Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 27

Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Í síðustu viku var hægt að finna ýmislegt hlægilegt í íra- fárinu í kringum ofurdeildina svokölluðu sem knattspyrnu- félög höfðu samþykkt að stofna. Gianni Infantino, forseti Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði eitthvað á þá leið að hætta væri á að hagsmunum margra væri fórnað fyrir fjár- hagslega hagsmuni fárra. Það er nefnilega það. Stundum veltir maður fyrir sér í hvaða ljósi forystumenn í knattspyrnuheiminum sjá sig. Þegar forseti FIFA lætur þetta út úr sér þá er hann bara að gefa upp (blak)boltann og bíða eftir því að einhver smassi hann yfir netið og niður í gólfið. Nú er svo sem fínt að FIFA láti í sér heyra ef mönnum þar á bæ líka ekki þessar fyrirætlanir. Vít- in eru til að varast þau og klofn- ingurinn í körfuboltanum þegar Euroleague var stofnuð hefur haft margvísleg áhrif. Leikmenn eins og Martin Hermannsson geta ekki spilað landsleiki ef þeim sýnist svo. Real Madríd og Barcelona voru einnig þátttak- endur þegar Euroleague var stofnuð og ljóst hvaðan fyrir- myndin að ofurdeildinni kemur. Maður hefði hins vegar haldið að ekki væri þetta heppilegasta orðalagið hjá æðsta manni FIFA; samtaka sem virtust starfa eins og skipulögð glæpasamtök svo notast sé við orðalag úr útvarps- þættinum Í ljósi sögunnar. Það er ekki eins og fjárdrátturinn og múturnar hjá FIFA hafi átt sér stað á miðöldum. Stjórnarmenn í samtökunum voru handteknir ár- ið 2015. Einnig gæti einhverjum þótt orðalagið óheppilegt í ljósi þess að fluttar eru fréttir af því að fleiri hundruð manns hafi lát- ist við að reisa mannvirki í Katar fyrir stærstu keppnina á vegum FIFA. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Baráttan um áframhaldandi keppn- isrétt í úrvalsdeild karla í körfuknatt- leik á næsta tímabili verður æsilegri með hverjum leiknum sem er spil- aður að því er virðist. Þrír leikir fóru fram í Dominos-deildinni í gær og Höttur galopnaði baráttuna í neðri hlutanum með sigri í Njarðvík eftir sveiflukenndan spennuleik. Haukar og Höttur eru í neðstu sætunum með 10 stig, Njarðvík er með 12 stig og ÍR með 14 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Ég man ekki eftir því áður að öll tólf liðin í deildinni sýni það mikla getu að geta hæglega verið áfram í deildinni tíma- bilið á eftir. Yfirleitt eru eitt eða tvö lið sem ná sér ekki nægilega vel á strik og falla nokkuð örugglega niður um deild. Að undanförnu hefur það hins vegar gerst að neðstu liðin eru að safna stigum. Haukar hafa unnið tvo í röð, Höttur vann í gær og Njarðvík vann í Grindavík í síðustu umferð. Gestirnir hungraðri Höttur vann Njarðvík 74:72 í gær en Njarðvíkingar höfðu unnið upp sextán stiga forskot Hattar í síðari hálfleik og jafnað 72:72. „Þetta tap Njarðvíkinga hefur þá þýðingu að þeir eru í töluverðri hættu á falli úr deildinni og það í fyrsta skipti í sögunni. Furðulegt að hugsa til þess að þetta stórveldi í ís- lenskum körfubolta sé á þessum stað,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. „En þegar öllu er á botninn hvolft eftir þetta kvöld voru það einfaldlega gestirnir sem voru hungraðri í sigur á meðan heimamenn spýttu aðeins í lófana þegar þeir voru algerlega komnir með bakið upp við vegg,“ skrfaði Skúli einnig. Hann er ekki hrifinn af framlagi þeirra Hesters og Glasgows hjá Njarðvík. „Einnig virð- ast þeirra allra mikilvægustu menn bara hreint út sagt vera langt frá því að vera í formi til að spila heilan leik, en bæði Antonio Hester og Rodney Glasgow virtust vera farnir að „pústa“ ansi hressilega þegar í fyrri hálfleik. Ein sú allra slakasta erlenda sending sem þeir grænklæddu hafa fengið í gegnum árin.