Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Það var bjartur
og fagur dagur þeg-
ar Hallveig kvaddi
þessa jarðvist. Hún
var svo sterk og
æðrulaus að þrátt fyrir að hún
væri mikið veik trúði ég því fram
á síðustu stundu að hún kæmi til
baka, en hún lagði aftur augun í
síðasta sinn á þessum fagra degi.
Þar lauk þrautum hennar og bar-
áttu og ég trúi því að hún hafi
kvatt þessa jarðvist þeysandi á
glæstum gæðingi inn í Sumar-
landið.
Hallveigu kynntist ég þegar ég
kom fyrst til starfa í Bændahöll-
inni fyrir aldarfjórðungi og hún
var mér hjálpleg þegar ég var að
taka mín fyrstu skref í nýju
starfi. Hún var hógvær og hæglát
og hleypti kannski ekki hverjum
sem er að sér, en ég var svo hepp-
in að við náðum vel saman og
mynduðum traustan og góðan
vinskap. Næstu áratugina var
margt brallað, við unnum saman
að hinum ýmsu verkefnum í
hestamennskunni og alltaf var
Hallveig vandvirk og skipulögð,
það sem hún tók að sér gerði hún
einstaklega vel. Hún var hjálp-
söm og traust og gott að tala við
hana, sá alltaf góðu hliðarnar á
öllu, var lausnamiðuð og hvetj-
andi, studdi mig í sorg og sam-
gladdist mér á góðum stundum.
Ferðir okkar á heimsmeistara-
mótin eru ógleymanlegar, ein-
hvern veginn náði þessi samhenti
hópur vinnufélaga að finna
gleðina og fyndnina í öllu og við
hlógum og fífluðumst alla daga.
Hallveig var kannski ekki með
fyrirferð og læti en hennar hár-
beitti húmor lagði sitt af mörkum
og hún hafði mikið gaman af
hamaganginum í okkur. Þessar
dásamlegu samverustundir
góðra vina ylja nú um hjartað.
Hún var mesti dýravinur sem ég
hef kynnst, mátti ekkert aumt sjá
og átti marga hunda og ketti í
gegnum tíðina, auk hestanna.
Hún hugsaði vel um dýrin og
myndaði einstakt samband við
þau, hafði gaman af mismunandi
karakterum og skemmtilegum
týpum. Öll hennar dýr áttu gott
líf og auðguðu hennar líf.
Þegar Hallveig veiktist lá
strax fyrir að á brattann yrði að
sækja, en hún fór inn í verkefnið
af miklum krafti og hugrekki.
Alltaf var húmorinn til staðar og
gott að tala við hana. Síðasta ár
var erfitt og faraldurinn gerði
það enn erfiðara því ekki mátti
hittast. En við áttum góð símtöl
reglulega og nýttum okkur sam-
félagsmiðlana. Síðasta samtal
okkar fyrir nokkrum vikum var
langt og gott og fullt af hlátri og
ég geymi það í hjarta mér.
Hallveig setti saman hóp á
Facebook þar sem hún miðlaði
upplýsingum til síns fólks meðan
á veikindum hennar stóð. Það var
hughreystandi að sjá allar fallegu
kveðjurnar sem hún fékk frá fólki
um allan heim, í þeim kristallað-
ist kærleikur og væntumþykja til
þessarar góðu konu. Ef maður
ætti nefnilega að lýsa Hallveigu í
fáum orðum þá væri það einfald-
lega að hún var góð manneskja.
Ég er þakklát fyrir okkar vin-
skap og samstarf í öll þessi ár. Ég
er ríkari að hafa átt svona
trausta, hlýja og góða vinkonu.
Nú er þrautum hennar lokið og
hún skilur eftir sig skarð sem
aldrei verður fyllt, en ótal góðar
minningar ylja.
Ég sendi fjölskyldu Hallveigar
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur, sem og vinum og samstarfs-
Hallveig
Fróðadóttir
✝
Hallveig
Fróðadóttir
fæddist 1. júlí 1963.
