Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐUR HLÍFÐARBÚNAÐUR Grímur, hanskar og andlitshlífar. Skoðaðu úrvalið á fastus.is/hlifdarbunadur Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Snemma fór að bóla á þessari sér- visku hjá mér, ætli ég hafi ekki verið stráklingur í kringum tíu ára aldur þegar ég setti saman mína fyrstu vísu. Þeim hefur fjölgað með árunum enda krefst það þó nokkurrar æfing- ar að setja saman háttbundnar vísur, það þarf að slípa til bragfræðina og láta þetta fljóta frekar létt og passa að ekki sé of stirt og tyrfið orðalag. Fólk þarf að skilja hverju verið er að koma á framfæri,“ segir Þórarinn Már Baldursson, víóluleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands, mynd- skreytir og hagyrðingur, en Mál og menning gaf nýlega út lítið kver eftir hann, Vísur og kvæði. Þegar Þórar- inn er spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að hafa bókina í svo litlu broti sem raun ber vitni segir hann að hugmyndin hafi verið að þetta gæti verið handhægt. „Ég vil gjarnan að fólk geti haft bókina með sér í brjóstvasanum. Þar fyrir utan fyrirverð ég mig fyrir þetta, eins og maður á að gera, svo ég vildi ekki hafa bókina í stærra broti,“ segir hann og tónar í leiðinni við þó nokkurt sjálfsháð sem sumar vísurnar geyma. Í einni vísunni seg- ist hann ekki vera í hópi bráðgerra, í annarri að hann mari illa syndur úti í lífsins nykurtjörn, að hann fari á ókostum og að aldrei hafi úr honum ræst, svo fátt eitt sé nefnt. „Það er nærtækast að gera grín að sjálfum sér, þá þekkir maður vel þann sem á eftir að svíða mest undan því, og getur átt það við sjálfan sig.“ Heyrði Indriða kveða Við lestur bókarkornsins má ljóst vera að Þórarinn leggur áherslu á léttleika í sínum kveðskap, vísurnar eru margar fyndnar og þar ber á þó nokkurri gráglettni. „Þetta verður oft til við þannig tækifæri, einhver aulafyndni í bland við annað,“ segir Þórarinn sem einn- ig tekur fyrir í vísum sínum margt nútímabölið, hann yrkir til dæmis um það hversu lítt honum hugnast nágrannabæirnir, Kópavogur, Hafn- arfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Álftanes. „Þegar maður flytur suður utan af landi hefur maður vanist því að tún- bleðillinn í kringum húsið manns sé miðdepill alheimsins. Svo setur mað- ur sig niður í Vesturbæ Reykjavíkur og þá er sá blettur orðinn miðpunkt- urinn,“ segir Þórarinn sem er norð- anmaður, alinn upp í Aðaldalnum, enda kemur Þingeyingaloftið við sögu í bókinni. Þegar Þórarinn er spurður hvort hann hafi alist upp við mikla hagmælsku fyrir norðan segir hann að reyndar hafi ekki verið ort mikið í kringum hann í barnæsku. „Að vísu var kveðskapur mikið notaður sem skemmtiefni og oft var verið að kveðast á og fara með vísur. Þetta var alltaf í umhverfinu og hin hagmælta Fía á Sandi kenndi mér í grunnskólanum. Á næsta bæ við mig, á Ytra Fjalli, var mikið kvæða- og vísnafólk en þar ólst kvæðakonan snjalla, Ása Ketilsdóttir, upp og Indriði bróðir hennar býr þar. Ég heyrði Indriða kveða á skemmtunum á mínum bernskuárum og sjálfur er ég núna meðlimur í Kvæðamanna- félaginu Iðunni,“ segir Þórarinn sem ólst upp á bænum Hraunbæ, en hann er nýbýli frá Hólmavaði. „Foreldrar mínir voru ekki með búskap en það var búskapar á Hólmavaði og hún er forrituð í mig, ástin á sauðfé og dreif- býli.“ Vísur löðrandi í innrími Þegar Þórarinn er spurður hvern- ig honum hafi gengið að velja úrval úr öllu því sem hann hefur sett sam- an á nokkrum áratugum segist hann hafa geymt það sem hann vill halda upp á. „Úr því grisjaði ég smám saman það sem mér fannst ekki eiga erindi á bók eða þyrfti einhverra útskýr- inga við. Ég vildi hafa hluti sem gætu staðið einir og sér, af því tækifæris- kveðskapur úreldist oft hratt. Eftir stóð þetta sem er í bókinni, mikið af kvæðum undir rímnaháttum en líka aðeins nútímalegri bragarhættir. Þarna má finna nokkuð fjölbreytta bragarhætti og innan um eru vísur löðrandi í innrími og slíkum hlutum, en mest eru þetta venjulegar fer- skeytlur eða þá hringhendur.