“ Framlengt í Breiðholti Mikill munur er á gengi Keflvík- inga og Njarðvíkinga í vetur en Keflavík er í efsta sæti með 32 stig og átta stiga forskot. Liðið vann ÍR í gær 116:109 í Breiðholti en framleng- ingu þurfti til að knýja fram úrslit. „Í fjórða og síðasta leikhluta var mikið jafnræði með liðunum framan af og skiptust þau á að skora. Eftir að hafa tekið leikhlé um miðjan leikhlut- ann settu ÍR-ingar pressu á Keflvík- inga og minnkuðu muninn niður í fjögur stig, 94:90. ÍR-ingar voru ekki hættir og náði Danero Thomas að jafna í 100:100 þegar níu sekúndu- brot voru eftir á leikklukkunni. Því þurfti að framlengja og þar reyndust Keflvíkingar hlutskarpari og unnu á endanum góðan 116:109-sigur,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Stjarnan upp að hlið Þórs Stjarnan fór upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn í 2.-3. sæti með sigri á Grindvíkingum í Garðabænum. Stjarnan sigraði 79:74 eftir nokkuð jafnan leik en Grindavík var yfir, 42:39, að loknum fyrri hálfleik. Garðbæingar höfðu betur í síðasta leikhlutanum, 23:14, og náðu þá tök- um á leiknum en Grindavík vann leik liðanna í Grindavík fyrr í vetur. _ Frekari umfjöllun um leikina er að finna á mbl.is/sport. Enn magnast spennan - Ómögulegt að spá um hvaða lið falla eftir sigur Hattar í Njarðvík - Sigur í deildakeppninni blasir við Keflvíkingum - Stjarnan og Þór berjast um 2. sætið Morgunblaðið/Eggert Í Seljaskóla Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson keyrir að körfu ÍR-inga í gær. hefur náð á Evrópumótaröðinni þegar hún endaði í þriðja sæti á Sanya-mótinu í Kína árið 2017. „Ég var með styrktaraðila sem stóðu þétt við bakið á mér en maður hefði klárlega þurft meira eins og til dæmis listamannalaun eða eitthvað í þá áttina. Maður stóð oft yfir einhverju pútti með það á bak við eyrað að ef maður myndi ekki setja það niður gæti maður ekki borgað ákveðna reikninga um komandi mánaða- mót og það tók á,“ sagði Valdís meðal annars. „Eftir á að hyggja hefði ég ef- laust getað náð betri árangri ef ég hefði ekki þurft að búa við stöðugar fjárhagsáhyggjur,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðs- ins. Valdís er frá Akranesi en hún byrjaði ung að æfa íþróttir og æfði lengi vel bæði fótbolta og golf. Hún sneri sér hins vegar al- farið að golfíþróttinni á unglings- árunum og varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn árið 2009, þá nítján ára. Valdís gerðist at- vinnukylfingur árið 2013, varð fyrst Íslendinga til þess að spila á opna bandaríska meistaramótinu í New Jersey 2017 og þá náði hún bestum árangri sem Íslendingur Erfitt að pútta fyrir reikningunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hætt Valdís Þóra Jónsdóttir batt enda á keppnisferilinn í vetur. Dominos-deild karla ÍR – Keflavík ............................ (frl.) 109:116 Stjarnan – Grindavík............................ 