Morgunblaðið - 12.05.2021, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021
✝
Einar Jónsson
fæddist á Siglu-
firði 8. janúar 1932.
Hann lést 6. maí
2021.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Oddssonar, útvegs-
bónda á Siglunesi,
og Báru Tryggva-
dóttur. Bróðir Ein-
ars er Oddur, f.
1930, d. 2016.
Einar kvæntist Helgu Jóns-
dóttur, f. 29.11. 1933 á Sauða-
nesi við Siglufjörð, d. 17.8. 1972.
Foreldrar hennar voru Jón
Ingvar Helgason, vélstjóri og
bóndi á Sauðanesi, f. 1896, d.
1970, og Jóna Jónsdóttir, f.
1905, d. 1996. Einar og Helga
bjuggu lengst af í Grindavík í
sinni búskapartíð en þar byggðu
þau sér hús við Ásabraut.
Börn þeirra, fimm talsins,
eru: 1) Jóna Sigurborg f. 1954,
maki Gunnar Stefán Ásgríms-
son, d. 2008, þau eignuðust einn
son. 2) Jón Ingvar, f. 1956, maki
Bjarklind Kristinsdóttir, þau
eiga tvo syni. 3)
Ólöf Ingibjörg, f.
1957, hún á einn
son. 4) Meyvant, f.
1958, maki Þórunn
Ólafsdóttir, þau
eiga þrjá syni. 5)
Gunnar, f. 1959,
maki Marta María
Sveinsdóttir, þau
eiga fjögur börn.
Einar ólst upp á
Siglunesi og sótti
barnaskóla á Siglufirði. Hann
fór í Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk þar prófi
1955. Hann hóf sjómennsku 12-
13 ára gamall og var háseti og
síðar stýrimaður og skipstjóri
allt til ársins 1972. Þá hóf hann
störf í landi, aðallega við smíðar,
og vann lengi hjá Þórði Waldorf
og síðar í Grindinni hf.
Í febrúar 1999 lenti Einar í al-
varlegu vinnuslysi og í kjölfarið
flutti hann í Víðihlíð í Grindavík.
Útför Einars verður gerð frá
Grindavíkurkirkju í dag, 12. maí
2021, og hefst athöfnin klukkan
14
Elsku pabbi, afi og tengda-
pabbi. Þá er kallið komið til
sumarlands en eftir standa góð-
ar minningar í hjörtum okkar
um þann dugnaðarmann í hví-
vetna sem þú varst, sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur og
voru mörg lífsins verk sem
voru lögð í þínar hendur erfið
sem ekki allir hefðu höndlað að
leysa en með þínu æðruleysi og
góðu skapgerð vannst þú þau
verkefni með sóma. Sjórinn átti
hug þinn allan á meðan þér
gafst tækifæri til að róa á mið-
in en þegar svo þú komst í land
lá fyrir þér að fara í smíða-
vinnu og eigum við börnin þín
þér margt að þakka þegar kom
að því að laga og dytta að,
sama hvort það var að klæða
hús eða laga eitthvað minna og
aldrei spurðir þú hvort þú ættir
að hjálpa, þú, Einar minn,
mættir bara með smíðabeltið
og hófst handa og hér í Grinda-
vík liggja mörg handverk eftir
þig og varst þú eftirsóttur í
smíðar vegna vandvirkni, allir
vissu að þú lagðir þig fram í
verkum þínum. Elsku Einar
minn, minningin um dugmikinn
og hraustan mann sem sigraði
dauðann í raun þrisvar sinnum
mun lifa í hjörtum okkar og
barnabörnin fá að heyra sjó-
sögurnar af afa og þitt lífshlaup
verður í huga okkar til minn-
ingar um þig, elsku Einar okk-
ar. Hinsta kveðja frá okkur.
Gunnar Einarsson, Marta
Sveinsdóttir og barnabörn.
