Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris Johnson,forsætisráð-herra Bret-
lands, kynnti á
mánudag skref til
afléttingar
sóttvarnaaðgerðum
sem felur meðal ann-
ars í sér að fólk megi hittast í
smáum hópi án þess að viðhafa
tveggja metra fjarlægðarmörk.
Um leið benti hann á að allir yrðu
eftir sem áður að beita heilbrigðri
skynsemi við mat á aðstæðum og
gæta sjálfir að sóttvörnum.
Sama dag og Johnson kynnti
þessar jákvæðu breytingar í Bret-
landi, og raunar sama dag og já-
kvæðar breytingar í þessum efn-
um tóku gildi hér á landi, var
upplýst að í fyrsta sinn í meira en
ár hefði liðið dagur þar sem eng-
inn hefði látist á Englandi af völd-
um kórónuveirunnar. Á Bretlandi
öllu létust fjórir, sem telst lítið
miðað við þann fjölda veiru-
tengdra dauðsfalla sem dunið hafa
á bresku þjóðinni síðastliðið rúmt
ár.
Athygli vekur að þær spár sem
reiknimeistarar Bretlands kynntu
fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir,
sem betur fer. Þróunin hefur verið
mun jákvæðari en spár gerðu ráð
fyrir og nú er til dæmis talið nán-
ast útilokað að ný bylgja skelli á
landinu við frekari afléttingar.
Þetta hefur afar jákvæð áhrif á
Bretlandi en einnig hér á landi,
því að frá næsta mánudegi mega
Bretar ferðast að vild til tiltekinna
landa og má búast við að Ísland
njóti mjög góðs af því.
Það á jafnt við um almenning og
þá sem ákvarðanir taka að þeir
geta lítið annað gert en tekið mið
af bestu mögulegu þekkingu þeg-
ar ákvarðanir eru teknar. Í því
sambandi er eðli máls samkvæmt
mjög horft til vísindamanna, rann-
sókna þeirra og álits. Þetta er
nauðsynlegt en um leið er óhjá-
kvæmilegt að hafa í huga að
vísindamenn búa oft
við mjög ófull-
komnar upplýsingar
og spálíkön eru þess
eðlis að útkoman sem
þau skila verður ekki
betri en upplýsing-
arnar sem inn í þau
fara. Þess vegna getur líka stund-
um þurft að beita hyggjuvitinu,
líkt og Johnson hvetur landa sína
nú til að gera.
Það er til að mynda umhugs-
unarvert sem fjallað var um í The
Telegraph í gær, að líkön hafi van-
metið áhrif bólusetninga. Nýjar
rannsóknir, það er að segja meiri
þekking, benda til að jákvæð áhrif
bólusetninga séu meiri en áður
var talið, bæði fyrir einstaklinginn
og til að framkalla hjarðónæmið
eftirsótta.
Eftir að hafa gengið í gengum
miklar hörmungar vegna kór-
ónuveirunnar hafa Bretar náð
vopnum sínum og sjá fram á að
fella niður flestar hömlur eftir
rúman mánuð. Ástæða þessa ár-
angurs er að Bretar tóku
bólusetningarmál í eigin hendur
og bólusettu hraðar en til dæmis
löndin handan Ermarsundsins
sem lutu leiðsögn frá Brussel. Ís-
land tók því miður ákvörðun um
að fylgja þeirri mislukkuðu leið-
sögn og gekk þess vegna hægar að
bólusetja, en gangurinn í bólu-
setningum hefur þó verið góður að
undanförnu og hátt hlutfall full-
orðinna er komið með að minnsta
kosti fyrri sprautu. Staðan hjá við-
kvæmustu hópunum er orðin mjög
góð.
