Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 ✝ Sigurður Pét- ursson fæddist í Reykjavík 29. júní 1960. Hann lést á La Gomera, Spáni 19. apríl 2021. Sigurður var sonur Péturs J. Péturssonar frá Galtará í Gufudals- sveit, f. 15. júlí 1920, d. 19. feb. 2007, og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur frá Sæbóli á Ingjaldssandi, f. 7. júlí 1932, d. 7. okt. 2019. Sigurður var næstyngstur fjögurra systkina, hin eru: Guð- mundur, f. 1953, Anna Bára, f. 1955, og Ingibjörg, f. 1969. Sigurður giftist 15. júlí 2000 Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 10. apríl 1954. Foreldrar hennar voru Ólafur Óskarsson, f. 18. ágúst 1922, og Hanna Gísladóttir, f. 1. des 1924. Börn Sigurðar og Guð- rúnar eru: 1) Pétur Óskar, f. 8. ág. 1979, giftur Nínu Björk Geirsdóttur, f. 4. okt. 1983. Börn þeirra: a) Sigurður Helgi, f. 2008, og b) Lilja Karen, f. 2012. 2) Hannes Freyr, f. 3. jan. 1982, sambýliskona Kristjana Erlings- dóttir, f. 3. apr. 1982. Börn þeirra: a) Helgi Dagur, f. 2010, b) Ísak Máni, f. 2013, og c) Jökull inn í landslið Íslands í golfi. Sig- urður varð þrívegis Íslands- meistari í höggleik en hann sigraði árin 1982, 1984 og 1985. Hann á fjölmarga aðra titla í golfíþróttinni og var kosinn Íþróttamaður Reykjavíkur 1985. Það ár varð hann í 3. sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins. Sigurður hóf að kenna golf í Hvammsvík árið 1990 og starfaði sem golf- kennari Golfklúbbs Reykjavíkur frá 1991 til ’97 og rak golfverslun í Grafarholti á þeim árum. Sam- hliða sótti hann nám í PGA- golfkennaraskólanum í Svíþjóð og útskrifaðist úr honum 1994. Hann var brautryðjandi í golfæf- ingum á veturna og rak æfinga- aðstöðu á þremur stöðum í Reykjavík. Sigurður starfaði með landsliðum Íslands í golfi, bæði sem kennari og liðsstjóri, og einnig sem liðsstjóri með keppnisliðum Golfklúbbs Reykja- víkur. Hann starfaði reglulega sem fararstjóri í golfferðum og vann sem slíkur fyrir ferðaskrif- stofuna Aventura síðustu ár. Hann eignaðist sinn fyrsta hest 2010 og var mikill hesta- maður frá þeim tíma. Guðrún og Sigurður hófu sam- búð árið 1978 og bjuggu lengi í Hlíðunum og svo í Foldahverfi frá 1995. Sigurður verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 12. maí 2021, kl. 13. Örn, f. 2016. 4) Hanna Lilja, f. 16. maí 1988, sambýlis- maður Jónas Bjarnason, f. 5. júní 1986. 5) Ragnar, f. 6. mars 1990. 6) Anna Margrét, f. 11. des. 1991, sambýlis- maður Bjarni Þór Guðmundsson, f. 28. des. 1992. Barn þeirra: Birnir Ósk- ar, f. 14. sept. 2019. Fyrir átti Guðrún Ólaf Örn Jónsson, f. 26. ágúst 1971, giftur Nönu Jonsson, f. 1984. Börn þeirra: a) Óskar, f. 2008, b) Jaidee, f. 2014, og c) Alice, f. 2018. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1978. Hann hóf störf fyrir lögregluna í Reykjavík 1986, útskrifaðist úr Lögregluskólanum 1988 og starfaði sem lögreglumaður til dánardags með hléi frá 1991 til ’97. Ungur lærði hann húsasmíði og starfaði um tíma sem slíkur á samningi hjá Olís. Sigurður var flestum kunn- ugur í golfheiminum og snerist líf hans um golf allt frá því hann rölti ungur að aldri úr Árbæjar- hverfinu yfir á Grafarholtsvöll. Aðeins 16 ára var hann fyrst val- Við systkinin eigum svo erfitt með að sætta okkur við að þurfa að kveðja elsku pabba okkar, langt fyrir aldur fram. Tómarúmið sem hann skilur eftir sig verður ómögulegt að fylla. Pabbi okkar var risastór karakter og einstakur maður. Við systkinin höfum alltaf verið mjög samrýnd og fyrir það höfum við verið sérstaklega þakk- lát síðustu vikur. Við höfum hug- hreyst hvert annað í sorginni og rifjað