Morgunblaðið - 12.05.2021, Side 13

Morgunblaðið - 12.05.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Sólbað Landsmenn nýta hvern sólargeisla sem býðst. Þessi gula hefur sýnt sig víða, eina sem vantar er hærri hiti og um leið smá væta inn á milli. Hér er setið í sólinni á Skólavörðustíg. Eggert Tólfti maí er alþjóð- legi ME-dagurinn, en hvað er eiginlega þessi ME-sjúkdómur? Myalgic encephalo- myelitis (ME) er krón- ískur þreytusjúkdómur sem getur valdið mikilli skerðingu á lífsgæðum. Sjúklingar með ME eiga oft erfitt með að stunda vinnu, skóla eða taka þátt í fjölskyldu- eða félagslífi. Einkenni ME eru misalvarleg, en talið er að a.m.k. fjórðungur sjúk- linga með ME komist ekki út úr húsi eða sé rúmliggjandi í langan tíma. ME-sjúklingar hafa oft gríðarlega þreytu sem ekki lagast við hvíld, og vakna aldrei úthvíldir. ME getur versnað við minnsta álag, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt, og leitt til þess sem kallast „örmögnun eftir álag“ sem er sérstaklega einkenn- andi fyrir sjúkdóminn. Örmögnunin getur komið fram dögum eftir álagið og varað í lengri tíma. Önnur ein- kenni geta verið svefnvandamál, skortur á einbeitingu, heilaþoka, ljósfælni og verkir. Sé tekið mið af erlendum tölum gætu um eitt til tvö þúsund einstaklingar á Íslandi verið með ME- sjúkdóminn. Talið er að fjölmargir með sjúkdóminn hafi enn ekki verið greindir. Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að lífs- gæði margra ME- sjúklinga eru mun minni en hjá sjúklingum með aðra illvíga sjúkdóma eins og t.d. lungna- krabbamein og króníska nýrnabilun. Þrátt fyrir það er þjónusta við þenn- an sjúklingahóp ekki í neinu sam- ræmi við alvarleika sjúkdómsins. Orsakir ME-sjúkdómsins eru enn ekki ljósar, en hann getur komið fram hjá fólki á öllum aldri, hjá börn- um, unglingum og fullorðnum. ME kemur oft í kjölfar sýkinga, sem eru taldar hafa valdið brenglun í ónæm- iskerfinu. Stundum kemur ME- sjúkdómurinn í faröldrum, eins og í Akureyrarveikinni sem gekk á Ak- ureyri og víðar veturinn 1948-49. Margir sem veiktust sátu uppi með ME-sjúkdóminn. Miðað við fyrri reynslu af öðrum veirusýkingum kemur ekki á óvart að hluti þeirra sem sýkst hafa af Covid-19 fái ein- kenni ME í kjölfarið. Því miður eru enn ekki til nægjan- lega sértæk blóðpróf til að greina sjúkdóminn og er því greining byggð á einkennum. Borið hefur á því að ME-sjúklingar telji sig ekki vera tekna trúanlega og tjáð að einkennin væru ímyndun eða af geðrænum toga. Sverrir Bergmann læknir heit- inn lýsti þessu vel í grein Morgun- blaðinu árið 1993 þegar hann sagði að „þreytuveiki væri hvorki móður- sýki né taugaveiklun heldur sjúk- dómur sem væri illlæknanlegur“. Því miður er enn ekki til sértæk meðferð við sjúkdómnum og beinist hún því að því að lina einkenni hans. Til að flækja málin frekar hefur sjúkdómurinn ekki fengið viðunandi nafn. Sjúkdómurinn hefur verið nefndur síþreyta eða „chronic fa- tigue syndrome (CFS)“, síþreytufár eða þreytuveiki. ME eða ME/CFS hefur fest sig í erlendum tungu- málum. Björn Sigurðsson, prófessor á Keldum, rannsakaði ásamt fleirum Akureyrarveikina og eftirstöðvar hennar. Í grein sem Björn skrifaði í hið virta læknatímarit Lancet árið 1956 segir hann: „Ég held að þessum illskiljanlega sjúkdómi geti varla verið gefið nafn þar til faralds- fræðilegar og líffærafræðilegar rannsóknir hafa farið fram til að skilja eðli hans. Slíkar rannsóknir myndu einnig hjálpa til við að greina hann frá skyldum sjúkdómum.