Hún lést 13. apríl
2021. Útför Hall-
veigar fór fram 17.
apríl 2021.
fólki um heim allan
sem nú syrgir og
saknar.
Hvíl í friði, mín
kæra.
Hulda G.
Geirsdóttir.
Í dag kveð ég
vinnufélaga og
traustan vin. Ég
kynntist Hallveigu
árið 2000 þegar ég hóf störf í
tölvudeild Bændasamtaka Ís-
lands. Fljótt skapaðist mikill vin-
skapur á milli okkar. Við unnum
náið saman að uppbyggingu og
kynningu á WorldFeng, upp-
runaættbók íslenska hestsins.
Margar voru vinnuferðirnar sem
við fórum saman í, hvort sem það
var á Landsmót, Heimsmeistara-
mót íslenska hestsins eða til að
byggja upp tengslanet við skrán-
ingaraðila erlendis. Alltaf var
jafn gaman í þessum ferðum,
mikið unnið og mikið hlegið og
alltaf urðu til nýir og skemmti-
legir frasar í hverri ferð. Það er
gott að geta yljað sér við þessar
góðu minningar.
Íslenski hesturinn átti hug
hennar allan og hún minnti helst
á alfræðiorðabók þegar hún var
spurð út í hross, þekkti ættir
jafnt sem afkvæmi. Hallveig
sagði alltaf að áhugi sinn á hross-
um væri meðfæddur og að hún
hefði fljótt áttað sig á að það að
vera í kringum hross væri það
sem gæfi lífinu gildi. Sjálf átti
hún hross, stundaði hesta-
mennsku og fór í ófáar hestaferð-
ir um landið.
Hallveig var alveg einstök per-
sóna með sterkan persónuleika.
Allt sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hún vel og af natni. Henni
var mjög umhugað um aðra,
hvort sem um væri að ræða tví-
fætlinga eða ferfætlinga. Hún
mátti ekkert aumt sjá og þrátt
fyrir erfið veikindi sín var hún
alltaf til staðar. Hún var sannur
vinur vina sinna.
Elsku Hallveig mín, ég er inni-
lega þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér, okkar dýr-
mæta vinskap og samstarfið.
Minningar um þig munu lifa alla
tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku Hallveig.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
(Davíð Stefánsson)
Ég sendi fjölskyldu Hallveigar
innilegar samúðarkveðjur. Guð
gefi ykkur styrk og ljós í sorg-
inni. Blessuð sé minning hennar.
Þorberg Þ. Þorbergsson.
Við kveðjum elsku Hallveigu
með miklum söknuði.
Hallveig varð þeirrar gæfu að-
njótandi að finna sína lífsköllun
snemma en eins og allir sem
þekktu hana vita þá var hún hel-
tekin af hestum og öllu sem þeim
tengist. Hestar voru hennar líf og
yndi og naut hún þeirra bæði í
vinnu sem og utan. Hún kynntist
mörgu góðu fólki og sínum bestu
vinum í gegnum hestamennsk-
una.
Hallveig sýndi einstakan styrk
í gegnum alvarleg veikindi. Ég
dáist að því hversu jákvæð hún
var, bjartsýn og vongóð fram á
síðasta dag. Hún var dugleg að
leita sér stuðnings hjá fjölskyld-
unni og í gegnum Ljósið, sem
hjálpaði henni mikið. Þó hún hafi
verið að ganga í gegnum sínar
erfiðustu stundir þá geislaði af
henni þessi innri styrkur sem
ekki er öllum gefinn.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman í gegnum
árin og ekki síst þessa síðustu
mánuði en við hittumst oftar en
vanalega þar sem ég er almennt
búsett erlendis. Ég fer helst ekki
úr lopapeysunni sem Hallveig
prjónaði handa mér fyrir þegar
ég er á Íslandi og ég veit að ég er
ekki sú eina sem hef fengið að
njóta hæfileika hennar og gjaf-
mildi.
