Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir all-mörgum ár-um varð
hugtakið „litli
símamaðurinn“
þekkt. Þar er átt
við uppljóstrara
sem kemur á fram-
færi „við almenning“ einhverju
sem leynt á að fara, að mati
„ráðamanna“, en ekki sé endi-
lega víst að slík leynd væri í
þágu almennings eða í anda
upplýsingalaga og annarra
gildandi fyrirmæla sem tryggja
skulu gagnsæi stjórnsýslunnar.
Í Bandaríkjunum hafa mál
þróast þannig að „litlu síma-
mennirnir“ eru í miklum meiri-
hluta flokksbundnir demókrat-
ar eða ákafir stuðningsmenn
þess flokks. Á meðan forsetar
sitja úr röðum Demókrata-
flokksins fækkar uppljóstr-
urum verulega. Einhver gæti
skotið því inn í hér að leiðtogar
úr ranni demókrata væru al-
mennt séð miklu ólíklegri til að
aðhafast eitthvað vafasamt í
valdastarfi sem væri persónu-
lega þýðingarmikið fyrir þá að
færi leynt heldur en hinir
vondu repúblikanar. Síðari
tíma saga staðfestir ekki þá
pólitísku óskhyggju. En hún
undirstrikar hins vegar með
þéttum línum hversu móttæki-
legur stærsti hluti veglegustu
fjölmiðlamanna er fyrir „rétt-
um“ uppljóstrunum. Það hvern-
ig fjölmiðlagerið „fréttir ekk-
ert“ um algjörlega óboðlega
framkomu og verndun Hunters
Bidens er lítið dæmi en segir
mikla sögu.
Í gær kom mál með óvæntum
hætti í kastljós fréttanna. Þá
var lekið bútum úr samtali sem
Zarif utanríkisráðherra Írans
átti fyrir skömmu. Talsmenn
utanríkisráðuneytisins í
Teheran segja lekann ekki að-
eins vera lögbrot heldur sé þar
um að ræða glæpsamlegt verk
af alvarlegasta tagi. Og það
gefur í raun augaleið að svo sé,
að mati stjórnvalda í Íran. Mál
sem varða kjarnorkuvopn lúta
hæsta trúnaðarstigi allra
kjarnorkuvelda og ekki síður
þeirra ríkja sem eru að rembast
við að komast í þann hóp og eru
Norður-Kórea og Íran þar ofar-
lega á blaði.
Það kom í byrjun á óvart að
talsmaður Zarifs utanríkis-
ráðherra ber ekki við að afneita
þeim samtalsbútum sem þegar
hafa lekið. Þeir draga þó upp þá
mynd að þarna hafi verið rætt
við velþekktan hagfræðing sem
notið hafi mikils trausts og
samtalið hafi alls ekki verið
ætlað til birtingar. Það var
beinlínis hugsað til fróðleiks
fyrir síðari tíma. Og þá væri
verið að hugsa til framtíðar sem
langt væri undan. Samtalið
hefði tekið einar sjö klukku-
stundir í upptöku! En hver var í
hlutverki „litla
símamansins“?
Enn er spjótum
ekki beint á neinn.
En ágiskanir bein-
ast að andstæð-
ingum ráðherrans í
íranska stjórnkerf-
inu og samherja hans í æðstu
lögum valdakerfisins. Þar er
m.a. átt við Rouhani, forseta
Írans, sem sækist eftir endur-
kjöri í sumar. Líklegt er talið
að æðstaklerki Írans og loka-
punkti hins endanlega valds sé
ekki skemmt. Í samtalinu talar
Zarif vissulega opinskátt um
hversu veigalítið vald hans
sjálfs sé borið saman við stöðu
Ayatollahs Alis Kahmeinis. En
í þeirri andrá ræðir hann einnig
um hvílíkt ofurhögg Bandaríkin
hafi veitt Íran þegar þau komu
öllum heiminum á óvart með
morðinu á Qassem Soleimani
hershöfðingja í janúar 2020.
En það sem vekur mesta at-
hygli í hinum nýlegu lekum er
það sem birst hefur í NYT og
fleiri miðlum og tengist John
Kerry fyrrverandi utanríkis-
ráðherra. Hann á nú sæti í
þjóðaröryggisráði Bandaríkj-
anna í stjórn Joes Bidens í
krafti stöðu sinnar sem sér-
stakur útsendari forsetans í
hamfarahlýnunarmálum.
Javad Zarif fullyrðir í nýbirt-
um bút að John Kerry hafi, sem
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagt sér frá fleiri en 200
aðgerðum Ísraelsmanna sem
beindust að Sýrlandi!
Ekki er langt síðan John
Kerry var sakaður um að hafa
átt samstarf við stjórnvöld í
Teheran í sameiginlegri við-
leitni við að grafa undan efna-
hagsþvingunum Trumps for-
seta sem viðurkennt var að
voru farnar að hafa alvarleg
áhrif á stöðu landsins. Sérfræð-
ingar segja að þessar alvarlegu
upplýsingar um framferði
Johns Kerrys séu rétt nýbyrj-
aðar að síast inn vestra svo ekki
sé talað um hjá bandamönnum
um allan heim!