Aflétting aðgerða er hafin hér á
landi og full ástæða til að henni
verði haldið áfram samkvæmt
þeirri áætlun sem lögð hefur verið
og helst hraðar. Um leið verða
landsmenn vitaskuld að viðhafa
varúð og forðast aðstæður þar
sem hætta er augljós. Þar, eins og
oftar, skiptir heilbrigð skynsemi
mestu máli.
Aflétting sóttvarna-
aðgerða er brýn, en
áfram þarf að við-
hafa varúð}
Heilbrigð skynsemi
Stærsta olíuleiðslaBandaríkjanna,
Colonial, varð á dög-
unum fyrir netárás
sem kom í veg fyrir
að hægt væri að
flytja olíuna á
áfangastaði með til-
heyrandi vanda. Bandarísk yfir-
völd greindu frá því að um væri að
ræða hóp hakkara frá Rússlandi
sem kallaði sig DarkSide. Sá hóp-
ur sendi í framhaldinu frá sér yfir-
lýsingu um að ætlunin hefði ekki
verið að lama kerfið í Bandaríkj-
unum, „aðeins“ að taka kerfið í
gíslingu og krefjast lausnargjalds.
Rússnesk stjórnvöld tóku því
illa að rússneskir aðilar væru
bendlaðir við ódæðið og sögðu
ásakanirnar tilhæfulausar. Óljóst
er hvernig rússnesk yfirvöld geta
fullyrt slíkt, en bandarísk yfirvöld
höfðu sérstaklega gætt þess að
beina ásökununum ekki að rúss-
neskum yfirvöldum, sem sögðu af
þessu tilefni að þau hefðu ítrekað
óskað eftir samtali
við bandarísk stjórn-
völd um samvinnu til
að vinna bug á slík-
um vanda, en að það-
an hefðu engin við-
brögð borist.
Þessi árás er
áminning um hve mikil hætta er á
ferðum vegna nettengingar hvers
kyns innviða og annarrar mikil-
vægrar starfsemi, ekki aðeins í
Bandaríkjunum heldur víðast
hvar, meðal annars hér á landi.
Þjóðir heims verða að taka hönd-
um saman og berjast gegn þessari
óværu með öllum tiltækum ráðum.
Um leið verður hvert ríki, þar með
talið Ísland, að huga mjög að stöðu
sinni í þessum efnum og tryggja
eins og kostur er að varnir séu
með besta móti. Um leið verður að
huga að því hvernig bregðast skuli
við verði slík árás gerð með árang-
ursríkum hætti. Eins og heimur-
inn er orðinn er enginn óhultur
fyrir slíkum glæpum.
Árásin á Colonial-
olíuleiðsluna ætti að
vera áminning um
að efla netvarnir}
Netárásir
Á
sýnd stjórnmála og stjórnsýslu er
lykilatriði þegar kemur að trausti
almennings. Þetta segir skýrsla
sem ríkisstjórnin lét gera í upp-
hafi kjörtímabilsins. Vandamálið
er hins vegar hvort ásýndin endurspegli reynd
eða sé bara sýndarmennska.
Á undanförnum misserum hafa ýmis mál far-
ið í gegnum þingið sem ætlað er að efla traust
almennings á stjórnmálum. Þar á meðal eru lög
um hagsmunaverði, þar sem ráðherrar og að-
stoðarmenn ráðherra voru reyndar undan-
skildir og eftirlit með skráningu ráðherra var
sett í hendur forsætisráðherra. Einnig voru lög
um vernd uppljóstrara samþykkt, þó með þeim
galla að uppljóstrarar þurfa að vera í „góðri
trú“ og hafi ekki aðra leið til þess að koma í veg
fyrir þau brot sem uppljóstrunin á að afhjúpa.