“ Síð- an eru liðin 65 ár og ljóst að allt of litlar framfarir hafa orðið. Stofnaður hefur verið hópur lækna hérlendis með það að mark- miði að vekja athygli á ME, með sér- staka áherslu á að: - Kynna sjúkdóminn fyrir lækn- um. - Vinna að því að ME-sjúkdóm- urinn verði skráður. - Vekja áhuga vísindasamfélags- ins á Íslandi á að rannsaka ME. - Kynna ME-sjúkdóminn fyrir heilbrigðisyfirvöldum. - Vinna að því að skipulagðri heil- brigðisþjónustu verði komið á fyrir ME-sjúklinga. - Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um ME-sjúkdóminn. - Kynna ME-sjúkdóminn fyrir almenningi, í samvinnu við ME- félagið (www.mefelag.is) Nú er mikilvægt að fá aðrar heil- brigðisstéttir í liðið til að geta mynd- að þverfaglegt teymi sem getur þjónustað þennan sjúklingahóp. Þá er hér einstakt tækifæri til að skrá sjúkdóminn á landsvísu. Eins og í rannsóknum á Akureyr- arveikinni á sínum tíma ættu Íslend- ingar að geta verið í fararbroddi á rannsóknum á ME-sjúkdómnum. Þar er sérstaklega litið til rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar. Það er líklegt að rannsóknum á ME-sjúkdómnum fleygi fram nú í kjölfar Covid-19-faraldursins. Von- andi finnst þar nánari skýring á sjúkdómnum og sértæk lækning. Eftir Friðbjörn Sigurðsson » Lífsgæði margra ME-sjúklinga eru mun minni en hjá sjúk- lingum með aðra illvíga sjúkdóma. Friðbjörn Sigurðsson Höfundur er læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hvað er eiginlega þessi ME-sjúkdómur? Ég hef haldið því fram að það sé nauð- synlegt, ekki síst fyrir stjórnmálamenn, að skilja hvar rætur hug- mynda og hugsjóna þeirra liggja. Með skilningi kemur sann- færingin – krafturinn til að leggja lið í hug- myndabaráttu sem oft er hörð, jafnvel óvæg- in. Rætur Sjálfstæðisflokksins liggja í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og varðstöðu fyrir frelsi einstaklinga til orðs og æðis, gagnvart öfgum alræðis og einræðis, kommúnista og fasisma. Verði þessar rætur slitnar upp visnar Sjálfstæðisflokkurinn upp og glatar tilgangi sínum. Fyrir andstæðinga flokksins kann að vera erfitt að skilja af hverju við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á að halda fullveldi Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir. Af hverju það er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði þjóðar að hafa full yfirráð yfir utanríkis- viðskiptum, og framselja ekki valdið til yfirþjóðlegrar stofnunar. Af hverju Sjálfstæðisflokkurinn barðist í ára- tugi fyrir opnum samskiptum við aðr- ar þjóðir og brjóta þannig hlekki hafta og ófrelsis í utan- ríkisviðskiptum. Þráður í gegnum allt Þeir sem þekkja ekki úr hvaða jarðvegi sjálf- stæðisstefnan er sprott- in sjá ekki þráðinn sem liggur í gegnum alla hugmyndafræðina um sjálfstæði einstaklings- ins, atvinnufrelsi, eign- arréttinn, og hlutverk ríkisins, sem er til fyrir borgarana og starfar í þeirra þágu. Fyrir aðra er það jafnvel framandi hvernig jafnréttishugsjón Sjálfstæðisflokksins byggist á afnámi allra sérréttinda, jöfnum lífsmögu- leikum og jafnræði borgaranna. Þjóð- félag sem tryggir athafna- og skoð- anafrelsi einstaklinganna – hlúir að „persónuleika og sjálfstæði ein- staklinganna“ – býr til frjósaman jarðveg fyrir lýðræði. „Í slíkum jarð- vegi getur hvorki einræði né ofbeldis- fullt flokksræði fest rætur,“ sagði Jó- hann Hafstein í ræðu á fundi Heimdallar 1939 – tíu árum eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæði þjóðar og frelsi ein- staklingsins eru órjúfanleg hvort frá öðru eins og Bjarni Benediktsson (eldri) benti á: „Á Íslandi þarf sjálf- stæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálfstæði einstaklinganna.