Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nissan Qashqai Tekna. 2/2016
Ekinn aðeins 52 þ. km.
Tveir eigendur. Leður og rússkinn.
Glerþak. 360°myndavélar. Topp
þjónusta. Geysilega flottur bíll.
Lágt verð miðað við búnað og
akstur : 3.150.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
SÁ VINSÆLASTI Í DAG.
MMC Outlander INSTYLE
Plug in Hybrid. Árgerð 2020, Nýr bíll,
Bensín/Rafmagn. sjálfskiptur. Verð
4.990.000. Rnr.134220
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12:30, nóg pláss.Tálgað í tré kl.
13. Postulínsmálun kl. 13. Prjónakaffi með Önnu kl. 13.30. Kaffi kl.
14:30-15:20. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá
okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera
ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari
upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11 Handavinnu-
hópur kl. 12-16. Hreyfiþjálfun kl. 13:45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímu-
skylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa. Sími 411-2600.
Boðinn Ganga/stafganga með leiðsögn kl. 10 frá anddyri Boðans,
léttar teygjur á eftir. Fuglatálgun með leiðbeinanda kl. 13, munið
sóttvarnir. Ganga fyrir fólk með göngugrindur kl. 14 frá anddyri Boð-
ans, með Sigríði Breiðfjörð. Sundlaugin opin frá kl. 13:30-16.
Bústaðakirkja Opið hús verður á miðvikudaginn, frá kl 13-16. Við
gætum að sóttvörnum og virðum fjöldatakmarkanir. Prestur verður
með hugleiðingu og bæn, kaffið góða á sínum stað. Einnig er boðið
uppá göngutúr frá safnaðarsal kl. 13. Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11.Thai
Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Qi-gong í Sjálandsskóla kl. 8:30. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Karlaleikfimi í
Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12:55. Smíði Smiðja Kirkjuhvoli kl. 9
og 13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15:15.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30-16, heitt á könnunni.
Gönguhópur frá kl. 10 (leikfimi og svo ganga). Núvitund frá kl. 11-
11:20. Myndlist/listaspírur kl. 13-16. Virðum fjöldatakmörk og sótt-
varnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Útvarps-
leikfimi kl. 9:45. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar.
Korpúlfar Listmálun með Pétri í Borgum kl. 9 og botsía í Borgum kl.
10. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45 og helgistund á vegum Grafar-
vogskirkju kl. 10:30. Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í umsjón
Margrétar. Spjallhópur í Listamiðju í Borgum kl. 13 Sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 14. Virðum allar sóttvarnareglur og grímu-
skyldu í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um ein fjöl-
mennustu trúarbrögð mannkyns, íslam. Kaffiveitingar.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Snjalltæki / samskiptamiðlar, námskeið í hátíðarsal
Gróttu kl. 10. Skráning. Pútt í Risinu á Eiðistorgi kl. 10.30.Kvennaleik-
fimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Örnámskeið / roð og leður á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 15.30. Virðum almennar sóttvarnir.
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝
Jón G. Tóm-
asson fæddist
11. apríl 1937 í
Lækjargötu 6 á
Akureyri. Hann
lést á Sjúkrahús-
inu á Akureyri 14.
apríl 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Tómas
Jónsson, bruna-
vörður á Akur-
eyri, f. 27.6. 1916,
d. 13.1. 2003, og Hulda Emils-
dóttir húsmóðir, f. 12.10. 1919,
d. 17.12. 1966. Systkini Jóns
eru Skjöldur, f. 1938, d. 2013,
Hreinn, f. 1941, Guðbjörg, f.
1945, Svala, f. 1948, og Helga,
f. 1955.
Þann 25. desember 1963
kvæntist hann Þóreyju Bergs-
dóttur, f. 3.10. 1942, frá Vest-
mannaeyjum. Börn þeirra eru:
eiginmaður hennar er
Tryggvi Haraldsson, f. 1966.
Þeirra börn eru Bjarki Reyr,
f. 1999, Agnes Vala, f. 2004,
og Eyþór Nói, f. 2007.
Tryggvi á einnig Arnar Inga,
f. 1990, og Rúnar Inga, f.
1994.
Jón ólst upp í innbænum á
Akureyri ásamt foreldrum
sínum og systkinum. Hann
byggði sér hús í Hafnarstræti
21 ásamt föður sínum. Þar bjó
hann ásamt eiginkonu sinni
og börnum.
Í upphafi síns starfsferils
vann Jón m.a. sem bifreiða-
stjóri hjá Mjólkursamlaginu
en starfaði lengst af hjá
gatnagerð Akureyrarbæjar
sem vélamaður og síðar sem
áhalda- og birgðavörður.
Streymi frá útför, stytt
slóð:
https://tinyurl.com/2ez3srpa
Streymishlekk má nálgast
á:
https://www.mbl.is/andlat
1) Tómas, f. 1964,
eiginkona hans er
Helga Margrét
Sigurðardóttir, f.