Ég spurði forsætisráðherra á Alþingi síðastliðinn mánu-
dag um fjármögnun héraðssaksóknara. Álagið þar hefur
lengi verið mikið og ekki bætti Samherjamálið úr sök. Ég
spurði ráðherrann því hvort hægt væri að tala um baráttu
gegn spillingu þegar verkefnaálag saksóknara eykst bara
og eykst. Ráðherra sagðist hafa fulla sannfæringu fyrir því
að rannsókn á máli Samherja sé í fullum gangi, sem ég er
alveg sammála. Ég held líka að þetta mál sé í eins fullum
gangi og embætti héraðssaksóknara hefur svigrúm til, en
hvað með öll hin málin?
Héraðssaksóknari er ekki einn í þessari stöðu. Persónu-
vernd er líka að drukkna. Stofnunin sem svarar nú erind-
um með orðunum „að vegna mikilla anna“.
Umboðsmaður Alþingis er í sömu stöðu og hef-
ur því ekki getað sinnt frumkvæðisrannsókn-
um í langan tíma. Sömu sögu er að segja af
fleiri mikilvægum eftirlitsstofnunum.
Það sem er á bak við ásýndina um setningu
laga um hagsmunaverði og uppljóstrara og á
bak við tilfærslu fjármálaeftirlitsins til Seðla-
banka og skattrannsóknir frá skattrannsókn-
arstjóra eru spurningar um hvort það sé inni-
hald sem réttlætir ásýndina. Ef við setjum lög
sem virka ekki út af augljósum göllum eða að
það vantar fjármagn til þess að sinna eftirliti
og rannsóknum – er efling trausts á stjórn-
málum og stjórnsýslu ekki einmitt innihalds-
laus ásýndarpólitík? Traust á stjórnmálum hef-
ur vissulega aukist undanfarið og það skiptir
máli. En það skiptir líka máli að það sé inni-
stæða fyrir því trausti.
Það er nefnilega ekki allt innihaldslaust sem þingið af-
greiðir. Langt í frá. Almennt séð skilar þingið góðu starfi
en það er í einstaka málum þar sem eitthvað gerist og sama
hvað, þá komast eðlileg rök ekki í gegn. Til dæmis í málum
sem tengjast kvóta, eða málum sem skipta sér af hags-
munum (eða skráningu þeirra) og uppljóstrun um valdhafa.
Ásýnd skiptir máli en ein og sér er hún gagnslaus. Við
verðum að eiga inni fyrir trausti og geta sýnt fram á árang-
ur og niðurstöðu í Samherjamálinu.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Í góðri trú?
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ú
tlit er fyrir að hjá Klín-
íkinni verði gerðar um
1.000 offituaðgerðir á
þessu ári, en slíkum að-
gerðum hefur þar fjölgað mjög ört
undanfarin ár, en aftur á móti staðið í
stað hjá Landspítalanum, þar sem
þær eru aðeins um 50 á ári að jafnaði.
Auk þess mun talsverður fjöldi
manna leita slíkra aðgerða út fyrir
landsteinana, en engin gögn virðast
liggja fyrir um fjölda þeirra.
Þetta kom fram í svari Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
á Alþingi við fyrirspurn Andrésar
Inga Jónssonar, þingmanns Pírata.
Það vekur athygli að ekki virðist
nein áhersla lögð á þetta úrræði í
hinu opinbera heilbrigðiskerfi, þrátt
fyrir augljósan ávinning slíkra að-
gerða, líkt og ráða má af svari ráð-
herrans, þar sem m.a. var vitnað til
rannsóknar hér á landi, sem birt var í
Læknablaðinu árið 2016. Sjúkra-
tryggingar Íslands fengu þannig að-
eins 111 umsóknir um offituaðgerð
árið 2019 og greiddu fyrir 93. Heims-
faraldurinn virðist hafa dregið mjög
úr afgreiðslu þeirra í fyrra, þrátt fyr-
ir að aðgerðum hjá Klíníkinni hafi
haldið áfram að fjölga og verið um
500 árið 2020.
