Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslendingar virðast vera meðvitaðri en margar aðrar Evrópuþjóðir um áhættuna sem getur fylgt því að veita smáforritum eða öppum sem hlaðið er niður í snjallsíma aðgang að persónuupplýsingum í símanum. Í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á hversu varir Evrópubúar eru um sig og vernda einkaupplýsingar sín- ar í snjallsímum kemur fram að 18% 16 til 74 ára íbúa í löndum Evrópusambandsins segjast aldrei takmarka eða loka fyrir aðgang að persónugögnum í símunum sínum þegar þeir hlaða niður eða nota öpp í þeim. Á Íslandi segjast 8% aldrei hafa takmarkað eða neitað að deila per- sónugögnum með farsímaappi og er hlutfallið hvergi lægra en hér á landi meðal þeirra Evrópuþjóða sem samanburðurinn nær til. Ólík afstaða meðal þjóða Svíar eru einnig varir um sig en þar er hlutfallið 11% og 12% Hol- lendinga og Portúgala og 13% Belga og Þjóðverja segjast aldrei takmarka eða neita smáforritum um aðgang að gögnum í símunum sínum. Byggt er á könnunum sem gerð- ar voru á síðasta ári og þegar spurt var hvort farsímanotendur hefðu a.m.k. einu sinni eða oftar takmark- að eða lokað fyrir aðgang smáfor- ritanna að persónulegum upplýs- ingum á undanförnum þremur mánuðum svöruðu 77% svarenda á Íslandi því játandi. Er það hlutfall hvergi hærra í öllum löndunum. 68% Svía sögðust hafa stjórnað eða lokað fyrir aðgang að gögnum í símunum á undanförnum þremur mánuðum, og það gerðu einnig 67% Norðmanna og 65% Þjóðverja. Í löndum Evrópusambandsins sögð- ust að meðaltali 52% hafa takmark- að eða lokað alveg fyrir aðgang smáforrita þegar þeir þeir hlóðu þeim niður eða notuðu í snjallsím- unum sínum. Vita ekki að hægt sé að loka Nokkur hópur fólks í löndunum vissi ekki skv. könnuninni að hægt væri að stjórna eða loka fyrir að- gang farsíma-appa til að verja per- sónuleg gögn í símanum. 6% að jafnaði í löndum ESB sögðust ekki vita að þetta væri mögulegt og á Íslandi sögðust 8% ekki hafa vitað að hægt væri að loka fyrir aðgang að gögnum í snjallsímanum. 8 11 12 12 12 13 13 15 15 16 18 19 20 23 23 26 27 32 36 37 40 44 Hafa aldrei neitað að deila persónu- upplýsingum með farsíma-appi Hlutfall 16-74 ára í nokkrum Evrópulöndum (%) Heimild: Eurostat Ís la nd Sv íþ jó ð Po rt úg al H ol la nd Íta lía Þý sk al an d B el gí a Ír la nd Lú xe m bo rg D an m ör k E S B m e ð a lt . N or eg ur Fi nn la nd Pó lla nd Sp án n Au st ur rík i G rik kl an d Le tt la nd Té kk la nd Kr óa tía Kó so vó Se rb ía Íslendingar á varð- bergi gagnvart öppum - 8% á Íslandi loka aldrei fyrir aðgang Um tíma í lok apríl og byrjun maí bar nokkuð á aðmírálsfiðrildum á sunnanverðu landinu. Er það óvenju snemmt fyrir slíkan fjölda, að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræð- ings. Á sama tíma voru suðrænar svölur flögrandi hér; landsvölur, bæjarsvölur og bakkasvala. „Aðmírálarnir hafa væntanlega nýtt sér sama meðbyrinn úr suðrinu hingað norður í höfin. Það fjaraði fljótt undan þessum skrautlegu fiðr- ildum þar sem ríkjandi hitastig hef- ur ekki verið þeim hagsælt til flugs og athafna,“ segir Erling. Mikill fluggarpur Samkvæmt því sem fram kemur á pödduvef Náttúrufræðistofnunar finnst aðmírállinn víða um heim og á sér föst heimkynni í Suður-Evrópu. Hann er mikill fluggarpur með ríkt flökkueðli, segir þar. „Aðmíráll er tíður og væntanlega árlegur gestur á Íslandi sem fyrst er skráður héðan árið 1901. Stundum berst hingað umtalsverður fjöldi og skrautleg suðræn fiðrildin vekja þá verðskuld- aða athygli á sólríkum sumardögum, ekki síst á sunnanverðu landinu. Þau fyrstu fara að sjást um miðj- an maí en yfirleitt þó ekki fyrr en í fyrrihluta júní. Þau berast hingað hvenær sem er sumars eftir það og ræðst það einfaldlega af því hvernig háttar til