1967. Þeirra börn
eru Jón Birgir, f.
1995, Hákon Þór,
f. 1997, og Mar-
grét, f. 2001. 2)
Ragnhildur, f.
1966. Hún var gift
Birni Snæ Guð-
brandssyni. Þeirra
börn eru Berglind Lilja, f.
1994, Arnar Þór, f. 1997, og
Bryndís Þóra, f. 2003. 3) Berg-
ur, unnusta hans er Guðrún
Hallfríður Björnsdóttir. Berg-
ur á þrjár dætur með Hrafn-
hildi Guðjónsdóttur. Þær eru
Jana Þórey, f. 1999, Aldís
Kara, f. 2003, og Hilma Bóel,
f. 2004.
4) Kristín Bergþóra, f. 1974,
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Pabbi var einstakur maður,
örugglega einn af bestu pöbbum
landsins. Það var ekkert sem
hann ekki gerði fyrir okkur
krakkana. Hann var duglegur að
hafa okkur með sér þegar hann
var að bardúsa eitthvað. Við
lærðum mikið af því að fá að
fylgjast með og búum vel að því
nú á fullorðinsárum. Pabbi var
fámáll en á sama tíma glettinn og
mikill húmoristi. Við eigum ótal
minningar um einstakan mann
sem munu ylja okkur um
ókomna tíð. Takk fyrir allt elsku
pabbi.
Kristín, Bergur,
Ragnhildur og Tómas.
Það var um vorið 2012 sem ég
hitti þig fyrst, tilvonandi tengda-
föður minn Jónsa Tomm. Ég
áleit að nú þyrfti ég að hafa mig
alla við og sýna mínar bestu hlið-
ar til að komast í þinn innsta
hring, það var alröng ályktun.
Strax í hittingi tvö þegar ég kom
í kaffi með Bergi til ykkar Þór-
eyjar fann ég að hér small ég inn,
þrátt fyrir mín brussulæti og al-
gjörlega misheppnaða tilraun til
að koma nú vel fyrir. Boðið var
upp á kaffi og vöfflur og auðvitað
náði ég að sprauta úr rjóma-
sprautunni yfir borðið, upp á
vegg og yfir þig allan, brjóta í
mér framtönn á kaffibollanum og
það fór ekki framhjá þér hvaða
brussa var mætt á staðinn! En
við náðum strax vel saman og ég
var ekki lengi að átta mig á því
að þú varst húmoristi og fannst
fátt skemmtilegra en að fíflast
aðeins með fólkinu þínu og mér,
sem að mörgu leyti er frábært
því þú varst svo rólegur, yfirveg-
aður, ekki mikið fyrir hávaða né
athygli sem er alger andstæða
við mig. En sagt er að ólíkar
manneskjur nái vel saman og
það átti við um okkur.
Við áttum okkar augnablik
(sem ég segi ekki upphátt) oft og
mörgum sinnum og flestir ef
ekki allir fjölskyldumeðlimir
hristu stundum hausinn yfir okk-
ur.
Knúsin þín voru ekki mjög
mörg en það síðasta sem ég fékk,
heima hjá ykkur Þóreyju fyrir
framan stólinn þinn, er mér afar
dýrmætt, sem og síðustu dagar
þínir hér með okkur.
Elsku Þórey stóð eins og
klettur þér við hlið alla ykkar tíð
sem og börnin þín. Þið eruð svo
samheldin fjölskylda, góð í því að
búa til minningar en eigum þó
engar frá útlöndum með þér því
þú eignaðist aldrei vegabréf!
Hvað var það Jónsi? En við náð-
um þér á Þjóðhátíð, meira að
segja tvisvar, og þér leiddist sú
skemmtun ekki.
En margs er að minnast og
þín verður sárt saknað; í grautn-
um á laugardögum, þegar tréð
verður skreytt fyrir jólin, á rúnt-
inum á gamla eðalvagninum en
við munum hugga og hlýja hvert
öðru með góðum minningum um
góðan mann.
Elsku Þórey, tengdamóðir
mín, Tommi, Ragga, Bergur,
Stína og allir hinir, knús á ykkur
og okkur öll.
Mikið sem ég á eftir að sakna
þín kæri vinur minn Jónsi
Tomm.
Guðrún Hallfríður.
Þegar við krakkarnir hugsum
til Jónsa afa er margt sem kem-
ur upp í hugann. Okkur fannst
hann alltaf svo hávaxinn, hann
náði út fyrir sófann og stólinn
sinn líka. Aðaleinkenni afa voru
ullarbolur, köflótt skyrta, svört
axlabönd og ullarsokkar. Það var
engin fyrirstaða að vera í dún-
úlpu þótt sólin skini, alla vega í
dúnvesti.
