Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 26
ÍA í fyrra og skoruðu rúman helm- ing marka liðsins. Auk þeirra er mið- vörðurinn Marcus Johansson horf- inn á braut. Í staðinn eru komnir Alex Davey, 26 ára skoskur varnarmaður sem ólst upp hjá Chelsea, finnski bak- vörðurinn Elias Tamburini sem hef- ur leikið með Grindavík undanfarin ár, framherjinn Hákon Ingi Jónsson frá Fylki, bakvörðurinn Þórður Þ. Þórðarson sem kemur heim eftir dvöl hjá HK og ÍA, og þá er miðju- maðurinn reyndi Arnar Már Guð- jónsson með á ný eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna meiðsla. Skagamenn spiluðu opinn og skemmtilegan fótbolta í fyrra og langflest mörk voru skoruð í þeirra leikjum. Þeir voru næstmarkahæsta lið deildarinnar þó 8. sæti hefði verið niðurstaðan. En þeir gætu þurft að bæta hjá sér varnarleikinn til þess að komast af hættusvæðinu. Hvað gerir Joey Gibbs? Keflvíkingar unnu ekki leik síðast þegar þeir léku í efstu deild, árið 2018, en allt bendir til þess að þeir mæti töluvert sterkari til leiks að þessu sinni. Eysteinn Hauksson og Sigurður FALLBARÁTTA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HK og ÍA halda sætum sínum í efstu deild eftir botnbaráttu við nýliðana tvo, Keflavík og Leikni úr Reykja- vík. Þetta er niðurstaðan í spá íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is fyrir Pepsi Max-deild karla 2021 en samkvæmt henni enda þessi fjögur lið í fjórum neðstu sætunum á komandi keppnistímabili. Keppni í deildinni hefst á föstu- dagskvöldið kemur með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda og hinir fimm leik- irnir í umferðinni eru leiknir á laug- ardag og sunnudag. Mjög þétt dag- skrá er framundan því sjö umferðum á að vera lokið fyrir 1. júní og liðin spila því um það bil fjórða hvern dag næstu vikurnar. Skoðum betur þessi fjögur lið sem spáð er erfiðu sumri. Valgeir mikilvægur fyrir HK HK hefur endað í níunda sæti tvö síðustu ár og Kópavogsliðinu er spáð svipuðu gengi á þessu tímabili. Breytingar á hópnum eru litlar en hægri bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson er kominn aftur eftir láns- dvöl í Slóvakíu og Valgeir Val- geirsson verður áfram með HK eftir að hafa verið í láni hjá Brentford í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er Valgeir HK-liðinu afar dýrmætur. Óvíst var hvort hann yrði með í ár og góðar fréttir fyrir HK-inga að endurheimta hann. Þá er Örvar Eggertsson kominn frá Fjölni og lánsdvöl Martins Rauschenbergs frá Stjörnunni hefur verið framlengd en hann kom sterk- ur inn í vörn HK seinni hluta síðasta tímabils. Bakvörðurinn reyndi Hörður Árnason er hættur og Þórður Þ. Þórðarson er farinn heim á Skag- ann. Brynjar Björn Gunnarsson hefur byggt liðið upp á undanförnum árum og það mætir til leiks með meiri reynslu í farteskinu ásamt því sem breiddin í leikmannahópnum hefur aukist smám saman. Hvort það næg- ir til að halda liðinu frá vandræðum í deildinni á svo eftir að koma í ljós. Getur ÍA fyllt í skörðin? Skagamenn hafa ekki verið í efri hluta deildarinnar frá árinu 2012 og þeim er spáð áframhaldandi dvöl í neðri hlutanum. Jóhannes Karl Guð- jónsson mætir til leiks með lið sem er árinu eldra hvað reynsluna varðar en margir efnilegir leikmenn hafa komið inn í liðið síðustu tvö ár. Stærsta spurningin er hvort skörð Tryggva Hrafns Haraldssonar og Stefáns Teits Þórðarsonar verði fyllt. Þeir voru yfirburðamenn hjá Ragnar Eyjólfsson þjálfa liðið áfram. Keflavík vann 1. deildina í fyrra, var með 43 stig en Leiknir og Fram voru með 42 þegar mótinu var hætt í október. Þó litlu hafi munað átti Keflavík leik til góða, hafði að- eins tapað tveimur leikjum og var með 57 mörk í 19 leikjum, eða þrjú að meðaltali í leik. Keflvíkingar tefla fram öllum lykilmönnum sínum frá síðasta tíma- bili og hafa bætt fimm leikmönnum í hópinn. Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafs- son snýr aftur heim sem lánsmaður frá SönderjyskE og styrkir örugg- lega varnarleik liðsins. Bakvörð- urinn Ástbjörn Þórðarson, sem lék með Gróttu í fyrra, kemur frá KR, og þrír nýir erlendir leikmenn bæt- ast við. Miðjumaðurinn Marley Blair, 21 árs Englendingur sem ólst upp hjá Liverpool og Burnley, bandaríski framherjinn Christian Volesky sem hefur leikið um árabil í B-deildinni í heimalandi sínu og ástralski framherjinn Oliver Kelaart sem lék með Kormáki/Hvöt í 4. deildinni síðasta sumar. Joey Gibbs, 28 ára Ástrali, er afar spennandi leikmaður hjá Keflavík. Hann varð langmarkahæstur í 1. deild í fyrra með 21 mark í 19 leikj- um og sýndi styrk sinn með því að skora þrennu gegn Víkingi í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í mars. Yfirvinna þeir reynsluleysið? Það kemur engum á óvart, og sennilega síst Leiknismönnum sjálf- um, að nýliðunum úr Breiðholtinu skuli vera spáð neðsta sætinu. Þeir mæta til leiks með reynslulít- inn hóp, þegar horft er til spila- mennsku í efstu deild. Leiknisliðið minnir dálítið á Gróttu í fyrra að því leyti að enginn leikmannanna hefur náð að spila 20 leiki í efstu deild á ferlinum. Þá er þjálfarinn Sigurður Heiðar Höskuldsson sá reynslu- minnsti í deildinni. Á móti kemur að Leiknir er með samstilltan hóp og öfluga félagsstemningu sem mun án efa hjálpa þeim talsvert. Brynjar Hlöðversson verður væntanlega í stóru hlutverki. Hann lék með Leikni í deildinni árið 2015 og hefur reynslu af því að vinna meistaratitil í Færeyjum. Fyrirlið- inn ungi Sævar Atli Magnússon er þeirra aðalmarkaskorari og áhuga- vert verður að sjá hann glíma við varnarmenn deildarinnar. Vuk Osk- ar Dimitrijevic fór í FH og þar missti Leiknir lykilmann. En mikið mun ráðast af styrk er- lendu leikmannanna. Leiknir fór óvenjulega leið með því að ná í Kól- umbíumann, Andrés Manga Escob- ar, og Venesúelamann, Octavio Pá- ez, ásamt því að sænski miðju- maðurinn Emil Berger sem lék með Fylki fyrir átta árum er kominn í Breiðholtið. Halda nýliðarnir sætum sínum í deildinni? - Reiknað með HK og ÍA í fallbaráttunni í sumar með Keflavík og Leikni Morgunblaði/Arnþór Birkisson HK Valgeir Valgeirsson er kominn aftur frá enska liðinu Brentford. Morgunblaðið/Eggert Keflavík Joey Gibbs skoraði 21 mark í 1. deildinni í fyrra. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Leiknir Sævar Atli Magnússon er fyrirliði og aðalmarkaskorari. Morgunblaðið/Hari ÍA Arnar Már Guðjónsson er kom- inn aftur eftir langa fjarveru. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Mjólkurbikar kvenna 1. umferð: SR – KM.................................................... 8:0 _ SR mætir Álftanesi. ÍR – KH ............................................ (frl.) 2:1 _ ÍR mætir FH. Mjólkurbikar karla 1. umferð: Reynir He. – Afturelding......................... 0:2 _ Afturelding mætir SR. England Leicester – Crystal Palace ...................... 2:1 Staðan: Manch. City 33 24 5 4 69:24 77 Manch. United 33 19 10 4 64:35 67 Leicester 33 19 5 9 60:38 62 Chelsea 33 16 10 7 51:31 58 West Ham 33 16 7 10 53:43 55 Liverpool 33 15 9 9 55:39 54 Tottenham 33 15 8 10 56:38 53 Everton 32 15 7 10 44:40 52 Leeds 33 14 5 14 50:50 47 Arsenal 33 13 7 13 44:37 46 Aston Villa 32 13 6 13 46:37 45 Wolves 33 11 8 14 32:45 41 Crystal Palace 32 10 8 14 34:54 38 Burnley 33 9 9 15 30:45 36 Southampton 32 10 6 16 40:58 36 Newcastle 33 9 9 15 36:54 36 Brighton 33 7 13 13 33:39 34 Fulham 33 5 12 16 25:43 27 WBA 33 5 10 18 30:64 25 Sheffield Utd 33 5 2 26 18:56 17 Ítalía Torino – Napoli......................................... 0:2 Lazio – AC Milan...................................... 