Einar Jónsson
✝
Erna Berg-
mann Gúst-
afsdóttir fæddist á
Akranesi 18. nóv-
ember 1940. Hún
lést 2. maí 2021 á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Foreldrar henn-
ar voru Gestur
Gústav Ásbjörns-
son, f. 2.3. 1908, d.
6.8. 1944, og Olga
Guðrún Benediktsdóttir, f.
25.3. 1912, d. 16.11. 1957.
Systkini Ernu: Guðrún Ása
Gústafdóttir, f. 28.9., d. 29.11.
2015, Ómar Júlí Gústafsson, f.
7.8., d. 3.9. 2020, Anna Sigríð-
ur Gústafsdóttir, f. 7.8. 1943,
Kolbrún Bergmann Magnús-
dóttir, f. í júní 1947.
hún var mikið hjá ömmu sinni
og afa í Skuldinni á Akranesi.
Eftir skyldunámið lauk hún
námi sem hjúkrunarfræðingur
í Hjúkrunarskóla Íslands, hluti
námsins var að fara út á land í
undirbúningsnám eins og það
var kallað og fyrir valinu varð
Sjúkrahúsið á Ísafirði. Þar
komst hún í kynni við eftirlif-
andi eiginmann. Eftir að námi
lauk fluttist hún ásamt fjöl-
skyldunni til Keflavíkur og hóf
þar búskap ásamt því að starfa
nær óslitið við fjölbreytileg
verkefni á Sjúkrahúsinu í
Keflavík tæp 40 ár.
Útför Ernu fer fram í Kefla-
víkurkirkju í dag, 12. maí
2021, og hefst athöfnin kl. 13.
Vegna samkomutakmarkana
er einungis nánustu ættingjum
og vinum boðið að vera við-
staddir athöfnina en hægt er
að fylgjast með athöfninni á
streymi, stytt slóð: tinyurl.com/
yewv8vrt
Streymishlekk má nálgast á:
www.mbl.is/andlat
Erna giftist
Oddi Gunnarssyni
frá Ísafirði, f. 1.12.
1942, á jóladag
1964 og eignuðust
þau tvo syni. Börn
þeirra eru: 1)
Gunnar, f. 27.3.
1965, eiginkona
hans Kristín
Bauer. Börn
þeirra: Oddur, f.
16.10. 1990, maki
Katrín Ágústsdóttir, f. 6.4.
1990, barn þeirra Henrý Þór
Bauer, f. 24.10. 2018, og Eva
Sif, f. 21.2. 1995, maki Stefán
Birgir Jóhannesson, f. 18.1.
1993, barn þeirra Ísold Krist-
ín, f. 20.12. 2020.
Erna fæddist á Akranesi en
sleit barnsskónum í Reykjavík,
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig, elsku mamma mín, en jafn-
framt er ég afar þakklátur fyrir
allar góðu minningarnar sem ég
á og geymi. Ég var mjög heppinn
í mömmu-lottóinu og á milli okk-
ar var sterkur strengur alla tíð.
Þú passaðir upp á peyjana þína
og alltaf nóg að bíta og brenna.
Spítalinn sem þú vannst á í rúm
40 ár var mitt annað heimili á
tímabili, þar fékk maður að
skjóta sér inn eftir skóla og ávallt
velkominn. Mamma var hjúkrun-
arkona af Guðs náð, hún bar virð-
ingu fyrir öllum og allir voru
jafnir í hennar augum. Mamma
var þægileg í umgengni og það
var gott að vera í kringum hana.
Lífið var langt í frá dans á rós-
um hjá Skagastúlkunni, hún
missir pabba sinn þegar hún er á
fjórða ári og sautján ára er hún
búin að missa báða foreldrana.
Ávallt átti hún þó athvarf hjá
ömmu sinni og afa í Skuldinni á
Skaganum og móðurfólkinu sem
reyndist henni vel.
Eftir hjúkrunarnámið lá leiðin
vestur á Ísafjörð þar sem leiðir
mömmu og pabba lágu saman.
