Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Elsku hjartans Kristófer. Það er algerlega óraunveru- legt að vera að skrifa minninga- grein um þig, 16 ára son minn. Þegar ég fékk símtalið um að þú værir látinn var ég staddur á Te- nerife í 5.500 km fjarlægð. Þú kvaddir mig með faðmlagi aðeins fjórum dögum áður kl 7.30. Ekki óraði mig fyrir því að það yrði okkar síðasta faðmlag. Við vorum mjög nánir feðgar og síðasti dagurinn okkar saman var æðislegur eins og svo margir aðrir í gegnum tíðina. Við fórum saman í bíltúr enda báðir með bíladellu, þú komst með mér að kaupa föt fyrir fríið, kíktum í bát- inn að plana sumarið, út að borða og enduðum svo kvöldið í heita pottinum og áttum gott spjall um lífið. Þú varst hamingjusamur og ánægður með lífið og framtíðin brosti við þér. Þú varst mjög þroskaður þrátt fyrir ungan aldur. Þú hafðir mikla samkennd og mikla tilfinn- ingagreind. Í síðasta mánuði sagðir þú að þú elskaðir að vera á íþróttabraut í FG. Þér gekk vel í náminu og endaðir skólann með stæl því þú stjórnaðir síðasta tím- anum sem þú fórst í með 30 mín- útna þrekæfingu í líkamsrækt- aráfanganum. Samnemendur þínir og kennari komu með fal- lega mynd af bekknum ásamt minningabók til mín í vikunni. Þau ætla að heiðra minningu þína með því að enda áfangann á 30- 20-10 „burpees“ eins og þú lést þau gera eftirminnilega föstu- daginn 23. apríl. „Health is Wealth“ sagðir þú við pabba þinn og klappaðir mér á öxlina, þegar þú varst að ræða við mig um skólann, mjög ánægð- ur með að hafa valið íþróttafræði. Lífið þitt var ekki alltaf dans á rósum, en þú fékkst mikinn stuðning frá okkur foreldrum þínum og við stóðum alltaf með þér. Þú varst duglegur að leggja þig fram og yfirstíga verkefnin. Í lok ágúst 2013 aðeins 9 ára greindist þú með sykursýki 1. Það var þungur kross að bera. En daginn eftir greiningu var læknirinn að kenna okkur for- eldrum þínum hvernig ætti að mæla blóðsykur og reikna út magn insúlíns sem ætti að sprauta í þig. Þegar ég ætlaði að fara sprauta undir handleiðslu læknis, tókstu pennann og sagðir „það sprautar mig enginn, ég sé um þetta sjálfur“ og þar við sat, þú sást alfarið um að gefa þér in- súlín. Algerlega ótrúlegur nagli, aðeins 9 ára. Kristófer, ég er mjög þakklát- ur að þú hafir komið inn í líf mitt. Þú varst tekinn frá okkur allt of snemma. Þú munt lifa að eilífu í minningunni. Ég mun alltaf elska þig og þú verður alltaf með stað í hjarta mínu. Pabbi. Elsku sonur minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur í blóma lífsins. Kristófer Ingi Kjærnested ✝ Kristófer Ingi Kjærnested fæddist 8. júní 2004. Hann lést 25. apríl 2021. Foreldrar hans eru Ásgerður Ósk Jakobsdóttir og Stefán Kjærnested. Systur hans eru Viktoría Ósk, Arn- dís Ósk og Hrafn- hildur Ósk. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 12. maí 2021, klukkan 15. Streymt verður frá útförinni: https://fb.me/e/1lKK23dnL Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Það líður ekki sá dagur að þú ert ekki í huga mér. Þú varst einstak- ur drengur í alla staði. Svo góðhjart- aður, einlægur, kurteis, með hlýja nærveru og einfald- lega gullfallegur að innan sem utan. Uppátækjasamur, mikill húmoristi og alltaf stutt í brosið. Sjálfstæður, duglegur, eldklár og vinsæll. Þú áttir svo dýrmæta og góða vini og fyrir það er ég þakklát. Allar minningarnar veita mér styrk þessa dagana og eru svo sannarlega ljós í myrkrinu. Samt brosi ég og græt til skiptis þegar ég minnist þín, brosi því þú gafst mér svo mikið á þinni stuttu ævi og ég er svo þakklát fyrir tímann okkar saman. Græt vegna þess að þú varst tekinn svo skyndilega frá mér og ég sakna þín óbærilega. Þetta er allt saman svo sárt, svo mikil sorg, svo mikill missir og svo mikill söknuður. Ég