Afi var svoddan grallari og
prakkari, brasaði margt með
okkur sem engum öðrum hefði
dottið í hug að gera eins og t.d.
að draga okkur á sleðum á ára-
mótabrennuna þar sem öll fjöl-
skyldan hittist árlega. Við náð-
um honum meira að segja með á
Þjóðhátíð í Eyjum sem er ákveð-
ið afrek út af fyrir sig.
Hann lagði það nú ekki í vana
sinn að segja nei við okkur börn-
in, ís í brauði og skutl á gömlu
Súkkunni eru þar efst á blaði …
þótt maður hafi nú ekki alltaf
endað á réttum stað.
Afi var mjög heimakær og í
seinni tíð leið honum best inni í
stofu í stólnum sínum góða. Þar
sat hann með spenntar greipar á
brjósti að horfa á þættina sína á
dönsku stöðinni, var að leggja
kapal í tölvunni sinni eða stússa í
skúrnum.
í fjölskyldunni okkar er mikið
spilað þótt það sé aðallega við
ömmu okkar Þóreyju. Þá höfðum
við það oftast í huga að bjóða afa
að vera með okkur í öllum
skemmtilegu spilastundunum,
vitandi það fyrir fram að svarið
yrði líklegast neitandi. Hann dró
sig oft í hlé og vildi fylgjast með
en hafði augljóslega gaman af að
fá okkur í heimsókn og heyra
hvað við höfðum að segja. Sama
hvað við reyndum til þess að fá
hann til að spila með okkur virk-
aði ekkert. Þó gerðist það að eitt
barnabarnið, Agnes Vala, fékk
hann til að eiga við sig spila-
stefnumót vikulega í heilan vet-
ur. Þá var hann búinn að fara í
bakarí og kaupa sætabrauð og
auðvitað var til afakex. Þetta
sýnir okkur öllum að Jónsi afi lét
sig hafa það að gera ótrúlegustu
hluti með okkur af góðmennsku
og væntumþykju.
Við erum þakklát fyrir árin
okkar með afa og eigum eftir að
sakna hans mikið.
Jón Birgir, Hákon Þór,
Margrét, Berglind Lilja,
Arnar Þór, Bryndís Þóra,
Jana Þórey, Aldís Kara,
Hilma Bóel, Arnar Ingi,
Rúnar Ingi, Bjarki Reyr,
Agnes Vala og Eyþór Nói.
Á mínum sokkabandsárum
átti ég mörg sporin niður Spít-
alaveginn og endaði oft í Lækj-
argötu 6. Þar bjó föðurbróðir
minn, Tómas Jónsson, ásamt
Huldu Emilsdóttur, konu sinni
og börnum. Þar var líka föður-
amma mín, hún Sigurlína Sig-
urgeirsdóttir frá Öngulsstöðum.
Elstir barnanna voru Jón,
Skjöldur og Hreinn, 12 til átta
árum eldri en ég. Skjöldur lést
2013 og nú er „Jónsi Tomm“
einnig horfinn í sumarlandið.
Þeir voru kallaðir „Tommarar“,
eins og aðrir í okkar ætt. Ég leit
upp til þessara frænda minna,
sem mér þóttu vaskir drengir og
góðir. En Lækjargata 6 var hús
frá byrjun síðustu aldar og um
miðja öldina tóku þeir feðgar,
Jónsi og Tommi, til við að
byggja nýtt veglegt hús við
Hafnarstræti 21.
Mér þótti mikið til um bygg-
inguna og vildi hjálpa til. Átta
ára pjakkurinn prílaði ég upp á
efsta pall. Þá voru frændur mín-
ir í óðaönn að negla niður móta-
timbur undir plötuna yfir efri
hæðinni. Ég hafði með mér ham-
ar og byrjaði að negla. „Heyrðu
mig nú frændi sæll; ef þú ætlar
að verða smiður verður þú að
byrja á að halda rétt á hamr-
inum. Og til þess að naglarnir
gangi niður er mikilvægt að
hitta á haus þeirra í hverju
höggi, ekki bara í einu af hverj-
um tíu,“ sagði Jónsi frændi
minn, með örlitlum stríðnistón,
en samt örvandi. Síðan hjálpaði
hann mér við að ná tökum á
hamrinum og mér fannst ég vera
orðinn maður með mönnum.
Jónsi Tomm hélt tryggð við
gömlu Akureyri, Innbæinn, líkt
og Tommi faðir hans. Þeir fundu
lóð fyrir nýja húsið skammt frá
æskuheimilli beggja í Lækjar-
götu 6. Á brekkubrúninni norður
og upp af því húsi var „Láró“,
hús Lárusar Rist. Þar fann
Tommi Huldu sína Emilsdóttur.