3:0 Staða efstu liða: Inter Mílanó 33 24 7 2 72:29 79 Atalanta 33 20 8 5 78:39 68 Napoli 33 21 3 9 73:37 66 Juventus 33 19 9 5 65:30 66 AC Milan 33 20 6 7 60:41 66 Lazio 32 19 4 9 56:46 61 Danmörk Meistarakeppnin: Nordsjælland – Midtjylland ................... 3:2 - Mikael Anderson lék fyrstu 81 mínútuna með Midtjylland. _ Midtjylland 53, Bröndby 52, Köbenhavn 45, AGF 42, Nordsjælland 39, Randers 33. Svíþjóð Gautaborg – Degerfors .......................... 2:3 - Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með Gautaborg. Staða efstu liða: Djurgården 3 3 0 0 6:1 9 Malmö 3 2 1 0 6:4 7 Sirius 3 2 1 0 4:2 7 Kalmar 3 2 1 0 2:0 7 AIK 3 2 0 1 4:2 6 Elfsborg 3 2 0 1 4:3 6 Þýskaland B-deild: Darmstadt – Bochum .............................. 3:1 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. >;(//24)3;( Undankeppni EM karla 4. riðill: Ísrael – Litháen .................................... 34:28 Staðan: Portúgal 4 3 0 1 114:104 6 Ísland 3 2 0 1 92:69 4 Ísrael 3 1 0 2 84:92 2 Litháen 4 1 0 3 105:132 2 _ Tvö efstu liðin fara á EM 2022 í Ung- verjalandi og Slóvakíu og þá fara einnig áfram fjögur bestu liðin í þriðja sæti riðl- anna. Leikir sem eftir eru: 27.4. Ísrael – Ísland 29.4. Litháen – Ísland 29.4. Ísrael – Portúgal 2.5. Ísland – Ísrael 2.5. Portúgal – Litháen E(;R&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – KA/Þór ................. 19 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Grótta – Fjölnir/Fylkir .... 19.30 Origo-höll: Valur U – HK U ................ 19.30 Varmá: Afturelding – Selfoss .............. 19.30 Framhús: Fram U – ÍR ....................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Ísafjörður: Vestri – Stjarnan .............. 19.15 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Ármann 19.15 Hveragerði: Hamar/Þór – Grindavík . 19.15 Hertz-hellir: ÍR – Fjölnir b ................. 20.15 ÍSHOKKÍ Annar úrslitaleikur karla: Egilshöll: Fjölnir – SA (0:1)................. 19.45 BLAK Úrslitakeppni kvenna, 1. umferð: Digranes: Þróttur R. – KA ....................... 19 Neskaupstaður: Þróttur N. – Álftanes.... 20 Í KVÖLD! Leicester City styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær og vann 2:1 eftir að hafa verið 0:1 und- ir að loknum fyrri hálfleik. Wilfried Zaha kom Palace yfir á 12. mínútu en Leicester sneri tafl- inu við með mörkum frá Timothy Castagne og Kelechi Iheanacho á 50. og 80. mínútu. Leicester er í 3. sæti og hefur nú fjögurra stiga for- skot á Chelsea, sjö stig á West Ham og átta á Liverpool. Staða Leicester styrktist frekar AFP Sáttir Kelechi Iheanacho og Brend- an Rodgers fallast í faðma í gær. Íslandsmótið í tennis innanhúss fór fram um helgina í Tennishöllinni í Kópavogi. Íslandsmeistari í einliða- leik í meistaraflokki karla varð Birkir Gunnarsson og Íslandsmeist- ari í einliðaleik í meistaraflokki kvenna varð Sofia Sóley Jónas- dóttir. Birkir vann Raj K. Bonifa- cius í úrslitaleiknum í karlaflokki og Sofia sigraði Önnu Soffíu Grön- holm í úrslitaleiknum í kvenna- flokki. Keppendur á mótinu voru 108 á aldrinum 5-60 ára í 22 mis- munandi keppnisflokkum í einliða-, tvíliða og tvenndarleik. Birkir og Sofia urðu meistarar Ljósmynd/TSÍ Meistarar Birkir Gunnarsson og Sofia Sóley Jónasdóttir. Fimmtán íþróttafréttamenn og leiklýsendur Morgunblaðsins og mbl.is spáðu fyrir um röð liðanna í Pepsi Max-deild karla 2021. 9. sæti: HK með 57 stig. Besta spá 6. sæti, versta spá 11. sæti. 10. sæti: ÍA með 48 stig. Besta spá 7. sæti, versta spá 12. sæti. 11. sæti: Keflavík með 33 stig. Besta spá 8. sæti, versta spá 12. sæti. 12. sæti: Leiknir R. með 19 stig. Besta spá 10. sæti, versta spá 12. sæti. Spá Morgunblaðsins 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.