upp sögur af pabba. Við höfum alltaf verið svo stolt af því að vera börn Sigga Pé og höfum oftar en ekki notið góðs af því. Við höfum fundið vel fyrir því alla tíð hvað fólk ber mikla virð- ingu fyrir honum bæði sem mann- eskju sem og afrekum hans. Hann var algjör fagmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, gerði hlutina bæði vel og rétt. Hann kenndi okkur að fara eftir reglum í einu og öllu. Hann var svo myndarlegur og persónutöfrarnir geisluðu af hon- um. Það féllu allir fyrir honum. Okkur hefur borist fjöldinn allur af sögum frá fólki úr öllum áttum og það er greinilegt að pabbi snerti við lífi marga, ekki síst í starfi sínu sem lögreglumaður. Tilgangur pabba var að vera til staðar fyrir fólk. Hann sá alla og var allra. Það voru margir sem þörfnuðust hans og því deildum við systkinin hon- um með ansi mörgum. Pabbi vissi hvað hann ætti að segja og hvenær. Þegar hann tal- aði hlustaði maður. Hvort sem það var þegar hann var að deila visku sinni með okkur og vissi nákvæm- lega um hvað hann var að tala eða þegar hann kom sér í stellingar til að segja okkur góða sögu. Þá vildi maður ekki missa af neinum smá- atriðum. Hann pabbi var nefnilega algjör snillingur í að segja sögur og var með frábæran húmor. Þeg- ar hann fékk hlátursköst gat mað- ur ekki annað en heillast af honum og hlegið með. Hlátursköstin end- uðu oft með því að hann sló þrisvar í borðið en það var algjör gæða- stimpill á góða sögu. Síðastliðið sumar fórum við fjöl- skyldan í útilegu á Hellishóla í til- efni sextugsafmælis pabba. Þegar við fjölskyldan vorum saman kom- in skorti okkur ekki neitt og þessi útilega var töfrum líkust. Pabbi var svo spenntur og hamingjusam- ur alla helgina og geislaði af gleði marga daga á eftir. Þessi ferð átti að vera sú fyrsta af mörgum í nýja hjólhýsinu. Það er svo sárt að vita til þess að útilegurnar með honum verði ekki fleiri að sinni. Það sem við eigum eftir að sakna við pabba eru hnyttnir og endalausir frasar. Öll frumlegu gælunöfnin sem hann átti fyrir okkur öll, frændsystkini og vini okkar. Hann gaf okkur svo miklu meira en hann hafði hugmynd um. Nú sitjum við eftir, með erfiðasta verkefni lífs okkar, að halda lífinu áfram án hans. Hjartað hans pabba var stórt og sló fyrir allt fólkið í lífi hans. Hann gaf allt sem hann átti þar til hjarta hans brást honum í brjósti hans. En hann mun lifa í hjörtum okkar allra að eilífu. Við áttum svo góðar stundir saman og núna eig- um við allar minningarnar sem eru okkur svo ómetanlegar og kærar. Alltaf þegar við hugsum til hans verður það með ást, hlýju og umfram allt stolti. Hvíl í friði elsku pabbi. Pétur Óskar, Hannes Freyr, Hanna Lilja, Ragnar og Anna Margrét. Ég man enn þá augnablikið þegar ég kom fyrst í heimsókn í Jöklafold 10, við Pétur nýbyrjuð saman og ég að fara að hitta tengdafjölskylduna í fyrsta skipti. Ég þekkti auðvitað Sigga P fyrir, enda búin að vera að æfa og keppa í golfi í þó nokkur ár. Siggi var á þeim tíma að kenna krökkunum uppi í GR og hitti ég hann oft á golfvellinum, alltaf svo hress, skemmtilegur og fyndinn eins og honum einum var lagið. Það var því skrítin tilfinning að mæta í Jöklafoldina og heilsa honum sem tilvonandi tengdaföður. Frá fyrstu mínútu var mér tekið sem einni úr fjölskyldunni bæði af Sigga og Guðrúnu og öllum systkinum hans Péturs. Í Jöklafoldinni var mikið líf og fjör og fátt eins skemmtilegt og að rökræða við Sigga um hver væri nú eiginlega bestur á heim- ilinu í golfi. Á tímabili kepptum ég, Pétur og Siggi öll í mótaröðinni í golfi og gat þá myndast skemmti- leg umræða um hver hefði nú