79:74 Njarðvík – Höttur ................................ 72:74 Staðan: Keflavík 18 16 2 1709:1448 32 Þór Þ. 18 12 6 1752:1613 24 Stjarnan 18 12 6 1651:1577 24 Valur 18 10 8 1529:1509 20 KR 18 10 8 1597:1619 20 Tindastóll 18 9 9 1638:1621 18 Grindavík 18 8 10 1591:1658 16 Þór Ak. 18 8 10 1567:1685 16 ÍR 18 7 11 1625:1658 14 Njarðvík 18 6 12 1474:1537 12 Höttur 18 5 13 1563:1661 10 Haukar 18 5 13 1496:1606 10 1. deild karla Vestri – Hamar ..................................... 97:82 Álftanes – Sindri................................. 94:104 Breiðablik – Selfoss............................ 107:79 Fjölnir – Hrunamenn........................... 94:58 Staðan: Breiðablik 14 11 3 1391:1203 22 Hamar 14 9 5 1362:1275 18 Sindri 14 9 5 1255:1230 18 Álftanes 15 9 6 1414:1289 18 Vestri 15 8 7 1298:1359 16 Skallagrímur 14 8 6 1182:1158 16 Fjölnir 14 4 10 1224:1258 8 Hrunamenn 14 3 11 1109:1374 6 Selfoss 14 3 11 1090:1179 6 NBA-deildin Charlotte – Boston ........................... 125:104 Brooklyn – Phoenix .......................... 128.119 Portland – Memphis......................... 113:120 Washington – Cleveland .................. 119:110 Atlanta – Milwaukee ........................ 111:104 Orlando – Indiana............................. 112:131 Golden State – Sacramento ............. 117:113 _ Efst í Austurdeild: Brooklyn 41/20, Philadelphia 39/21, Milwaukee 37/23, New York 34/27, Atlanta 34/27, Boston 32/29. _ Efst í Vesturdeild: Utah 44/16, Phoenix 42/18, LA Clippers 43/19, Denver 39/21, LA Lakers 35/25, Dallas 33/26, Portland 32/28. 4"5'*2)0-# Karlalandsliðið í handknattleik getur náð efsta sæti í 4. riðli undankeppni EM 2022 í hand- knattleik þegar liðið mætir Ísrael á útivelli í kvöld. Portúgal er með sex stig í riðl- inum eftir fjóra leiki en Ísland er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Þessi lið eru búin að afgreiða sín- ar viðureignir. Unnu þau hvort sinn leikinn en staða Íslands er betri því Ísland vann með meiri mun. Liðin léku tvo leiki í að- draganda HM í janúar eins og handboltaunn- endur muna ef- laust eftir. Ísr- ael og Litháen eru með tvö stig hvort um sig. Þar af leiðandi liggur fyrir að vinni Ísland leikina þrjá sem liðið á eftir þá vinnur það rið- ilinn. Annað sætið dugir til að komast í lokakeppni EM en efsta sætið í riðli í undankeppni getur haft jákvæð áhrif á styrk- leikalista og niðurröðunina þegar dregið er í riðla. Landsliðið er að hefja þriggja leikja hrinu til að ljúka þátttöku sinni í undankeppninni. Í kvöld er leikið í Ísrael og því næst í Vil- nius í Litháen á fimmtudaginn. Þaðan fer liðið heim til Íslands og tekur á móti Ísrael á Ásvöllum 2. maí. Erfiðlega hefur gengið að koma leikjunum gegn Ísrael á vegna heimsfaraldursins. Í nóv- ember áttu liðin að mætast á Ís- landi en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara. Liðin áttu að mætast í Ísrael í mars en leiknum var frestað með skömmum fyr- irvara. Ísraelsmenn komu nokkuð á óvart í gær og unnu Litháa 34:28 í Ísrael. Eru liðin því bæði með tvö stig og baráttan um þriðja sætið verður á milli þeirra en fyr- ir fram var talið að Litháen væri heldur sterkara lið. kris@mbl.is Þriggja leikja törn hefst í kvöld - Karlalandsliðið í handknattleik leikur í Ísrael - Ísland getur unnið riðilinn Guðmundur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.