Stórfjölskyldan flutti svo öll suð-
ur á nokkrum árum á sjöunda
áratugnum og margir enduðu í
Keflavík enda næga vinnu þar að
fá og uppgangur. Sjúkrahúsið í
Keflavík varð vinnustaðurinn og
tókst hún á við mörg krefjandi
verkefni þar á sinni starfsævi.
Eftir að við Kristín eignuð-
umst Odd og Evu Sif var tekist á
við ömmu- og afahlutverkin. Gist-
ing hjá ömmu og afa var spenn-
andi og alltaf var passað upp á að
vel færi um ungana. Litla fólkið
fékk að fara með í ferðalög út á
land og í sumarhús með tilheyr-
andi dekri.
Hörmulegt bílslys á Reykja-
nesbrautinni tók Bensa bróður
frá okkur, þetta slys tók mjög
mikið á alla og mamma var aldrei
söm eftir það, rétt nýorðin sex-
tug. Langömmubörnin litlu þau
Henrý Þór og Ísold Kristín fengu
að kynnast þér lítillega, sérstak-
lega Henrý Þór sem kunni vel við
sig hjá gamla settinu eins og
hann kallaði þau, litli pjakkurinn.
Bestu stundirnar í seinni tíð
átti hún með pabba suður í höfum
á sólgylltri strönd, þau byrjuðu
rólega með tveggja til fjögurra
vikna ferðum sem síðan voru
farnar að teygja sig upp í fjóra
mánuði. Alltaf voru þau jafn
ánægð með dvölina á Kanarí, þar
var greinilega gott að vera, nota-
legt loftslag og skemmtilegur fé-
lagsskapur.
Síðustu vikurnar voru erfiðar,
elsku mamma, það var strembið
að geta takmarkað hjálpað þér í
baráttunni sem varð sem betur
fer ekki löng. Ég trúi því að þú
sért komin til þeirra sem á undan
fóru og þar hefur verið tekið vel á
móti hógværu og hjartahlýju
hjúkkunni sem gaf okkur svo
mikið. Ég bið góðan Guð að
styrkja okkur í sorginni, ég mun
passa upp á Vestfirðinginn. Kær-
ar þakkir fyrir allt, þú varst ein-
stök mamma.
Gunnar Oddsson.
Elskulega systir.
Það er sárt til þess að hugsa að
þú sért farin af þessari jarðvist.
En nú ertu laus við þrautirnar og
komin til sonar ykkar sem var
tekinn allt of fljótt frá ykkur og
var mikið áfall. Ég hefði svo
sannarlega óskað þess að hafa
þig lengur hjá okkur. Oft gleym-
ist að njóta augnabliksins sem er
í raun og veru það dýrmætasta af
öllu sem við eigum. Ég er afar
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman og ekki síð-
ur þær stundir sem ég átti með
þér síðustu vikurnar þínar á spít-
alanum. Þótt þú hafir verið mikið
veik vissir þú alltaf af mér og
hélst í hönd mína og sagðir: „Æ,
hvað það er gott að vita af þér,
Kolla mín.“
Þú varst alltaf stóra systir mín
sem ég leit upp til og var montin
af og þakklát fyrir að eiga svona
fallega og góða systur. Við ól-
umst upp saman þar til ég var tíu
ára gömul og þú sautján ára þeg-
ar mamma okkar féll frá en þá
skildi leiðir. Þú fórst til ömmu og
afa á Akranes en ég austur á
Reyðarfjörð til bróður okkar.
Þegar ég fermdist þá komuð þið
Rúna stóru fallegu systur mínar
og mér er svo ferskt í minni
hversu mikil gleðistund það var
hjá okkur öllum að sameinast aft-
ur. Tenging okkar systra hefur
alltaf verið sterk og eftir að við
urðum fullorðnar og stofnuðum
fjölskyldur vorum við alltaf í
miklu og góðu sambandi og átt-
um hlutdeild í lífi hver annarrar
alla tíð.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Mínar samúðarkveðjur sendi
ég ykkur, elsku Oddur, Gunnar
og fjölskylda.