Það er erfitt að sætta sig við að
Hallveig hafi farið svona snemma
en hún lifir áfram með okkur í
gegnum góðar minningar.
Hanna Valdís
Þorsteinsdóttir.
Við hjón viljum með nokkrum
fátæklegum orðum minnast Hall-
veigar Fróðadóttur, traustrar
samverkakonu okkar um eitt
skeið ævinnar og ljúfrar vinkonu
æ síðan. Það var gaman að vinna í
Bændahöllinni undir lok síðustu
aldar; fjölmennur vinnustaður
þar sem kynslóðirnar unnu sam-
an að hinum ýmsu úrlausnarefn-
um fyrir íslenskan landbúnað. Í
þeim hópi sem sinnti málefnum
hrossaræktarinnar var Hallveig
öflugur liðsmaður.
Utan vinnu átti hún svo sín
hugðarefni sem hún sinnti af alúð
en þau voru að drjúgum hluta
samofin vinnunni því hesta-
mennskan skipaði þar stóran
sess, Hallveig var hestakona frá
hjartans rót, átti góða hesta en
þeir áttu þó umfram annað góða
ævi því hún leit á hestana sem
vini sína og félaga en kunni þó vel
að njóta kosta þeirra.
Á kveðjustund þykir manni
sem gerst hefði í gær sú þriggja
áratuga minning þegar hest-
hneigt starfsfólk Bændahallar
reið saman út nokkur vorin eina
kvöldstund í nóttlausri voraldar
veröld eins og Klettafjallaskáldið
lýsir íslenska vorinu í kvæðinu
Úr Íslendingadagsræðu; björt
vornóttin, frábær reiðfæri,
sprækir hestar og góður fé-
lagsskapur. Nú er tekið ört að
fækka í þessum hóp hérna megin
grafar. En Hallveig, þessi sanna
„dóttir langholts og lyngmós“,
svo vitnað sé til sama kvæðis,
hvarf allt of snemma úr heimi
hér. Við hjón biðjum minningu
Hallveigar blessunar og vottum
móður hennar og öðrum ástvin-
um einlæga samúð.
Guðlaug (Gulla) og Kristinn.
Kvödd var hinstu kveðju frá
Kópavogskirkju fyrrverandi
samstarfsfélagi og vinkona, Hall-
veig Fróðadóttir. Hallveig starf-
aði um árabil hjá Bændasamtök-
um Íslands og þar bar fundum
okkar fyrst saman. Hún var á all-
an hátt einstakur starfsmaður og
félagi. Hún var heimsþekkt með-
al hrossaræktenda, sem einn af
aðalskrásetjurum í Worldfeng,
ættbók íslenskra hrossa. Í þeim
störfum fór hún víða og kynntist
mörgum og ávann sér hvarvetna
virðingu. Hér heima hélt hún
meðal annars utan um útgáfu
hestavegabréfa, sem er ábyrgð-
arstarf. Hún var í miklum metum
hjá þeim sem þurftu þeirrar
þjónustu við, ávallt reiðubúin að
leysa hvern vanda.
Sem vinnufélagi og ekki síður
vinkona var Hallveig hrókur alls
fagnaðar. Með sinn hárfína gráa
og létta húmor var aldrei dauð
stund í hennar félagsskap. Sér-
staklega er minnisstæð ferð okk-
ar vinnufélaganna til Verona, þar
lék hún á als oddi. Hestamennska
var líf og yndi Hallveigar, hún
ræktaði sína reiðhesta og naut
þess að ríða út. Það var alltaf
gaman að taka hring á góðum
hestum með Hallveigu, helst
hleypa upp allavega eina brekku.
Fyrir rúmlega tveimur árum
kenndi Hallveig sér meins sem
kom öllum í opna skjöldu. Hún
barðist hetjulega við sjúkdóminn
sem nú hefur lagt hana að velli.