spil- að best á mótinu. Þá var ekki nóg að horfa á skorið sjálft, heldur þurfti að skoða teigmerkingar, veðuraðstæður, högglengd o.fl. Útkoman var iðulega sú að Siggi hefði nú verið bestur þegar allt kom til alls. Og já, Siggi var svo sannarlega keppnismaður fram í fingurgóma, dellukall á hæsta stigi þar sem hestar, hundar, mót- orhjól, fellihýsi og nú síðast hjól- hýsi komu við sögu. Þegar Sigurð- ur Helgi fæddist var Siggi síðan stoltasti afi sem hægt var að finna og minnast bæði Sigurður Helgi og Lilja Karen afa síns með hlýju og eins og þau segja bæði, hann var bara svo skemmtilegur. Ég held einmitt að það séu þau orð sem lýsa elsku tengdapabba mín- um svo vel. Hann var bara svo skemmtilegur. Það er erfitt að trúa að Siggi eigi ekki eftir að eiga fleiri stundir með fjölskyldunni og horfa á barnabörnin vaxa úr grasi. Við vitum samt öll hvað Siggi var stoltur af okkur og að hann mun vaka yfir okkur eins og hann hefur alltaf gert. Hvíl í friði, elsku Siggi. Þín tengdadóttir Nína. Það var alltaf svo gaman að vera með afa Sigga. Hann var svo ótrúlega skemmtilegur og fyndinn afi. Þegar við áttum afmæli kom hann oft á löggubílnum sínum og setti bláu ljósin í gang fyrir alla gestina og krakkana í afmælinu. Hann kom líka stundum að sækja okkur á æfingar á löggubílnum og keyrði okkur heim. Afi átti líka hesta og spilaði golf, við fengum stundum að fara á hestabak og hann kenndi okkur líka smá í golfi. Við eigum eftir að sakna þín ótrú- lega mikið elsku besti afi Siggi. Þín barnabörn Sigurður (Siggi) og Lilja. „Ég elska þig systir mín.“ „Ég elska þig líka Siggi minn.“ Á þess- um orðum endaði síðasta samtal okkar Sigga P., eins og hann var alltaf kallaður, en ég hringdi í hann til Spánar þar sem hann var að spila golf á La Gomera nokkr- um dögum áður en hann lést. Hjartað mitt er kramið af sorg og söknuðurinn er mikill, en mitt í söknuði hugans kemur líka gleðin yfir því að hafa átt svona yndisleg- an bróður. Það hefur alltaf verið mjög kært á milli okkar Sigga P. þótt hann kærði sig ekkert um það að eign- ast litla systur þegar hann var níu ára gamall. Siggi P. fór alltaf sínar eigin leiðir í lífinu og þegar ég var lítil vissi ég aldrei hvert hann var að fara, hann skildi mig alltaf eftir og fór eitthvað á morgnana en passaði sig alltaf á því að koma heim seinni partinn áður en mamma kom heim úr vinnunni svo að hún kæmist ekki að því að hann hafði ekkert verið að passa mig eins og hann átti að gera. Svo var það eitt sinn að ég sá mynd af Sigga P. í Morgunblaðinu þar sem hann hélt á bikar í hendinni og fyr- irsögnin hljóðaði eitthvað á þessa leið: Sigurður Pétursson, Íslands- meistari í golfi. Ég man að ég sagði við mömmu: „Þarna er hann þá búinn að vera allan tímann, á golf- vellinum í Grafarholti,“ sem var steinsnar frá heimili okkar í Hraunbænum þar sem við ólumst upp. Hann átti svo eftir að státa þrisvar sinnum af því að verða Ís- landsmeistari í golfi. Siggi P. var ekki bara bróðir minn, hann var fyrirmyndin mín og kletturinn minn. Mig langaði að verða lögreglumaður af því að hann var það. Ég var svo heppin að fá að vinna með bróður mínum á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Við máttum ekki vera saman á bíl en við máttum vera saman á vakt. Þótt verkefnin sem við lentum í væru oft á tíðum erfið og krefjandi þá áttum við okkar griðastað á lög- reglustöðinni þar sem við gátum slegið á létta strengi og þar var Siggi P. alltaf í aðalhlutverki. Hann elskaði að grínast og við tók- um upp alls konar skemmtileg snöpp, og eigum við samstarfs- félagar hans ógrynni af myndefni þar sem Siggi