Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021
FERSKT OG GOTT PASTA
TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Við gerum ekkert með þennan
lokadag, það er löngu liðin tíð. Þegar
við stoppum þá höldum við okkar
lokadag og ég reikna með að það
verði í næstu viku,“ segir Brynjar
Kristmundsson, skipstjóri á Stein-
unni SH 167, 150 tonna dragnótabát
frá Ólafsvík. Í eina tíð var lokadagur
vetrarvertíðar 11. maí, en nú eru það
kvótastaða og vinnsla í landi sem
ráða miklu um hvenær og hvort
menn róa.
Brynjar segir að vertíðin hafi
gengið vel, ekki síst eftir hrygning-
arstopp. „Frá 21. apríl erum við
komnir með 520 tonn í 14 róðrum
þannig að meðalaflinn er yfir 37
tonn. Það er búin að vera góð tíð og
góð veiði og það eina sem hefur
truflað okkur er mikil ýsugengd. Um
tíma var ekki hægt að forðast hana
svo menn þurftu að halda að sér
höndum. Það breyttist aðeins um
mánaðamótin, þegar þorskurinn fór
að skríða hérna fram og vestur
brúnina, en ýsan var meira uppi á
grunninu,“ segir Brynjar.
Þeir á „bræðrabátnum“ voru út af
Öndverðarnesi þegar spjallað var
við skipstjórann í gær, en með hon-
um í áhöfn Steinunnar SH eru fjórir
bræður hans, sonur, tveir bræðra-
synir og tengdasonur. Á fiskveiði-
árinu eru þeir komnir með yfir 1.400
tonn og framundan er að þrífa bát-
inn hátt og lágt og síðan sumarfrí
fram í ágúst.
Fengu 2.441 tonn í netin
Frá áramótum til 3. maí fékk
Bárður SH 81 alls 2.441 tonn í netin,
nánast eingöngu þorsk, og er vafalít-
ið um Íslandsmet á netum á vetrar-
vertíð að ræða. Á vetrarvertíðinni í
fyrra var afli Bárðar 2.311 tonn af
óslægðu og var það talið met, sem nú
hefur verið rækilega slegið. Á árum
áður var mikið gert með aflakónga á
vetrarvertíð, en minna fer fyrir slíku
núorðið. Báturinn kom nýr til lands-
ins frá Danmörku í lok árs 2019 og
er tæplega 27 metra plastbátur.
Pétur Pétursson, útgerðarmaður
og skipstjóri, segir að í vetur hafi
verið ágætis fiskirí, en einmuna tíð
standi þó upp úr. „Tíðarfarið hefur
verið með ólíkindum og í vor hefur
lognið verið endalaust,“ segir Pétur.
Sonur hans og nafni hefur róið á
móti honum og verið með nýja Bárð
á snurvoð frá 3. maí, en Pétur eldri
verið með eldri Bárð SH-811 á net-
um frá Arnarstapa frá lokum apríl.
Síðustu ár hefur þeim fækkað
mjög sem róa með net. Fram kemur
á aflafrettir.is að frá Hornafirði var
aðeins Sigurður Ólafsson SF á net-
um. Í Vestmannaeyjum voru tveir
bátar á netum, Brynjólfur VE og
Kap II VE, tveir frá Þorlákshöfn,
Reginn ÁR og Friðrik Sigurðsson
ÁR, en enginn reri með net frá
Grindavík.
Allt í botni
Í höfnum Snæfellsbæjar hefur
verið nóg að gera undanfarið, allt
verið í botni eins og Björn Arnalds-
son hafnarstjóri orðar það.
Alls róa þessa dagana yfir 80
bátar á strandveiðum frá Ólafsvík,
Rifi og Arnarstapa og fylgir þeim
mikið líf. Björn segir að flestir hafi
fiskað vel og í gær voru allir á sjó,
nema helst þeir sem eiga lítið eftir af
heimildum.
Ljósmynd/Pétur
Á Arnarstapa Sigurður Viktor landar úr Bárði SH-811 í gærdag.