Næsta hús við Láró var eitt sinn
bústaður hjúkrunarnema. Þang-
að sótti Jónsi sína konu, Þóreyju
Bergsdóttur frá Vestmannaeyj-
um. Þau byggðu sitt bú í nýja
húsinu við Hafnarstræti. „Það er
ástæðulaust að fara yfir lækinn
ef hægt er að komast hjá því,“
sagði Jónsi og hló dátt, þegar
hann sagði mér þessa sögu á
ættarmóti forðum. Einu sinni
reyndi hann þó fyrir sér í
Reykjavík. Réð sig þangað til
starfa á verkstæði strætisvagn-
anna. Þar hitti ég hann eitt sinn
galvaskan. Þá bauð hann mér í
bíltúr á Ford Junior, sem hann
átti, A-188. Ég var upp með mér
strákurinn af bíltúrnum, en þó
örlítið smeykur, því frændi minn
ók ógurlega hratt, að mér fannst.
En Jónsi fann sig ekki í höfuð-
staðnum og var innan skamms
kominn aftur í Innbæinn á For-
dinum.
Í minningunni finnst mér að
„Jónsi Tomm“ frændi minn hafi
oftast verið kátur, hlýr,
skemmtinn og kannski örlítið
stríðinn. Við hittumst síðast í
garðinum á Höfðanum, þar sem
við vorum að dytta að leiðum for-
feðra okkar.
„Heyrðu frændi, þetta er
rammskakkt hjá þér,“ sagði
Jónsi þegar ég var að reyna að
festa upp platta með nafni afa
hans og nafna, Jóns Emils Tóm-
assonar. „Þú hefur lítið lagast
síðan þú varst að negla í Hafn-
arstrætinu forðum, en það má
nota þig frændi,“ bætti hann svo
við og glotti stríðnislega. Ég
vissi að þetta var meint sem
hrós.
Góða ferð frændi sæll og
bestu þakkir fyrir samveruna.
Gísli Sigurgeirsson.
Jón Tómasson svili minn hef-
ur kvatt okkur í hinsta sinni, eft-
ir nokkur veikindi.
Hann var Akureyringur í
hjarta sínu og átti þar stóran og
góðan hóp ættmenna.
Kynni okkar hófust fyrir
mörgum árum þegar hann og
Þórey, mágkona mín, hófu bú-
skap á Akureyri, en þar bjuggu
þau alla tíð.
Í fyrstu voru heimsóknir okk-
ar á milli þegar eitthvað var um
að vera í fjölskyldunni, þá aðal-
lega kringum börnin okkar, sem
eru á líkum aldri, en einnig hitt-
umst við í Vestmannaeyjum, en
þar bjuggu tengdaforeldrar okk-
ar Jóns og mágur.
Þegar börnin uxu úr grasi og
leiðin á milli okkar virtist styttri,
með betri vegum og bílaeign,
fórum við að hittast oftar, stund-
um fyrir norðan eða hér fyrir
sunnan.
Alltaf var jafn gott að koma til
þeirra Jóns og Þóreyjar og voru
þau glaðir og gjafmildir gest-
gjafar.
Þá kynntist ég Jóni betur og
hans góðu fjölskyldu. Hann var
hæglátur maður, ljúfur og lipur í
samskiptum og umburðarlyndur
en á þessa kosti hans reyndi
stundum þegar við Þórey vorum
í essinu okkar, sem kom fyrir.
Við hjónin ferðuðumst heil-
mikið með þeim, fórum í
skemmtilegar og fróðlegar dags-
ferðir um nágrennið, bæði norð-
an heiða og sunnan. Alltaf var
haft með vel útilátið nesti og eins
bjuggum við okkur vel, eins og
margar skemmtilegar myndir
frá þessum ferðum sýna, en á
þeim myndum erum við oft
kappklædd við nestisneyslu úti í
náttúrunni, og það, vel að
merkja, þótt við séum í norð-
lenska sumrinu.
Nokkrum sinnum dvöldum við
vikulangt saman, í sumarbústöð-
um, víðsvegar, og var Maggi
mágur okkar stundum með í för,
ef um haustferð var að ræða kom
það fyrir að berjatínsla freistaði
maka okkar, en hjá okkur Jóni
var það ekkert sérstakt áhuga-
mál.
Þetta voru skemmtilegir
tímar, sem gott er að minnast,
þar sem gleði og vinátta voru
allsráðandi og átti Jón ekki síst
þátt í því með sinni góðu nær-
veru. Ég minnist þessara sam-
verustunda með gleði og þakk-
læti nú þegar ég kveð Jón og bið
honum Guðs blessunar, um leið
og ég sendi fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Hröð er förin
örskömm dvöl
á áningarstað.
Verum því hljóð
hver snerting er kveðja
í hinsta sinn.
(Birgir Sigurðsson)
Erna.
Jón Tómasson