P. fór á kostum. Það var svo aðdáunarvert að sjá hvern- ig hvernig Siggi P. var í mannleg- um samskiptum, hann umvafði alla sem hann hitti ást og hlýju og hann hafði svo einstakt lag á að láta fólki líða vel með nærveru sinni. Siggi P. var „pabbinn“ á stöðinni og hann tók svo vel á móti unga fólk- inu sem var að stíga sín fyrstu skref í lögreglunni, leyfði því að vaxa og dafna í starfi með sinni dyggu umsjón. Alltaf kom hann með bros á vör á vaktina og kyssti okkur og knúsaði. Ég veit um eina Sigurður Pétursson SJÁ SÍÐU 16 Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARTA KRISTÍN BÖÐVARSDÓTTIR, Akurtröðum, Eyrarsveit, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 13. maí klukkan 14. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð dvalarheimilisins Fellaskjóls. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt á vefslóðinni: https://youtu.be/fcFdLY4lt4 Már Hinriksson Jóhanna Guðrún Gissurard. Finnur Magni Hinriksson Jónheiður Guðrúnard. Haralds Þorkell Gunnar Þorkelsson Olga Sædís Einarsdóttir Sigurður Þorkelsson Dagný Jeremíasdóttir Gerður Jensdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÖRN ARNARSON læknir, Mánatúni 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 1. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. maí klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún K. Ólafsdóttir Sverrir Ólafsson Ingibjörg Hauksdóttir Katrín Ólafsdóttir Ole Aaboe Jørgensen barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir og mágur, MAGNÚS H. ARNDAL, Árskógum 2, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Skógarbæ, mánudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 14. maí klukkan 13. Hjartans þakkir til þeirra sem af alúð hafa komið að umönnun Magnúsar á liðnum árum. Sigríður H. Arndal Jónína K.H. Arndal Guðmundur Gunnarsson Elskuleg systir okkar og mágkona, BIRNA GRÉTA HALLDÓRSDÓTTIR, Melkoti, andaðist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki miðvikudaginn 28. apríl. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 14. maí klukkan 14 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá útförinni. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Skúli Ragnar Guðmundsson Sigríður Gústafsdóttir Anna Salóme Halldórsdóttir Konráð Gíslason Margrét Erna Halldórsdóttir Einar Sigurjónsson Guðbjörg Halldórsdóttir Böðvar Einarsson Hulda Halldórsdóttir Guðmundur G. Halldórsson Linda Stefánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐJÓN M. KJARTANSSON frá Súðavík, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 6. maí. Hann verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 15. maí klukkan 14. Útförinni verður streymt á slóðinni: https://www.facebook.com/vidburdastofa. Dagbjört Hjaltadóttir Ester Ösp Guðjónsdóttir Hrefna Ýr Ágústsdóttir Sölvi Mar Guðjónsson systkini hins látna og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR KRISTÍN BENEDIKTSSON kennari, andaðist að Droplaugarstöðum laugardaginn 8. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 28. maí klukkan 13. Haukur Filippusson Þórdís Hauksdóttir Benediktsson Orri Hauksson Selma Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR BJÖRGVINSSON, fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 14. maí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á http://www.beint.is/streymi/gudlaugurbjorgvinsson. Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Einar Ingi Ágústsson Hildigunnur S. Guðlaugsd. Þórunn Björk Guðlaugsdóttir Erna Guðlaugsdóttir Guðmundur Gunnarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.