syrgi þig svo sárt, elsku Kristó minn, en ég veit að hin dýpsta sorg getur aðeins sprottið af tærustu ástinni. Núna er allt breytt og ekkert verður eins og áður. Hvorki ég né lífið. Nú stend ég frammi fyrir erfiðasta verkefni lífs míns, en ég mun standa mig. Ég mun sýna sjálfri mér mildi og umvefja syst- ur þínar ást og hlýju. Minning þín lifir í hjarta mér að eilífu. Ég elska þig svo heitt, elsku Kristó minn. Mamma. Það er óbærilegt að missa barnið sitt. Í dag kveðjum við barnabarn okkar Kristófer Inga. Við erum harmi slegin, en lífið heldur áfram og við erum þakklát fyrir árin sem við höfðum með honum. Minningarnar eru marg- ar og góðar. Hann var hress og skemmtilegur, gaman að spjalla við hann, faðmurinn stór og hlýr. Kristó elskaði að fara í veiðitúra með afa sínum. Síðasta veiðiferð- in var í Norðurá sl. sumar, þá fóru þeir afi Símon, Kristó og Thor frændi hans sem býr í Bandaríkj- unum. Veiðin var ekki mikil, en fengu þó einn lax. Thor var hérna hjá okkur í fimm vikur, þeir frændur brölluðu mikið og áttu frábærar samverustundir. Kristó hafði gaman af öllu sjósporti, sér- staklega sæþotum. Kristófer flutti úr Vesturbæn- um í Reykjavík og hóf nám í Garðaskóla, fór síðan í Fjölbraut í Garðabæ, þar leið honum mjög vel og eignaðist marga góða vini. Meðfram skólanum vann hann í Krónunni í Garðabæ. Hann naut þess að aðstoða viðskiptavini og raða í hillur og hafa allt í röð og reglu, tók allar aukavaktir sem í boði voru, því að hann var að safna sér fyrir bíl og var mjög spenntur að fá bílprófið eftir mánuð. Kristófer var níu ára þegar hann greindist með sykursýki 1, það var mikið áfall fyrir hann og fjölskylduna. Það voru nokkuð margar ferðir á Barnaspítala Hringsins, en hann var duglegur og tókst á við þetta erfiða verk- efni, sem að lokum bugaði hann. Elsku Kristófer hvíldu í friði, þú verður alltaf í hjörtum okkar. Amma Elínborg (Ella) og afi Símon. Elsku Kristó. Það er alveg magnað hvað lífið getur tekið óvænta stefnu. Það sem við syst- ur tókum sem sjálfsögðum hlut fyrir ekki svo löngu hefur nú ver- ið hrifsað af okkur. Það er fyrst núna sem við systurnar áttum okkur á því hversu sterk systk- inaböndin voru og núna þegar þú ert farinn frá okkur hefur hjartað fyllst af tómleika, það er svo erf- itt að missa svona stóran part af fjölskyldunni. En það eru minningarnar sem lifa og góðar minningar gleymast seint. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman sem fjöl- skylda, alls konar uppátæki og svo öll ferðalögin bæði innan- lands og utan. Þú varst bráðfyndinn og lífs- glaður drengur og þér tókst alltaf að kalla fram bros hjá okkur systrunum. Þú varst í raun svo miklu meira en bara bróðir okk- ar, þú varst vinur okkar líka. Þú varst svo fagur drengur, bros- mildur, með fallegustu augu ver- aldar og með hjarta úr gulli. Við verðum ævinlega þakklát- ar fyrir þig kæri bróðir. Við elskum þig og hvíl í friði. Óskirnar þrjár, Viktoría Ósk, Arndís Ósk og Hrafnhildur Ósk. Elsku Kristófer minn. Við kynnumst eiginlega fyrst al- mennilega í jarðarförinni hjá afa. Á undan því hafði ég verið búsett- ur erlendis. Þú komst til mín í jarðarförinni, eins og þú varst alltaf, sjúklega hnyttinn og yfir- vegaður á því, og fórst að spyrja mig spjörunum úr varðandi hitt og þetta en aðallega þó um bakst- ur og eldamennsku. Þetta var upphafið að okkar einstaka sam- bandi. Þú varst fastagestur hjá mér á Prikinu þegar ég var þar, labbaðir beint eftir skóla og beint inn í eldhús til frænda. Síðan varstu eiginlega bara byrjaður að vinna þar, fyrir pönnukökur og beikon! Sá tími er mér verulega dýrmætur og ég gæti talað enda- laust um uppátækin þín þar; voru alltaf bestu dagarnir þegar Kristó mætti. Stundum komstu bara og settist upp á frystikistu hjá mér meðan