Hennar er nú sárt saknað af fyrr-
verandi vinnufélögum. Fjöl-
skyldu hennar og vinum votta ég
dýpstu samúð.
Erna Bjarnadóttir.
Eftir endurráðningu mína hjá
Bændasamtökum Íslands fyrir
rétt rúmlega tveimur árum var
ég sett í að leysa Hallveigu af í
hennar veikindum. Satt best að
segja þá átti ég alltaf von á því að
hún kæmi aftur til starfa og
hlakkaði ég til að vinna með
henni á ný, eins og við höfðum
gert hér áður fyrr. Þrátt fyrir
veikindi hennar var hún ávallt til
staðar þar sem með þurfti, alltaf
með svörin á hreinu enda mjög
fróð og lausnamiðuð persóna.
Það var svo mikið sem hægt var
að bralla með henni bæði í vinnu
og utan hennar, það var aldrei
leiðinlegt í kringum hana.
Elsku Hallveig er ein af þeim
jákvæðustu persónum sem ég hef
kynnst, gott að leita til hennar,
hörkudugleg, brosmild og hress
vinkona, sjálfri sér sönn og mikill
vinur vina sinna og ekki má
gleyma vinur allra dýra, þá að-
allega fjórfætlinga. Hallveig var
mikil hestakona enda hesta-
mennska hennar líf og sál, það er
sko hægt að taka undir orð henn-
ar þegar hún sagði: „Ég tel mig
vera mjög heppna að vera í vinnu
sem tengist mínu áhugamáli,“ og
brosti síðan sínu fallega brosi.
Hallveig hefur átt nokkra góða
hesta á lífsleið sinni, séð um sína
ræktun og tamið, þessu sinnt af
mikilli snilld og alúð.
Ég á eftir að sakna Hallveigar
mikið, ekki bara þess að geta
ekki leitað til hennar með vinnu-
tengd mál, heldur líka hennar
nærveru, hláturs og húmorsins
hennar … eigum við að ræða
hann eitthvað – svartur og
skemmtilegur.
Fjölskyldu Hallveigar sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur, megi góður Guð gefa ykkur
styrk og vaka yfir ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Elsku Hallveig mín, erfiðir
tímar að baki, vonandi líður þér
vel og gangi þér vel á þeirri veg-
ferð sem þú ert nú komin á. Þrátt
fyrir að ég sakni þín, þá mun ég
minnast þín með gleði í hjarta og
bros á vör því þannig eru minn-
ingar mínar um þig. Hvíl í friði,
vinkona.
Hrefna Hreinsdóttir.
Fréttin um fráfall Hallveigar
hefur snert okkur djúpt. Þrátt
fyrir að okkur væri kunnugt um
að veikindi hennar væru alvarleg
vorum við alltaf vongóðar um að
Hallveig myndi að lokum bera
sigur úr býtum. Hún Hallveig
sem við þekkjum var nefnilega
baráttukona, sem tvísteig ekki
yfir hlutunum, heldur gekk í
verkin og vann af krafti það sem
gera þurfti án þess að hafa mörg
orð um það. En í þetta sinn átti
hún við ofjarl sinn að etja og
þurfti því miður að lúta í lægra
haldi fyrir krabbameininu.
Samskipti okkar við Hallveigu
hófust fyrir rúmum 20 árum þeg-
ar verið var að byggja upp
gagnabanka fyrir íslenska hest-
inn. Enginn hafði eins mikinn
skilning á gögnum og hún Hall-
veig okkar, enda hafði hún starf-
að við skráningar á hrossum frá
því hún var rétt rúmlega tvítug.
