Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Skammarverðlaunin sem kennd eru við Gullna hindberið (Razzies) og veitt eru fyrir það sem þykir hafa verið verst í kvikmyndum liðins árs, voru veitt í Bandaríkjunum um helgina. Athygli vekur að Rudy Giuli- ani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps, hlaut tvenn verðlaun fyrir umtalað atriði þar sem hann kemur fyrir í Borat Subsequent Moviefilm, sem versti aukaleikari, og fyrir versta „dúett“ á skjánum, ásamt rennilásnum á buxum sínum. Kvikmyndin um einhverfu sem tónlistarkonan Sia leikstýrði hreppti þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir verstu leikstjórn, og þá hreppti Absolute Proof, kvikmynd gerð til stuðnings við Donald Trump, þar sem haldið er fram að forseta- kosningunum hafi verið stolið frá honum, verðlaunin fyrir að vera versta kvikmynd ársins. Guiliani hreppti hindberið Rudy Giuliani Safn 191 ljósmyndar eftir hinn breska frumherja og uppfinninga- mann ljósmyndamiðilsins, William Henry Fox Talbot (1800-1877), var selt á uppboði hjá Sotheby’s fyrir 196 þúsund dali, um 245 milljónir króna. Um var að ræða 70 lausar ljósmyndir og þrjú albúm, allt frum- myndir teknar af Fox Talbot um 1840 og prentaðar af honum og að- stoðarmönnum hans á sínum tíma. Myndirnar höfðu verið í eigu hálf- systur Fox Talbots, Henriettu Hor- atiu Mariu Gaisford, og allar götur síðan afkomenda hennar. Upphaflega höfðu sérfræðingar Sotheby’s metið ljósmyndasafnið á 300 til 500 þúsund dali en verðið sem myndirnar voru slegnar hæstbjóð- anda fyrir nálgast hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Fox Talbot en það var 275 þúsund dalir sem greiddir voru árið 2018 fyrir heilt eintak bókar ljósmynd- arans, The Pencil of Nature (1844), fyrstu ljósmyndabókar sögunnar. Franski ljósmyndarinn L.J.M. Daguerre varð fyrstur til að kynna ljósmyndatæknina fyrir umheim- inum, árið 1839, en það var svokölluð daguerreotýpa sem byggðist á upp- finningu J.M. Niépce, einstakar og ofurskarpar myndir á silfurplötu. Þegar uppfinning Daguerres sló í gegn tók breski uppfinninga- og vís- indamaðurinn Fox Talbot, sem var efnaður aðalsmaður, aftur fram til- raunir með ljósmyndun frá því nokkrum árum fyrr, 1835, en hann uppgötvaði þá mikilvæga tækni með pappírsnegatífum sem hann kallaði kalótýpu og sló líka í gegn og var forveri filmuljósmyndunar. Hátt verð fyrir fjölda ljósmynda Fox Talbots - Seldu 191 frumprent eftir einn höfunda ljósmyndunar Sotheby’s Heimilið Ljósmynd Fox Talbots frá um 1844 af heimili hans, Lacock Abbey. Í byrjun mars hreppti Kristín Svava Tómasdóttir tvenn Fjöruverðlaun, annars vegar fyrir ljóðabók sína Hetjusögur og hins vegar var hún meðal höfunda bókarinnar Konur sem kjósa: Aldarsaga sem hlaut verðlaunin sem fræðibók ársins. Hún ræddi við Árna Matthíasson í þættinum Dagmál, sem ætlaður er áskrifendum Morgunblaðsins. Auk þess að vera ljóðskáld er Kristín menntaður sagnfræðingur. Hún vann ljóðabókina upp úr rit- röðinni Íslenskar ljósmæður I-III sem Sveinn Víkingur tók saman og Kvöldvökuútgáfan gaf út í upphafi sjöunda áratugarins. Hún segist hafa lesið þær fyrst fyrir þó nokkr- um árum og fundist þær „gjör- samlega æðislegar“ þótt hún hafi ekki séð þær fyrir sem efnivið í ljóð. „Svo las ég þær aftur fyrir svona tveimur árum, þá í samhengi sagn- fræðiverkefnis, og fór bara að velta þeim fyrir mér sem bókmenntaverki ekki síður en sem sagnaheimild. Ég hef alltaf verið hrifin af stefj- um og endurtekningum í ljóðlist og þarna kviknaði þessi hugmynd; af hverju tek ég þetta ekki alla leið og læt mætast þarna þetta form sem mér finnst svo skemmtilegt, þessi stef, og stefin úr frásögnum þessara ljóðmæðra, prófa að púsla þessu saman.“ Sem stendur er Kristín að skrifa sagnfræðirit um farsóttarhúsið við Þingholtsstræti sem hefur gengið undir mörgum nöfnum frá því það var reist sem fyrsta almenna sjúkra- húsið í Reykjavík 1884 og hefur gegnt ýmsum hlutverkum síðan. Hún segist hafa dottið hún niður á verkefnið nánast fyrir tilviljun. „Ég skrifaði ritgerð á námskeiði sem fjallaði um fátækt og stéttaskiptingu í Reykjavík við upphaf 20. aldar og vann með alveg magnaðar heimildir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem heita þurfamannaævir. Þar fór ég að skoða líf ungrar konu sem hafði verið þurfamaður Reykjavíkur 1924-25 og hún hafði sem sagt lagst inn á Farsótt og ég hafði aldrei tekið almennilega eftir þessu húsi þannig, vissi ekkert um þessa farsóttarspít- alasögu. Svo þegar ég fór að lesa þetta fannst mér svo magnað hvað þetta eina hús hafði átt margslungna sögu. Hugsaði svo: Hví skrifa ég ekki bara þessa sögu.“ Þátturinn er aðgengilegur á mbl.is og á slóðinni https://mbl.is/ dagmal. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Dagmál Kristín Svava Tómasdóttir er að skrifa sögu Farsóttarhússins. Hví skrifa ég ekki bara þessa sögu? - Kristín Svava skrifar sögu Farsóttar Þýska mezzósópran- söngkonan Christa Ludwig, ein ástsæl- asta óperusöngkona og ljóðasöngvari seinni hluta 20. aldar, er látin, 93 ára að aldri. Á óperusviði var Ludwig hvað þekktust fyrir túlkun sína á hlutverkum eft- ir Mozart, Strauss og Wagner. Hún söng í öllum helstu óperuhúsunum – en sérstaklega mikið við Vínaróperuna og Metropolitan- óperuna, auk þess að vera reglulegur flytjandi á Salz- burgar-hátíðinni – og átti hún rómað samstarf við stjórnendurna Karl Böhm, Leonard Bernstein og Her- bert von Karajan. Þá lagði Ludwig mikla rækt við ljóðasöng og þótti í allra fremstu röð á því sviði. Christa Ludwig látin AFP Dáð Christa Ludwig þótti einn fremsti mezzósópran síns tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.