þú varst að læra eitthvað og ég að elda eitthvað, en við náðum alltaf að eiga góðar stundir saman. Líka þegar við Elva pössuðum ykkur systkinin í viku eða svo. Það var svo gaman hjá okkur öll- um þá. Gleymum þeim tíma aldr- ei. Fyrir ekki svo löngu sagðir þú við mig heima hjá Regínu systur að þú vildir vera góður stóri frændi við hann Óliver minn eins og ég hefði reynst þér og það þótti mér svo fallegt að heyra. Og þú varst það. Óliver fannst þú mjög skemmtilegur og sterkur. Vildi alltaf fara í gamnislag við þig og leika. Og þú gafst þér alltaf tíma fyrir hann þegar við hitt- umst. Elsku Kristófer eða Kristó Fel. eins og við grínuðumst oft með. Þú varst ekki bara litli frændi minn heldur líka stórvin- ur minn sem mér þótti brjálæðis- lega vænt um. Það var alltaf gam- an að hitta þig og það var alltaf gaman að spjalla um allt milli himins og jarðar við þig. Veit að amma Hulda og afi Jakob eru að passa þig núna og þið amma eflaust í kolsvartri brandarakeppni. Ég mun alltaf sakna þín vinur og þú verður alltaf í hjarta okkar í fjölskyldunni. Mun segja sögur af þér um ókomna tíð. Þinn vinur og stóri frændi, Ásgeir. Elsku hjartans Kristófer. Hjörtu okkar eru í molum. Síð- ustu dagar hafa verið óraunveru- legir, fullir af sorg og skilnings- leysi á hvað lífið getur verið óréttlátt. Ég lofa þér því að ég skal gera allt sem ég get til að passa upp á mömmu þína. Við yljum okkur við að rifja upp góðar stundir. Nokkrar stundir standa upp úr hjá mér eins og síðasta gaml- árskvöld. Við sprengdum flug- elda og þið krakkarnir fóruð eins og stormur um húsið með inni- sprengjur. Við spiluðum pöbbk- viss þar sem þú varst spyrillinn og lékst á als oddi. Í fyrrasumar fórum svo við mamma þín með ykkur krakkahrúguna í Bláa lón- ið og okkur mömmu þinni þótti svo gaman þetta skiptið því að þarna voruð þið Ísar með okkur líka en þið hafið nú ekki alltaf nennt að hanga með okkur í öllu. Við vorum þarna í margar klukkustundir, Ísar frændi þinn var meira með hausinn á sér ofan í lóninu en upp úr og þú hlóst endalaust að honum og manaðir hann í að gera þetta oftar og standa á höndum líka, sem hann gerði að sjálfsögðu. Vetrarfríið til Akureyrar þeg- ar við mamma þín fórum bara með ykkur fjögur í vetrarfrí; þig, Hrafnhildi, Ísar og Heklu. Gist- um á Hótel KEA, fórum út að borða, lékum okkur í fjallinu og spiluðum á kvöldin. Þú varst svo skemmtilegur og uppátækjasamur. Eitt sinn hringdi mamma þín í þig eftir skóla og spurði hvað þú værir að gera þá sagðist þú vera að borða. Þú varst samt ekki heima að fá þér ristað brauð og kakómalt, nei þú sast eins og fínn maður á Snaps að fá þér klúbbsamloku og hafa það huggulegt. Svo var það á jóladag eitt sinn er þú kíktir út í göngutúr og endaðir á Hótel Sögu til að fá þér sveppasúpu og gera vel við þig í tilefni jólanna. Þú varst alltaf svo mikill sælkeri. Þegar Ásgeir frændi þinn var með eldhúsið á Prikinu varst þú á tímabili nánast daglegur gestur hjá honum. Hjálpaðir honum í eldhúsinu að gera mat fyrir gest- ina. Starfsfólk og fastagestir voru farnir að þekkja þig með nafni og höfðu svo gaman af þér. Ásgeiri þótti vænt um áhuga þinn og þú sagðir alltaf að þú hefðir litið svo upp til hans en hann leit ekki síð- ur upp til þín elsku Kristó. Bangsarnir, Ó allir bangsarn- ir. Eitt sinn hafðir þú gaman af því að fara í skemmtigarðinn í Smáralind og vinna þar bangsa í tækjum. Þú varst einstaklega heppinn og varst á nokkrum vik- um búinn að tæma allan bang- salagerinn. Þetta fannst okkur fyndið. Eins mikill töffari og þú varst og lá mikið á að vera fullorðinn þá varstu svo hjartahlýr og í hvert sinn sem ég kom í heimsókn fékk maður knús. Þú gafst þér tíma til að spjalla og hanga með okkur. Þegar ég hélt litlu jól á pallinum í desember þá