Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 4
Ljósmynd/Þorvaldur Þórðarson Meradalir Talsvert hraun rann niður í Meradali um síðustu helgi. Bruce Houghton, ríkiseldfjallafræðingur Havaíríkis, sést hér framan við gríðarstórt bjarg, hraunbolta, sem valt eins og snjóbolti niður hraunána og bætti utan á sig þar til hann stöðvaðist fremst í nýju hrauntungunni niðri í Meradölum. Gönguleið A Gönguleið B M e ra d a li r Fagradals- fjall Stóri-Hrútur Borgarfjall Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum Suðurstrandarve gur Gosop Hraunflæði (25. apríl) Hættusvæði vegna nýrra gosopa Hættusvæði vegna mögulegs framhlaups (60 m frá hraunjaðrinum) Stikaðar gönguleiðir Vefmyndavélar G ru n n k o rt / h e im il d : Is k o rt .i s – U p p fæ rt 2 5 .a p rí l2 0 2 1 MBL RÚV 2 RÚV 1 1 km 2 km 2 km 3 km 3 km Gri nd aví k Krýsuvík sást á nýju tungunni niðri í Meradöl- um á sunnudag, aðeins heyrðist frá henni skriðhljóð. „Það var svakalega stór hraun- bolti alveg fremst í hrauntungunni, 4-5 metrar í þvermál. Hann hafði greinilega oltið niður hraunána sem myndaðist í þessu yfirhlaupi. Þetta hefur verið eins og snjóbolti sem safnaði utan á sig hrauni þegar hann valt þarna niður,“ sagði Þorvaldur. Gass gæti gætt fram á dag Gasspá Veðurstofunnar í gær gerði ráð fyrir því að gas frá eldgos- inu gæti mælst á höfuðborgarsvæð- inu í nótt sem leið og eitthvað fram á daginn í dag. Gígar gætu verið að sökkva í hrauntjörn - Sýnilegar breytingar á virkni - Spurning hvað er að gerast Ljósmynd/Þorvaldur Þórðarson Geldingadalir Sýnileg virkni var minni í elstu gígunum á sunnudaginn var en hafði verið fram að því. Meginhraun- flæðið kom úr þessum eldgíg sem opnaðist 13. apríl. Vel er fylgst með framvindu eldgossins. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Gosið heldur sínum dampi. Það var lítil sýnileg virkni í elstu gígunum á sunnudag þegar ég var þarna. Það rauk vel úr þeim syðsta og af og til sást í pínulitla glóð í þeim nyrðri,“ segir dr. Þorvaldur Þórð- arson, prófessor í eldfjallafræði. Hann telur hægt að túlka þessa stöðu á ýmsa vegu. „Það væri hægt að túlka þetta þannig að það sé að fara að slökkna á elstu gígunum og að virknin færist þá öll í gígana sem eru virkir þar norðan við. Svo getur verið að það sé komin svo mik- il hrauntjörn í dalinn að hún nái yfir gígbarmana. Þeir geta samt sem áð- ur haldið áfram að dæla út kviku. Sem stendur er ekki hægt að gera upp á milli þessara túlkana, þetta verður bara að koma í ljós.“ Þorvaldur segir að sér kæmi ekki á óvart að gígarnir séu að kaffærast í kviku. Á endanum geti sú orðið raunin með alla gígana, ef gosið heldur áfram. Þá mun kvikan renna beint inn í hrauntjörnina sem demp- ar alla virkni. Hraunflæðið heldur þá áfram út frá hrauntjörninni. Yfirhlaup úr hraunánni Hraunspýjan sem fór niður í Meradali um síðustu helgi var yfir- hlaup. Barmur stóru hraunárinnar, frá gígunum sem opnuðust 13. apríl, brast á einum stað og ein álman fór yfir eldra hraunið og alveg niður í dalbotn í Meradölum. Eftir það stoppaði yfirhlaupið. Þorvaldur seg- ir að þetta geti vel gerst aftur. Skammt er nú á milli nýju hraun- anna í Meradölum. Ekkert skrið Þorvaldur Þórðarson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 19. maí kl. 17:00. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á ársfundinum og/eða hafa aðgang að streymi fundarins. Skráning fer fram á vefnum birta.is Ársfundur 2021 Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn þriðjudaginn 11. maí kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti. Til fulltrúaráðs launamanna Upplýsingar um fundina má finna á vefnum birta.is Aðalmeðferð hóst í gærmorgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Marek Moszcynski, sem ákærður er fyrir að hafa kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg síðasta sumar með þeim afleiðingum að þrír létust. Marek neitaði sök um manndráp og íkveikju við þingfestingu málsins síðasta haust. Þrír geðlæknar hafa metið Marek ósakhæfan. Í ákærunni er maðurinn sagður hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð, á tveimur stöð- um á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þrír létust í brunanum; 24 ára kona, 21 árs karlmaður og 26 ára kona. Lýsingar vitna sem komu fyrir dómara vöktu óhug meðal þeirra sem viðstaddir voru í gærmorgun. Eitt vitnanna lýsti því að hann hefði séð nágrannakonu sína logandi á gangi hússins þegar hann varð elds- ins var. Marek segist ekki sekur - Viðamesta morðmál Íslandssögunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Marek Moszcynski, sakborningur í málinu, í dómsal í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.