Lífslíkur aukast til muna
Þetta tómlæti um offituaðgerðir
er þeim mun einkennilegra þegar
haft er í huga hve offituvandinn hefur
aukist hér á landi, líkt og víðast á
Vesturlöndum, undanfarin ár. Enn
frekar auðvitað í ljósi góðrar reynslu
af offituaðgerðum.
Glæný grein í hinu virta lækna-
riti Lancet eftir læknana Geltrude
Mingrone og Stefan R. Bornstein
undirstrikar ávinning slíkra aðgerða
enn frekar, en þar kemur fram að
þeir sem gangast undir efnaskiptaað-
gerðir geti vænst þess að jafnaði að
lifa 6,1 ári lengur en ella. Lífslíkurnar
aukast enn meira hjá þeim sem eru
hrjáðir af sykursýki 2, sem er algeng-
ur fylgikvilli alvarlegrar offitu, en
þeir geta vænst þess að lifa 9,3 árum
lengur og munar um minna. Jafn-
framt má gera ráð fyrir að lífsgæði
aukist verulega og kostnaður vegna
ýmissa fylgikvilla sömuleiðis.
Íslendingar hafa orðið talsvert
feitari á liðnum árum, sem rekja má
til bættra lífskjara og breyttra lífs-
hátta. Að mati Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO) er um þriðj-
ungur Íslendinga of feitur, en hún
spáir að árið 2030 verði 45% íslenskra
karla og 43% kvenna yfir ofþyngdar-
mörkum. Um 20% offeitra glíma við
alvarlega offitu.
Nú þegar eru því um 12.000
manns í þessum hópi hér á landi og
um þúsund manns bætast árlega í
hópinn. Af því má ætla að núverandi
offituaðgerðir á Íslandi geri lítið meir
en að halda í horfinu.
Við blasir að eftir miklu er að
slægjast. Offita rýrir lífsgæði veru-
lega og eykur tíðni og alvarleika ým-
issa sjúkdóma.
Kostnaður samfélagsins af offit-
unni er líka verulegur, en í nýlegri
skýrslu OECD er talið að 8,4% heil-
brigðisútgjalda OECD-ríkja stafi af
ofþyngd, en til hennar megi rekja
70% kostnaðar af sykursýki, 23% af
hjartasjúkdómum og 9% af krabba-
meini. Offita dragi því úr landsfram-
leiðslu OECD-ríkjanna um 3,3%!
Nú er ofþyngd ekki nýr vandi þó
hann færist í aukana, en meðferðar-
úrræðin hafa helst verið þrenns kon-
ar: Lífsstílsbreytingar, lyfjameðferð
og efnaskiptaaðgerðir. Skemmst er
frá því að segja að aðeins efnaskipta-
aðgerðir hafa sýnt marktækan ár-
angur til lengri tíma, sér í lagi hjá
þyngsta hópnum, sem er í mestri
heilsufarshættu. Væri þá ekki ráð að
gera meira af þeim?
Offituaðgerðir fátíðar
í heilbrigðiskerfinu
Gunnar Svanberg/Klíníkin
Aðgerð Offituaðgerð í Klíníkinni í Ármúla. Þar eiga sér stað langflestar
offituaðgerðir hérlendis, um 95% þeirra, samkvæmt svari ráðherra.
Offita er vaxandi heilbrigðis-
vandi á Íslandi líkt og annars
staðar áVesturlöndum. Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin
(WHO) dregur mörk offitu við
líkamsþyngdarstuðul (BMI)
hærri en 30 kg/m² og alvarlega
offitu við líkamsþyngdarstuðul
35 kg/m². Samkvæmt því þjást
um 33% íslenskra karla og 32%
íslenskra kvenna af offitu og
spáir stofnunin því jafnframt að
árið 2030 verði 45% íslenskra
karla og 43% íslenskra kvenna
yfir ofþyngdarmörkum
OFFITA ER FARALDUR
Vigt Aukakílóin bjóða góðan dag.
Þriðjungur
of feitur