Lokadagur liðin tíð
- Gjöfulli vertíð lokið samkvæmt eldri viðmiðun - Met á
netum hjá Pétri á Bárði - „Bræðrabátnum“ lagt í næstu viku
Brynjar
Kristmundsson
Pétur
Pétursson
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Samkvæmt skrám slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins voru í fyrradag gróð-
ureldar það sem af er maí orðnir 22
talsins. Í gær bættust við að minnsta
kosti fjórir og því eru gróðureldarnir
orðnir um 26 talsins. Gróðureldar
komu upp í gær á Vatnsleysuströnd,
við Hvaleyrarvatn, í Grímsnesi og við
Klettagarða í Reykjavík.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri hjá slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins, segir stöðuna grafalvar-
lega og segist ekki vita til þess að
nokkurn tímann hafi orðið jafn marg-
ir gróðureldar á eins skömmum tíma
og raun ber vitni. Samkvæmt skrám
slökkviliðsins hafi í einum mánuði
mest verið 22 gróðureldar, það hafi
verið í apríl árið 2016. Jón Viðar bend-
ir á að nú sé mánuðurinn ekki einu
sinni hálfnaður en samt sé búið að slá
metið.
„Fólk verður að fara varlega og við
erum búin að gefa út núna að meðferð
elds er bönnuð í nágrenni við gróður
og sérstaklega er verið að horfa á
Heiðmörkina og önnur svæði hér á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón Við-
ar og bætir við:
„Þetta er í rauninni komið á það
stig að fólk verður að fresta öllu sem
hægt er að fresta. Það er að kvikna í
út frá slípirokkum, út frá hlutum sem
mann í raun og veru grunaði ekki að
gæti kviknað eldur út frá. Menn þurfa
að fara afskaplega varlega.“
Jón Viðar segir að nú verði að horfa
lengra inn í framtíðina og skoða
hvernig við ætlum að byggja upp okk-
ar útivistarsvæði.
„Einn vandi sem við höfum verið að
glíma við er aðgengi að vatni, annar
vandi er hreinlega að við komum illa
að tækjum og tólum,“ segir Jón Viðar
og bætir við að ef leggja þurfi langt í
burtu þá tefji það allt starf.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfir-
lögreguþjónn hjá almannavörnum,
bendir á í samtali við Morgunblaðið
að aðstæður séu óvanalegar, það hafi
eiginlega ekkert rignt í langan tíma
og engin alvöru rigning sé í kortun-
um. Við séum því í rauninni á þurrka-
tímabili og hættustig almannavarna
mun því líklega gilda næstu þrjár vik-
urnar. Það hjálpi þá ekki til að þessa
dagana sé frekar svalt og á næturnar
jafnvel frost. Því eigi gróðurinn erfitt
með að ná sér á strik. „Við fáum ekki
þennan græna gróður sem logar ekki
eins vel,“ segir Rögnvaldur.
Metfjöldi gróð-
urelda í maí
- Meðferð elds bönnuð nálægt gróðri
Ljósmynd/Þröstur Njálsson
Bruni Slökkviliðsmenn að störfum á Vatnsleysuströnd.
Skipuleggjendur tónlistarhátíðar-
innar Secret Solstice hafa óskað eft-
ir því að sá möguleiki verði kannað-
ur að tónlistarhátíðin Secret Solstice
verði haldin á Vífilsstaðatúni og í
nærumhverfi þess. Fresta hefur
þurft hátíðinni bæði í ár og í fyrra
vegna Covid-19.
„Hátíðin hefur frá upphafi farið
fram í Laugardal og Laugardalur er
frábær staður fyrir tónlistarhátíð.
Vandamálið hefur hins vegar alltaf
verið hversu langar allar boðleiðir
eru innan Reykjavíkur ásamt því
sem nokkur íþróttafélög eru með að-
stöðu þar. Það hefur gert alla vinnu í
kringum skipulagningu og fram-
kvæmd mjög flókna og erfiða. Þá
hefur það lengi legið fyrir að fara
ætti í framkvæmdir á svæðinu,“ seg-
ir Jón Bjarni Steinsson, skipuleggj-
andi hátíðarinnar, í beiðni sinni til
Garðabæjar og bætir við að Vífils-
staðatún sé á mjög fallegum stað og
því frábær staður fyrir hátíð sem
geri mikið út á fallegt umhverfi.
Jón Bjarni segir að í Garðabæ sé
greiður aðgangur að félögum eins
og Stjörnunni og að einfaldara sé að
vinna með einum aðila í stað þess að
vinna með Þrótti, Ármanni og
Skautafélagi Reykjavíkur eins og
verið hefur í Laugardal.
Bæjarráð hefur vísað erindinu til
umfjöllunar í menningar- og safna-
nefnd Garðabæjar og íþrótta- og
tómstundaráði bæjarins.
gunnhildursif@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Secret Solstice Tónlistarhátíðin hefur verið haldin í Laugardalnum.
Vilja Secret Sol-
stice í Garðabæ
- Vífilsstaðatún henti vel fyrir hátíðina