Í Íran og utan þess eru hafn-
ar vangaveltur um það hvort
Zarif utanríkisráðherra geti lif-
að þessa atburði af. Sumir ræða
þá um stjórnmálalega líftóru
hans en aðrir um hina persónu-
legu. Falli menn í alvarlega
ónáð þar eystra getur fallið
orðið mikið og endar stundum
ekki fyrr en teygst hefur úr
reipinu sem bundið er við gálg-
ann. Utanríkisráðherrann hef-
ur lengi verið talinn gefa
stjórnvöldum í Teheran
manneskjulegri brag en ella
væri. En hann á sína andstæð-
inga í hópi herskárri ráða-
manna og eins á meðal bylting-
arvarðanna og getgáturnar eru
að á meðal þeirra séu öflugir
menn sem harma ekki að Zarif
hafi talað rækilega af sér.
Áhrifin af leka hins
langa samtals við
utanríkisráðherra
Írans eru rétt að
byrja að síast inn}
Litli símamaðurinn
er í stærra lagi núna
Í
trekað hefur verið bent á að of sterk
yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlind-
inni þýði meiri völd til þeirra í þjóð-
félaginu en heilbrigt getur talist og
staða þeirra sé of sterk gagnvart
stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og
áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á
ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi
stjórnmála geti unnið gegn almannahag.
Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og
hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla
milli byggða getur skaðað sveitarfélög og til-
færsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess
að minni útgerðir fara halloka.
Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávar-
útvegi hér á landi á undanförnum áratugum.
Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en
helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira
en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þess-
ara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Stór útgerðarfyrirtæki
hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð
um veiðar, vinnslu og sölu afurða.
Samherjaskjölin
Það var þann 12. nóvember 2019 að rannsóknarblaða-
mennska Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks
var opinberuð um starfsemi Samherja í Namibíu. Umfjöll-
unin var ítarleg og studd með gögnum um mútugreiðslur,
skattsvik og peningaþvætti.
Með umfjölluninni var dregin upp dökk mynd af starf-
semi Samherja, sem er eitt stærsta fyrirtækið á Íslandi og
hefur hagnast um meira en 100 milljarða á innan við ára-
tug og teygir arma sína inn í fjölmarga aðra
geira en fiskvinnslu á Íslandi.
Tæpu hálfu ári seinna ákveða Samherjahjón
að greiða börnum sínum arf, fyrirfram. Sagt er
að verðmætið sé um 70 milljarðar króna. Það er
há upphæð sem foreldrar ákveða að færa börn-
um sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess
að eigendur Samherja hafa haft aðgang að sam-
eiginlegum auðlindum þjóðarinnar.
Auðlindarentan af fiskveiðiauðlindinni hefur
runnið nær óskipt í vasa útgerðarmanna á Ís-
landi. Renta sem ætti að renna í ríkissjóð og
sveitarsjóði og þaðan til allra barna og velferð-
arkerfisins rennur í vasa útgerðarmanna og
þaðan beint til barna þeirra.
Spilling
„Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Spill-
ing er böl sem getur oft verið fylgifiskur skjótfengins
gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland
býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir
yfir okkur líkt og Namibíu.
Einn okkar besti rannsóknarblaðamaður, Helgi Seljan,
vann að fréttaskýringaþætti Kveiks um Samherjaskjölin.
Samherji ræðst að starfsheiðri fréttamannsins með áróðri
sem fyrirtækið dreifir um netið. Fyrirtækið nýtir mikla
fjármuni og sterka stöðu til að sýna okkur hinum að það
borgi sig ekki að gagnrýna eigendur þess. Vegna þess að
þeir hafa aðstöðu til og efni á að þagga niður í okkur.
Oddný G.
Harðardóttir
Pistill
Auður, völd og auðlindin
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
oddnyh@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
S
pennan í stjórnmálalífinu
fyrir alþingiskosningarnar í
haust er nánast áþreifanleg,
en það á ekki síst við hjá rík-
isstjórnarflokkunum til hægri og
vinstri.
Hjá Sjálfstæðisflokknum blasa
við allnokkrar breytingar, þar er
oddvitaslagur í uppsiglingu í öllum
kjördæmum nema Suðvestur-
kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi
munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir varaformaður og ráð-
herra og Haraldur Benediktsson
þingmaður eigast við, í Norðaustur-
kjördæmi bítast þingmaðurinn Njáll
Trausti Friðbertsson og Gauti Jó-
hannesson, forseti sveitarstjórnar í
Múlaþingi, um efsta sætið, og í Suð-
urkjördæmi munu þau Guðrún Haf-
steinsdóttir iðnrekandi og Vilhjálmur
Árnason þingmaður keppa um efsta
sætið.
