Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 25

Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 fénu á afmælisdaginn, en það sé aldrei að vita nema Rósa baki köku með kaffinu. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Rósa Guðrún Daníelsdóttir garðyrkjunemi, f. 1.5. 1974. Fósturforeldrar hennar eru Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 3.7. 1923, d. 27.10. 2012 og Jón Krist- jánsson bóndi, f. 9.8. 1924, d. 1.9. 2015. Þau bjuggu í Fellshlíð í Eyjafjarð- arsveit. Kjörforeldrar Rósu eru Daní- el Guðmundsson, f. 29.10. 1939, fv. bóndi á Helgastöðum, og Ólöf Ólafs- dóttir, f. 13.9. 1948, búsett á Akureyri. Börn Guðmundar og fyrri konu hans, Sigríðar Steinmóðsdóttur, eru Björn Ragnar, f. 20.4. 1991, vinnur í netagerð og er búsettur á Höfn og Salín Steinþóra, f. 23.7. 2003, nemi, búsett í Þorlákshöfn. Guðmundur og Rósa eiga saman Þórð Breka, f. 8.4. 2013 og Júlíu Mist, f. 21.10. 2016. Stjúpdætur Guðmundar og dætur Rósu eru Katrín Ósk Sveinsdóttir, f. 7.1. 1995, búsett á Flúðum, maki: Birta Erludóttir, f. 30.8. 1996; Birg- itta Karen Sveinsdóttir, f. 4.2. 1997, listanemi, búsett í Hollandi; Írena Þöll Sveinsdóttir, f. 24.9. 2003, búsett á Hnappavöllum, og Embla Haf- steinsdóttir nemi, búsett á Hnappa- völlum, f. 20.11. 2004. Barnabarn Guðmundar og Rósu er Steiney Hanna Birtudóttir, f. 31.7. 2020. Systkini Guðmundar eru Sigurþór, f. 12.10. 1962, d. 10.11. 1965; Stefanía Ljótunn, f. 24.2. 1969, leikskólastarfs- maður á Höfn, og tveir bræður and- vana fæddir. Foreldrar Guðmundar eru hjónin Þórður Stefánsson bóndi, f. 17.12. 1923, d. 18.3. 2011 og Sigrún Bergs- dóttir húsfreyja, f. 27.7. 1930, d. 13.4. 2015, frá Skaftafelli í Öræfum. Þau bjuggu á Hnappavöllum og giftu sig 17. maí 1958. Guðmundur Bergur Þórðarson Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja á Prestbakkakoti í V-Skaftafellssýslu Páll Þorláksson bóndi á Prestbakkakoti í V-Skaftafellssýslu Pála Jónína Pálsdóttir húsmóðir á Hofi í Öræfum Guðmundur Bergur Þorsteinsson bóndi á Hofi í Öræfum Sigrún Bergsdóttir húsfreyja á Hnappavöllum 4 Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Hofi í Öræfum Þorsteinn Gissurarson bóndi á Hofi í Öræfum Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Svínafelli í Öræfum Páll Jónsson bóndi á Svínafelli í Öræfum Ljótunn Pálsdóttir húsfreyja á Hnappavöllum 4 Stefán Þorláksson bóndi á Hnappavöllum 4 Kristín Stefánsdóttir húsfreyja Hnappavöllum 4 Þorlákur Pálsson bóndi á Hnappavöllum 4 Úr frændgarði Guðmundar Bergs Þórðarsonar Þórður Stefánsson bóndi á Hnappavöllum 4 „HANN VILDI KIPPA HENNI ÚT SJÁLFUR EN ÉG VIL FAGMANN Í VERKIÐ.“ „ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ERU BARA ÞRJÁR VIKUR Í AÐ ÞÚ FARIR Á EFTIRLAUN, EN VALIÐ STENDUR MILLI ÞESS AÐ REKA ÞIG EÐA PUNGA ÚT FYRIR GULLÚRI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila með honum samlokunni þinni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER SVO MIKIL FEGURÐ Í VERÖLDINNI EKKERT AÐ ÞAKKA VIÐ BÍÐUM EFTIR SKILABOÐUM FRÁ FLUGUMANNINUMOKKAR! HANN ER SVOLÍTIÐ LANGORÐUR! TANNLÆKNIR Sigurlín Hermannsdóttir birtirþessa skemmtilegu hæku á feisbók: Lóan er komin sagði útvarpsþulurinn og röddin brosti. Gunnar Rögnvaldsson á Löngu- mýri yrkir þessa fallegu vorvísu: Bjartsýni í brjósti fann, burtu kvaddur vetur. Fyrsta lóan lætur mann líða ávallt betur. „Fuglarnir komnir á kreik,“ seg- ir Guðmundur Arnfinnsson á Boðn- armiði: Stelkur gall við stundarhátt, stokkönd eltir kjói, hrossagaukur hneggjar dátt, heyrðist vella spói. Skoðanaskipti urðu og Kristjana Sigríður Vagnsdóttir spurði: „Var það nágaukur eða vágaukur, sem hneggjaði hátt, eða bara sælugauk- ur? Máske auðsgaukur, Guð- mundur minn?“ Og Guðmundur svaraði: Lóan syngur bíbí bí brátt er von á kríu sælugaukur suðri í sumri fagnar nýju. Og óskaði Kristjönu gleðilegs sumars! Helgi R. Einarsson segist hafa verið að lesa „blaðið okkar“ og yrk- ir „Í Vogabyggð“: Gott er ef Jón og Gunna gagnlega hluti kunna, um göturnar spranga og glaðbeitt svo hanga á grastó við berjarunna. Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson orti um helgina: Sumarið hér gekk í garð, gróður ekki hafinn. Golan köld með gamlan arð, gerist önnum kafin. Harpa margoft hefur sýnt, hún á kosti’ og galla. Gróður hefur tilurð týnt, túnin fá þá skalla. Halldór Halldórsson segir: „Hríslan mín á Holtinu öfundar systur sínar í Heiðmörk og víðar, þar sem ángsvítans kettir eru ekki út um allt!“: Ó, hve mætti’ í mínum greinum, mjúkt að gefa hreiðri ból; mér er eins og ást í meinum, að ungum veita frið og skjól! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af lóu, hrossagauk og öðrum fuglum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.