ár. Við
kaupum samtals
1.600-1.700 bíla,
sem er ágætis
endurnýjun. Við
erum klárlega
með nýjasta flotann. Við viljum
halda flotanum eins nýjum og
mögulegt er,“ segir Steingrímur.
Ferðamenn bóka bíla seinna
Þorsteinn Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri bílaleigunnar Blue
Car Rental, segir í samtali við
Morgunblaðið að farið sé að lifna
yfir bókunum fyrir sumarið. „Bók-
anirnar ljúga engu. Við sjáum
aðeins komið af bókunum í maí og
svo stigvaxandi inn í sumarið,“
segir Þorsteinn.
Hann segir að nú bóki fólk bíla
með skemmri fyrirvara en í venju-
legu árferði. Ferðamenn taki var-
færin skref. Algengt sé að fólk
bóki fyrst flug, svo gistingu og þá
bílaleigubíl.
Spurður um stöðuna á bílaflot-
anum og hvernig gangi að liðka
bílana fyrir komandi átök segir
Þorsteinn að fyrirtækið sé byrjað
að hreyfa bílana en það gangi
hægar en venja er. Blue Car Rent-
al haldi úti hundruðum bíla en
fyrirtækið hafi eins og önnur félög
í sömu stöðu verið í lamasessi
vegna veirunnar. Talsverð vinna
fari í að gera allt klárt enda flot-
inn búinn að standa óhreyfður
lengi með tilheyrandi vanda-
málum. »12
Bílaleiga Akureyrar kaupir
800 nýja bíla á þessu ári
- Spáir svipuðum fjölda erlendra ferðamanna í ár og 2020
Steingrímur
Birgisson
Margir nýttu tækifærið og kíktu út í veðurblíðuna í gær. Ljóst
er að styttast fer í sumarið og voru þessi ungmenni ekki lengi
að svara kallinu og skella sér út í góða veðrið. Veðurspáin lít-
ur vel út á höfuðborgarsvæðinu í dag en spáð er átta gráða
hita og sól í Reykjavík. Áfram verður léttskýjað á morgun en
skýjað með köflum vestantil og lítilsháttar súld síðdegis.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sólin farin að láta sjá sig á höfuðborgarsvæðinu
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Eins og þetta er framkvæmt núna
er þetta ekkert annað en neyslurými
og það eykur einungis vandann,“
segir Baldur Borgþórsson, vara-
borgarfulltrúi Miðflokksins, og vísar
til smáhýsaverkefnis Reykjavíkur-
borgar en Morgunblaðið greindi frá
því um helgina að mikil óregla og
sóðaskapur einkenndi nýja smá-
hýsabyggð í Gufunesi í Reykjavík.
Baldur segir það „hreint út sagt
skelfilegt að planta fárveiku fólki eft-
irlitslausu úti í móa“ og gagnrýnir
smáhýsastefnu borgarinnar harð-
lega. Hún muni einungis valda meiri
neyslu.
Á geymslusvæði í Skerjafirði hafa
yfir 20 smáhýsi staðið óupphituð og
afskipt í rúmt ár. Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir
fermetraverð smáhýsa yfir einni
milljón. „Svo dagar þau bara uppi á
geymslusvæði,“ segir hann. »10
Neysla muni aukast
- Smáhýsastefnan harðlega gagnrýnd
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjárfesting Hér sést lítill hluti þeirra smáhýsa sem eru í borgargeymslunni.