Þar má alls staðar segja að um
eins konar kynslóðakjör sé að ræða,
bæði hvað varðar aldur frambjóð-
enda og þingreynslu, að þar takist á
fortíð og framtíð á einhvern hátt, þar
sem nýtt eða nýrra fólk er að skora
reyndara fólk á hólm. Ekki á það
sjálfsagt síður við í Reykjavík, þar
sem senn verður boðað til prófkjörs,
að líkindum í fyrstu viku júní. Sú
tímasetning hefur raunar sætt nokk-
urri gagnrýni; hún sé afar skömm og
gefi núverandi þingmönnum aukið
forskot á nýtt fólk, sem kunni að vilja
gefa kost á sér og þurfi rýmri tíma en
þingmennirnir til þess að kynna sig.
Eftir sem áður ganga allir út frá
því sem vísu að þar verði aðal-
baráttan, þar sem bæði Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra og Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra muni sækjast eftir
fyrsta sæti. Á þeim tveimur má sjálf-
sagt finna einhvern skoðanamun ef
grannt er skoðað, en fyrst og fremst
ræðir þar um kynslóðaval. Fáum
blandast hugur um að Áslaug Arna
sé framtíðarleiðtogaefni flokks síns
og valið kann að snúast um það frem-
ur en eitthvert uppgjör milli þeirra
tveggja.
Þessa dagana vekur þó mesta
athygli hvernig liðskipanin er á list-
um Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. Samkvæmt skoðanakönn-
unum hefur fylgi stjórnmálaflokka
furðulítið breyst undanfarin misseri,
en ekki síst horfa menn þó til þess að
ríkisstjórnin hefur átt mun meira
fylgi að fagna en flokkarnir sem
mynda hana. Þar að baki geta búið
ýmsar ástæður. Rótið í stjórnmála-
lífinu eftir bankahrunið 2008 er ekki
enn afstaðið gagnvart bæði stjórn-
málaflokkum og einstökum stjórn-
málamönnum, þótt kannanir bendi
ótvírætt til þess að fólk felli sig al-
mennt vel við ríkisstjórnina.
Falla í forvali
Þar er einkum horft til forystu
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra, sem nýtur verulegra persónu-
vinsælda umfram vinsældir flokks
hennar. Það á svo eftir að koma í ljós
hvað fólk gerir í kjörklefanum.
Í því samhengi er mjög athyglis-
vert að horfa til örlaga þeirra þing-
manna sem flokkurinn fékk kjörna í
síðustu kosningum. Ari Trausti Guð-
mundsson leitar ekki endurkjörs og
útlit er fyrir að nýr þingmaður komi í
hans stað, en vafamál að flokkurinn
finni meira fylgi í Suðurkjördæmi.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for-
maður þingflokksins, féll í prófkjöri í
Norðausturkjördæmi. Katrín Jak-
obsdóttir er skotheld í sínu kjördæmi
og ekki ósennilegt að hún auki fylgi
við flokk sinn í Reykjavík. Kolbeinn
Óttarsson Proppé, varaformaður
þingflokksins, reyndi fyrir sér í Suð-
urkjördæmi og féll í forvali þar en
ætlar að reyna aftur fyrir sér í forvali
í Reykjavík sem haldið verður dag-
ana 16. til 19. maí. Lilja Rafney
Magnúsdóttir féll í forvali í Norð-
vesturkjördæmi og vafamál að hún
nái inn á þing. Ólafur Þór Gunn-
arsson, einkar starfsamur þingmað-
ur, féll í forvali í Suðvesturkjördæmi
fyrir umhverfisráðherranum Guð-
mundi Inga Guðbrandssyni og leitar
ekki fyrir sér í Reykjavík eins og
sumir töldu að hann gæti gert, svo
hann er úr leik. Steingrímur J. Sig-
fússon, forseti Alþingis og stofnandi
flokksins, ætlar að láta af þing-
mennsku eftir áratugalangan þing-
feril. Steinunn Þóra Árnadóttir leitar
aftur sætis í Reykjavík, sem hún á
góðan möguleika á að halda, Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
sömuleiðis. Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir hætti í flokknum og verður í
framboði fyrir Samfylkinguna og
eins hætti Andrés Ingi Jónsson, sem
fer fram fyrir Pírata.
Þetta má heita ótrúleg blóðtaka
fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er,
en enn frekar fyrir forystuflokk í rík-
isstjórn. Þar verður því mikið um
nýtt fólk í forystu í komandi kosn-
ingum og misvel kynnt. Framboðs-
listar Vinstri-grænna munu vafalaust
njóta vinsælda forsætisráðherrans
að einhverju marki, jafnvel miklu, en
það mun reyna mikið á þetta nýja
fólk og samanburð þess við fram-
bjóðendur hinna flokkanna. Spennan
eykst!
Umhleypingasamt
á framboðslistum
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarflokkar Samstarfið í ríkisstjórninni hefur gengið betur en marg-
ir bjuggust við, en samt er töluverðra breytinga að vænta á framboðslistum.