Hvíl í friði, elsku systir.
Þín einlæg,
Kolbrún systir.
Vinarkveðja frá Hollsystrum
Í dag, 12. maí, á alþjóðadegi
hjúkrunarfræðinga, kveðjum við
góða vinkonu og skólasystur. Það
var tilhlökkun að hittast í
Hjúkrunarskólanum í ágúst
1960. Ungar stúlkur að hefja
hjúkrunarnám. Við vorum allar
fullar af eftirvæntingu hvað biði
okkar næstu árin. Ein af okkur
vakti athygli okkar, ljóshærð
stúlka með svo fallega fram-
komu, það var Erna.
Strax í upphafi varð mikil sam-
heldni í hópnum sem hefur hald-
ist alla tíð. Erna var góður hjúkr-
unarfræðingur og sinnti sínu
starfi vel og var vel liðin af bæði
sjúklingum og samstarfsfólki.
Hún sinnti einnig ábyrgðarmikl-
um störfum innan hjúkrunar og
var um tíma hjúkrunarforstjóri á
Sjúkrahúsi Keflavíkur. Á nema-
tímanum í Hjúkrunarskólanum
fór Erna til Ísafjarðar og kynnt-
ist þar manni sínum, honum
Oddi, sem alltaf var kallaður
Ossi. Þau bjuggu fyrstu árin á
Ísafirði en fluttust síðar til Kefla-
víkur. Við vorum mjög ánægðar
með það því þá gat hún hitt okkur
oftar. Það hefur verið einstakt
samband á milli okkar í „hollinu“.
Við höfum hist í hverjum mánuði
síðan 1963 eftir útskrift, fyrst
heima hjá okkur en í seinni tíð oft
farið á veitingahús. Einnig höfum
við farið í ferðir saman með mök-
um, bæði innanlands og erlendis.
Erna var alltaf hrókur alls fagn-
aðar, hláturmild og skemmtileg.
Það var mikið áfall fyrir Ernu
og Ossa að missa son sinn af slys-
förum, ungan mann sem átti
framtíðina fyrir sér.
Við minnumst með þakklæti
allra þeirra samverustunda sem
við áttum með Ernu í blíðu og
stríðu. Við munum sakna hennar
mikið.
Elsku Ossi, Gunnar, Oddur,
Eva Sif, Sesselía Erna og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Ernu.
Björk, Díana, Elísabet,
Fjóla, Gunnhildur,
Ída, Inga, Ingibjörg,
Jóna Margrét, Linda,
Ragnhildur og Þórunn.
Erna Bergmann
Gústafsdóttir
✝
Sigursteinn
Freyr var
fæddur í Reykjavík
10. júlí 1974. Hann
lést á Bringham
and Womens--
spítalanum í Bost-
on 11. september
2020.
Foreldrar Sig-
ursteins eru Guð-
rún Sigursteins-
dóttir hjúkrunar-
fræðingur og Vigfús Björnsson
bakarameistari en hann lést
2019.
Systir Sigursteins er Inga Brá
Vigfúsdóttir og starfar hún á
geðdeild Landspítalans. Sig-
ursteinn var ókvænt-
ur og barnlaus.
Á Íslandi vann
Sigursteinn fjöl-
breytt störf, t.d. við
löggæslu og slökkvi-
lið. Sigursteinn var
búsettur síðustu 15
ár í Boston þar sem
hann var upphaflega
við nám í eldvarna-
fræðum, sótti fjölda
námskeiða og eins
fór hann í nám í fasteigna-
viðskiptum og starfaði hann við
það síðustu árin.
Útför hans fer fram í Foss-
vogskirkju í dag, 12. maí 2021,
klukkan 13.