komstu með mömmu þinni og systrum og komst mér svo skemmtilega á óvart því ég hélt að 16 ára strákar myndu ekki endilega nenna að kíkja á fertuga frænku en þú komst og við áttum skemmtilega stund öll saman. Elsku Kristó minn, við munum ávallt minnast þín sem yndislegs stráks sem var hjartahlýr, falleg- ur, skellihlæjandi, duglegur, klár, húmoristi og sælkeri mikill. Þín stóra frænka, Regína Björk. Elsku Kristó frændi. Ég hef og mun alltaf elska þig. Ég veit að þú ert farinn en ég segi alltaf við sjálfa mig: ég mun sjá hann aftur, finnst eins og þegar ég kem heim til þín þá muni ég sjá þig aftur. Mér finnst eins og þetta sé vond- ur draumur og ég muni vakna. Það var svo gaman þegar við fórum öll saman í Bláa lónið í fyrrasumar, mamma, Ásgerður og við öll krakkarnir. Það var frá- bær dagur, Ísar var að kafa um allt eins og selur og þú hlóst og hlóst að frænda þínum. Við eigum fullt af fleiri minningum eins og á síðasta gamlárskvöld þegar við vorum krakkarnir öll að gera innisprengjur og það fór skraut út um allt. Aðrar minningar mun ég geyma í hjarta mínu og aldrei gleyma. Þín litla frænka, Hekla Björk. - Fleiri minningargreinar um Kristófer Inga Kjærne- sted bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SIGFÚS MAGNÚSSON, Hverfisgötu 23c, Hafnarfirði, lést mánudaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 20. maí og verður streymt. Anna Soffía Haraldsdóttir Bragi Guðmundsson Anna Haraldsdóttir Hallgrímur Tómas Ragnarsson Sigurður Haraldsson Valgerður G. Halldórsdóttir Magnús Haraldsson Marisa Quinonez Corpuz barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Árholti 2, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Húsavíkur 28. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans kveðjur og þakklæti til allra þeirra sem sýnt hafa okkur hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar Hildar. Hjálmar Vigfússon Kristján Önundur Hjálmarss. Hólmfríður Egilson Hilmar Þór Egilson Anna Sigríður Björnsdóttir Sigurgeir Kristjánsson Dögg Rúnarsdóttir Sóldís Diljá Kristjánsdóttir Gunnar Sigurðsson og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, dóttir, systir og okkar allra besta, BRYNJA JÓNSDÓTTIR verslunarstjóri, Skipastíg 17, Grindavík, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 14. maí klukkan 14. Þökkum auðsýndan samhug og hlýju í okkar garð. Trausti Sverrisson Helga Jóna Traustadóttir Hafliði Hjaltalín Halldór Guðni Traustason Aníta Rut Guðjónsdóttir Halldóra María Harðardóttir Jón Helgi Gestsson Heiðrún Jónsdóttir Jóhannes Sigurðsson Díana Jónsdóttir Jón Ingólfsson Hilmar Daði, Hafþór Atli, Katrín Eva og Elfa Björk Elsku hjartans dóttir okkar, systir, barnabarn, barnabarnabarn og frænka, KAMILLA EIR STYRMISDÓTTIR, lést fimmtudaginn 6. maí á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Í ljósi aðstæðna mun jarðarförin fara fram í kyrrþey. Streymt verður frá athöfninni og hægt verður að nálgast aðgang hjá nánustu aðstandendum. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast Kamillu Eirar er bent á styrktarreikning til handa fjölskyldunni: 0370-13-006303, 080296-2749. Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, Styrmir Magnússon Ásdís Arna Styrmisdóttir María Rós Styrmisdóttir Jóhannes Geir Rúnarsson Guðrún Bergmann Franzdóttir Louisa Biering langömmur, langafi, langalangamma og frændsystkin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GÍSLI MAGNÚSSON vörubifreiðarstjóri, Dalbraut 14, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. maí klukkan 13. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat Ásdís Gísladóttir Finnbogi Steinarsson Magnús Gíslason Randi Gíslason Þórhildur Magnúsdóttir Hulda Dagmar Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.