með loftstrauma frá Evr- ópu. Algengast er þó að þau komi með haustlægðum í september og byrjun október. Ekki er ljóst hvaðan úr álfunni þessi haustkynslóð kem- ur. Engin dæmi eru þess að aðmír- állinn hafi náð að fjölga sér hérlendis né heldur lifa af vetur,“ segir á pödduvefnum. aij@mbl.is Ljósmynd/Erling Ólafsson Aðmíráll „Stórt og fagurt fiðrildi, mikið augnayndi,“ segir á pödduvefnum. Litríkir aðmírálar og svölur í heimsókn Af tíu stærstu sveitarfélögum lands- ins voru sex rekin með halla á sein- asta ári. Þó að staða sveitarfélag- anna sé erfið var útkoman í fyrra þó skárri en óttast var. Forsvarsmenn sveitarfélaganna virðast vera svart- sýnir á útkomuna á yfirstandandi ári. „Í fjárhagsáætlunum sveitarfélag- anna fyrir árið 2021 er reiknað með að rekstrarstaðan versni til muna. Gert er ráð fyrir að rekstrarhallinn aukist úr 4,5% í 6,9% af tekjum og veltufé verði lítillega neikvætt. Átta af þessum tíu sveitarfélögum reikna með að vera með halla á rekstrin- um,“ segir í nýrri úttekt hag- og upp- lýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum A- hluta tíu fjölmennustu sveitarfélag- anna en í þeim búa fjórir af hverjum fimm landsmönnum. Í ljós kemur að skatttekjur þeirra voru 1,8% minni á síðasta ári en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum þeirra. Er áætlað að skatttekjur sveitarfélaga í heild hafi verið um fimm milljörðum kr. minni í fyrra en fjárhagsáætlanir 2020 sögðu til um. „Útkoman er engu að síður töluvert betri en óttast var um mitt síðasta ár og kemur þar til að efnahagsástand er ívið hagstæðara og ýmsar aðgerð- ir ríkisins hafa styrkt útsvarsstofn sveitarfélaga. Hins vegar voru útgjöld vegna launa og tengdra gjalda 4,2% hærri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir og rekstrargjöld í heild 3,5% hærri,“ segir í greinargerð sviðsins. Skatttekjurnar hækkuðu um 4,4% á milli ára en á sama tíma hækkuðu laun og tengd gjöld um 12% og rekstrargjöld um 11%. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir að veltufé frá rekstri yrði sem svarar 7,7% af tekjum í fyrra var út- koman töluvert lakari eða 4,7%. Bæta verulega í fjárfestingar Bent er á að þróun fjárfestinga sveitarfélaganna í fyrra sé áhyggju- efni. Þær voru um sjö milljörðum minni en reiknað var með í fjárhags- áætlunum og drógust saman um 7%, en miðað við stöðuna hefði að mati sviðsins verið rétt að bæta verulega í fjárfestingar í fyrra miðað við stöð- una í þjóðarbúskapnum. Sveitarfélögin tíu tóku 31,2 millj- arða í ný langtímalán í fyrra. Á þessu ári er talið að þau muni auka fjárfestingar sínar verulega og að skuldir og skuldbindingar þeirra muni vaxa umtalsvert og fara yfir 130% af tekjum. omfr@mbl.is Telja að staðan versni til muna - Útkoma tíu stærstu sveitarfélaganna betri í fyrra en óttast var - Laun og tengd gjöld hækkuðu um 12% - Átta af tíu reikna með halla á þessu ári Morgunblaðið/Eggert Við Fossvoginn Stærstu sveitarfélögin ætla að auka fjárfestingar verulega. Óli Björn Kára- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í próf- kjöri flokksins í Suðvestur- kjördæmi sem fram fer í júní. Óli Björn sækist eftir 2. sæti. Hann hefur verið þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2016, en var áður varaþingmaður. Óli Björn hef- ur verið formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis frá 2017 og hefur setið í atvinnuveganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Óli Björn, sem er fastapenni á síð- um Morgunblaðsins, hefur skrifað fjölda blaðagreina um hugmynda- fræði, þjóðmál, viðskipti og efna- hagsmál, gefið út fimm bækur auk þess að halda úti hlaðvarpsþættinum Óli Björn – Alltaf til hægri. Óli Björn Kárason Óli Björn sækist eftir 2. sætinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.