Sigursteinn Freyr Vigfússon,
Siggi, bjó í næsta húsi við okkur í
Akraseli, ásamt foreldrum sínum,
Fúsa og Gunnu, og systur sinni
Ingu Brá. Mikill og góður vin-
skapur tókst með nágrönnunum,
bæði meðal fullorðinna sem og
barna. Siggi og Guðmundur voru
jafnaldrar og Inga Brá í aldri á
milli Fjólu og Magga. Fyrsti
skóladagur Sigga og Guðmundar
var festur á filmu, sem í stafræn-
um heimi dagsins í dag þykir ekki
merkilegt, en var ekki algengt
fyrir um 40 árum. Kvikmyndin
sýnir brosmilda og káta stráka
ganga léttfætta í skólann. Þeir
voru síðan samferða í gegnum all-
an grunnskólann og lengst af
saman í bekk. Vinátta þeirra var
því mikil og góð og byggðist á því
að þekkja hvor annan út og inn.
Akraselið var fjörug gata þeg-
ar við ólumst þar upp, með mörg-
um krökkum sem léku sér saman
í útleikjum á sumrin. Á veturna
kom sér vel að Akraselið liggur í
hlíðum Breiðholtsins og hægt um
vik að draga fram skíði og sleða
og renna sér í brekkunum. Garð-
arnir okkar runnu saman og voru
á lóðmörkum byggð snjóhús og
snjógöng á vetrum og kofi á
sumrin. Þá var alltaf gaman að
koma inn til Sigga og Ingu Brár,
tekið var vel á móti okkur og oftar
en ekki snúðar eða aðrar kræs-
ingar úr Breiðholtsbakaríi á boð-
stólum, en pabbi Sigga var Vigfús
Björnsson bakarameistari. For-
eldrar Sigga voru jafnan fyrst
með nýjungarnar, hverjar sem
þær voru. Þannig voru þau með
þeim fyrstu í götunni til að fá sér
myndbandstæki. Það var því
ákaflega vinsælt að fara yfir til
Sigga og Ingu Brár og horfa á
spennandi myndbandsspólu.
Sjónvarpsstofan var á neðri hæð í
stóru herbergi og þar söfnuðust
stundum saman allmargir krakk-
ar úr götunni.
Siggi var myndarlegur maður,
svipfagur með einstaklega falleg
brún augu. Hann var sterkur per-
sónuleiki og fylginn sér í því sem
hann tók sér fyrir hendur. Siggi
átti auðvelt með að sjá spaugileg-
ar hliðar á málum, hafði góðan
húmor og það var gaman að um-
gangast hann. Siggi var mikill
áhugamaður um bíla og átti jafn-
an glæsilega og vandaða bíla sem
eiginlega má segja að sé lýsandi
fyrir hvernig hann var sjálfur.
Siggi flutti til Bandaríkjanna,
sem voru fyrir honum drauma-
landið, og settist að í Boston.
Hann kom sér ágætlega fyrir og
hin síðari ár hafði hann komið sér
upp fyrirtæki sem var í vexti þeg-
ar hann veiktist. Stríðinu við veik-
indin tapaði hann og er hann nú
horfinn frá okkur langt fyrir ald-
ur fram. Siggi var vinur vina
sinna og alltaf gott að koma til
hans. Maggi flugmaður heimsótti
hann iðulega í ferðum sínum til
Boston og átti með honum góðar
stundir. Guðmundur minnist
einnig hversu gott og gaman var
að koma til Sigga í Boston, og
jafnvel þó langt hafi verið síðan
þeir hittust síðast voru æskuvin-
irnir strax mættir til leiks og nutu
þess að vera saman.
Minningin um Sigga er okkur
kær. Siggi er órjúfanlegur hluti
æskunnar í Akraseli og hann lifir
í huga okkar. Mikill missir er að
Sigga sem kvaddi okkur alltof
snemma. Við vottum Guðrúnu
móður hans, og Ingu Brá systur
hans okkar innilegustu samúð.
Sigursteinn Freyr Vigfússon er
kært kvaddur og með söknuði.