“ Í starfi mínu á þingi hef ég byggt á pólitískri sannfæringu – hug- myndafræði og lífssýn sjálfstæð- isstefnunnar um mannhelgi ein- staklingsins og þeirri vissu að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Á stundum hefur reynt á þolrifin en ekki síður þolinmæðina. Oft hefur gefið á bátinn en svo hafa mikilvægir áfangasigrar unnist, sem hafa tryggt betri lífskjör almennings. Og tilveran hefur orðið skemmtilegri og litbrigði mannlífsins fjölbreyttari. Skilja ekki kraftinn Í ræðum, vikulegum pistlum hér á síðum Morgunblaðsins, hlaðvarps- þáttum, viðtölum í útvarpi og sjón- varpi og tímaritsgreinum hef ég bar- ist fyrir framgangi hugmynda sem allar eru sóttar í kistu sjálfstæð- isstefnunnar með einum eða öðrum hætti. Og fátt er skemmtilegra eða meira gefandi en glíma við hug- myndir – kynnast ólíkum viðhorfum og sjónarmiðum. Pólitískir andstæð- ingar hafa aldrei áttað sig á því hvaða kraftur felst í því fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að vera farvegur fyrir nýj- ar hugmyndir. Þeir skilja ekki orkuna sem stjórnmálaflokkur sækir í skoðanaskipti. Lifandi stjórn- málaflokkur er suðupottur hug- mynda og hugsjóna, þar sem tekist er á – stundum harkalega – en flokks- menn hafa burði og þroska til að sam- einast fyrir framgangi grunn- hugsjóna. Sjálfstæðismenn byggja á bjartsýni, en nærast ekki á tor- tryggni eða öfund. Við gleðjumst yfir velgengni, hvetjum og styðjum við framtakssemi fólks og viljum lofa því að njóta eigin dugnaðar og útsjón- arsemi. Markmiðið er að bæta lífs- kjörin og fjölga tækifærunum. Draumurinn er að íslenskt launafólk verði eignafólk og fjárhagslega sjálf- stætt. Í janúar 2019 skrifaði ég hér í Morgunblaðið: „Stjórnmálaflokkur sem ekki hefur burði til að sameina í hugmyndafræði sinni ólíka hagsmuni – smíða brú milli launafólks og atvinnurekenda, milli ungs fólk og þeirra sem eldri eru, milli landsbyggðar og höfuðborgar – verður lítið annað en bandalag sér- hagsmuna eða fámennur en oft há- vær hópur sem er líkari sértrúarsöfn- uði en stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem er þess ekki umkominn að mynda farveg fyrir samkeppni hugmynda og skoðana mun hægt en örugglega veslast upp, missa þróttinn og deyja. Slíkur flokk- ur á ekki erindi við framtíðina.“ Ástríðan og sannfæringin Síðar í sömu grein skrifaði ég: „Hlutverk Sjálfstæðisflokksins er að rækta sambandið við kjósendur – slípa og móta hugsjónir. Þróa hug- myndir í takt við nýja tíma og nýjar áskoranir, án þess að hverfa frá grunngildi um frelsi einstaklingsins. Það þarf hins vegar að fylgja hug- myndunum eftir af ástríðu og sann- færingu.“ Það er ekki sjálfgefið að taka ákvörðun um að sækjast eftir endur- kjöri sem þingmaður. Ástríðan verð- ur að vera fyrir hendi. Í stjórnmálum verður árangurinn lítill án sannfær- ingar og löngunar til að berjast fyrir framgangi hugmynda. Ástríðan, sannfæringin og löngunin er enn til staðar – og síst minni en áður. Stefnufesta er nauðsynleg en þol- inmæði ekki síður því dropinn holar steininn. Baráttan fyrir frelsi ein- staklingsins og fullveldi landsins heldur áfram. Í þeirri baráttu vil ég taka fullan þátt. Eftir Óla Björn Kárason » Ástríðan verður að vera fyrir hendi. Í stjórnmálum verður ár- angurinn lítill án sann- færingar og löngunar til að berjast fyrir fram- gangi hugmynda. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Barist fyrir hugsjónum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.