Þegar Fengur, skráningarkerfi
Bændasamtaka Íslands, var út-
fært, m.a. fyrir erlend ræktunar-
sambönd og WorldFengur varð
til, var Hallveig einn aðaltengilið-
urinn sem þjónustaði löndin og
kenndi þeim á kerfið. Hún var
ómissandi „hotline“ sem svaraði
öllum fyrirspurnum samvisku-
samlega og alltaf var hægt að
leita til. Og sennilega hefur eng-
inn WorldFengs-skrásetjari
komið að skráningu jafnmargra
hrossa og hún Hallveig okkar, í
gegnum ætternisskráningar, út-
flutningspappíra, litaskráningar,
eigendaskiptaskráningar, nafna-
skráningar og margt fleira. Hall-
veig var frábær starfsmaður og
vel að sér á öllum sviðum hesta-
mennskunnar. Hún var hafsjór af
fróðleik sem hún miðlaði til ann-
arra ef hún var beðin um það.
Hugmyndum sínum og þekkingu
þröngvaði hún aldrei upp á neinn.
Við hestaeigendur og skrásetjar-
ar WorldFengs um heim allan
eigum Hallveigu mikið að þakka,
því lengi býr að fyrstu gerð.
Nú á dapurlegri stund þegar
við þurfum að kveðja Hallveigu
vinkonu okkar koma upp í hug-
ann margar góðar minningar úr
vinnuferðum sem farnar voru
með henni bæði innanlands og
erlendis. Við eigum því láni að
fagna að við fengum að kynnast
Hallveigu ekki aðeins í vinnunni
heldur einnig utan hennar. Það
var oft kátt á hjalla hjá okkur og
mikið hlegið eftir vinnu á kvöldin
á einhverjum góðum veitinga-
stað. Umræðuefnin vantaði ekki
því við áttum tvö sameiginleg að-
aláhugamál; nefnilega íslenska
hestinn og WorldFeng!
Ekki óraði okkur fyrir því að
við myndum sjá Hallveigu í síð-
asta skiptið á zoom-fundi í skrá-
setjaranefndinni í byrjun janúar
á þessu ári. Þá var engan bilbug á
Hallveigu að finna og eins og
vanalega kom hún með góð inn-
legg í verkefni sem við vorum að
vinna saman að. Það er sárt að
missa hana úr litlu WorldFengs-
fjölskyldunni okkar.
Fyrir hugskotssjónum okkar
sjáum við vinkonu okkar Hall-
veigu alsæla þeysa um himin-
hvolfið á Pardusi sínum á blúss-
andi tölti og hefur Lynju sína
(móður Pardusar) í taumi. Elsku
Hallveig, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir íslenska hestinn
og WorldFeng!
Við vottum fjölskyldu Hall-
veigar og vinum okkar dýpstu
samúð og vonum að minningin
um góða konu sem nú er fallin frá
veiti styrk í sorginni.
Skrásetjaranefnd FEIF,
Kristín Halldórsdóttir, Kim
Middel, Annette Knudsen.
Ég kveð nú
elsku ömmu Sig-
rúnu, og þá kraft-
miklu, vinnusömu
og blíðu konu sem
hún var.
Það var allaf yndislegt, þegar
ég var lítil stelpa búsett á Ítal-
íu, að koma í sumarfrí til Ís-
lands heim til ömmu og afa í
Skólagerði. Sumrin í Skólagerði
voru þau allra bestu og var hús-
ið sameiningartákn okkar
frændsystkina, en við vorum þá
dreifð um Evrópu. Amma sá
alltaf til þess að til væru mjúk-
ar og volgar nýbakaðar kleinur
og hef ég enn þann dag í dag
hvergi fengið jafngóðar kleinur
og þær sem amma bakaði. Eftir
langan morgun af ærslagangi
og leik var yndislegt að samein-
ast við hádegisverðarborðið,
þar sem amma var búin að raða
Sigrún
Brynjólfsdóttir
✝
Sigrún Brynj-
ólfsdóttir
fæddist 2. júní
1928. Hún lést 26.
mars 2021.
Útför hennar fór
fram 16. apríl 2021.
alls kyns kræsing-
um og tei í eftir-
minnilega brúna
tekatlinum.