Guðmundur R. Sigtryggsson
Magnús R. Sigtryggsson
Fjóla G. Sigtryggsdóttir
Æskuvinur okkar Sigursteinn
Freyr er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Hann lést eftir veik-
indi í Bandaríkjunum tengd arf-
gengum sjúkdómi sem hann hafði
átt við að etja um árabil.
Sigga kynntumst við í Breið-
holtinu þar sem við ólumst upp.
Hann var kátur og frekar hlé-
drægur strákur sem safnaði með
tímanum í kringum sig hópi af
traustum vinum. Á heimili hans
voru allir velkomnir og þar dvöld-
um við löngum stundum við alls
kyns bras sem fylgir strákahóp-
um. Guðrún og Vigfús þekktu
okkur alla og þau gáfu sér tíma til
að ræða um þau málefni sem áttu
hug okkar þá stundina. Gestrisni
þeirra hjóna varð ríkur þáttur í að
vinahópur okkar varð eins náinn
og síðar gerðist.
Þegar grunnskólagöngu lauk
skildi leiðir en við héldum áfram
góðu sambandi. Þegar Siggi flutt-
ist síðan á Njálsgötuna hófst nýtt
tímabil í vinahópnum. Þar voru
haldnir skipulags- og uppgjörs-
fundir og allt þar á milli, og Rúnar
bjó þar um tíma á meðan foreldr-
ar hans voru erlendis í námi.
Margar af eftirminnilegustu sam-
verustundum okkar áttum við
þarna á heimili Sigga.
Vegna aldursmunar var Inga
Brá okkur fjarlæg í upphafi en
fljótlega varð hún líka mikill vin-
ur okkar. Framan af var það
hennar hlutskipti að reyna að
passa upp á að enginn færi sér að
voða en síðar gat hún hlegið með
okkur að ýmsum þeim afrekum
sem menn töldu sig hafa unnið. Í
einu stórafmælinu hennar vorum
við fengnir til að þjóna gestum; sú
samkoma leystist upp í gleðipartý
enda vinahópur hennar allur úr
sama hverfi og við. Enginn gerði
athugasemdir við þjónustuna.
Siggi starfaði sem blaðaljós-
myndari, lærði rafvirkjun og
gekk síðar til liðs við slökkviliðið
og starfaði bæði í Reykjavík,
Hafnarfirði og Keflavík. Þegar
systir hans fluttist til Boston
fylgdi hann í kjölfarið til þess að
læra nánar um slökkviliðsstörf.
Hann kunni vel við sig í Banda-
ríkjunum og átti heima þar síð-
ustu 20 árin. Hann starfaði sem
verktaki og hin síðari ár við fast-
eignasölu. Framan af kom hann
reglulega til Íslands og var haldið
upp á það í vinahópnum með því
að halda í víking til Víkur í Mýr-
dal. Við heimsóttum hann hver í
sínu lagi til Boston og hittum þá
alltaf aftur gamla gestrisna vin
okkar. Eftir að Siggi veiktist illa
fyrir nokkrum árum kom hann
ekki aftur til landsins. Hjarta-
sjúkdómurinn tók sig upp aftur
síðasta sumar og systir hans var
hjá honum þegar hann lést á
sjúkrahúsi nokkrum vikum síðar.
Siggi var traustur vinur og
góður drengur sem vildi öllum
vel. Hann var einlægur og mikill
húmoristi sem hló eftirminnilega
smitandi hlátri. Hann var dag-
farsprúður og seinþreyttur til
vandræða, æsti sig ekki en stóð
fast á sínu ef honum þótti ástæða
til. Þau Inga Brá voru sérstak-
lega náin og samrýnd systkin sem
gátu leitað hvort til annars í
stórum málum og smáum. Þeim
Guðrúnu sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Arnar, Björgvin, Björn,
Guðjón, Indriði, Jóhann,
Kjartan, Rúnar og Skorri.
Sigursteinn Freyr
Vigfússon