“ Yrkisefni Þórarins eru margvís- leg, lífsins lystisemdir, náttúran, mansöngvar, sjálfskoðun og fleira. Kunnugleg er Bændaríma Þórarins sem hefur víða heyrst, um bóndann sem át allt sem að kjafti kom, líka hund, kött, griðkonu, vinnumann og sinn eigin fótlegg. „Jú, ég hef frétt af því að hún hafi verið notuð nokkuð víða og fólk hefur beðið mig að senda sér textann, svo það fari rétt með. Bændaríman er sennilega elsta kvæðið í bókinni, ég setti þetta saman fyrir tvítugt. Ein ástæðan fyrir því að gefa þetta út á bók var að þá gætu kvæðamenn nálgast þetta auðveldlega og notað á árshátíðum eða öðrum mannamót- um. Ég get þá vísað fólki beint í bók- ina.“ Vissulega er þar vonarglæta Þegar Þórarinn er spurður hvort hann hafi lagt sig eftir því að tala máli hinnar háttbundnu vísu eða kennt yngra fólki að yrkja segir hann svo ekki vera. „Ég hef reynt að ota þessu mjög varlega að mínum eigin börnum, en þau eru svo ung enn að það á eftir að koma í ljós hvort það skilar sér áfram til framtíðar. Vissulega er þar vonarglæta. Mitt framlag til að halda þessu við er að setja saman vísur og kveða þær þegar ég kemst í það, ef það er undir þeim háttum sem krefj- ast þess.“ Hefurðu trú á því að hún muni lifa áfram hagmælskan og kunnáttan til að setja saman vísur undir bundum bragarháttum? „Já ég held það, það verða alltaf til einhverjir furðufuglar og sérvitr- ingar sem leggja sig eftir þessu. Þetta er útbreiddara en margur heldur, það er alltaf slatti af fólki sem hefur ánægju af að lesa hátt- bundnar vísur og yrkir svo líka sjálft.“ Morgunblaðið/Eggert Þórarinn „Mitt framlag til að halda þessu við er að setja saman vísur og kveða þær þegar ég kemst í það.“ Útbreiddara en margur heldur - „Það verða alltaf til einhverjir furðufuglar og sérvitringar sem leggja sig eftir þessu.“ - Hagyrðingurinn Þórarinn Már Baldursson sendir frá sér nýja bók með vísum og kvæðum Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift varð fyrst kvenna til þess að hljóta þau verðlaun bresku Brit- verðlaunanna sem kölluð eru „global icon“ sem þýða mætti sem heimsstjarna eða íkon. Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi í London. Með verðlaununum er Swift heiðruð fyrir mikil áhrif sín á tón- list á heimsvísu og afrek á tónlistarsviðinu, eins og því er lýst í frétt The Guardian. Fyrri hand- hafar „global icon“-verðlaunanna eru m.a. Elton John, Robbie Willi- ams og David Bowie. Í tilkynningu frá Brit vegna verðlaunanna segir að ferill Tay- lor sé engum öðrum líkur og tón- list hennar og áhrif hafi náð til milljóna um all- an heim. Hún hafi nýtt sér stöðu sína til að vekja athygli á ýmsum mik- ilvægum mál- efnum og þá m.a. stöðu og réttindum LGBTQ-fólks. Swift náði þeim áfanga í síðasta mánuði að koma breiðskífu í fyrsta sæti breska plö- tulistans í sjöunda sinn en sú heitir Fearless (Taylor’s Version). Var platan auk þess sú þriðja með Swift sem kemst í toppsætið á 259 daga tímabili. Swift hlaut heimsstjörnuverðlaun Brit Taylor Swift Bandaríski leikarinn Tom Cruise hefur skilað Golden Globe- verðlaunastyttunum sínum sem eru þrjár talsins. Hefur hann þar með bæst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa verðlaunin sem samtök er- lendra blaðamanna í Hollywood, HFPA, veita árlega en samtökin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir spillingu, fordóma og einsleitni en fjallað var um fyrr á árinu að eng- inn þeldökkur fjölmiðlamaður væri í samtökunum. Verðlaunin hlaut Cruise fyrir leik sinn í kvikmyndunum Born on the Fourth of July, Jerry Maguire og Magnolia. Gagnrýnin á HFPA hefur verið það mikil í ár að sjón- varpsstöðin NBC ákvað fyrir skömmu að hætta við að sýna frá hátíðinni á næsta ári. Cruise bætist nú í hóp þekktra leikara sem gagnrýnt hafa Golden Globe og eru þeirra á meðal Scarlett Johansson og Mark Ruffalo. Streymisveiturnar Netflix, Amazon og WarnerMedia hafa einnig tilkynnt að þær muni snið- ganga verðlaunin. Cruise skilar gullhnöttunum sínum Tom Cruise Loks er snjóa leysa fer, linnir góu taki, ekki flóafriður er fyrir lóukvaki. Það væri gott að vit’eitthvað og ver’eitthvað, og gaman væri að get’eitthvað og ger’eitthvað. Vorkoma og Draumórar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.