Við amma fórum
oft í göngutúra út á
róló og ég þreyttist
ekki á að spila
lönguvitleysu við
hana. Á kvöldin
söng amma mig í
svefn, fór með fað-
irvorið og sagði
mér sömu sögurnar aftur og
aftur sem ég þreyttist ekki á að
heyra eins og söguna um það
þegar „Helga systir“ fæddist á
jóladag og amma hélt að hún
hefði fengið dúkku í jólagjöf.
Sem krakki á Ítalíu var mik-
ilvægt að eiga eina ömmu Sig-
rúnu á Íslandi, sem safnaði
saman Barnablaði Morgun-
blaðsins hverja helgi og tók upp
Stundina okkar á spólu sem
hún síðan sendi mér reglulega.
Í seinni tíð var alltaf notalegt
að kíkja til ömmu, skoða
myndaalbúm, borða pönnukök-
ur með sykri, drekka Ribena og
spjalla um daginn og veginn.
Ég leitaði oft til hennar fyrir
skólaverkefni og mér fannst
hún vera endalaus brunnur
upplýsinga og visku.
Hún var lengi vel mjög hress
og tók strætó út um allan bæ og
gekk þess á milli, kvenskörung-
ur á níræðis- og tíræðisaldri!
Þótt það sé sárt að kveðja
held ég að hún hafi verið fegin
að fara. Ég veit að henni líður
vel þar sem hún er núna og
hugsa hlýlega til hennar og
minninganna sem ég á.
Hvíldu í friði elsku amma.
Þín
Þorgerður
Atladóttir (Thea).
Sigrúnu hef ég þekkt í nærri
hálfa öld, það vantaði aðeins
hálft ár upp á. Aldrei bar neinn
skugga á vináttu okkar sem
varð strax eftir að við kynn-
umst, en hún var einnig tengda-
móðir mín í bráðum 43 ár.
Hún var ævinlega elskuleg
við alla sem hún hitti og átti
samskipti við, mjög hjálpfús og
passaði mjög vel upp á stórfjöl-
skylduna. Afmælum allra
mundi hún eftir og var mjög
dugleg að skrifa bréf og senda
kort.
Alltaf var hún kát með hvað
sem stóð til, hún tók fullan þátt
í lífi allra sinna og sótti tón-
leika, fór á hátíðir og hvaðeina
sem til stóð. Ekkert var of
ómerkilegt og alltaf var hún
jafn stolt og ævinlega var hún
með myndavélina og tók mynd-
ir af öllu og öllum.
Myndirnar eru til enn þá í
kassavís og er óskaplega gaman
að ferðast á valdi minninganna
með hjálp þeirra, enda spanna
þær í raun allt hennar líf og
einnig um leið okkar.
Myndirnar sýna að hún ferð-
aðist víða, fór í fjölmargar
menningarferðir svo sem til
Ísraels, Grikklands, Kúbu og
Ítalíu, fór í Mozart-ferð en
einnig til að heimsækja börnin
sín en öll þeirra bjuggu á ein-
hverjum tíma erlendis við nám.
Það er þungt að þurfa að
segja það að Covid-19 rændi
okkur síðasta ári Sigrúnar, all-
ar takmarkanir sem voru á
heimsóknum voru bæði henni
og okkur erfiðar. Nú er hún
farin rétt eftir að bólusetning
leyfði loks almennar heimsókn-
ir. Við hefðum viljað hafa þetta
öðruvísi, kalla á hana í allar
veislur litlar sem stórar eins og
áður og gleðjast með henni en
þetta var ekki á okkar valdi. Ég
vil þakka Sigrúnu allan skiln-
ing, hjálpsemi, vinsemd og al-
menna elsku í minn garð og
allra minna, ég veit að ég tala
fyrir hönd bæði móður minnar
og minna systkina, ekki síður
en barna og barnabarna.
Dagný Guðnadóttir.